Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 24

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 24
Lífsmáti í þágu umhverfisins Ákveðin umskipti urðu í lífi fjöl- skyldu nokkurrar í Kópavogi fyrir rúmu ári. Fjölskyldan að Skóla- gerði 21 hefur á síðasta ári tekið þátt í verkefni Norræns umhverfi- sárs um svokallaðar grænar fjöl- skyldur. Húsmóðirin, Olöf Guðmundsdóttir sérkennari, sagði að í byrjun hefði þetta verið dálítið erfitt. „Eftir því sem á leið var umhugs- unin um vemdun umhverfisins orðin að venju. Maður þekkti orðið allar umhverfisvænar vörur í verslunum og þurfti ekki að íhuga hvað væri vistrænt og hvað ekki,“ sagði Ólöf. Guðmundur Guðjónsson landfræð- ingur sagði að þessi nýi lífsstíll væri orðinn hluti af lífi fjölskyldunnar. „Þó að verkefninu sé lokið munum við halda áfram að breyta rétt í þágu umhverfisins. I sjálfu sér er ekki erf- itt að vera grænn. Skriffinnskan í kringum þetta ákveðna verkefni varð heldur of mikil, en flokkun á sorpi kemst t.d. upp í vana og verður fyrr en varir sjálfsagður hlutur," sagði Guðmundur. Fjölskyldan fór í fyrrasumar á mót á vegum Norræna umhverfisátaksins, þar sem þeim gafst kostur á að bera sig saman við aðrar fjölskyldur í ná- grannalöndunum. „Það kom okkur á óvart hve Is- lendingar eru komnir langt í um- hverfismálum, því það er svo stutt síðan umræðan komst af stað hér heima. Víða erlendis er fólk þó kom- ið miklu lengra á veg en við. Kann- ski það sé vegna þess að yfirvöld ytra eru sér meðvitaðri um nauðsyn um- hverfisvemdar," sagði Guðmundur. „Þetta er samt að breytast héma. Eg verð vör við að í ýmsum stofnun- um er byrjað að nota endurunninn pappír við ljósritun," sagði Ólöf. „Ef Islendingar eiga ekki að drag- ast afiur úr í vemdun umhverfisins verða bæjaryfirvöld og ríkið að koma meira til móts við það fólk sem vill verða vistrænt. Það er t.d. erfíðleik- um bundið að losa sig við pappír og annað slíkt. Gámastöðvamar eru ágætar til síns brúks, en það þyrfli að taka á móti endumýtanlegu sorpi inni i hverfúnum," sagði Guðmundur. „Það er líka umhugsunarefni hve mjólkummbúðir em stór hluti af sorpi hvers heimilis. I dag er ekki hægt að endumýta mjólkurumbúðirn- ar,“ sagði Ólöf. I Kópavogi tóku í upphafi átta Ijöl- skyldur þátt í verkefninu. Tvær hellt- ust úr lestinni fljótlega. Þær sem eftir stóðu hafa haft mikið samband sín á milli og finnst Ólöfu og Guðmundi það hafa verið mikils virði. „Ef einhver fjölskyldan fann eilt- hvað sniðugt í verslunum, sem þjón- aði hagsmunum umhverfisins, hafði hún samband við hinar," sagði Ólöf. „Við skiptumst líka á um að mæla ýmsa hluti. Ein fjölskyldan tók sig til og mældi hve mikið valn fer til spill- is við tannburstun. Það er alveg ótrú- legt að hver maður eyðir að jafnaði um sjö lítrum af vatni þegar hann burstar í sér tennurnar," sagði Guð- mundur. Aðspurð um það hvemig bömin á heimilinu hefðu tekið þessu verkefni sögðu Ólöf og Guðmundur að þau hefðu verið betri en engin. „Þau eru orðin mjög meðvituð um umhverfisvemd. Um daginn þegar ég var orðin sein fyrir ók ég strákunum á bílnum í leikskólann. Eg neita því ekki að ég fékk samviskubit þegar hnussaði í öðrum þeirra yfir mengun- inni sem þessu fylgdi,“ sagði Ólöf. „Að vissu leyti erum við að þessu Höfum fengið mikið úrval af fallegum, austur- lenskum keramikblómapottum. Stórir og smáir pottar, fallegir og frostþolnir. - Hentugir til nota jafnt úti sem inni. Viðurkenndur handiðnaður á frábæru verði. - Skoðið sjálf. fyrir bömin. Þau koma líklega til meó að lifa í þessari veröld lengur en við. Það minnsta sem við getum gert er að búa þeim lífvænleg skilyrði í framtíðinni. Það gemm við ekki ef við hunsum umhverfi okkar," sagði Guðmundur.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.