Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 4
Helgar 4 blaðið Svo virðist sem verkalýðshreyfingin ætli að beygja sig undir málamiðlunartillögu ríkissáttasemjara. Forystumenn launafólks hafa hver á fætur öðrum játað sig sigraða og mæla með þvi að sáttatillagan verði samþykkt. Þrátt fyrir stór orð í allan vetur, þar sem atvinnurekendum og ríkisstjórninni hefur verið hótað öllu illu, næðust ekki viðunandi samningar, munu verkalýðsfélögin ganga til atkvæða um samning sem færir launafólki lítið sem ekki neitt. JATAR SIG SIGRAÐA Miðlunartillaga ríkissáttasemj- ara felur í sér að launafólk stend- ur í sömu sporum hvað kaupmátt varðar og við lok þjóðarsáttar- samninganna svokölluðu. Síðan þá hefur kaupmáttur lækkað um 1,7%, sem er nákvæmlega sama hækkun og lillaga sáttascmjara gengur út frá. Að vísu mun lág- launafólk fá eitthvað meira fyrir sinn snúð, cn í tillögunni er gcrt ráð fyrir sérstökum láglaunabót- um sem miðast við laun undir 80 þúsund krónum á mánuði. Einnig koma orlofs- og desemberuppbót láglaunafólkinu vel. Fólk vildi ekki átök „Það urðu mér vonbrigði að ekki tókst að semja um sama kaupmátt og var í júní á síðasta ári. Við slefndum að því marki. Málið er að fólk virtist ckki lilbú- ið í aðgerðir af neinu tagi, þannig að ég tel að við mcgum vel við miðlunartillöguna una,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson; formaður Verkamannasambands Islands. Undir þessi orð Bjöms Grétars tekur Ögmundur Jónasson, for- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. „Það er meira en að scgja það að fara í aðgcrðir og til þeirra er ekki gripið fyrr en í lengstu lög. Samstaðan um aðgerðir var ekki fyrir hendi í þessum kjaraviðræð- um og við verðum því að sætta okkur við það sem í miðlunarti- lögunni felst,“ sagði Ögmundur. I stórum félögum, eins og stétt- arfélög jafnan cru, verða skoðanir félagsmánna ærið mismunandi. 1 kjaraviðræðunum undanfarna mánuði kom fram að þótl forystu- fólk vcrkalýðsfélaganna væri til- búið í átök hlaut það lítinn stuðn- ing almcnnra félaga. Skýringar á þcssu cru jafn- margar túlkcndunum. Björn Grét- ar scgir að nútíma viðskiplahætlir cigi þarna stóra sök. „Fólk er alltaf búið að eyða laununum sínum fyrirfram. Við- skiptahættir í dag eru á þann veg að fólk safnar upp skuldum og trcystir sér ekki til að lcggja niður vinnu vegna þess. Þetta var öðru- vísi hér áður fyrr, þegar fólk gat hagað eyðslu sinni eftir því hvað það hafði mikla pcninga milli handanna," sagði Björn Grétar. Sveinþór Þórarinsson Veik forysta Páll Halldórsson tckur annan pól í hæðina. Hann scgir að for- ystan í verkalýðsfélögunuin sé veik í dag. “Menn hafa vcrið með allskonar yfirlýsingar sem þeir hafa ekki getað staðið við þcgar á hefur reynt. Aðildarfélög innan BHMR, sem kannað hafa hug sinna félagsmanna til aðgerða, segja aö fólk sé tilbúið í allsherj- araðgcrðir. Til þess að svo megi vcrða þarf mikla samstöðu milli stéttarfélaga um leiðir. Sú sam- staða hefur ekki verið í kringum þessar kjaraviðræður,“ sagði Páll. Ögmundur Jónasson var spurð- ur hvort forysta BSRB hefði ekki brugðist miðað við yfirlýsingam- ar fyrr í vetur, og hvort ekki væri eðlilegt að hún segði af sér. „Ég tel að foryslan hafi ckki brugðist. Eins og staðan er í dag var ekki hægt að ná betri samn- ingum. Það var ljóst að viljinn til verkfalla var ekki fyrir hendi, og ef við íollumst ekki á tillögu rík- issáttasemjara þýðir það margra mánaða þvarg við samningaborð- ið á ný. A meðan hækka launin ekki og þær eingreiðslur sem koma lægst launaða fólkinu til góða í tillögunni koma þá ekki til framkvæinda," sagði Ögmundur. Með miðlunartillögu ríkissátta- semjara fylgdi yfirlýsing frá rík- isstjórninni um hvað hún væri til- búin að gera vegna kjarasamning- anna. Þeir sem bundu miklar von- ir við það að ríkisstjómin kæmi með tillögur til að bæta kjör launafólks urðu sjálfsagt fyrir miklum vonbrigðum. Engin þjóöarsótt „Yfirlýsingin frá ríkisstjórninni er rýr að mínu mati,“ sagði Ög- mundur Jónasson, og bætti því við að þótt tillaga sáttasemjara yrði samþykkt, þýddi það ekki áframhaldandi þjóðarsátt. Davíð Oddsson hefur í ljöl- miðlum barið sér á brjóst vegna þess að yfirlýsing ríkisstjómar- innar þýði um eins miljarðs kostnaðarauka ríkissjóðs. Það getur verið að einhverjir af for- ystumönnum verkalýðshreyfing- arinnar séu ánægðir með þennan árangur, cn hafa ber í huga að ríkisstjórnin hefur, síðan hún komst til valda, kreist þó nokkra miljarða í niðurskurði velferðar- kerfisins. Ríkisstjórnin hefur nú þegar tekið af skarið í vaxtalækkunum mcð því að vextir á spariskírtein- um voru lækkaðir úr 7,4% í 6,5%. Þetta hcfur stjórnarandstaðan ít- rekað bent á að þurfi að gera og ber að fagna því að ríkisstjómin sýndi loksins dug í sér til að lækka vextina eftir ótímabæra vaxtahækkun á síðasta ári. Það er umhugsunarefni að þurfa að karpa um hvort loka eigi geðdeildum og öldrunardeildum í kjarasamningi við atvinnurekend- ur. Orð Ögmundar lýsa vel frum- byggjahætti íslendinga í þessum málum: „í siðaðra manna þjóðfé- lagi á ekki að semja um slíka hluti“. Bjöm Grétar tekur undir þetta, en segir að ekki hafi verið komist hjá því að taka upp niðurskurðinn á velferðarkerfinu. „Ég er þokka- lega ánægður með ýmislegt sem kemur frá ríkisstjórninni. Við höfum komið í veg fyrir ýmsa þætti sem áfonnaðir voru og hefðu þýtt auknar álögur á Qöl- skyldur í landinu," sagði Bjöm Grétar. Aðspurður um aðgerðir ríkis- stjómarinnar vegna aukins at- vinnuleysis, sagði hann að með yfirlýsingu sinni væri ríkisstjóm- in búin að taka á sig ábyrgðina. „Ef hér verður viðvarandi at- vinnuleysi er við engan að sakast nema þessa ríkisstjóm. Hún hefur lofað að vinna að eflingu atvinnu- lífsins um allt land í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hvort hún vili gera það með erlendum lántökum eða á einhvem annan hátt er hennar mál,“ sagði Bjöm Grétar. Tímabær vaxtalækk- un Ögmundur sagði það mikilvæg- an áfanga að ríkisstjórnin hefði tekið við sér og lækkað vexti. „Ég tel það miklu máli skipta að vextimir séu lækkaðir. Há- vaxtastefna ríkisstjómarinnar hef- ur verið megin orsök gjaldþrota- hrinu sem riðið hefur yfir at- vinnulífið. Ef vextir em lækkaðir tel ég von til þess að atvinnulífið geti rétt úr kútnum. Menn hafa leitt getum að því að við hvert vaxtastig þurfi at- vinnulífið að greiða 1500 miljónir í vexti, þannig að það munar mik- ið um hvert prósent sem vextirnir lækka,“ sagði Ögmundur. Um mánaðamótin mun megin- þorri launafólks ganga til at- kvæða um þessa samninga. Ef fólk vill samþykkja þá getur það allt eins setið heinta, því sam- kvæmt lögum þarf ákveðið pró- sentuhlutfall í hverju félagi til að sáttatillaga teljist samþykkt. Ef 35% félagsmanna í verka- Iýðsfélagi greiða atkvæði í kosn- ingum um sáttatillöguna telst ti- lagan felld greiði helmingur þeirra atkvæði á móti henni. Þetta breytist hins vegar ef kosningaþátttakan verður minni. Á hvert prósentustig sem verður undir 35% þarf eitt prósentustig til viðbótar við 50% til að fella tillöguna. Ef kosningaþátttakan nær ekki 20% telst tillagan hins vegar samþykkt þó svo að allir kjörseðlar segi nei. Fimintudagurinn 30. apríl

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.