Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 17

Helgarblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 17
Helgar 17 blaðið Jan Timman eða Nigel Short teflir við Kasparov Þau tíðindi spyrjast frá bæn- um Linares á Spáni að enska voitin Nigel Short hafi lagt A- natolij Karpov að velli með sex vinningum gegn fjórum. Þar með heldur hann áfram í keppn- inni um réttinn til að skora á heimsmeistarann Garrij Ka- sparov og brýtur í mola hið mikia veldi Karpovs sem staðið hefur óslitið í nær 20 ár. Vissu- lega tókst Kasparov á sínum tíma að hrifsa til sín krúnu heimsmeistara en Karpov var áður settur á stall sem einhvers- konar varaheimsmeistari. Hann hefur aldrei áður tapað í einvígi fyrir öðrum en Kasparov og allt- af eftir harða keppni. Short vann tíundu skákina sl. þriðju- dag og jók þar með við forskot sitt. Annar góðvinur okkar íslend- inga, hollenski stórmeistarinn Jan Timman, hefur einnig klárað sitt mál með miklum sóma; hann lagði Artur Jusupov að velli með sömu tölum, sex vinningum gegn fjór- um. Kannski fannst Karpov eins pg flestum öðrum að sjötta einvígið hans við Kasparov væri einum of mikið af því góða. Vissulega olli síðasta einvígi engum vonbrigðum Helgi Ölafsson skrifar í skáklegu tilliti, þvert á móti, en einvígi Kasparovs við Vestur- landabúa, hvort heldur sem hann heitir Jan Timman eða Nigel Short, er það sem fólk vill og aðili í Los Angeles hefur þegar heitið 6 miljónum dala í verðlaunafé. Jan Timman hefur siglt ótrúlega létt í gegnum þrjú fyrstu einvígin. Hann sigraði Robert Hiibner ör- ugglega 5 1/2: 3 1/2, síðan Viktor Kortsnoj með sömu tölum og nú Jusupov 6:4. Þess má geta að í upphafi árs 1986 tapaði Timman fyrir þessum sama Jusupov með miklum mun, 3 1/2:6 1/2, og hefur því náð að hefna sín rækilega. Þeð liggur í augum uppi að hvorki Short né Timman eiga mikla möguleika gegn Kasparov eins og staðan er i dag. Ég hallast að því að Short eigi að vinna Tim- man þótt vissulega hafi maður taugar til Hollendingsins lífsglaða sem þvert ofan í hrakspár ýmsar heldur áfram göngu sinni að heimsmeistaratitlinum. Short tefldi af sannfærandi ör- yggi gegn Karpov, tapaði fyrstu skákinni en tefldi siðan hverja skákina af annarri af miklu öryggi. Það væri mikil! sigur fyrir enska skáklist nái Short þvi marki að tefla við Kasparov. Hann hefur heldur vinninginn gegn Timman en þess má geta að nýlega tefldu þeir stutt einvígi sem lauk 3:3. Litum á síðustu skák Timmans og Jusupovs sem varð að vinna til að jafna. Það hafði hann leikið gegn Dolmatov og Ivantsjúk og síðan unnið í styttri skákum en nú var þrautin þyngri: 10. einvígisskák: Jan Timman - Ariur Jusupov Sikilevjavörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. c4 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Nigel Short Rc3 O-O 8. Be2 b6 9. O-O Bb7 10,. ORh5 H.Rdb5a6 12. Ra3 Hb8 13. f4 Bxc3 14. bxc3 Rf6 15. e5Re4 16. Del d6 17. BO Ra5 18. f5 gxf5 19. Bh6 Kh8 20. Bxf8 Dxf8 21. exdó Rxd6 22. Hbl Re4 23. De3 Dg7 24. Dxb6 Dxc3 25. Bxe4 Dxa3 26. Hxf5 Rxc4 27. Dd4+ f6 28. Hxf6 e5 29. Da7 Hfd8 30. Dxb7 - og Jusupov gafst upp. Kasparov og Ivantsjúk efstir i Dortmund Garrij Kaspaerov heimsmeistari í skák og Vasilij Ivanstjúk deildu efsta sæti á stórmótinu í Dortmund sem lauk fyrir skömmu. Tiu skák- menn tóku þátt í mótinu og hlutu efstu menn 6 vinninga. Evgenij Baarev varð í 3. sæti með 5 1/2 vinning og í 4. sæti varð lndverj- inn Anand með 5 vinninga. Gata Kamsky og Valeri Salov deildu fimmta og sjötla sæti með 4 1/2 vinning, Robert Hubner varð í 7. sæti með 4 vinninga, þvínæst komu Adams og Shirov með 3 1/2 vinning og lestina rak Piket með 21/2 vinning. Kasparov náði Ivantsjúk að vinningum með því að vinna Val- eri Salov í síðustu umferð. Ekki síðan á Sovétmeistaramótinu 1981-'82 hefur hann tapað tveim skákum á sama mótinu; fyrst tap- aði hann fyrir Gata Kamsky og síðan Robert Hiibner. En fimm glæsilegir sigrar bættu þetta upp. Lítum á viðureign hans við sig- urvegarann á síðasta Reykjavíkur- móti: 1. umferð: Garrij Kasparov - Ale.xei Shirov Kóngsindvérsk vðrn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. O O-o 6. Be3 e5 7. Rge2 c6 8. Dd2 Rbd7 9. O-O-O a6 10. Kbl b5 ll.Rcl exd4 12. Bxd4 He8 13. Bxf6Dxf6 14. Dxd6 Dxd6 15. Hxd6 Re5 16. f4 Rg4 17. e5 RO 18. Hgl BÍ3+ 19. Kal b4 20. Ra4f6 21.e6Hxe6 22. Hxe6 Bxe6 23. Be2 f5 24. Rb3 Bf7 25. Ra5 Hd8 26. Hfl Rg4 27. Hdl Hxdl+ 28. Bxdl Re3 29. BO Rxc4 30. Rxc6 a5 31. Rd8 Rd2 32. Bc6 Bh6 33. g3 Rfl 34. Rb6 rxh2 35. Rd7 Bg7 36. Re5 Bxe5 37. fxe5 KíB 38. e6 Be8 39. Bxe8 Kxe8 40. Rc6 Rfl - og Shirov gafst upp. Lobron efstur í New York Þýski stórmeistarinn Erik Lo- bron varð efstur á Opna New York-mótinu sem lauk um pásk- ana. Hann hlaut 7 1/2 vinning úr 9 skákum. Þrír íslenskir stórmeistar- ar tóku þátt i mótinu sem var vel skipað. Jón L. Árnason hlaut 6 vinninga en Margeir Pétursson og undirritaður hlutu 5 vinninga. Hrafii stefiiir Helgarblaðinu Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri hefur farið fram á það við siðanefnd Blaða- mannafélags lslands að nefndin úrskurði hvort grein um Hrafn, sem birtist í 2. tölublaði Helgar- blaðsins, brjóti í bága við siða- reglur Blaðamannafélagsins. Greinin sem um ræðir nefnist Hrafnsins helgu vé og fjallar um umsvif Hrafhs í íslenskri kvik- myndagerð og gagnrýni á hann frá kollegum hans í faginu. Greinin var rituð af Sigurði A. Friðþjófs- syni. Lögfræðingur Hrafns, Magnús M. Norðdahl hdl., sendi Helgar- blaðinu langa greinargerð um ákæruatriði og óskaði eftir birt- ingu á henni auk þess sem blaðið drægi ýmis ummæli í greininni til baka með jafh áberandi hætti og þau voru upphaflega birt og Hrafh beðinn afsökunar á þeim, ella muni hann leita til dómstóla. Nýjar reglur siðanefndar kveða á um að nefndin taki ekki afstöðu til mála sem reka á fyrir dómstól- um. Nefndin mun að öllum líkind- um taka afstöðu til þess hvort kæra Hrafns verði tekin til um- fjöllunar áður en langt um líður. Blaðið stendur við greinina sem birtist upphaflega og sér því ekki ástæðu til að verða við kröfu Hrafhs. Tvö smáatriði í greininni er þó rétt að leiðrétta, en það er sú fullyrðing greinarhöfundar að Hrafh hafi ekki verið búinn að skila af sér sjónvarpsleikriti Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra, Allt gott, þegar greinin var rituð. Hrafn mun hafa skilað leikritinu 25. janúar, tveimur vikum áður en greinin birtist. Eftir stendur að Sjónvarpið hafði áformað að sýna leikritið um jólin, en af því gat ekki orðið vegna þess að mynd- inni var ekki lokið fyrr en eftir jól. Hitt atriðið er að í greininni er íbúð við Hagamel sögð ein af þeim fjórum fasteignum sem Hrafn er sagður eiga. I bréfi lög- fræðingsins segir að Hrafn hafi átt hlut í íbúð þar með fyrrverandi eiginkonu sinni og tengdaföður þar til fyrir nokkrum árum. Er Hrafn beðinn velvirðingar á þess- um mistökum. Að öðru leyti stendur Helgarblaðið við greinina og sér því ekki ástæðu til að verða við kröfu Hrafns. Ritstj. Tónlist: Listasafn íslands: Þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30: Trio Borealis, flytur tvö tríó frá rómantíska tíma- bilinu eftir Max Bruch og Emil Hartmann, auk tríós eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig sellósónötu eftir Claude Debussy og klari- nettsónötu eftir Francis Pou- lenc. Norræna húsið: 1. maí kl. 16: Norrænir vísnadagar hefjast. Aðgang- ur 800 kr. Sunnudagur kl. 17: Tónleik- ar á vegum verkefnisins Norræn tónlist í skólum. Kl. 20.30: Björn Afzelius með tónleika. Aðgangur 1200 kr. Gerðuberg: Laugardaginn 2. maí kl. 16: Kuran Swing leikur eigin tónlist í bland við gamla standarda. Njarðvíkurkirkja: Föstudaginn 1. maí kl. 17: Trio Borealis. Tónlistarskóli Akraness: Laugardaginn 2. maí kl. 17: Trio Borealis. Þorlákskirkja, Þorlákshöfn: Sunnudaginn 3. maí kl. 17: Trio Borealis. Myndlist Kjarvalsstaðir: Vestursalur: Japönsk grafik. Austursalur: Teinkingar Kjarvals. Austurforsalur: Ljóð Kristjáns Karlssonar. Vesrurforsalur: Margrét Zóphaniasdóttir sýnir gler- verk. Listasafn Islands: Sýning á verkum Nínu Sæ- mundsson. Lýkur 17. maí. Finnur Jónsson í Listasafn- inu. Síðasta sýningarhelgi. Lýkur 3. maí. Ci: 3 -t—'^: V), Norræna húsið: Sýning á ljósmyndum nem- enda frá Konstfackskolan í Stokkhólmi opnuð í dag, fimmtudag kl. 15. Lýkur 10. maí. Hafsilfur, sýning á silfur- munum eftir Sigurð Þórólfs- son opnuð í anddyri laugar- daginn 2. maí kl. 14. Lýkur 17. maí Nýlistasafnið: Kees Visser. Lýkur 3. maí. FÍM-salurinn: Margrét Jóndóttir sýnir olíu- málverk. Lýkur 10. maí. Gerðuberg: Andrés Magnússon opnar málverkasýningu í Kaffi Gerði, veitingabúð menning- armiðstöðvarinnar laugar- daginn 2. maí. Landslags- myndir unnar með olíu. Sýn- ingunni lýkur 19. maí. Árni Sigurðsson sýnir teikn- ingar og litógrafiur. Lýkur 19. maí. Verk i eigu Reykjavikur- borgar til sýnis. Nýhöfn: Ásgerður Búadóttir sýnir myndvefhað. Tíu verk ofin úr ull og hrosshári á árunum 1989-1992. Lýkur 13. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Farandsýningunni Sigurjón Ólafsson Danmörk-ísland 1991 lýkur sunnudaginn 3. Gallerí Kniil, Austurstræti 6:Helgi Valgeirsson sýnir málverk. Lýkur 10. maí. Leikhús Þjóðleikhúsið: Elín, Helga, Guðriður: fimmtudag og föstudag kl. 20. Emil í Kattholti: laugardag kl. 14 (uppselt) og kl. 17 (ör- fá sæti laus), sunnudag kl. 14 og 17 (örfá sæti laus). Kæra Jelena: Uppselt á allar sýningar til og með 24. maí. Ég heiti ísbjörg: laugardag, sunnudag og miðvikudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Þrúgur reiðinnar: fimmtu- dag, fostudag, laugardag, þriðjudag og fimmtudag (uppselt á allar sýningar). Sigrún Ástrós: föstudag og laugardag. Óperusmiðjan: La Boheme: Sunnudag og miðvikudag. Leikfélag Akureyrar: íslandsklukkan: fbstudag og laugardag kl. 20.30. Nýi tónlistarskólinn: Álfa- drottningin: föstudag og þriðjudag kl. 20.30. Hugleikur: Fermingarbarnamótið: fimmtudag og laugardag kl. 20.30 (uppselt á báðar sýn- ingar). Garðaleikhúsið, Félagsheimili Kópavogs: Luktar dyr: fostudag kl. 20.30. And-leikhúsið, Tunglinu: Danni og djúpsævið bláa: laugardag kl. 21. Annab: Sóknarsalurinn, Skipholti 50A: Starfsmannafélagið Sókn og Verkakvennafélagið Fram- sókn bjóða félagsmenn vel- komna í 1. mai kaffi að úti- fundi loknum. Húsið opnað kl. 15. Fimmtudagurinn 30. april Styrkur til tónlistarnáms Eins og áður hefur verið auglýst mun Minningarsjóður Lindar hf. um Jean Pierre Jacquillat veita á þessu ári tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári, 1992/93. Veittur verður einn styrkur að upphæð kr. 600.000.-. Styrkur þessi verður sá fyrsti sem sjóðurinn úthlutar. Athygli skal vakin á því að umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fyrir 15. maí n.k. til formanns sjóðsins Erlendar Einarssonar Selvogsgrunni 27 104Reykjavík Umsókn fylgi hljóðritanir, raddskrár og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Tónlistarfólk sem hyggur á nám í Frakklandi kemur að öðru jöfnu frekar til greina en slíkt er þó ekki skilyrði.

x

Helgarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.