Dagblaðið - 10.10.1975, Síða 3

Dagblaðið - 10.10.1975, Síða 3
Dagblaðið. Föstudagur 10. október 1975. 3 LITASJÓNVARP Á RAUÐU LJÓSI — Reykvíkingar einir mega ekki sitja að því ,,Sennilegast væri hægt aö senda út í lit án mikils tilkostnaöar hér um Reykjavíkursvæðið og líklegast Suðvesturland," sagði Pétur Guðfinnsson hjá sjónvarpinu okkur í gær. Þetta gildir þó að- eins um það efni sem kemur erlendis f rá og er í lit á myndsegulböndum. Stúdíómyndir héðan eða filmur væri ekki hægt að senda út með þessum litla tilkostnaði. En samt sem áður væri þarna um veru- legt efnismagn að ræða. Ekki eru uppi neinar áætlanir hjá sjónvarpinu um að koma lit- sjónvarpssendingum á og munu þeir fyrst gera um það tillögur til ráðuneytisins þegar áætlun liggur fyrir um hvernig hægt er að koma þvi til allra lands- manna. En það virðist hugur ráðamanna að ekki verði farið að senda út i lit hjá sjónvarpinu né i stereó hjá útvarpinu fyrr en móttökuskilyrðin um land allt eru komin i viðunandi horf. Þegar svo stundin rennur upp og þetta langþráða litasjónvarp kemur mun það verða kerfi það sem er ráðandi i Vestur-Evrópu og framleitt er af AEG-Tele- funken auðhringnum i V-Þýzka- landi. Tvö önnur kerfi eru i gangi i heiminum, Secam frá Frakklandi, notað þar og i Aust- ur-Evrópu, og NTSC frá Banda- rikjunum, notað þar og i Japan. —BH Rafmagnskaup: Þig varðar ekkert um verðið Stöðugt fjölgar þeim raf- orkusmásölum sem tilkynna verðhækkanir til neytenda löngu eftir að þær eru komnar til framkvæmda, eða allt að 2 mánuðum siðar. Samkvæmt reglum um birt- ingu stjórnvaldserinda taka þau ekki gildi fyrr en þau hafa verið löglega birt. Heimild fyrir Rafveitu Borgarness til hækkunar á raforkuverði var staðfest af iðnaðarráðuneyt- inu hinn 8. ágúst sl. t sjálfri reglugerðinni um hækkun er tekið fram að hún taki gildi ,,nú þegar”. Þessi gjaldskrár- hækkun er siðan birt i Stjórn- artiðindum, sem komu út hinn 3. október sl., en þá voru sam- timis birtar gjaldskrárhækk- anir nokkurra rafveitna. DAGBLAÐIÐ skýrði nýlega frá þvi að bæði Rafmagns- veita Reykjavikur og Rafveita Hafnarfjarðar hefðu hækkað raforkuverð sitt nokkru fyrr en sú hækkun var birt á þann hátt sem lög mæla fyrir um. Nú hafa fleiri raforkusmá- salar farið likt að. Auk þess sem hér var sagt frá Rafveitu Borgarness hafa eftirtaldar rafveitur látið koma til hækk- ana fyrir nokkru, þrátt fyrir það að ekki var tilkynnt um þær fyrr en i Stjórnartiðindum hinn 3. október sl.: Rafveitan á Akranesi, sem fékk staðfest ieyfi 10. ágúst til að hækka raf- orkuverð frá 1. september, en eins og áður segir birtist til- kynningin ekki fyrr en 3. okt. Rafveita Voga- og Vatnsleysu- strandarhreppa og Njarðvik- ur, sem fengu hækkun stað- festa 29. ágúst til að gilda frá og með 1. sept., og Rafveitaj Vestmannaeyja, sem fékkj hækkun staðfesta 17. septem-j ber sl. miðað við hækkun ,,núj þegar”. Allar þessar hækkanir voruj tilkynntar i Stjórnartiðindumj hinn 3. október. —BS-J — segir Guðmunda Elíasdóttir söngkona sem fer með hlutverk blökkukonunnar í verki Tennessee Williams í Þjóðleikhúsinu ,,Ég er að basla við hælinn á sokk handa honum dóttursyni minum, Guðmundi Eliasi. Það er vist alltaf samá sagan með hælana,” sagði Guðmunda Eliasdóttir óperusöngkona, þvi það er hún, sem hlær þarna viö ljósmyndaranum i gervi blökkukonu i Sporvagninum Girnd, eftir Tennessee Willi- ams, sem margir hafa nú reyndar kallað Leið sex. ,,Ég ráfa um meðal hinna hvitu i slæmu hverfi i New Orle- ansborg, það á að heita svo að ég sé tekin sem jafningi hinna hvitu, ráfa sifellt um full og raula blueslög,” sagði Guðmunda. Hún hefur reyndar kynnzt fólki af svipuðu tagi, þvi i 9 ár starfaði hún við söngleika- hús i Bandarikjunum. ,,Þá kom ég til suðurrikjanna og sá þessar vesalings konur, hangandi fyrir utan heimili sin, sitjandi á börunum, drekkandi. Krakkarnir urðu sjálfir að Baslið með hælana er vist ekkert einsdæmi hennar Guðmundu Eliasdóttur, og hún hlær dátt að öllu saman. (DB-mynd-BjarnleifurJ bjarga sér eins og þeir bezt gátu.” ,,Það er yndislegt að koma fram á sviði i Þjóðleikhúsinu,” sagði Guðmunda, „það íiður of langt á milli hjá okkur söngkon- unum, þau eru ekki mörg tæki- færin sem við fáum.” Fyrir 20 árum söng hún Carmen með söngflokki, sem fór um landið. „Núna er vist 20 árum of seint að syngja það hlutverk,” sagði söngkonan og hló hjartanlega að tilhugsuninni. —JBP- Konurnar og FRÍ1Ð „Af hálfu BSRB, bandalags starfsmanna rikis og bæja, var tilnefndur fulltrúi til að sitja fund til undirbúnings kvennafri- inu 24. október,” sagði Gunnar Eydalhjá BSRB er við ræddum við hann i gær. RÍKIÐ LAMAÐ 24. OKTÓBER — ekki sízt ef húsmœöur fá sér frí, — þá þurfa karlar að gœta bús og barna Þar að auki kom stuðnings- yfirlýsing frá BSRB og ASl um kvennafriið á sameiginlegum fundi sem haldinn var i Munaðarnesi 26.-28. seplember, en þar var rætt um stöðu kvenna ogkjör á vinnumarkaðnum. Var þar samþykkt áskorun til kvenna að taka þátt i friinu. Gunnar sagði að sér heyrðist vera mikill hugur fyrir kvenna- friinu. Auðsætt væri að ef konur i BSRB tækju sér fri lömuðust allar rikisstofnanir meira og minna, að ekki væri talað um ef húsmæðurnar bættust i hópinn. Þá yrði margur karlmaðurinn að taka sér fri lika til að gæta bús og barna. Fóstrufélagið hefur skorað á fóstrur að taka sér fri svo senni- legast verða barnaheimilin lok- uð og liklegast verða skólamir óstarfhæfir svo ekki verða böm- in þar. — EVI Sporvagninn Girnd eða Leið sex: Eg hef kynnzt þessu fólki

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.