Dagblaðið - 08.09.1975, Síða 13

Dagblaðið - 08.09.1975, Síða 13
Dagblaðið. Mánudagur 8. september 1975. 13 I) Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Martin Peters, enski landsliðs- maðurinn kunni, mætti á ný á WhiteHart Lane, leikvelli Totten- ham i Lundíinum, 30. ágbst — en klæddist ekki hinni hvitu peysu Tottenham, heldur hinni gulu Norwich.Samtvar honum fagnað innilega — þessum fyrrum fyrir- liða Tottenham. Jafntefli varð i leiknum 2-2 og Peters er lengst til hægri á myndinni að ofan. Sá liggjandi, nr. 9, er Jimmy Neigh- bour, sem misnotaði vitaspyrnu á Old Trafford á laugardag. liði. Newcastle vann Aston Villa með sömu markatölu 3-0 og þar skoraði MacDonald tvivegis — hefur skorað átta mörk þá frá því leiktimabilið hófst. Tommy Craig skoraði 3ja markiö. Meistarar Derby léku frábær- lega gegn Burnley og sigruðu með 3-0. Francis Lee skoraði tvivegis — fyrirliðinn Archie Gemmell það 3ja. Fyrsta mark hans frá 20. jan. 1974. Liverpool átti i erfið- leikum með neðsta liðiö, Sheff. Utd. og það var ekki fyrr en rétt i lokin, að Ray Kennedy skoraði sigurmarkið. Ted MacDougall lék Everton grátt I fyrri hálfleik og skoraði þá þrivegis fyrir Norwich — önnur þrenna hans i sumar, og hann hefur skorað sjö mörk samtals. Colin Suggett skoraði fjórða mark Norwich i siðari hálfleik áður en þeir Bob Latchford og Jimmy Pearson skoruðu fyrir Everton. Þá vann Middlesbro góðan sigur á Stoke — Hickton, Craggs og Mills skoruðu. Um aðra leiki i 1. deild er það að segja, að 19 ára íri, Frank Stapleton, sem lék sinn annan leik sem miðherji Arsenal, skoraði strax á 4. min, en gamli Arsenal- leikmaðurinn hjá Leicester, Jon Sammels, jafnaði fyrir lið sitt. Howard Kendall náði forustu fyrir Birmingham gegn QPR á 20. min. en þegar langt var liðið á leikinn jafnaði Dave Thomas. Leikurinn var stórgóður — Tre- vor Francis lék frábærlega hjá Birmingham. Manch. Utd. 6 5 1 0 14-4 11 WestHam 6 4 2 0 10-6 10 Leeds 6 4 1 1 9-5 9 QPR 6 2 4 0 12-6 8 Liverpool 6 3 2 1 10-7 8 Coventry 6 2 3 1 8-4 7 Newcastle 6 3 1 2 12-8 7 Arsenal 6 2 3 1 6-4 7 Middlesbro 6 3 1 2 8-6 7 Everton 6 3 1 2 10-9 7 Norwich 6 2 2 2 13-13 6 Derby 6 2 2 2 9-11 6 Manch. City 6 2 1 3 8-5 5 Burnley 6 1 3 2 7-8 5 Ipswich 6 1 3 2 5-7 5 Leicester 6 0 5 1 7-10 5 Aston Villa 6 2 1 3 7-11 5 Tottenham 6 1 2 3 8-10 4 Stoke 6 1 2 3 5-9 4 Wolves 6 0 3 3 4-10 3 Birmingham 6 0 2 4 6-13 2 Sheff. Utd. 6 0 1 5 3-15 1 —hsim. Jiy íslandsmet — og far- seðill ó Olympíuleikana ,,Ég er hræddur við spjótkast- ið — er svo slæmur i öxlinni” sagði Stefán Hallgrímsson, þeg- ar hann var búinn með átta greinar i tugþrautarkeppni Reykjavikurmótsins á Laugar- dalsvelli i gær. Veður var með afbrigðum slæmt til keppni sið- ari daginn, en samt stefndi Ste- fán I stórárangur — haföi náð 6457 stigum eftir átta greinar. Spjótið brást talsvert hjá Ste- fáni — hann kastaði 55.14 m eða rúmum 10 m frá sinu bezta — en það kom ekki i veg fyrir nýtt islandsmet sem jafnframt um leið var langt yfir Olympiu- lágmarkinu. Stefán hlaut 7740 stig — eldra met hans var 7589. Fyrri dagur- inn — i blíðskaparveðri — var mjög góður.100 m hljóp Stefán á 11.0. — stökk 6.82 i langstökki — varpaði kúlu 15.14 — stökk 1.92 i hástökki og kórónaði afrekið með 48.41400 m hlaupi. Samtals 4051 stig. 1 gær var veður afleitt, en Stefán hljóp 110 m grind á 14.8 — kastaði kringlu 42.24 — stökk 4.00 á stöng — svo spjótið 55.14 og 4:31.0 i 1500 m. Samtals 7740 stig — einn bezti iþróttaár- angur Islendings frá upphafi. Arangur annarra I tugþraut- inni var einnig mjög góður — Elias Sveinsson náði sinum bezta árangri 7320 stigum og einnig Viimundur Vilhjálmsson 6948 stigum. Þeir unnu báðir mörg góð afrek. Fjórði varð Valbjörg Þorláksson með 6403 stig — og það mun bezta afrek, sem fertugur maður hefur nokkru sinni náð I tugþraut i heiminum — en reynt verður að fá fulla vitneskju um það næstu daga. 16 keppendur hófu keppni á laugardag — en tiuluku henni. Langiþig til Kanaríeyja, þá lestu þetta Auk þess bjóðum viö barna- unglinga- og hópafslátt frá þessu veröi. Dvöl á hótelum, íbúðum og smáhýsum, ýmist meö eöa án fæðis. Nú er um aö gera aö hafa samband viö sölu- skrifstofur okkar og umboösmenn eöa ferða- skrifstofur, til þess aö fá ýtarlegri upplýsingar og panta síðan. Okkur er ekkert aö vanbúnaði lengur. Viö höfum nú gengið endanlega frá gistingu á Kanaríeyjum fyrir allar okkar ferðir í vetur, og þetta er þaö sem viö bjóðum: VERÐ Á DVÖL í 1 VIKU FRÁ KR. 37.400 VERÐ Á DVÖL í 2 VIKUR FRÁ KR. 42.800 VERÐ Á DVÖL í 3 VIKUR FRÁ KR. 48.200 LOFTLEIDIR ISLANDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.