Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 18
18 Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. Niðurgreitt naut q diskinn? Vonandi", segir skrifstofustjóri framleiðsluróðs „1 þvi efni held ég, að neyt- endur séu okkur alveg sam- -mála. Vonandi verður nautakjötið niðurgreitt,” sagði Gunnlaugur Lárusson, skrifstof.ustjóri Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins, i viðtali við DAGBLAÐIÐ. ,,Við erum að vinna að þessu, en þvi miður get ég ekkert sagt um, hvað verður ofan á.” Gunnlaugur sagði, að verð- lækkaða nautakjötið hefði selzt miklu örar en ráð var fyrir gert. Benti það ótvirætt til þess, að fólk vildi fá það kjöt á viðráðan- legu verði. Fréttamaður spurði Gunn- laug, hvort verðlækkaða nauta- kjötið hefði ekki farið i geymsl- ur kjötvinnslustöðva og kjöt- verzlana. ,,Ég hefi enga trú á þvi, að kaupmenn reyni að bjóða það við hliðina á nýju nautakjöti,” sagði Gunnlaugur. „Það er erf- itt að hafa hemil á þvi, en það sýnir að kaupmenn telja það góða og seljanlega vöru, ef ein- hver brögð hafa verið að slikri birgðasöfnun.” „Við byggjum tillögur um verðlagningu á athugunum, sem verið er að gera. Þær ganga svo áfram til Kauplags- nefndar. Þar er þetta metið og meðal annars athugað, hvernig niðurgreiðslur á nautakjöti spila inn á visitöluna. Loka- ákvörðun um þetta mál liggur i höndum rikisvaldsins, en við gerum okkur vonir um, að úr niðurgreiðslum verði,” sagði Gunnlaugur Lárusson. — BS— „SYNI TIL AÐ LOSA MIG VIÐ FARGIÐ # # Sigurþór Jakobsson undirbýr sýningu „Þegar maður er búinn að koma myndunum sinum á sýn- ingu er eins og þungu fargi sé af manni létt,” sagði Sigurþór Jakobsson, listmálari, i spjalli við fréttamann DAGBLAÐSINS seinni partinn á föstudaginn. „Þá er maður eiginlega búinn að losa sig við þetta viðfangsefni, sem hvilt hefur á manni um misjafn- lega langan tima og getur snúið sér að öðru, ef svo býður við.” Sigurþór er þessa dagana að undirbúa sýningu i vinnustofu sinni i Hafnarstræti 5, Tryggva- götumegin. Þar er hann i kjallar- anum, þar sem loftvarnabyrgi var á striðsárunum. Á veggjum niður stigann eru enn limdir miðar, sem á er letrað „Loft- varnabyrgi” og augljóslega hefur þess verið vandlega gætt, að mið- arnir eyðileggist ekki. t framhaldi af þvi, sem Sigur- þór sagði hér að framan, spurði fréttamaður hvort hann hygðist nú snúa baki við þeirri linu, sem hann hefði verið á, eins konar abstrakt og jafnvel geómetriu i bland. ,,Ég veit það ekki,” sagði Sigurþór, „maður getur ekkert sagt um það. Ég hef verið að mála þessar myndir á undan- Fór heila veltu Mjpg harður árekstur varð milli tveggja Moskvitch bifreiða úr Reykjavik rétt um áttaleytið i gærkvöldi skammt frá Lög- bergsrétt á Suðurlandsvegi. Sjötugur maður, sem var einn á ferð i bll sinum, var á leið til Reykjavikur, en ætlaði þó að sveigja út af brautinni viö Lög- bergsrétt. Bar þá að annan Moskvitch- bfl, á leið frá Reykjavik, og skipti engum togum að hann lenti inn i hlið þess er sveigði út utan vegar af brautinni. Þrátt fyrir löng hemlaför bilsins er frá Reykja- vík kom varð áreksturinn mjög harður. Kastaðist bill gamla mannsins út af veginum og fór þar heila veltu. Gamli maðurinn og stúlka, sem varfarþegi ihinum bilnum, voru flutt á slysadeild, en stúlk- an, sem ekki notaði sætisól sina, fór i gegnum framrúðu, hlaut höfuðhögg og skrámaðist. Meiðsli fólksins voru ekki talin alvarleg og þóttu þau sleppa vel. —A.St. fömu ári. Það getur allt eins tekið mig tvö eða þrjú ár að átta mig á hvað ég vil gera næst — ef ég hef þá nokkurn áhuga á að breyta til yfirleitt.” Sigurþór útskýrir myndir sinar sem leik með form og liti. Hann reiknaði með að 30—40 myndir yrðu á sýningunni (sem hefst um helgina) og sat mitt á meðal þeirra og merkti i bak og fyrir. „Ég er ekki góður i að gefa mynd- um nöfn,” sagði Sigurþór. „Kunningi minn kom i gærkvöldi og stanzaði i rúma tvo tima. Ég skildi hann einan eftir hérna niðri og þegar ég kom aftur var hann búinn að gefa þeim öllum nöfn.” Sigurþór hefur áður haldið tvær einkasýningar, á Mokka 1971 og 1972. I fyrra og hittiðfyrra átti hann myndir á haustsýningu FIM og I ár sýnir hann aftur sjálfur i gamla loftvarnabyrginu i Hafnarstrætinu. —ÓV. Mörg óhöpp í umferðinni „Þröngt mega sáttir sitja,” segir máltækið, og hjá Flugleið- um mega sáttir standa þröngt, eins og sést á þessari mynd frá skrúfuverkstæði féiagsins á Reykjavikurflugvelli. En flugvirkjar eru ekkert ánægðir með vinnuaðstöðu sina og hafa reynt að ýta við stjórn- völdum til að fá einhverja lausn. Eftir að flugskýlið brann á flug- vellinum i vetur er leið, hafa við- gerðarverkstæðin verið á hrak- hólum. Segja flugvirkjar i félags- blaði sinu að i siðustu Flugfrétt- um, sem Flugleiðir gefa úl, hafi mjög verið kvartað yfir aðbúnaði skrifstofufólks eftir brunann fræga. En þar var ekki minnzt á aðstöðu flugvirkja. „Þá eru skilj- anleg orð flugvirkjans sem gat ekki orða bundizt og sagði: Var flugskýlið eingöngu skrifstofu- bygging?” segir i blaði flugvirkj- anna. —JBP (Ljósmynd DB: Bjarnleifur). Mörg smærri óhöpp urðu i um- ferðinni um helgina. A föstudags- kvöld varð árekstur á Grensás- vegi móts við Skeifuna. Lentu þar saman Austin Mini bifreið og Volvo bifreið. Kona og barn i Austin bilnum meiddust á höfði en ekki alvarlega. Um miðnætti aðfaranótt laug- ardags var Volkswagen bifreið á leið austur Bústaðaveg og hugðist aka fram úr pilti á hjóli. Svo illa tókst til að hjólið kræktist i bilinn og dróst með honum. Við það missti bifreiðastjórinn vald á bilnum, fór útaf sunnan vegar og þar valt bíllinn. Þrir menn i biln- um sluppu ómeiddir en drengur- inn á hjólinu skall i götuna og mun hafa fótbrotnað. Billinn er illa farinn. Á laugardag varð slys á Hverf- isgötu skammt innan við Vitastig. Tveir stálpaðir strákarvoru þar á ferð og hoppaði annar þeirra út á götuna. 1 sama mund bar að bif- reið og slóst fótur drengsins i bif- reiðina. Skall drengurinn i götuna og hlaut fótbrot. Nokkuð sá á bflnum við höggið. Þá varð litill drengur fyrir bif- reið á Vesturbergi i Breiðholti á áttunda timanum á sunnudags- kvöld. Það slys varð ekki alvar- legt og sluppu hlutaðeigendur með skrekkinn. —ASt. Frá Skákfélagi Hafnarfjarðar. Vetrarstarfsemi Skákfélags Hafnarfjarðar er að hefjast með æfingum á föstudagskvöldum i vetur i Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Haustmót Skákfé- lagsins hefst föstudaginn 26. sept- ember kl. 19.30 i Sjálfstæðishús- inu. Tefldar verða þrjár umferðir I viku, þ.e.a.s. fóstudaga, sunnu- daga og mánudaga. Teflt verður i riðlum. Að loknu haustmótinu verður hraðskákmót. Frá Bridgefélagi Kópavogs. Starfsemi félagsins hefst fimmtu- daginn 25. september nk. kl. 8 e.h. stundvislega i Þinghól með tvi- menningskeppni i eitt kvöld, og vcrður þar einnig skýrt frá fyrir- huguðum keppnum til áramóta. Badmintonfélag Hafnarfjarðar Æfingatimar eru á föstudögum kl. 18.00 — 19.40 og á fimmtu- dögum kl. 21.20 — 23.00 i iþrótta- húsinu við Strandgötu. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. A íimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unni fyrir félagsmenn. Simavaktir hjá ALA-NON. Aðstandendum drykkjufólks skal bent á simavaktir á mánudögum kl. 15—16 og fimmtudögum kl. 17—18, sími 19282 i Traðarkots- sundi 6. Fundir eru haldnir i Safn- aðarheimili Langholtssafnaðar alla laugardaga kl. 14. Fundartimar A.A. Fundartimar A.A. deildanna i Reykjavik eru sem hér segir: Tjárnargata 3C, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9 e.h. öll kvöldin. Safnaðarheimili Langholtssafn- aðarföstudaga kl. 9 e.h. og laug- ardaga kl. 2 e.h. Fellahellir Breiðholti, fimmtu- daga kl. 9 e.h. Munið frímerkjasöfnun Geð- verndar (innlend og erlend). Pósthölf 1308 eða skrifstofa fé- lagsins, Hafnarstræti 5, Reykja- vik. Kvcnfélag Assóknar. Fyrir aldraða, fótsnyrting hafin að Norðurbrún 1. Upplýsingar gefur Sigrún Þorsteinsdóttir i sima 36238. Fótsnyrting fyrir aldrað fólk i Mosfellssveit. Kvenfélag Lágafellssóknar verður með fót- ányrtingu fyrir aldrað fólk að Brúarlandi. Timapantanir i sima 66218. Salome frá kl. 9—4, mánu- daga—föstudaga. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fótsnyrting fyrir aldraða er byrjuð aftur. Upplýsingar hjá Guðbjörgu Einarsdóttur á miðvikudögum kl. 10-12 árdegis i sima 14491. Fótsnyrting fyrir aldraða Kirkjunefnd kvenna i Dómkirkju- söfnuði byrjar aftur fótsnyrtingu fyrir aldrað fólk i sókninni að Hallveigarstöðum þriðjudaginn 16. september n.k. frá 9—12 (gengið inn frá TúngötuL Tekið er við pöntunum i sima 12897 á mánudögum frá 9—14. Vil kaupa gamla ibúð, 2ja til 3ja her- bergja, á stór-Reykjavikursvæð- inu. Upplýsingar i sima 37854. Óska eftir að kaupa einstaklingsibúð, má þarnfast lagfæringar. Uppl. i sima 72924 eða 23876 á kvöldin. Iðnaðarhúsnæði 120 ferm. til sölu við Dalshraun, Hafnarfirði. Upplýsingar i sima 43605. Vfeðrið Norðaustan gola og siðar kaldi, bjart að mestu. Veður mun fara heldur kólnandi. Farfugladeild Reykjavík- ur Hin árlega haustlitaferð i Þórs- mörk verður 26.-28. sept. Nánari upplýsingar á skrifstofunni, simi 24950. Farfuglar, Laufásvegi 41. UTIVISTARFERÐIR Föstudaginn 26/9 — kl. 20 Haustlitaferð i Húsafell. Gengið og ekið um nágrennið. Farar- stjóri Jón I. Bjarnason. Gist inni. Sundlaug. Farseðlar á skrifstofunni. — útivist Lækjar- götu 6, simi 14606. Fataúthlutun hjá systrafélaginu Alfa verður þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. að Ingólfsstræti 10. — Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs. Fyrsti fundur vetrarins verður fimmtudaginn 25. sept. kl. 8.30 i Félagsheimilinu, 2. h. Sigriður Haraldsdóttir kynnir frystingu á matvælum. Konur mætið vel og stundvislega. — Stjórnin Frá Náttúrulækningafé- lagi Reykjavíkur Fúndur fimmtudaginn 25. sept- ember nk. kl. 20:30 i matstofunni við Laugaveg 20b. Kosnir verða átján fulltrúar á 15. landsþing NLFt og skýrt verður frá súmar- starfinu. Stjórnin. Mokka. Gunnar Geir sýnir til 27. september. Norræna húsið: Danski listamað- urinn Jens Urup Jensen sýnir oliumálverk og frumdrætti að glermyndum og myndvefnaði i sýningarsölum Norræna hússins 10,—30. september næstkomandi. Sýningin verður opin daglega kl. 13—19. Galleri Súm: Kristján Guð- mundsson sýnir.Opið kl.16-22 dag- lcga.Stendur til 28.sept. Kjarvalsstaðir. Sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarvals er opin alla daga nema mánudaga kl. 16—22. Ólöf Kristjánsdóttir frá Isafirði sýnir i Eden i Hveragerði Myndirnar eru 50 talsins og til sölu. Þetta erönnursýning Ólafar en i fyrra sýndi hún i Austurstræti 14. 1 Ýmislegt 8 Hnýtið teppin sjálf. Mikið úrval af smyrnavegg-'* og gólfteppum og alls konar handa- vinnu, alltaf eitthvað nýtt. — Rya- búðin Laufásvegi 1. Gct bætt við mig 1—2 fyrirtækjum i bókhald og reikningsskil. Grétar Birgir, Lindargötu 23. Simi 26161. [ Tilkynningar Námskeið. Konur ath Námskeið i frjálsum útsaumi hefjast 25. sept. Uppl. i sima 82291. Spákona spáir i spil og bolla.Simi 82032.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.