Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 11
Dagblaðið. Þriðjudagur 23. september 1975. 11 ERLA — kaupir islenzkt allnokkuð hvað vörurnar kosta ogget þess vegna alveg verið án þess.” — Hvernig heldur þú að kaupgeta landsmanna sé um þessar mundir? „Vörurnar eru náttúrlega nokkuð dýrar, en þetta er það, sem fólkið verður að sætta sig við.” HVERT FARA ÞÆR AÐ GERA INNKAUPIN? STÓRA KJÖRBÚÐIN, - EÐA KAUPMAÐURINN Á HORNINU Verzlarðu i þessum ægistóru risakjörbúð- um, sem nú eru að verða svo vinsælar, — eða læturðu þér nægja að heimsækja gamla góða „kaupmanninn á horninu”? Frétta- maður Dagblaðsins fór i búðaráp i gærdag og ræddi við nokkrar hús- mæður um innkaupa- venjur þeirra. Fyrsta hittum við að málli Petrinu Jónsdóttur hlismóður, þar sem hún var að athuga, hvað fengist ætilegt af kjötmeti þann daginn. Við spurðum hana fyrst að þvi, hvort hún notaði mest sömu verzlanirnar. ,,Já, ég fer yfirleitt i sömu verzlanirnar. Ég getómögulega staðið i þvi að fara bæinn á enda, þegar ég fer i verzlunar- leiðangur, ég veit þá lika alltaf, að hverju ég geng.” — En notar þú stórverzlan- irnar? „Nei, það er nú litið um það. Þó kemur fyrir, að ég lit inn i Hagkaup.” — Gerir þú mikið af þvi að bera saman verðlagið i mat- vöruverzlunum? „Nei, ég ér frekar litið fyrir svoleiðis. Ég held að það sé hinn mesti óþarfi, þvi að verðið er yfirleitt mjög svipað i öllum verzlunum, þegar á heildina er litið.” — Tekur þú gæði varanna fram yfir verðlagið? „Vitaskuld kýs ég heldur að fá góða vöru en slæma, og er alveg tilbUin að borga heldur meira fyrir hana.” Næst gengum við fram á Sigriði Asgeirsdóttur hUsmóður og spurðum hana, hvort hún notaði stórverzlanirnar. ,,Ég nota þessar stórverzlanir nokkuð, sérstaklega Vörumark- aðinn, þar sem mér finnst ágætt að verzla. Svo fær maður oftast ódýrari óörur þar en i þessum smærri verzlunum.” — Finnst þér kaupgetan hafa minnkað nUna upp á siðkastið? „Það held ég að ég geti full- PETRtNA, biiðirnar. — yfirleitt sömu LILIAN — Htið fyrir verðsam- anburð. i matvöruverzlanir til að kanna, hvar sé hagkvæmast áð verzla. „Það hef ég aTdrei á ævinni gert. Ef ég þarf að kaupa eitt- hvað i matinn, fer ég inn i næstu verzlun og kaupi það sem ég þarfnast.” — En hvernig velur þú þær vörur, sem þú kaupir, tekur þU dýrar og góðar vörur fram yfir þær ódýrari? ,,Uss,ég pæli ekkert i þvi. Ég hef voðalega takmarkaða vöru- þekkingu og kaupi bara það, sem hendi er næst.” Þarna fannst Helgu vera nóg komið af spjalli, svo að hUn af- þakkaði i snatri fleiri spurning- ar og dembdi sér i innkaupin. Guðlaug Bender sjúkraliða- nemi var að ljUka innkaupun- um, er við spurðum hana um verzlunarhætti hennar. „Ég kaupi yfirleitt það, sem mig langar i og tek litið tillit til verðlagsins. Þegar um vöru- gæðin er að ræða, finnst mér það ekki skipta öllu máli hvað hlutimir kosta.” — Gerir þU eitthvað að þvi að nota stórverzlanimar? „Nei, það er nU litið um það.” — Hvers vegna ekki? , ,Ég veit það eiginlega ekki. Ég held að þessar stórverzlanir séu aðallega fyrir þá, sem verzla i miklu magni. Ég kaupi yfirleitt inn i litlu magni, svo að ég þarf ekki að notfæra mér þessar verzlanir.” > — Finnst þér kaupgetan hafa minnkað á þessum siðustu og verstu timum? „Eflaust hefur hún gert það, en annars hef ég svo litið kynnt mér þessi mál, að ég get eigin- lega ekki tjáð mig neitt um það.” Næsta hittum við að máli Guðrúnu Jóhannesdóttur kenn- ara. — Hvert ferð þú aðallega til að gera matarinnkaupin? „Mér er eiginlega alveg sama, hvar ég verzla. Ég reyni bara að gera sem hagkvæmust innkaup.” — Hefurðu gengið á milli verzlana til að gera verðsaman- burð? „Varla get ég nU sagt það. Það eru aðeins fáir mánuðir, siðan ég hóf bUskap, svo aö ég er SIGRIÐUR — ódýrara I stærri bUöunum. HELGA — pæli ekkert I þessu. yrt, allir hljóta að finna, að þeir fá ekki eins mikið fyrir pening- ana og áður fyrr. En hvort þetta er með versta móti, get ég ekki fullyrt.” — Kaupir þú dýrari vörur, ef þU veizt að þær eru betri en þær ódýru? „Já, það geri ég alltaf. Þó fer það að sjálfsögðu eftir þvi hversu gæðamunurinn er mikill, en yfirleitt horfi ég ekki i pen- ingana, þegar um góðar vörur er að ræða.” Helga Björnsdóttir flugfreyja var að koma inn úr dyrunum, þegar við svifum á hana og báð- um hana að segja okkur stutt- lega frá innkaupaháttum sin- um. Hún var ákaflega treg til viðtals, kvaðst litið gera að þvi að kaupa i matinn og hefði þvi ákaflega litið að segja okkur. — ÞU ert þá litið fyrir að fara slæmri aðstöðu til að gera þann- ig samanburð.” — Hvaða vörur velurðu aðal- lega, dýrar og góðar eða þær ó- dýrari? „Ja, ég reyni yfirleitt að kaupa islenzkar vörur, en það er náttUrlega ekki svo mikið Urval af þeim, að ég geti notað þær eingöngu.” — En þýzkar og brezkar vör- ur — kaupirðu eitthvað af þeim? „Eins litið og ég get, en þeir framleiða margar vörutegund- ir, sem maður getur ekki verið án.” Að lokum hittum við að máli Lilian Einarsdóttur hUsmóður. — Notar þU þér að geta keypt flest, sem þU þarft til heimilis- ins á sama stað? „Já, svólitið. Ég geri nU ekki mikið af þvi að fara i Hagkaup, en kem þess oftar i Vörumark- aðinn, þar sem mér finnst ágætt að verzla.” — Ferðu mikið á milli verzl- ana til að gera verðsamanburð? GUÐLAUG — kaupir það sem „Nei, ég er litið fyrir að gera hana iangar i. svona verðsamanburð. Ég veit ekki farin að kunna almennilega á þetta ennþá.” — Hvað heldurðu um kaup- máttinn? „Hann er með allélegasta móti, og yfirleitt held ég að það sé litið um peninga á flestum stöðum um þessar mundir.” — Kemur þessi kreppuvottur niður á þinum innkaupum? Ferð þU til dæmis frekar eftir þvi, hvað vörurnar kosta heldur en gæðum þeirra? „Ég vel að sjálfsögðu þær vörur, sem ég tel beztar, en þær verða einnig að vera á sann- gjörnu verði.” Erla ísaksenhUsmóðir kvaðst verzla þar sem hún teldi hag- kvæmast, — „ég hef stundum farið i þessar stórverzlanir og er ekki alveg sammála þvi, að þar sé verðið lægra en i smærri bUð- unum. Þær eru hagkvæmastar að þvileyti, að þar fæst allt, sem maður þarfnast, á sama stað, og það flýtir mikið fyrir manni.” — En hefurðu kannað, hvar þU gerir beztu innkaupin? „Þvi miður er ekki mikið um verzlanir ihverfinu, þar sem ég bý, svo að ég er i rauninni i GUÐRUN ur. — lélegur kaupmátt-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.