Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 5
5 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. HÚN ANNA GERIR GARDINN FRÆGAN —AUGLÝSIR SÓLSKINSSJAMPÓ í DAG, EN MYNDLISTIN LAÐAR OG LOKKAR Stúlkan sem prýðir forsiðu okkar i dag er islenzk ljös- myndafyrirsæta starfandi i London og heitir Anna Bjöms- dóttir. Hún hefur komizt vel á- fram i tizkuljósmyndum heims- borgarinnar og er eftirsótt ljós- myndafyrirsæta þar. Sl. hálft ár hefur hún verið á samningi hjá Sunsilk sjampóframleiðendunum og ferðazt viða til töku á sjón- varpsauglýsingum fyrir þá. Hið velþekkta húsgagnatimarit Habitat hefur einnig fengið rétt á að prenta plakat með mynd af henni til að hengja upp viðsveg- ar i Lundundúnaborg. betta hófst allt á Filippseyjum i júli i fyrra þegar Anna fór þangað út til að taka þátt i feg- urðarsamkeppninni Miss Uni- verse. Þó svo Anna hafi ekki unnið keppnina fékk hún þó nokkuð góða viðurkenningu sem er að vera kosin af samkepp- endum sinum Miss Unity. Feg- urðarsamkeppnin var haldin á Filippseyjum i tilefni af vigslu nýrrar menningarhallar þar og Þarna er Anna að sýna peysur með hettum. Myndirnar birtust i blaðinu Look Now. Myndir af Önnu er annars að finna i flest- um blöðum, sem sinna tizku- málefnum, og svo blasir hiín við um alla Lundúnaborg, þar sem hún er á auglýsingum fyrir Sun- silk og Habitat. var það frú Marcos, sem vigði höllina. Var til vigslunnar boðið fjölda þekktra manna vfðsvegar að úr heiminum og þar á meðal Lord Lichtfieldsem er hinn kon- unglegi brezki hirðljósmyndari Elisabetar Bretadrottningar. Vakti Anna athygli Lichtfields sem bauðst til að taka af henni myndir og mæla með henni við kollega sina i London. Þekktist Anna boðið, hélt heim til Islands að aflokinni fegurðarsam- keppninni og starfaði sem hlað- freyja hjá Loftleiðum þar til i október ’74 er hún fór til fundar við Lichtfield i London og hóf að starfa þar sem ljósmyndafyrir- sæta á vegum Bobton’s umboðs- skrifstofunnar. Siðan hefur allt gengið hjá henni eins og bezt verður á kosið og hefur eins og fyrr segir yfrið nóg að starfa þar ytra. Anna hyggst aðeins starfa sem fyrirsæta um eitt- hvert timabil en si'ðan snúa sér að myndlistarnámi sém á hug hennar allan. Tók hún m.a. inn- tökupróf i Myndlista- og hand- Iðaskólann, en hætti við skóla- setu eftir að hafa snúið sér að fyrirsætustarfinu. Áður hafði Anna lokið stúdentsprófi frá M.R. —BH- Anna á litrikri forsiðu Miss London, blaðs ungu Lundúna- stúlknanna. Á 4. ÞÚSUND REYK- VÍKINGA KÆRÐU SKATTINN SINN En þeir fá varla svar fyrr en í október Yfir 3000 Reykvikingar sendu inn kærur vegna skattálagningar sinnar i ár og er við ræddum við Berg Guðnason, lögfræðing á Skattstofunni i Reykjavik, taldi hann það ekki óeðlilegan fjölda kæra og væri reyndar svipaður og á undanförnum árum. Það er óhemju mikið verk að vinna úr öllum kærunum, sagði Bergur, og þvi verki verður ekki lokið fyrr en i byrjun október og öllu starfinu við endurskoðun skattálagningar verður ekki lokið fyrr en i nóvember. — Okkar vandræði byggjast á þvi hve ýmsar skattbreytingar eru orðnar flóknar. Allmargir, sem eru i lægri tekjuhópum, eiga það sem kallað er „ónýttur per- sónufrádráttur”. Gengur hann upp i útsvör gjaldenda og það er rikið sem greiðir hann til sveitar- félagsins. Ef breyta þarf skattálagningu vegna kæru, kann það að hafa i „Hér liggur enginn fiskur undir steini lengur”, sagði talskona Leikfélags Grindavikur, sem stofnað var i vor. Hún var að visa til sjónvarpsþáttarins um sjávar- plássið, sem mestu fjaðrafoki olli fyrir nokkrum misserum. Ahuginn á að dýrka leiklistar- gyðjuna Thaliu var slikur þar syðra að 50 manns sátu stofnfund- inn, og byrjendanámskeiðinu, sem Þórunn Sigurðardóttir stjórnar, veröur að tviskipta, 20 I hvorúm hópi. Fyrra námskeiðið er hafið, en það siðara hefst i byrjun október. för með sér meiri greiðslu frá riki til bæjarfélags, án þess að breyt- ing verði á greiðslu einstaklings- ins. Margar breytinganna, sem nú eru gerðar á skattálagningu vegna kæru, hafa þannig i för með sér auknar greiðslur rikisins til sveitarfélagsins, en breyta ekki nema að litlu eða engu leyti greislum viðkomandi gjaldanda. Aðspurður um það, hvort stað- greiðsla skatta myndi auðvelda Skattstofunni þessa útreikninga, svaraði Bergur mjög ákveðið neitandi. Taldi hann staðgreiðslu- kerfið aðeins myndu hafa aukna skriffinnsku i för með sér. Kvað hann það útbreiddan misskilning, að menn slyppu við framtal, ef um staðgreiðslu skatta væri að ræða. Svo yrði alls ekki, en úr- vinnsla greiðslukorta myndi bæt- ast ofan á þá vinnu, sem nú er á skattstofum landsins. „Vertiðin á ekki að verða okkur neinn fjötur um fót I starfinu”, sagði viðmælandi okkar, „að visu hefur enginn sjómaður komið til okkar ennþá, og karlmennirnir i félaginu eru aðeins 5 talsiris, þeir eru eitthvað feimnir við þetta ennþá. Stemningin innan hópsins er stórkostleg og á Þórunn Sigurðardóttir sinn rika þátt I þvi”. 1 vetur stendur til að flytja fyrsta verkefnið, og mun Edda Þórarinsdóttir stjórna þeirri sýningu, en ekki fullákveðið, hvað tekið verður til sýninga. — JBP— Heilsugœzlo í úr sér gengnum lœknisbústað Þeireru orðnir langeygir eftir raunverulegri heilsugæzlu, Fáskrúðsfirðingar, Sex hundruð ibúar staðarins, 16 ára og eldri, hafa sent Matthiasi Bjarnasyni, heilbrigðisráðherra áskorun, og vonast nú til, að fé verði veitt til byggingar heilsugæzlustöðvar. Stöðin, sem starfrækt er á staðnum, hefur 5 starfandi manneskjur, lækni, 2 hjúkrunarkonur (önnur með að- setur á Stöðvarfirði), ritara og afgreiðslumann lyfja. Starf- semin er i gömlum og úr sér gengnum læknisbústað. Er ærið þröngt um starfsemina á 44 fermetra gólffleti. Vonandi tekst ráðherra að bæta úr þessu aðkallandi vandamáli þeirra ibúanna á Fáskrúðsfirði, Búða- hreppi og Stöðvarhreppi. Ráðherrar fá slœlega einkunn Ungir sjálfstæðismenn eru ekkert yfir sig hrifnir af störfum stjórnarinnar, sem nú hefur set- ið i rúmt ár, og eiga þó þeirra menn þar drjúgan hlut að máli. i almennri stjórnmálaálýktun 23. þings SUS, sem haldið var á dögunum er eftirfarandi m.a. svo gripið sé niður i ályktunina: Verðbólga: „Mistekizt algjör- lega”. Jafnvægi i viðskiptum við útlönd: „ekki fyllilega verið náð”. Draga saman rikisbú- skapinn: „Ekki sér votta fyrir samdrættinum. Full atvinna: „Þetta Jiefur tekizt”. Að hraða nýtingu innlendra orkugjafa: „Unnið svo sæmilegt má telj- ast”. Úrelt verðlagskerfi: „Hafa verður þó i huga að ein- ungis eitt ár er að baki og að á þessu ári hafa ytri aðstæður verið þjóðinni óhagstæðar”, segja ungir og djarfmæltir sjálfstæðismenn, en óvenjulegt er að stjórnmálamenn leggi spilin á borðið á þennan hátt. „Eru þeir nú farnir að biða eftir bankastjórunum i röðum” spyr nú kannski einhver. Mynd- in er eins og flestir þekkja frá Ráðhústorgi á Akureyri og minnir talsvert á kreppuárin, eins og ljósmyndarinn okkar þarnyrðra benti okkur á. Mynd- in var tekin að kvöldi dags 8. september s.l. og það er beðið eftir DAGBLAÐINU, sem kom Þeir sjá sjón- varpiðí lit — og skoða dagskrána mestallan sólar- hringinn í Sigöldu „Við sjáum sjónvarpið ágæt- lega i Sigöldu, — og það malar hjá okkur mestallan sólarhring- inn”, sagði Arnþór Jónsson frá Möðrudal, þegar fréttamaöur hitti hann i útréttingaferð i höf- uðborginni. „Við fáum öðru hverju sendingar i Iit og höfum gaman af. Sjónvarpsdagskráin er svo öll tekin upp á mynd- segulband,sem við keyptum. og þeirsem vinna vaktavinnu, geta svo skoðað dagskrána, þegar þeir eiga fria stund. —JBP— þá út i fyrsta sinn úr blaðavagn- inum. Annars getum við ekki annað en dáðst að þeim þar nyrðra fyrir biðraðamenning- una. Sunnlendingar eru greini- lega ekki komnir þetta vel á veg á menningarbrautinni ennþá. Kannski tökum við þá norðan- menn til fyrirmyndar? (Ljósmynd M). Þurfa helzt háf jallabíl til að eiga bát Sportbátaeigendur hafa stofn- að með sér félagsskap, og var vist ekki vanþörf á. Þetta fjöl- skyldusport er orðið talsvert vinsælt hérlendis, en aðstaðan til að iðka þaö er svo til ekki nein. Til marks um erfiðleikana má benda á, að það er nánast skilyrði fyrir þvi að eiga bát, að eiga jafnframt stóreflis há- fjallabil, eigi mönnum að takast að koma bátnum á vatn eða i sjó. Formaður hins nýja félags er Hafsteinn Sveinsson, kunnur fyrir Viðeyjarflutninga sina á sumrum. —ASt. Leiklistin blómstrar i Grindavík: Enginn fiskur undir steini

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.