Dagblaðið - 10.10.1975, Side 9
nagbláötð. FöStúdagur'lO? óktóber ‘1975.'
9
N
En sá söngur, sem islenzkar
ferðaskrifstofur hófu upp út af
þessu smotterii, yfirgengur þó
sjálf harmakveinin i Rama og
er þá langt til jafnað. 1 allt vor
máttum við heyra þetta japl og
jaml og jarm i öllum fjölmiðlum
sem ferðaskrifstofurnar hafa
svo sérlega góðan aðgang að
sakir „sérlegrar” vináttu við
ferðaglaða blaðamannastétt.
Einna áhrifarikust urðu þessi
mótmæli ferðaskrifstofanna
þegar þeim tókst að draga upp
sér til vitnis einhverja ógurlega
útlenda spekinga, útlenda sér-
fræðinga, forstöðumenn út-
lendra ferðaskrifstofa frá Spáni
eða Portúgal, sem voru stór-
hneykslaðir, kváðust aldrei
hafa vitað annað eins svinari og
islenzka flugvallaskattinn. Svo
þrumuðu þeir hneykslaðir að ts-
land væri ekki orðið betra en
kommúnistarikin i Austur-
Evrópu sem takmörkuðu ferða-
frelsi þegna sinna. Flugvallar-
skatturinn var orðinn álika og
Berlinarmúrinn. ísland var orð-
ið allsherjar rikisfangelsi, það
var þá eitthvað annað en Spánn!
Umtal erlendu ferðaskrif-
stofumannanna, sem auðvitað
höfðu allt sitt vit úr islenzkum
ferðaskrifstofumönnum, gaf dá-
litla innsýn i það hvernig þeir
siðarnefndu töluðu um sitt föð-
urland á bak i eyra talhlýðinna
útlendinga. Það gaf innsýn i það
að þar var bak við tjöldin farið
með róg og föðurlandsniö alveg
i sama anda og sjónvarpsaug-
lýsingum um ísland sem eitt
Helviti á jörð.
Og enn stöndum við i sömu
sporunum, gjaldeyrissjóðurinn
þurrausinn og sama tizkuörvitið
þar sem enginn þykist maður
með mönnum, er ekki einu sinni
viðræðuhæfur, nema hann geti
talað um veitingastofur og
dökkhærðar vændiskonur á
Majorka og Malaga. Að visu er
enn ekki vitað hvað mikill hluti
þjóðarinnar ætlar að flottrass-
ast þetta árið til útlanda, hvort
það verður fjórði eða fimmti
partur. Skyldi kannski hafa orð-
ið verulegur hagvöxtur i flakki
tslendinga til útlanda? Hvað
skyldu framfarirnar hafa orðið
miklar i þvi að transporta æ
stærri hluta þjóðarinnar úr
landiá þessu sólarlausa sumri?
Hitt er vist að þörfin er sú
sama og kannski enn brýnni en
áður að binda enda á þetta
brjálæði. En hvað er nú til ráða,
hvers eru stjórnvöld megnug að
gera skyldu sina? Hvernig eru
ráðamenn þjóðarinnar undir
það búnir að standa styrkir
gegn áróðri og þjóðarrógi?
Þá vill svo einkennilega til að
ráðherrar i núverandi rikis-
stjórn hafa sennilega slegið öll
•fyrri met i flandri og flakki til
•útlanda. Það hefur ekki liðið sú
vika i allt sumar að einhver
þeirra hafi ekki verið að flott-
rassast eitthvað út um hvippinn
og hvappinn i útlöndum. Vist
má segja að sumt hafi verið
nauðsynja- og skyldustörf en
megnið af fjarverum þeirra frá
vesalings kalda og smáða land-
inu hefur þó að likindum aðeins
verið einn þáttur i þeirri hefðar-
tizku að lysta sig i úttlandinu
sem nú er komin út i algerar
öfgar. Þar á meðal hafa verið
kostulegar boðsferðir frá flugfé-
lagi þvi sem hlaut milljarðafyr-
irgreiðslu frá rikinu á þessu ári,
svo að það er ekki furða þó ráð-
herrarnir þykist eiga einhvern
glaðning inni.
Ég fullyrði það að fjarvistir
islenzkra ráðherra frá sjálfu
gamla íslandi hafa i ár verið al-
veg dæmalausar. Fyrir hefur
komið að helmingur ráðherra
hefur ekki getað mætt á ráðu-
neytisfundi af þvi' að þeir voru i
útlöndum. Það er engu likara en
þessir menn séu á stöðugum
flótta frá Islandi. Þeir koma
kannski heim sem snöggvast til
að setjast eins og kria á stein og
svo er strax flandrað upp á nýtt
i alsæluna i úttlandinu. Hvernig
eiga slikir meistarar i heims-
hornaflakki svo að hafa forustu
um að takmarka gjaldeyris-
eyðslu til skemmtiferða erlend-
is? Hvaða siðrænan grundvöll
hafa þeir þá til að standa á móti
sameinuðu átaki þrýstihóps
ferðaskrifstofumanna.
Og svo ég viki aftur að bila-
umboðunum þá má rifja það
upp að á sinum tima, þegar oliu-
kreppan skall yfir heiminn með
gffurlegum verðhækkunum á
bensini, höfðu allar þjóðir til að
bera þær sjálfshömlur og þá
sjálfsvirðingu að draga úr bila-
kaupum og spara þannig elds-
neyti sem mest mátti verða.
Þannig var fariö að jafnvel I
sjálfum iðnaðarlöndunum, sem
framleiddu sjálf sin eigin öku-
tæki. Og það var ennfremur eft-
irtektarvert i löndum eins og
Þýzkalandi að sérstaklega dró
úr kaupum á stórum og eyðslu-
frekum bilum. Þarþekktu menn
sinn vitjunartima og þetta átti
sinn þátt i að fleyta þjóðum yfir
verstu örðugleikana. Þannig
tókst aö draga um 10 og jafnvel
allt upp i 20% úreldsneytiseyðsl-
unni.
Islendingar einir fóru öðruvisi
að. Aldrei i sögunni hefur verið
keypt til landsins annað eins gif-
urlegt magn bifreiöa. Og ekki
nóg með það, Islendingar voru
sko engir smákallar, þeim
nægðu engir dúkkuvagnar,
heldur skyldu bilarnir vera sem
allra stærstir og voldugastir og
eyðslufrekastir. Bílaverksmiðj-
ur erlendis, sem voru komnar i
sölukreppu, urðu sem furðu-
lostnar þegar pantanirnar
streymdu inn frá islenzku oliU’
sjeikunum. Þá komst það i tizku
að tveggja og þriggja manna
fjölskyldur fengju sér svokall-
aða fjallabila til daglegra nota,
en þeir eru i rauninni ekkert
annað en klunnalegir yfirbyggð-
ir vörubilstrukkar. Þá var ekki
nógu fint að fá sér venjulegan
notagóðan fjölskyldubil, sem
eyddi þetta 7-8 litrum á 100 km
heldur gat helzt enginn, sem
vildi telja sig mann með rhönn-
um, notazt við minna en trukk
sem eyddi 301itrum á 100 km til
að fara á bió, og er ömurlegt að
sjá litlu snotru húsfreyjurnar
akandi á þessum ferlikjum
i búðarferðum niðri i bæ.
Saman við þetta bilakaupaæði
fór svo gengisbrask. Ef þú
keyptir séra Kvigu monttrukk,
gaztu grætt á morgun 1/2
milljón króna á einu bretti i
gengislækkun. En sjálf voru
þessi brjálæðislegu bilakaup Is-
lendinga siðan raunveruleg or-
sök gjaldeyriseyðslu og gengis-
lækkunar. Allt i einu var ráð-
herrum tilkynnt, sem þeir höfðu
ekki haft hugmynd um, að
gjaldeyrissjóður var þrotinn og
skömmu siðar blasti við sú ó-
hugnanlega staðreynd að þjóðin
var sokkin á bólakaf i bensin-
skuld við Rússa. Söm er við-
leitnin nú með landráðaauglýs-
ingunni um 700 þús. kr. gróöa á
einu bretti meö kaupum á Séra
Kvigu fjallatrukk. Ot úr skin
löngun auglýsandans til að
koma af stað nýju kaupæði,
hvað skiptir máli þó það orsaki
nýtt gjaldeyris- og gengishrun?
Ef það nú tækist rétt einu sinni
aö læða þvi inn á almenning að
enn ein gengislækkun væri yfir-
vofandi, þá kynni auglýsandinn
að baða sig i flóði fimmþúsund-
kalla i nýju kaupæði. Hitt er
ekki hugsað um hvort við mynd-
um þá með „sameinuöu átaki”
koma verðbólgunni upp i 100% á
einu ári og fella gengið um 100%
á sama ári.
Ég tel timabært að benda á
það hvernig afar óþjóðholl öfl
eru hér að verki og brjótast nú
fram i algeru purkunarleysi.
Hinu geri ég mér þó grein fyrir
að gamla þjóðernisstefnan með
ættjarðarljóðum Steingrims er
fyrir löngu orðin gamaldags og
var kannski alltaf hræsnisleg,
þvi að auðvitað er landið okkar
engin rósrauð Paradis, sem við
getum verið að belgja okkur upp
með eins og hanar á bita. Frem-
ur en að gala um fjallavötnin
fagurblá er landið okkar vett-
vangur starfs og baráttu.
Það er lika örðugt að draga
markalinu t.d. um notkun gjald-
eyris, hvenær notkun hans er ó-
þjóðholl. Við erum varla land-
ráðamenn þó við förum út i búð
og kaupum okkur pakka af
haframéli og ekki einu sinni þó
við ökum i bil um göturnar og
eyðum dýru gjaldeyrisbensini i
fjölskyldubilnum okkar. Við
höfum okkar þarfir og nauð-
synjar sem gera utanrikisvið-
skipti æskileg, jafnvel óhjá-
kvæmileg.
En hér á þessu sviði þurfum
við að kunna okkur hóf. Við lif-
um á þessu landi eins og það er
með kostum sinum og göllum og
það er alger óþarfi að skita i
hreiðrið þó það hafi verið all
votvirðasamt i sumar.
Þorsteinn Thorarensen.
V
Brezk skytta á Noröur-trlandi
gefningu heimsku þess fólks
sem er ábyrgt fyrir glæpnum.
Það hefur ekki einasta vanvirt
sig sjálft heldur einnig þjóðina
alla. Við ættum að skammast
okkar fyrir að láta svona
aðgerðir liðast.”
Efnahagur
landsins í
hœttu vegna
mannránsins
Irska dagblaðið Irish Press
sagði i ritstjórnargrein um
málið: „Heiður og siðgæðis-
staða allrar irsku þjóðarinnar
er i veði.”
Bláðið Irish Independent
sagði: „Um leið og mannránið
hafði verið bendlað við Irska
lýðveldisherinn — sem hefur
neitað að eiga þátt i þvi —- flaug
fréttin um allan heim. Efna-
hagslega óstöðugt riki hefur sizt
þörf fyrir slika auglýsingastarf-
semi. A orðstir okkar eftir að
verða sá sami og nokkur riki i
Suður-Ameriku státa af?”
Iraj hafa áhyggjur af þvi að
mannránið hafi neikvæð áhrif á
einhverja þeirra 400 erlendu
atvinnrekenda sem irsk
stjórnvöld reyna nú að sannfæra
um að arðbært sé að hefja
rekstur á írlandi.
Ferðamannaiðnaðurinn, sem
fjöldinn allur af Irum byggir
VXÖ7
afkomu sina á og er ein helzta
gjaldeyristekjulind lands-
manna, er um þessar mundir
rétt að ná sér eftir mikið áfall
fyrir fjórum árum þegar IRA
hóf sprengju- og skothriðarher-
ferð sina gegn brezkri stjórn á
Norður-trlandi.
Ferðaskrifstofa irska rikisins
reiknar með að aukning gjald-
eyrisöflunar vegna erlendra
ferðamanna verði 24%. Eru það
160 milljón sterlingspund, eða
um 54 milljarðar islenzkra
króna.
Ránið á dr. Tiede Herrema
hefur haft alvarleg áhrif á
horfur i þessum málum.
Neikvæð áhrif.
Fótt er svo
með öllu lllt...
Hollendingar á Irlandi, sem
eru um 1000, hafa slegizt I hóp
Ira, sem fordæma mannránið.
Leiðtogi Hollendinga i landinu,
Eiso Toonder, sagði i fyrradag:
„I okkar augum hefur þessi
atburður aðeins eina jákvæða
hlið, en hún er mikilvæg: Irar
og Hollendingar hafa nálgazt
hverjir aðra.”
Eiginkona dr. Herremas,
Elisabeth, er fimmtug. Hún
hefur reynt að fullvissa Ira um
að þeir þurfi ekki að skammast
sin. „Við viljum gjarnan að þið
vitið að við ásökum engan fyrir
það sem hefur gerzt,” sagði
hún. „Enginn hefur ástæðu til
að vera haldinn sektartil-
finningu.”
Hún segist vera i harðri
baráttu á milli tveggja elda.
Annars vegar óskar hún þess
héitt og innilega að endur-
heimta eiginmann sinn heilan á
húfi og hins vegar styður hún
ákveðna afstöðu stjórnarinnar
sem hefur neitað að sleppa úr
haldi föngunum þremur, sem
ræningjarnir vilja fá lausa. Það
eru þeir dr. Rose Dugdale og
IRA-félagarnir Kevin Mallon og
Jim Hyland.
„Ég lýsi fullum stuðningi við
rikisstjórnina vegna þess að hún
er ábyrg fyrir öryggi irsku
þjóðarinnar og gerir ekki nema
skyldu sina,” sagði Elisabeth
Herema.
„Það myndi valda mér von-
brigðum, ef stjórnin léti undan
kröfum ræningjanna sem gætu
myrt miklu fleiri ef þeir kæmust
upp með ódæði sin i þetta
skipti.”