Dagblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 6
6
Dagblaðið. Föstudagur 10. október 1975.
KAU PMAN N ASAMTÖK
ÍSLANDS
Kaupmenn athugið:
Félag matvörukaupmanna og Félag kjöt-
verzlana boða til sameiginlegs félags-
fundar að Hótel Sögu, Átthagasal, laugar-
daginn 11. október kl. 15. Fundarefni:
verðlagsmál.
Stjórnirnar.
í frystikistuna:
Nýtt fyrir húsmœður
Glæný ýsuflök, heilagfiski og smálúða.
Mikið úrval af öllum hugsanlegum fisk-
tegundum.
Ýtrasta hreinlæti, f Ijót og góð þjónusta.
Opið til kl. 7 í dag og 9-12 á morgun.
FISKÚRVALIÐ
Skaftahlíð 24
FISKÚRVALiÐ
Sörlaskjóli 42.
Pöntunarsími
85080
Karatefélag íslands
meðlimur i World Union Karate
Organization.
Fullkomið 6 vikna sjálfsvarnarnámskeið.
— fyrir konur: fyrsti flokkur — 25 nem-
endur.
— fyrir karla: annar flokkur — 25 nem-
endur.
Við bjóðum upp á eftirfarandi námskeið:
1. Karate
2. Júdó
3. Aikido
4. Ju-jitsu
Karte-námskeið
fyrir alla aldursflokka, karla og kon-
ur:Fyrsti flokkur
30 nemendur.
Annar flokkur
30 nemendur.
Aðalkennari: Reynir Santos, 3. Dan.
Athugið: Tekið verður við greiðslum um
leið og innritun fer fram. Innritun fer
fram að Vesturgötu 4.
Föstud. 10.10. frá kl. 19 til 22,
laugard. 11.10. frá kl. 9 til 19 og
sunnud. 12.10. frá kl. 10 til 17.
Upplýsingar i sima 25860 eftir kl. 19.
IKF
íslendingur við friðargœzlu
í Mið-Austurlöndum
„Algengt að
fá riffílhlaup í
núðsnesið á sér»"
Þor Gunnlaugsson skrífar frá Jerúsalem
Einn íslendingur er í
friðargæzlusveitum Sam-
einuðu þjóðanna á
óf riðarsvæðunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, Þór
Gunnlaugsson, lögreglu-
maður úr Reykjavik.
Hann sendi Dagblaðinu
nýlega bréf þar sem hann
segir lauslega frá lífi og
starfi friðargæzlumanna.
Bækistöðvar Þórs eru í
Jerúsalem, borginni
helgu.
1 bréfi hans, sem er skrifað 25.
fyrra mánaðar, segir m.a.:
Borg dauðans
„Ég fór i gær skyndiferð til
Beirut, sem er eitt af eftirlits-
svæðum okkgr fyrir utan
Ismalia, Kairo, Tiberias og
Amman í Jórdaniu. Beirút er
ein skemmtilegasta borg sem
ég hef komið til en nú er hún i
orðsins fyllstu merkingu borg
dauðans.
Sorp er þar á götunum i
hundruðum tonna. Innan um
sorpið eru lik fórnardýra upp-
reisnarmanna, rotnandi. And-
rúmsloftið er þrungið rotnunar-
lykt. Rottur á stærð við meðal-
minka ganga um i sólinni. Hit-
inn er oftast um eða yfir 34 stig á
Celcius.
Borgin hefur verið vatns- og
rafmagnslaus i marga daga og
hætta á drepsóttum er yfirvof-
andi. Maður verður að taka sig
vel saman i andlitinu til að horfa
upp á þennan hrylling, en ekki
er hægt að komast hjá þvi að
fara þarna um ætli maður inn i
borgina og út úr henni aftur.
Kúlurnar á eftir okkur
Á veginum frá Beirútigegnum
SS AGHmANSl 18
UNAU1H08IUD HRSOKS
y
CNlREE IHÍERÖilE SAHS
ASTSRISAIIOK SEECIAIE
x'i't no-ián
miox ruuin
Þór Gunnlaugsson I einkennisbúningi gæzlusveita Sameinuðu
þjóðanna.
Syr að landamærum tsraels
(Rus—hanikra) eru tugir
Shearman-skriðdreka, ca 35—40
tonn að þyngd hver. Ekki er
laust við að maður sé var um sig
þegar farið er þar um þvi komið
hefur fyrir að þeir sendi kúlur á
eftir okkur til að láta andúð sina
i ljós.
Ekki er okkur leyft að hafa
meðferðis myndavélar þvi slikt
gæti valdið skelfilegum mis-
skilningi og jafnvel dauða. t
þessi ferðalög förum við
stundum ofti viku.
Lifið hér i Jerúsalem er við
það sama, daglega finnast smá-
ar og stórar sprengjur, heima-
tilbúnar, viða i borginni og
borgarbúar eru vel á verði
gagnvart torkennilegum hlutum
á almannafæri.
Borgarbúar sjálfir eru virkj-
aðir gegn óaldarmönnum. Eru
þeir settir i hin ýmsu hverfi að
næturlagi, samkvæmt skipun
stjórnvalda. Þeir ganga um
meö vélbyssur i borgaralegum
klæðum i ibúðahverfum og
fylgjast með hverri hreyfingu.
Meö vélbyssuna i bíó
Ekki er óalgengt að maður
skreppi i kvikmyndahús og hafi
þá hermann sér við hiið, vopn-
aðan ,,úzzi”-vélbyssu. Skot-
hylki eru tekin til vörzlu af
dyraverði sem sjálfur er her-
maður. Leitað er vel á öllum,
bæði i handtöskum og innan-
klæða.”
I siðara bréfi Þórs Gunn-
laugssonar, sem skrifað er
tveimur dögum siðar, 27.
september, segir hann litillega
frá skærum þeim, er orðið hafa i
Beirút að undanförnu. Siðan
segir Þór:
Riffil í miðsnesiö
„Þrátt fyrir nýja friðarsamn-
inga við Kairo er ekki hægt að
segja að þessir höfðingjar séu
skemmtilegir viðfangs á landa-
mærunum. Þar sem við þurfum
að fara um er daglegur við-
burður að riffilhlaupi sé stungið
upp i miðsnesið á manni til að
leggja frekari áherzlu á kröfur
um skilriki. Þetta er gert jafn-
vel þótt maöur sé i einkennis-
búningi Sameinuðu þjóðanna og
bifreiðin merkt UN með hvitum
stöfum, sem eru svo stórir að þá
má sjá úr flugvél i 5000 feta hæð.
Fyrir nokkrum vikum skutu
egypzkir landamæraverðir á
eftir einum trukknum okkar til
að láta i ljós andúð sina á SÞ.
Kúlan fór i gegnum stálhurðirn-
ar eins og þær væru úr pappa og
hafnaði i mælaborðinu við tal-
stöðina. Það munaði aðeins
millimetrum að kúlan hitti bil-
stjórann — sem var grannur
vexti.”