Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 2
2 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. Spurning dagsins Ætlarðu að sjá leikinn Kefla- vlk—Dundee Utd. og hverju spá- irðu um úrslitin? Vigfús Ingólfsson, sjómaður: — Ég er aö spekúlera i að fara, en hef reyndar enn ekki komizt til að kaupa mér miða vegna vinnu. Ég hugsa, aö Dundee vinni 4—1. Arnar Hinriksson, isafiröi: — Já, ég var að enda við að kaupa miða á leikinn, ég gæti einna bezt trúað þvi, að Keflavik vinni leikinn 1-0 Adolf Guðmundsson, háskóla- nemi: —Já, ég ætla mér að fara á leikinn og ég vona, að Keflavik vinni 1-0 eða 2-1. Ingvar Guðmundsson, I skóla: — Nei, ég ætla ekki á leikinn, en ég er samt dálitið mikið i fótbolta og held með Val. Ég hugsa, að Dun- dee vinni. Sigrún Sveinsdóttir, f skóla: — Nei, ég hef bara áhuga á körfu- bolta, svo ég fer sennilega ekki. Keflavik vinnur sennilega 2—1. Þorgerður Þorgilsdóttir, alda- mótamanneskja: — Það vildi ég gjarnan, og það er óskhyggja min, að tslendingarnir vinni. Ég hef nú alltaf haldið upp á strák- ana i Keflavikurliðinu. SKATTFRIÐINDI RÁÐHERRA OG RÉTTLÆTISKENND ALMENNINGS HALLUR HALLSSON Áhugamaður skrifar: „Bifreiðakaup ráöherra og annarra hafa veriö nokkuð I fjölmiðlum á yfirstandandi ári — og ekki af tilefnislausu. Ráö- herrar og fyrrverandi ráö- herrar hafa verið nafngreindir, sem kaupendur að tollfrjálsum bifreiöum. Almannarómur segir, að fleiri nöfn hefði mátt tina til en þau, er I fjölmiðlum birtust. Landsmönnum hefur sýnzt sitt hvað um þau frlðindi þessara forsvarsmanna þjóð- félagsins. Morgunblaðið skrifaði meira að segja leiðara um málið og komst að þeirri niðurstöðu, að þessi skipan mála væri ekki i samræmi við réttlætiskennd almúgans I þessu landi. Helzt hefur manni skilizt, að þessi smáfriðindi væru eins konar launauppbót. En einmitt þetta atriöi, launauppbótin, sem ég held og að allir veröi sam- mála um, að er dulbúin launa- uppbót, gefur tilefni til boila- legginga. t reglugerð um tekju- og eignarskatt, stendur m.a. þessi sakleysilega setning i 13. gr. A-liö: „Til launa teljast allar greiöslur eða tekjur, sem laun- þegi fær fyrir að leysa eitthvert starf af hendi i annars þágu eða honum hlotnast I sambandi viö starf, sem hann er i eöa hefur verið ráðinn til. Sama er, hverju nafni laun kallast eða i hvaða formi þau eru. Falla hér undir m.a. 1. Föst laun og aukatekjur, þar með talin hlunnindi, hverju nafni sem þau nefnast.” Ekki fer á milli mála. Hlunnindi eru skattskyld. Og til að árétta þetta betur, þá segir svo I B-liö sömu greinar: „Það skiptir eigi máli, I hverju laun eða endurgjald fyrir unnið verk er fólgið, ef það verður metið til peninga. Til launa- tekna teljast þvi hvers konar hlunnindi veitt I launaskyni... o.s.frv.” Ekkert vafamál er, að þessi hlunnindi ráðherra og annarra er unnt að meta til peninga. Það hlýtur að vera nákvæmlega sú upphæð er eftirgj. tolla nemur. En vegna þessa hreina ákvæðis i reglugerðinni og þar sem yfir- stjórn skattamála sendir frá sér árlega hina og þessa Raddir lesenda útreikninga á þvi, hvernig reikna eigi mönnum til tekna á skattskýrslum ýmiss konar hlunnindi, þá væri ekki úr vegi, að framkvæmdaaðilar skatta- mála svari eftirfarandi: 1. Er niöurfelling tollgjalda á bifreiöum til ráðherra — og annarra, er sömu friöinda njóta skv. sömu reglugerð — skatt- skyld hlunnindi eins og þau eru skilgreind I skattalögum og reglugerðum? 2. Ef svar við 1. spurningu er jákvætt, hafa þessi hlunnindi verið skattlögð hjá þeim ein- staklingum er þeirra hafa notið? 3. Ef þessi hlunnindi eru skattskyld, en hafa ekki verið skattlögð, munu þá skattyfir- völd hlutast til um, að þessi hlunnindi verði skattlögð? Nauðsynlegt er fyrir almenning að svör við þessum spurningum fáist. Ekkert vafa- mál er, að almenningur mundi treysta þeim upplýsingum bezt, er kæmu frá embætti rikisskatt- stjóra.” REPUBLIC OF ICELAND INSP Veteri HREINLÆTI ÁBÓTAVANT 4f O/i Abyggilegur lesandi skrifar: „Ég hef lengi átt góð viðskipti við KRON við Langholtsveg. Þó brá svo við, er ég keypti kinda- kjötsskrokk, að kindasaur var inni við lærin. Heldur finnst mér hreinlæti ábótavant þarna. Birti ég þetta I þeirri von, að eftirlits- menn slaki ekki á árvekni sinni I sambandi við gæðamat. Sendi ég með miða þann, sem stað- festir, að viðkomandi skrokkur hefur verið gæðaskoðaður — en ekki með betri árangri en raun bet vitni.” Stjórnsýsla að sovézkri fyrirmynd Þorsteinn Hákonarson Njarðvikurbraut 23 Innri Njarðvík. ,,Ég ætla að biðja DAGBLAÐ- IÐ að birta eftirfarandi grein. Hún er harðorð, en nú er sú tið, að ekki fást viðbrögð opinberra aðila án þess að illa sé að þeim vikið. Oft hafa litilsigldir lagzt lágt, efTnú keyrir um þverbak. Nú fá Islendingar að kynnast stjórn- sýslu að sovézkri fyrirmynd. fs- fenzkir lögreglumenn eiga að stöðva bila og gramsa i þeim, að frumkvæði ameriskra lögreglu- manna. Sú var tíðin, að vera bandariska herliðsins var að vernda okkur gegn sovézkri i- hlutun. Nú er svo komið, að varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins hefúr forgöngu um að ógna islenzkum rikis- borgurum með erlendri herlög- reglu. Ástæðan á að vera mis- munur verðs á áfengi utan og innan Vallar, svo mikill, að menn freistast til að smygla þvi út af Vellinum. Sem kunnugur löggæzlumönnum á Keflavikur- flugvelli veit ég að þeim sviður sú svivirðing sem þeim er gerð með þessu tiltæki varnarmála- deildar. Það er ljóst að það er stjórnarskrárbrot að svipta is- lenzka löggæzlumenn frum- kvæði með þessum hætti. Fyrir slikt á einfaldlega að láta embættismenn hirða pokann sinn. Ef ástæða er til þess að ætla að sala á ódýru áfengi á Vellinum leiði til lögbrota, er ekkert einfaldara en beita þvi bragði sem islenzkir sjómenn hafa verið beittir i landlegu: Nefnilega að loka brennivins- sölunni á Vellinum. fslenzk stjórnvöld þurfa ekki að bera höfuðið lágt i samninga- viðræðum við Bandarikjamenn. Það hefur engin þjóð tekið á sig jafn miklar kvaðir og islenzka þjóðin fyrir varnir annars lands. Eðli kafbátarleitarkerfis Bandarikjamanna á fslandi er þannig, að Stokksnes og Hvals- nes yrðu sprengd með kjarnorkuvopnum strax i upp- hafi ófriðar, jafnvel þótt kjarn- orkuvopnum yrði beitt litið eða aðeins „taktiskt”. Varnarsam- starf af íslenzkri hálfu er aðeins til að tryggja sjálfsákvörðunar- rétt okkar — við þolum engan átroðning”. ,/hnni breyta óœtlunar leið nr. 12 í Breiðholti — segir einstœð móðir i Fellahverfi LESENDUR Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, hringið þá í síma 83322 á milli klukkan 13 og 14 „Mig langar að beina þeirri fyrirspurn til SVR, hvort ekki sé hægt að hætta við að láta leið 12 fara um Seljahverfi I Breiðholti i staðinn fyrir Bakkahverfið,” sagði einstæðmóðir i Breiðholti, sem hafði samband við blaðið. „Nú stendur til að breya þess- ari leið,” sagði hún ennfremur, „og þar meö eru mér eiginlega allar bjargir bannaðar. Ég þarf að fara með son minn i gæzlu I neðra Breiðholti áður en ég fer i vinnu á morgnana og þetta þýð- iraðég verðaðgangaalla daga. Aður gat ég farið með leið 12 niðúr á Bakkaborg og þaðan gat ég tekið leiö 11 áfram niður i bæ. Það er kannski allt i lagi að ganga i góðu veðri á sumrin, en þegar úti er stórhrið og kuldi er ekkert grin að flækjast þetta með smábörn dag eftir dag.” Unga, einstæða móðirin sagð- ist telja nær fyrir SVR að fjölga ferðum i Breiðholt i stað þess að gera þessa leiðabreytingu. „Þeir ættu að hætta við hrað- ferðirnar,” sagði hún, „og nota heldur þá vagna i fleiri ferðir, sérstaklega á morgnana, þegar allir vagnar eru svo fullir, að maður getur varla staðið, hvað þá setið.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.