Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 10

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 10
Helgar 10 blaðið Helpbli Útgefandi: Fjörðurinn sf. Framkvæmdastjórn og hönnun: Sævar Guðbjörnsson. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Silja Ástþórsdóttir. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttír, Unnur Ágústsdóttir. Dreifing: Sveinþór Þórarinsson. Heimilisfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Simi á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndriti: 681935 Auglýsingasími: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Þetta er engin þjóðarsátt Verkalýðshreyfingin á í vanda nú þegar launafólk sameinast enn einu sinni í kröf- um um bætt lífskjör og meiri jöfnuð í sairt félaginu á alþjóðadegi verkafólks, 1. maí. Forysta hreyfingarinnar hefur í farteskinu miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara sem allir eru óánægðir með. Samt er mælst til þess að lillagan verði samþykkt, því meira verði ekki sótt í stöðunni eins og hún er í dag. Talsmenn ríkisstjórnarinnar reyna að halda því fram að með þessu sé við haldið þjóðarsáttinni sem náðist í tíð síðustu ríkis- stjórnar. Það er rangt. Það verður aldrei þjóðarsátt um þessa tillögu þótt hún verði samþykkt. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, hefur sagt að niðurstaðan úr þess- um viðræðum sé í engu samræmi við það sem fólk telji réttmætt. Hinsvegar sé launafólk ekki tilbúið að fylgja kröfum sínum eftir og því sé þetta eina færa Ieiðin. Og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir að niðurstaðan sem nú liggi fyrir sé ekki sú sem þau hefðu kosið, en miðað við aðstæður sé skynsamlegri kostur að sam- þykkja tillöguna en að fella hana. Vissulega eru jákvæðir punktar í miðl- unartillögunni. Þaðá einkum við um lág- launabætumar. Með þeim tekst að verja kaupmátt þeirra Iægst launuðu. Þeir sem hafa miðlungstekjur bera hinsvegar lítið úr býtum og sumir minna en ekki neitt - og hefur þó þegar verið vegið grimmt að kaupmætti þeirra með ýmsum aðgerðum ríkissljórnarinnar. Vart verður sagt um yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, sem fylgir miðlunartillög- unni, að þar sé stórmannlega boðið. Þar ber mest á loforðum um að þessi og hin réttindi launafólks verði ekki skert á samn- ingstímanum og að vextir í félagslega hús- næðiskerfinu verði ekki hækkaðir. Þá er hámarksgreiðsla fyrir læknisþjónustu vegna bama lækkuð um helming auk þess sem böm yngri en 6 ára fá ókeypis þjón- ustu hjá læknum. Einnig tókst að fá ríkis- stjórnina til að hætta, í bili að minnsta kosti, við gjaldtöku vegna hjálpartækja til sjúkra. Þá lofar ríkisstjómin að takmarka niðurskurð í heilbrigðiskerfinu þannig að ekki komi til lokunar öldrunardeilda og að bamageðdeild Landspítalans verði áfram starfrækt. Hins vegar er óljóst hvort því verður mætt með frekari niðurskurði ann- ars staðar í heilbrigðisgeiranum. Það að semja þurfi við ríkisvaldið um svo sjálf- sagða hluti sýnir vel innræti þeirra sem sitja við stjómvölinn. Samtök launafólks og atvinnurekcnda þrýstu mjög á ríkisstjómirta að horfast í augu við það alvarlega ástand sem hefur verið að skapast á vinnumarkaðinum; fjöldaatvinnuleysi sem ekki hefur þekkst hér á landi í áratugi, atvinnuleysi sem má rekja beint til aðgerðaleysis stjómvalda í efnahags- og atvinnumáfum og þeirrar vaxtastefhu sem ríkisstjórnin hefur stuðlað að. Þótt vaxtalækkun núna sé vissulega seint á ferð ber að fagna henni. Hún mun þó tæpast bjarga þeim heimilum og fyrir- tækjum sem þegar eru komin á vonarvöl vegna vaxtaokurs undanfarinna missera. Rikisstjómin segist einnig tilbúin að stofna samstarfsnefhd um atvinnumálin, en færir ekki fram neinar afgerandi tillögur um úrbætur. Hvort þar ræður viljaleysi eða hugmyndaþurrð skal ekki lagt mat á hér. Ástandið er alvarlegt og ríkisstjórnin kýs að sitja áfram hjá. Málamiðlunartillagan er rýr uppskera eftir 8 mánaða samningsþóf. Það er enginn ánægður með þessa niðurstöðu og því frá- leitt að tala um þjóðarsátt. Það er líka ljóst að verkalýðshreyfingin verður að horfa í eigin barm og leita nýrra sóknarfæra. Launamunur hefur aukist mik- ið í þjóðfélaginu og sú þróuti breytist ekki þótt þessi miðlunartillaga verði að samn- ingi. Sáf Forspil að EB-aðild Laugardagirm 2. mai munu utanríkisráðherrar EB- og EFTA- landanna staðfesta samning um evrópskt eiha- hagssvæði fýrir hönd ríkis- stiórna sinna. Þá eiga þjóð- þingin og EB-þingið eftir að segja síðasta orðið. Svo virð- ist sem áformað sé að keyra samninginn í gegnum þingin með hraði. Sumir virðast jafiivel halda að nóg sé fyrir Alþingi að hafa 6 vikur til að fara í gegnum samninginn og það sem honum fylgir. Al- þingismönnum hefur enn vart gefist tími til að lesa samninginn yfir, hvað þá þær tugþúsundir blaðsíðna sem honum fylgja, en þær hafa enn ekki nema að hluta til verið þýddar á íslensku. Ef samkomulag um EES verður staðfesl mun það leiða til mikilla þjóðfélagsbreytinga hér á landi. Það ætti því að vera sjálfsagl mál að spyrja þjóðina að því í allsherjar at- kvæðagreiðslu hvort hún vilji taka þetta stóra og örlagaríka skrcf, og áður verður að fara fram hlutlæg kynning á innihaldi samningsins og ítarleg athugun á því hvað sam- þykkt hans hefði í för með sér. I því sambandi vcrður m.a. að ganga úr skugga um það á vegum Alþingis, hvort samningurinn samrýmist nú- verandi stjómskipan og stjórnarskrá. EB hefur tögl og hagidir Nú eru komin ákvæði inn í samn- inginn um að túlkun EB- dómstóls- ins á EES-reglum séu bindandi fyrir dómstóla EFTA- ríkjanna._ Þannig er ótvírætt að Hæstiréttur íslands á ekki að vera æðsta dómstig í EES- málum ef leitað er til EB-dómstóIs- ins. Ekki hefur samningurinn bamað eftir þriðju og síðustu atrennu. Enn er það EB sem hefur tögl og hagld- ir. Okkur er gert að gleypa í einu lagi allan lagagrunn EB í efnahags- og atvinnumálum sem bandalagið hefur verið að bræða saman í yfir 30 ár og er fyrst og fremst miðaður við iðnrikin og stórfyrirtækin sem þar eruráðandi. Á evrópsku efnahagssvæði má ekki mismuna fólki eftir þjóðemi að því er varðar „frelsin íjögur". Allir hafa sama rétt til að fjárfesta á öllu svæðinu, ákvæði um cignarhald ís- lendinga og forgang í fyrirtækjum hérlendis vcrður úr sögunni nema að því er varðar veiðar og frum- vinnslu. Ekki rhá lcngur láta íslend- inga ganga fyrir um vinnu á Islandi eða Dani í Danmörku. I stuttu máli sagt: landamæri vcrða afnumin milli landanna 19 að því cr frclsin fjögur varðar. Lagasetningarvald úr landi Mögulcikar Alþingis til sjálf- slæðrar lagasetningar í einhverju scm máli skiptir á sviði cfnahags- og atvinnumála vcrða nánast fyrir bí. Við getum að vísu sett fram Kristín Einarsdóttir frómar óskir cn valdið vcrður óskor- að Evrópubandalagsins. Líklcgt er að í flestum tilvikum sjái EFTA- löndin sér ekki annað fært cn að samþykkja það scm EB ákveður þótt látið sé að því liggja að um citt- hvert val sé að ræða. Þá liggur það nú ákveðið fyrir í samningnum að þar sem EI£S- reglur og landslög greinir á skuli EES-reglurnar gilda. OIIu skýrara getur yfirþjóðlegt eðli þessa samnings varla verið. Einn af samningamönnum EB í viðræðunum um EES, Van Der Pas, kynnti samninginn fyrir utanríkis- málanefnd EB-þingsins og sagði þá m.a.: „Það er mikilvægl að gleyma því ekki að EES mun gera lög bandalagsins að sínum og hefur ekki neinn rctt til að hafa frum- kvæði né heldur getur það sjálft komið með tillögur." Þessi fulltrúi EB fullvissaði einn- ig þingnefndína um það að EFTA- löndín yrðu aðcins „súkkulaðiklein- ur" á evrópska cfnahagssvæðinu þcgar um nýja lagasctningu væri að ræða. „Það var mikilvægt að láta EFTA-ríkin halda að þau væru þátt- takendur. Augljóslega cr mjög crfitt fyrir EFTA-land að standa frammi fyrir gcrðum hlut, og um þetta atriði vardcilt allan tímann í viðræðun- um." Síðan lýsir hann þeim fram- gangsmáta sem samþykktur hafi vcrið cn hann miði við að EFTA fái að vera með í spilinu en hafi þó engin áhrif. Niourfelling á tollum Hcr á landi hefur mest verið gert úr því að með EES-samningi fáist um 90% tollfrelsi fyrir sjávarafurðir frá Íslandi í Evrópubandalaginu. Ég ætla ekki að gera lítið úr þýðingu þessa en þessi lollalækkun er allt of dýru verði keypt, þar eð sjálfstæði íslcnsku þjóðarinnar er í húfi. Við verðum líka að muna að við höfum nú samning við EB sem tryggir okkur lollfrelsi á tæplega 70% af sjávarafurðum okkar inn á EB- markað. íslendingar hætta auðvitað ckki að selja fisk til Evrópu þó að evrópska efhahagssvæðið verði ekki að verulcika. Vcrt er að hafa í huga að samningurinn tryggir ekki toll- frclsi fyrir nýjar fiskafurðir, heldur þarf þá að setjast enn á ný að samn- ingaborði með EB um tollaívilnanir. Fullvíst má telja að EB vilji fá enn frekari veiðiheimildir í stað slíkra tollaívilnana. I fréttum fyrir skömmu kom fram að íslensk skip hefðu veitt nokkurt magn af búra, fisktegund sem hefur verið okkur lítt kunn til þessa. Hátt verð fékkst fyrir þennan fisk. Fleiri lcgundir sem nú eru vannýttar gætu vel orðið stærri hluti af aflanum áð- ur en langt um líður. Og það fylgir böggull skammrifi á fleiri sviðiim. Ekki er enn lokið gerð tvíhliða samnings um sjávarút- vegsmál milli íslands og EB, sem utanríkisráðherra sagði á Alþingi fyrr í vetur að yrði að vcra tilbúinn áður en EES- samningur yrðu und- irritaður. Evrópubandalagið setur það skil- yrði fyrir staðfestingu EES- samn- ingsins í heild af sinni hálfu, að bandalaginu verði tryggður veiði- réttur á 3000 tonnum af karfa innan íslenskrar lögsögu. Jafnframt hafa íslensk stjómvöld fallist á að endur- skoða áður afmörkuð veiðisvæði, ef EB-skipum tekst ekki að ná þar þessum afla meöð hagkvæmum hætti. Þannig er búið að hieypa tog- urum EB inn í fiskveiðilögsöguna og er næsta víst að þeir munu sækja á um enn frekari veiðiheimildir, þegar fram líða stundir. Sérstakt „þróunarákvæöi" er í samningnum, sem gerir ráð fyrir endurskoðun á 2ja ára fresti. Menn ættu líka að muna hvemig Spánverjar og Portú- galir hafa hagað sér. M.a. hafa fiski- menn á Nýfundnalandi nú nýverið kallað þá sjóræningja eftir fram- göngu þeirra skammt utan kanad- ískrar lögsögu. Stöndum á eigin fótum Það fer lítið fyrir þeim mörgu fyr- irvörum sem talað var um í upphafi samningaviðræðna að settir yrðu af Þab ætti ab vera sjálfsagt ad spyrja pjóoina ao þvi hvort hún vill EES- samninginn eoa ekki, segir Kristín Einarsdóttir, en formenn stjórnarflokkanna telja enga ástæou til þess, nema sérfræoingar þeirra telji samninginn brjóta í bóga vio stjórnarskróna. íslands hálfu.; Þannig hefur mikJu verið fómað fyrir þennan samning um evrópskt efnahagssvæði, sem allir nema íslenskir ráðamenn viður- kenna að aðeins er slundarfyrirbæri og stökkpallur inn í sjálft Evrópu- bandalagið. íslendingar eiga að hverfa frá þeirri hugmynd að bindast Evrópu- bandalaginu mcð samningum um evrópskt efhahagssvæði sem aðeins felur í sér stórt skref inn í Evrópu- stórveldið. Við eigum að einbeita okkur að því að standa á eigin fót- um og leitast við að ná sem bestum tengslum við umheiminn, þar á meðal við alla Evrópu. Við verðum sjálf að leysa okkar vandamál í at- vinnu- og efnahagsmálum, það gerir enginn annar fyrir okkur. Í EB er at- vinnuleysi miklu meira að meðaltali en hér á landi. Menn þurfa því ekki að láta sér detta í hug að aðild að EES sé lausn á þeim vanda í at- vinnumálum sem nú er við að etja hér á landi. Það er helber blekking að halda að svo sé. Meginatriðið er að við göngum til samninga við aðrar þjóðir með fullri reisn og á okkar eigin forsendum í stað þess að láta aðra stjóma ferð- inni. Samvinnu ríkja og samskipti á að byggja á viðurkenningu og virðingu á sjálfstæði þjóðríkja. Ég er ekki trúuð á að Evrópubandalagið með sinni miklu miðstýringu og ólýð- ræðislegu uppbyggingu sé það framtíðarríki sem margir virðast halda. Við íslendingar eigum að standa utaii þess til frambúðar og átta okkur jafnframt á því að evr- ópska efnahagssvæðið er ekkert annað en stutt forspil að EB- aðild. Fimmtudagurinn 30. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.