Dagblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 8
8
MMBUÐIB
fijálst, úháð dagblað
(Jtgefandi: Dagblaðiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason
tþróttir: Hailur Slmonarson
Hönnun; Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Ilallsson, Helgi Pét-
ursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Asgrlmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaöaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, slmi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Þriðja heims siðfræði
Echeverria Mexikóforseti hlýtur að
vera vinsæll af íslendingum um þess-
ar mundir, þar sem hann lýsti nýlega
yfir 200 milna efnahagslögsögu
Mexikó, einmitt á bezta tima fyrir
okkur, þegar 200 milurnar eru að
komast til framkvæmda á íslands-
miðum.
Þvi er sennilega um þessar mundir ekki góður
jarðvegur fyrir gagnrýni á þennan kunna mann,
sem stefnir að þvi að verða framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna. En hann gerir fleira en að
færa út landhelgi Mexikó og sumt af þvi er ámælis-
vert.
Mexikó er eitt af rikjum þriðja heimsins, þar sem
virðingin fyrir mannslifum er minni en á Vestur-
löndum. Er enn i fersku minni blóðbaðið i Mexikó-
borg fyrir ólympiuleikana þar, þegar lögreglumenn
skutu miskunnarlaust pólitiska andófsmenn til
bana.
Echeverria hyggst nú erfa embætti Waldheims
hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur mjög verið á
ferðalögum i rikjum þriðja heimsins að undanförnu
til þess að safna fylgi við framboð sitt. Þessa við-
leitni kórónaði hann á þingi Sameinuðu þjóðanna
um daginn, þegar hann lagði til, að Spáni yrði vikið
úr samtökunum vegna aftöku fimm andstæðinga
stjórnarinnar þar.
Ekki hefur Echeverria dottið i hug að leggja til að
visa Mexikó úr Sameinuðu þjóðunum vegna morða
stjórnar hans á pólitiskum andstæðingum. Hann
hefur ekki heldur lagt til, að Chile yrði visað á brott,
né heldur Uganda, þar sem geðveikur fjöldamorð-
ingi ræður rikjum.
Engum stjórnmálamanni hefur i alvöru dottið i
hug að visa Sovétrikjunum úr Sameinuðu þjóðun-
um, þótt stjórnvöld þar hafi til skamms tima þver-
brotið flest ef ekki öll ákvæði mannréttindayfirlýs-
ingar samtakanna. Þetta dettur mönnum ekki i
hug, af þvi að þeir vita, að Sameinuðu þjóðirnar eru
samtök allra rikja með vont og gott stjórnarfar og
allt þar á milli.
Það er mjög eðlilegt, að falangistastjórn Francos
á Spáni sé harðlega gagnrýnd af stjórnmálamönn-
um, f jölmiðlum og almenningi á Vesturlöndum, þar
sem virðing fyrir mannslifum og andstaða við
dauðarefsingu er á háu stigi. Stjórnarfarið á Spáni
er alger timaskekkja i samfélagi þjóða Vestur-
landa.
Hins vegar er harðstjórnin á Spáni miklu mildari
og skárri en stjórnir Austur-Evrópu og stjórnir
flestra rikja þriðja heimsins. Það er raunar mikið
vafamál, hvort hún er nokkru verri en stjórn
Echeverria i Mexikó.
Tillaga Echeverria um brottrekstur Spánar er
dæmigerð um þá mismunun og ofbeldi, sem þriðji
heimurinn er að innleiða hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þar er stöðugt verið að ofsækja ísrael, sem virðir þó
sáttmálá Sameinuðu þ jóðanna betur en nokkurt riki
þriðja heimsins. Einnig er sama sem búið að ýta
Suður-Afriku úr samtökunum, þótt eftir sitji riki
með meiri kúgun og misrétti.
Ef Echeverria aflar sér fylgis i framkvæmda-
stjórastarf samtakanna með tillögu sinni, er það
ljóst dæmi þess, að þriðji heimurinn er að draga
Sameinuðu þjóðirnar niður i svaðið.
Dagblaðið. Föstudagur 10. október 1975.
A sjónvarpsskerminum birt-
ist mynd af ömurlegum kvala-
stað, þar sem allt er hulið þoku
og eimyrju, ein vesalings ráf-
andi sál sést reika um sviðið,
kappklæddur i lopapeysur og
regnstakka með sjóhatta á
höfði, hann þreifar fyrir sér
vonlaus, stirður, gigtveikur og
kgldur i myrkrinu, slagviðrið
dynur yfir hann, hann virðist að
þvl kominn að drukkna í rign-
ingu, kafna i þoku, liðamótin
stirðna svo brakar i þeim I kuld-
anum. Þessi vesalings einfara
sál er I stuttu máli sagt stödd i
’Helviti, ó, hvernig má bjarga
likama og sál úr þessum ömur-
lega kvalastað? Helviti á jörð.
Allt í einu skiptir um svið, við
sjáum gljáandi hálfbera
mannslikama iðandi af fjöri og
velsæld undir suðrænni sól, rað-
ir af hamingjusömum stúlkum
til i allt, sem iðka allsnakinn
engladans á spænskri bað-
strönd. Menn busla eins og sak-
laus börn i ylvolgum sjónum og
á sólbakaðri fjörunni. Hér er
bros á hverri brá, dýrð og dá-
semd, allt svo þrungið af yndis-
legri gleði og dularfullum sak-
lausum kynþokka að þessi dýrð-
arstaður getur varla annað ver-
ið en sjálft Himnariki, Paradis á
jörð.
Þetta er auglýsing i sjónvarpi
frá islenzkri ferðaskrifstofu og
allt i einu kippist maður við og
skilur tilganginn. Hér er ein-
faldlega verið að innræta okkur
áhorfendum að fósturjörð okk-
ar, gamla Frón, sé kvalastaður,
Helviti á jörð. Það sé nokkuð
annað en Spánn, sá suðræni
sælustaður, Paradis á jörð. Og
kannski bitur þessi áróður á ein-
hvern, eftir sólarlaust rigninga-
sumar, kannski fást fleiri til að
flýja Island og velta fleiri krón-
um I vasa ferðaskrifstofugreií-
anna.
Daginn eftir heyrum við i út-
varpinu margendurtekna aug-
lýsingu frá bilaumboði sem
hljóðar eitthvað á þessa leið:
Kaupið strax Séra Kvigu fjalla-
trukk. Hún kostar i dag aðeins
1,6 milljónir, en næst kostar hún
2,3 milijónir. Ef þið kaupið Séra
Kvigu i dag, græðið þér hvorki
meira né minna en 700 þús. kr. i
reiðufé á einu bretti. Komið
strax i dag til að eyða sem allra
mestum gjaldeyri. Meðan Is-
land fer á hausinn, getið þér
grætt heil árslaun á einu bretti.
Þannig hljóðuðu nokkurn veg-
inn tvær auglýsingar sem varp-
að var yfir landslýðinn nú
snemma i vikunni, önnur frá
ferðaskrifstofu, hin frá bilaum-
boði. Ég vildi leyfa mér að stað-
hæfa og benda fólki á að þessar
tvær auglýsingar eru ekkert
annað en opinbert purkunar-
laust þjóðnið og landráð og auk
þess sérlega hættulegar nú þeg-
ar gjaldeyrissjóðir landsins eru
á þrotum. Þær miða að þvi á
sama tima og reynt er að tak-
marka gjaldeyriseyðslu að
kreista almenning til að verja
sinum siðustu aurum til gjald-
eyrissóunar i tóma vitleysu.
Ráðin, sem til þess er beitt, eru
óvönd, i öðru dæmi helvitisógnir
íslands, I hinu að róa opinber-
lega undir ótta og æði við nýja
gengisfellingu.
Hér er kominn timi til að
spyrna við fótum. Hvar sem
gróðamöguleikar eru, veður
uppi purkunarlaus óþjóðholl-
usta.
Ég skal nú leiða dæmið lengra
út eftir þessum tveimur mestu
fjárgróðasviðum þjóðfélagsins,
ferðaskrifstofubissniss og bila-
innflutningi.
Siðastliðið vor leituðu Islenzk
stjörnvöld vissra ráða til að
draga úr gjaldeyriseyðslu i
skemmtiferðalög til útlanda.
Auðvitað skyldi gera þetta i
þeim anda að Islendingar hefðu
fullt ferðafrelsi og að skemmti-
ferðir fólks til útlanda væru i
sjálfu sér ekkert óeðlilegt fyrir-
bæri. En hitt duldist engum að
þessar ferðir höfðu farið út i al-
gerar öfgar, sem tizku- og
metnaðarfyrirbrigði, sem sást
af þvi að nærri fjórði hluti þjóð-
arinnar hafði farið til útlanda
árið áður. Þegar þetta tizku-
brjálæði var komið úti slikar
öfgar ásamt meðfylgjandi
gjaldeyrissóun hálfgjaldþrota
þjóðar, mátti hver maður sjá að
slikt gat ekki gengið til lengdar.
Stjórnvöld veltu nú lengi
Vöngum yfir þvi hvernig koma
mætti á takmörkunum á þessa
vitfirrtu eyðslu, en það reyndist
ekki svo auðvelt, við vorum þá
svo flæktir i alþjóðareglur um
ferðamál að ekki mátti setja
neitt aukagjald eða skatta á far-
miða, hvorki setja á söluskatt
né selja ferðamannagjaldeyri á
hærra verði. Það kom sem sagt i
ljós að islenzk stjórnvöld bók-
staflega máttu ekkert og gátu
ekkert gert til að hamla þessari
stórkostlegu gjaldeyrissóun.
Að lokum varð úr að það eina,
sem hægt var að gera, var að
leggja á flugvallargjaldið sem
snerti jafnt innlenda sem út-
lenda ferðamenn. Að visu er það
svo litið að tók þvi varla að inn-
heimta það. Það jafnaðist á við
svo sem fimm viskisjússa á
veitingahúsi og verkanir þess til
að hamla gjaldeyrissóuninni
virðast sára litlar hafa orðið, til
þess hefði það þurft að vera svo
sem tiu sinnum hærra.
IRAR SKAMMAST SIN
Mikil smánartilfinning gripur
nú um sig i irska lýðveldinu
vegna ránsins á hollenzka iðn-
jöfrinum Tiede Herrema. Ræn-
ingjar hans hafa hótað að taka
hann af lifi, verði þrir fangels-
aðir félagar þeirra ekki látnir
lausir.
Irum gremst það mjög að
smár hópur öfgamanna — sem
virðist hafa klofið sig út úr
skæruliðahreyfingu IRA — geti
haft stórskaðleg áhrif á vinarþel
alheimsins i garð eyjunnar
grænu.
Hótanir um að myrða gisla,
verði ekki gengið að stjórn-
málalegum kröfum, er iiýtt
fyrirbæri á írlandi, þar sem að
öðru leyti hefur verið nóg um of-
beldi á undanförnum árum.
Ennþá verra er að fórnardýrið
er útlendingur, sem Irar hafa
alltaf tekið vel.
Fréttamaður Reuters i Dyfl-
inni, Ingo Hertel, segir að þegar
leitin að dr. Herrema standi
sem hæst um landið þvert og
endilangt (nærri viku eftir að
honum var rænt nærri heimili
hans i Limerick), láti Irar van-
þóknun sina á mannræningj-
unum — sem og samúð með
eiginkonu Hollendingsins og
börnum þeirra fjórum — óspart
i ljósi. Hafa verið notaðar til
þess ýmsar aðferðir.
Bœnastundir
r
a
almannafœri
1200 verkamenn i fyrirtæki dr.
Herremas hafa sent trúnaðar-
menn sina til Dyflinnar þar sem
þeir standa heilagan vörð
næturlangt til að mótmæla
ráninu.
Á útifundi i Limerick um
siðustu helgi slógust rúmlega
5000 manns i hóp verkamanna
og báru borða sem á var letrað:
„Látið yfirmann okkar lausan,
hann er samstarfsmaður” og
„Stöðvið hroðann strax!”
Verzlunarráð borgarinar lýsti
dr. Herrema sem „virðulegum
og vel virtum félaga” og biskup
borgarinnar, dr. Jeremiah
Newman, sagði „hamfarir”
hafa gengið yfir - SV-hluta
trlands.
Fyrir utan aðalpósthúsið i
Dyflinni, sem er svo gott sem
heilagur staður i augum flestra
tra (það var þar sem upp-
reisnarmenn gegn enskri stjórn
lýstu yfir stofnun lýðveldisins
1916), skiptust þjónar kirkj-
unnar á að biðja opinberlega
fyrir þvi að dr. Herrema mætti
snúa aftur heill á húfi.
Samtök launþega og vinnu-
veitenda hafa fordæmt mann-
ránið harðlega. I Limerick
samþykktu þrjú verkalýðsfélög
ályktun þar sem sagði m.a.:
„Brottnám dr. Herremas ber á
engan hátt vitni um það já-
kvæða húgarfar sem Limerick
— og raunar allt Irland — hefur
gagnvart fyrirtækjum sem færa
verksmiðjur sinar til Irlands og
skapa ibúum landsins atvinnu.”
Að minnsta kosti sex
kaþólskir biskupar hafa
fordæmt mannránið og fjórir
þeirra sögðu i sameiginlegri
yfirlýsingu: „Sú mynd, sem
umheimurinn fær, er af hatri,
biturð og hefndarþorsta. Sú
mynd er hvorki Irsk né kristin.”
Biskupinn i Ossory, hans
heilagleiki Peter Birch, sagði:
„Okkur ber að biðja fyrir öryggi
hans (Herremas) og um fyrir-