Dagblaðið - 23.09.1975, Side 24

Dagblaðið - 23.09.1975, Side 24
í athugun hjá Seðlabanka og ráðuneyti Miklar bœtur handa eig- endum skyldusparnaðar ,,Það er i athugun sérfróðra manna i Seðlabanka og ráðu- neyti, hvort Veðdeildin kunni að hafa fram- kvæmt þetta vitlaust. Þegar niðurstaða ligg- ur fyrir, verður séð, hvað gert verður.” A þessa leið svaraði Hallgrimur Dalberg ráðu- neytisstjóri spurningum Dagblaðsins um bætur til eigenda skyldusparnaðar fyrir það, að sparnaðurinn hefur ekki verið fyllilega verðtryggður. Hér er um feikilegar fjárhæðir að ræða. Haukur Vigfilsson deildar- stjóri Veðdeildar kvaðst ekkert vilja láta eftir sér hafa um mál- ið. Hann visaði til ráðuneytisins. Dagblaðið hefur skýrt frá þeim aðferðum, sem Veðdeild Landsbankans hefur haft við meðferð skyldusparnaðar. Blaðið birti útreikninga trygg- ingafræðings, sem leiddu i ljós, að miklu munaði, að verðtrygg- ing fjárins væri fullkomin. Þannig leiddi dæmi I ljós, að menn kunna að hafa fengið aðeins um helming þess fjár út- borgað, sem hefði átt að vera, ef um fulla verðtryggingu hefði verið að ræða. 1 frétt Dagblaðsins var þvi haldið fram, að löggjafinn hefði I upphafi ætlazt til, að þetta sparifé væri fullkomlega verð- tryggt. —HH SVINDL I SÉRFLOKKI Já, það er margt mannanna bölið og misjafnt vegið krem- ið. — A meðfylgjandi mynd, sem sýnir brotna dós undan snyrtikremi, kemur i Ijós, hvernig framleiðandinn reyn- ir að gabba kaupendur, mcð þvi að liafa plássið fyrir inni- haldið miklu minna, en útiit dósarinnar segir til um. Það var fyrir hreina tilvilj- um, sem þetta plat uppgötvað- ist, er ein dós brotnaði i snyrti- vöruverzlun, sem selur þessa vöru. Afgreiðslustúlkurnar urðu að vonum hneykslaðar yfir þessu, þvi að þær liafa íengi selt þetta krem i þeirri trú að allt væri með felldu um stærð dósarinnar. Reyndar sér framleiðandinn sóma sinn i að Ijúga ekki til um þyngd dósarinnar, — hann hreinlega sleppir þvi að skrá hana. ——AT— Skemmdir af flóði í kjallara: STÓRSTREYMT í HÁTÚNINU Fióð I Hátúni. örin sem bendir á stikuna sýnir, hve vatnsborðið var hátt I kvndiklefanum. DB- mynd: Björgvin. Það var heldur ömurlegt á- standið, er fólkið i Hátúni 1 kom heim frá vinnu i gærkvöld. Tiu seivtimetra vatnslag var yfir öll- um gólfum, og á milli stólanna flaut alls konar óþverri. Enginn vafi er á, að tjónið sem hlauzt af þessu flóði, nemur tug- um þúsunda króna. Gólfteppi eyðilögðust, svo og eitthvað af húsgögnum. Að sögn ibúa hússins að Hátúni 1 er ekki óalgengt að flóð af þessu tagi eigi sér stað. Siðast varð stórflóð fyrir tveimur árum sið- an, og skemmdist þá margt hús- muna. Eru ibúarnir orðnir lang- þreyttir á svona flóðum og hafa farið fram á lagfæringar, en ekk- ert er aðhafzt. i eærkvöldi kom maður frá Reykjavikurborg á staðinn og lýsti þvi yfir, að við svona löguðu væri ekkert hægt að gera, — þetta væri ekki ibúðar- hæft húsnæði. Það virðist þvi sem ráðamönnum borgarinnar finnist ekkert að þvi, að geymslukjallar- ar fyllist af vatni svona af og til. —AT— Bíllinn flaug yfir stokka og steina Stór ameriskur fólksbill úti á túni eins og jálkur á beit vakti athygli lögreglumanna frá mið- bæjarstöð i morgun um kl. 6 skammt frá mótum Suðurlands- brautar og Langholtsvegar. Er nánar var að gáð kom i ljós að þar var mikið ölvaður maður á ferð. Verksummerki sýndu að hann hafði komið þarna að á mikilli ferð, en þarna á gatna- mótunum eru umferðartálman- ir, skurðir og moldarbingir vegna hitaveituframkvæmda. Sinnti hinn ölvaði ökumaður þvi engu, en mun hafa flogið yfir skurð, stokka og bingi og hafn- aði úti á túni. Ekki sakaði ökumann við þessa óvenjulegu flugferð og litt sem ekki sá á bilnum. Tilviljun réði þvi, að að var komið, þvi lögreglubill var að flytja menn frá og til vaktstarfa. Miðbæjarlögreglan tók annan ölvaðan ökumann í nótt. en sá hafðiekki valdiðskaða. A.St september Komnir þrjó milljarða í mínus Gjaldeyrisstaða þjóðar- innar hefur orðið fyrir miklu áf alli það, sem af er september. Hefur hún versnað um 1200 milljónir, að sögn Björgvins Guðmundssonar skrif- stofustjóra í viðskipta- ráðuneytinu í morgun. Áfall í Þetta hefur meðal annars hrundið af stað orðrómi um að- gerðir rikisstjórnar, en um þær liggur ekkert fyrir. Bjöf"gvin sagði, að gjaldeyrisyfirvöld beittu öllu aðhaidi, sem við yrði komið með góöú móti. Frilistinn gengi þó áfram með eðlilegum hætti. Það væru þessar venjulegu aðhaldsaðgerðir, sem beitt væri. Gjaldeyrisstaðan er eftir þetta oröin um þremur milljörðum króna fyrir neðan núllpunktinn, að sögn Björgvins. Eftirspurn eftir gjaldeyri er mikil. Hann fer til vaxandi vöru- innflutnings og i duidar greiðslur, sem svo er kallað. Orðrómur er meöal annars um nýja innborgunarskyldu, til dæm- is þannig að innflytjendur yröu látnir greiða 25 af hundraði af andvirði vara i sjóð i Seölabanka. Dagblaðið spurði Sigurð Jóhannesson yfirmann gjald- eyrisdeildar um þetta i morgun, og sagði hann, að ekkert slikt hefði verið ákveðið. Viðskiptaráðherra hefur sagt, að aðgerða sé þörf, en hann hefur hafnað gengisfellingarleiðinni. Hins vegar hefur rikisstjórnin ekki komið sér saman um að fara haftaleið. Þvi er allt óvist um að- gerðir. —HH frjálst, nháð dagblað Þriðjudagur 23. september 1975. Nýskoðuð og óbyrgðarlaus: CORTINA SKRÁÐ SEM RÚSSAJEPPI Skyldu skoðunarmenn Bif- reiðaeftirlits ri'kisins ekki vita hvernig venjuleg Cortina litur út? óneitanlega bendir allt til að svo sé ekki, eftir að þeir hafa skoðað eina slika tvisvar, — og i skoð- unarvottorðinu sténdur, að hún sé Gaz-rússajeppi. Eigendur Cortin- unnar sögðu, að þetta hefðu ekki verið einu mistökin i vottorðinu, þvi að öll númer, þ.á m. smiðaár bifreiðarinnar hefðu verið vit- laus. Þaðeina, sem stóðst, var lit- ur bifreiðarinnar. Annars er þetta ekki eina hand- vömmin f skoðunarmálum þess- arar Cortinu, serh varð svo fræg um daginn að verða fyrir barðinu á strætisvagni, eftir að bilstjóri hans sofnaði undir stýri. Þegar eigendurnir hugðust fá útborgaða ábyrgðartryggingu bilsins, kom i ljós, að aðeins hafði vefið greidd kaskótrygging bilsins I tvö áf en ábyrgðartryggingin hafði gleymzt. Eigendur Cortinunnar urðu að vonum undrandi yfir þessu og lofuðu drottin sinn fyrir að hafa ekki verið f órétti gegn strætisvagninum. —AT— Þjófar gripnir í apóteki Kópavogs Klukkan 2.10 i nótt var Kópa- vogslögreglan á eftirlitsferð um bæinn og kom þá að tveimur inn- brotsþjófum, sem voru við iðju sina inni i apótekinu. Höfðu þeir gengið hreint til verks. mölvað rúðu I hurð með steini og voru að gramsa i birgðum apóteksins. Innbrotsþjófarnir báðir eru Reykvikingar en góðkunningjar lögreglumanna viðar en i heima- borg sinni. Þeir voru við skál við iðju sfna. Gistu þeir fangaklefa i nótt en verða yfirheyrðir i dag. Kópavogslögreglan hefur lengi haft sérstakt eftirlit með apóteki staðarins, þvi það virðist vinsælt skotmark innbrotsþjófa. —ASt Hvít jðrð í Eyjafirði i morgun var alhvit jörð um- hverfis Akureyri og föl á götum bæjarins i morgunsárið. Ekki olli þetta slysum eða óhöppum og átti lögreglan rólega nótt, en þetta minnir á nánd vetrarins. Mikil ísing — en allir sluppu Mikil ising var á Reykjanes- brautinni i morgun. Keflavfkur- 'lögreglan sendi út sérstakar að- varanir til þeirra sem þar áttu leið um. Umferð er mikil um brautina á þeim tima sem einna hættulegastur er, en i morgun komust allir áfallalaust sina leið. Er sérstök ástæða til að vara veg- farendur við ótal hættum, sem ising á brautinni hefur i för með sér. —A.St.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.