Dagblaðið - 17.10.1975, Page 6
6
Pagblaðið. Föstudagur 17. október 1975.
HJALLUR H/F
Sel brotaharðfisk, mylsnu og
þurrkaðan saltfisk nœstu daga
HJALLUR H/F
Hafnarbraut 6, Kópavogi
Opið fró 8—5 virka daga
og 1— 5 laugardaga
Þetta er ein af mörgum tegundum af
hjónarúmum, sem við erum með.
Komið til okkar áður en þér kaupið hjóna-
rúm, einstaklingsrúm eða springdýnur
og athugið gæði og úrval
Opið frá kl. 9-7 og laugardaga frá kl. 10-1
'MlMít Springdýnur
Heíluhrauni 20/ s: 53044
Hafnarfirði
Sænsk borð og stólar í eldhús og borð-
stofu. Brún, græn og rauð.
GARÐARSHÓLMI
Hafnargötu 32, Keflavík. Sími 92 2009
Vinningur
i merkjahappdrætti Berklavarnadags 1975
kom á númer
16765
Vinningsmerkinu ber að framvisa i skrif-
stofu SÍBS. Suðurgötu 10.
KISSINGER UM NIXON:
,HANN VAR ÓEKTA
OG SKRÝTINN'
Henry Kissingér utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna hefur
óviljandi viðurkennt að honum
hafi fundizt Richard Nixon fyrr-
um forseti „skrýtinn og óekta”,
segir dagblaðið Washington
Post.
Fréttamaður W-Post sagði að
þessi ummæli Kissingers hefðu
heyrzt I Ottawa s.l. þriðjudag
um hátalarakerfi sem gleymzt
heföi að slökkva á og nota átti til
þess að flytja ræðu Kissingers
til blaðamanna i næsta herbergi
við matsal þann er hann snæddi
hádegisverð i með rikisstjórn
Kanada.
Kissinger sagði borðfélögum
sinum að forsetinn fyrrverandi
„hefði varla getað stjórnað” á
meðan á Watergatemálinu stóð.
Utanrikisráðherrann sagði að
Nixon hefði verið „meö betri
forsetum. Svolitið skrýtinn. En
hann var mjög ákveðinn. Kom
alltaf beint að kjarnanum I öll-
um málum”.
Kissinger sagði, að Nixon
„var mjög óekta maður. Á þann
hátt að þegar hann hitti ein-
hvern opinberlega var allt þaul-
hugsað svo ekkert kom að sjálfu
sér frá honum. Honum fannst
ekki gaman að hitta fólk og það
fór ekki fram hjá neinum”,
sagði utanrikisráðherran.
4
Kissinger og Nixon á meðan allt
lék.i lyndi. Kissinger hefur allar
götur siðan reynt að þvo hendur
sinar af samábyrgð með Nixon.
Kenía:
Jomo Kenyatta
herðir tðkin
um þinaið
Polme
boðin
ókeypis
hœlisvist
á Spáni
Forstöðumenn taugahælis-
ins i Santiago de Compostela
á Spáni segja að þeir hafi
sent Olof Palme forsætisráð-
herra Sviþjóðar skeyti þar
sem þeir bjóða honum
ókeypis meðhöndlun á hæl-
inu.
Meðhöndlunin ætti að flýta
fvrir andlegum bata Palme.
„þjóð hans og allri Evrópu
til gagns”, segir I skeytinu.
Fyrirstuttu sýndi spænska
sjónvarpið myndir frá Svi-
þjóð sem sýndu Palme meö
safnbauk á götu I Stokk-
hólmi. Var hann að safna fé
til styrktar fjölskyldum
skæruliðanna fimm er teknir
voru af lifi á Spáni i siöasta
mánuði.
Jomo Kenyatta forseti varaði
þingheim i Nairobi við þvi að
gagnrýnendur stjórnarinnar
myndu ekki verða þolaðir. Vara-
forseti þingsins og einn af helztu
þingmönnunum voru handteknir i
gær af óeinkennisklæddum lög-
reglumör.num og settir i varð-
hald.
Eftir handtökurnar hélt Keny-
atta ræðu yfir þingheimi og sagði
aö svipuöum aðgerðum yrði beitt
gegn hverjum þeim þingmanni er
ekki styddi rlkisstjórn hans eða
stæði I vegi fyrir henni á einhvern
hátt.
„Fólk virðist hafa gleymt þvi
að fálkinn sveimar stöðugt yfir
tilbúinn að hremma allt ætilegt”,
sagði hann.
Til fundarins, sem var lokaður,
hafði verið boðað eftir aö Keny-
atta hafði lent I mótvindi innan
Afrisku þjóðarsamtaka Kenia
sem er eini stjórnmálaflokkur
þar.
Varaforseti þingsins, John
Marie Seroney og þingmaðurinn
Martin Shikuku voru handteknir
á göngum þinghússins i gærkvöldi
og opinber tilkynning var gefin út
um varöhald þeirra. Þeim var
gefið að sök að styðja ekki rikis-
stjórnina.
MERKIR FORNLEIFA-FUNDIR í ÍRAK
Leiðangur sovézkra fornleifa-
fræðinga, sem i sjö ár samfleytt
hefur stundað uppgröft fornra
minja i Irak, hefur fundið ný og
áhugaverð atriði I sögu siömenn-
ingarinnar, að sögn APN-frétta-
stofunnar.
Er um að ræöa mörg þúsund
ára gamla gripi úr málmi og bvk-
ir Sovétmönnunum sem nú hafi
sannazt, að röng sé sú skoðun að
mennirnir hafi ekki farið að fást
við málma fyrr en ca 3500 árum
fyrir Krist. — Mennirnir tóku að
vinna málma að minnsta kosti
þúsund árum fyrr, segir APN.
Sérstaklega áhugavert i fundi
fornleifafræðinganna eru lík-
neski, sex kvennalikneski og tvö
dýralikneski.
Sovézku visindamennirnir
grófu einnig upp nokkra hauga,
þar sem ýmislegt markvert kom I
ljós. A þessum slóöum hafa hinir
dauðu verið grafnir beint undir
húsunum i stórum eldhúskerjum.
1 einu kerinu fannst barn. Við fót-
gafl kersins var skál með matar-
leifum, nokkrum dýrabeinum.
Um hálsinn hafði barnið festi með
gegnumboruðum skeljum, stein-
um og koparkúlum. Þessar kúlur
eru helztu konarmunir. sem fund-
izt hafa i trak'þar sem áður hét
Mesópótamia landið milli Efrat
og Tigris.
Einnig fannst málmpressa úr
kopar og þykir allt þetta, eins og
áður segir, benda til þess að
maðurinn hafi verið farinn að
nota málma — og vinna úr þeim
—1000 árum áður en til þessa hef-
ur veriö álitiö, að sögn APN.
Ný bók fró Solzenitsyn:
,Lenin í
Sovézki rithöfundurinn Alex-
ander Solzhenitsyn, sem nú býr
I útlegð I Ztirich, lét fara frá sér
nýja bók I dag. Bókin fjallar um
einn frægasta samlanda hans og
dvöl hans I borginni og heitir
Lenin i Zíirich.
Bókin er byggð á ýmsum köfl-
um úr triólógiunni miklu, sem
rithöfundurinn vinnur að og
greinir frá lifi Lenins i útlegð i
Zúrich fyrir byltinguna I Rúss-
landi 1917.
1 simaviðtali við fréttastofu
Reuters sagði Natalya, eigink.
skáldsins, að bókin ætti örugg-
Zurich'
lega eftir að valda miklu fjaðra-
foki. Hún hefst á áður óprentuð-
um kafla úr „Agúst 1914” og
inniheldur einnig kafla úr
„Október 1916” og „Marz 1917”,
sem höfundurinn hefur enn ekki
lokið við.
Solzhenitsyn sagði að hann
hefði hafið ritun bókarinnar
sem er 240 siður áöur en hann
var rekinn frá Sovétrikjunum I
febrúar 1974 og I henni fjallar
hann um Lenin á fremur óþægi-
legan hátt sem hann taldi að
myndi ekki gleðja sovézka
ráðamenn.