Dagblaðið - 10.10.1975, Page 11

Dagblaðið - 10.10.1975, Page 11
Pagblaöið. Föstudagur 10. október 1975. n Það lætur ekki mikið yfir sér, Laugarnesið, enda „litið og lágt”, eins og skáldið kvað um annað nes. Reyndar er Laugar- nes eins konar nes af þvi nesi sem kveðið var um, það er að segja Seltjarnarnesinu. En óviða er útsýnið fegurra i Reykjavik en úr Laugar- nesi. Þaðan má sjá Snæfells- jökul og fjallgarðinn austan hans. Siðan taka fjöllin við hvert af öðru: Akrafjall, Skarðsheiði, Esja, Mosfell, Helgafell, Lága- fell, úlfarsfell. Frá Laugarnesi sjást sumar eyjarnar á sundunum og ber mest á Viðey með sinum gömlu og sögufrægu byggingum sem nú er sem betur fer farið að lagfæra. Það er annars undarleg pólitik að svo langur timi skuli hafa liðið þar til hafin var endurbót þessara bygginga. Þær voru illa farnar vegna umhirðuleysis, opnar fyrir veðri og vindum og svo langt var gengið að útigangs- hross og kindur leituðu skjóls i sjálfu guðshúsinu. En við vorum að tala um Laugarnesið. Það er fyrir margar sakir frægt i sögunni. f Laugarnesi bjó Hallgerður langbrók siðustu æviár sin, sú sem fræg var að endemum fyrir þann „rauðsokkuskap” að vilja ekki gefa bóndanum lokk úr hári sinu svo hann gæti snúið úr honum bogastreng og varizt óvinum sinum. Þessi neitum Hallgerðar varð sem kunnugt er til þess að Gunnar Hámundar- son, bóndi hennar, var veginn heima á Hliðarenda. Eins og fyrr segir bjó ekkja hans siðustu æviár sin i Laugarnesi og þar bar hún að likindum beinin. Eitt sinn stóð merkur spitali i Laugarnesi, holdveikraspital- inn. Stofnun hans varð til þess að holdsveiki var svo til útrýmt á ótrúlega skömmum tima á fslandi. Ætli Islendingar eigi ekki heimsmet i þvi hve fljótt þeim tókst að útrýma holds- veiki, eftir að þeir tókust á við vandann, (reyndar með góðri aðstoð erlendis frá)? Og segja mætti mér að sama gilti um út- rýmingu berklaveikinnar. Á striðsárunum risu margir braggar af grunni i Laugarnesi og má sjá leifarnar af sumum þeirra ennþá. Það er jafnvel búið i tveim enn þann dag i dag. Einn þekktasti listamaður þjóðarinnar býr i Laugarnesi, Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari. Þar hefur hann reist sér heimili og vinnustofu. Upphaflega vann Sigurjón að. list sinni i einum af bröggunum. Þeir sem sifellt eru að tala um að listamenn geri of miklar kröfur til samfélagsins ættu að kynna sér þær kröfur sem snillingar, æins og Sigurjón, gera til listarinnar og listin til ■ r' , #l>s tOofsíS oiAFSSoNA^- LITID VIÐ I LAUGARNESI þeirra. Þeir ættu að kynna sér feril listamannanna litilsháttar og þann aðbúnað sem margir þeirra verða að þola. Ekki veit ég hvort verður frægara i sögunni, er fram liða stundir, Hallgerður langbrók eða Sigurjón Ólafsson. En eitt vist, að Sigurjón hefur þegar reist sér margan minnis- varðann, bæði heima og erlendis. Eitt sinn bjó Einar Baldvinsson listmálari i Laugarnesi, skammt frá Sigurjóni. Einar bjó i litlu rauðu bárujárnshúsi og vann þar að list sinni, yfirlætislaus og hljóð- látur. Nú hefur hann eignazt betra húsnæði og vinnur áfram af sömu hógværðinni en litla rauða bárujárnshúsið er horfið af sjónarsviðinu. Eitt af húsunum i Laugarnesi Keldum” núna. Þá flutti Sig- urður tíl Rvk. með fjölskyldu sina. Og þó, - Laugarnesið er dálitil „sveit" i Reykjavik. 1 Laugarnesi gat Sigurður haft hesta og fleira búfé og það gerði hann og gerir enn. Man lesandinn eftir að hafa heyrt getið um Laugarnesleir? Ef svo er ekki þá sakar ekki að geta þess að Gestur Þorgrímsson myndhöggvari og kona hans, Rúna G iðjónsdóttir, voru bæði viðriðin framleiðslu Laugarnessleirs en hann var „framúrstefnukeramik” sins tima. Það væri ekki amalegt að fá að sjá sýningu á Laugarnes- leir þvi vafalaust þykja þeir gripir „antik” i dag. Og nú er Rúna orðin fræg i útlöndum fyrir vinnu sina i þágu þeirrar frægu postulinsfabrikku Bing & Gröndahl i Danmörku. Ef þú. lesandi góður, hefur ekki komið i Laugarnes, þá ber sama nafn og nesið sjálft. Þar býr hinn landskunnni söngvari og hestamaður. Sigurður Ólafsson. Húsið hans stendur á dálitlum hóli og er þar bæjarlegt heim að lita. Einu sinni bjó Sigurður að Keldum i Mosfellssveit (þær heyra undir Reykjavik i dag). Seinna tók rikið við ábúð þar. eða nánar til tekið Atvinnudeild Háskólans og heitir þar „Tilraunastöðin að skaltu rölta þangað á næsta góð- viðriskvöldi skömmu fyrir sól- setur. Þú verður ekki svikinn af þvi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.