Dagblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Fimmtudagur 23. október 1975.
7
Fyrstu Ijósmyndirnar af yfirborði Venusar
„Verðum að endurskoða
allar okkar hugmyndir
um Venus eftir þetta"
Fyrstu ljósmyndirnar af flötu
og grýttu yfirborði Venusar
hafa valdið sovézkum visinda-
mönnum miklum heilabrotum.
Einn þeirra, sem vann að
geimskotinu, sagði i morgun:
„Þessi mynd verður til þess, að
við þurfum að taka til algerrar
endurskoðunar allar hugmyndir
okkar um Venus.”
Geimfarið Venus 9 náði til
plánetunnar eftir 136 daga og
300 milljón km ferðalag. Utan
við andrúmsloft stjörnunnar
biður móðurskipiö á sporbraut.
Hvassbrýndir steinar og grjét
á yfirborðinu bendir til þess, að
hugmyndir visindamanna um
uppblástur af völdum allt að 500
stiga hita (C) og sandstorma
eigi ekki við rök að styðjast.
Landslag viröist flatt, þótt áð-
ur hafi menn hugsað sér að and-
rúmsloftið — 60 sinnum þyngra,
en andrúmsloft jarðar — myndi
hafa þau áhrif, að sjóndeildar-
hringurinn virtist svigna upp á
við.
Tæki stjórntækisins, sem lenti
á plánetunni, gáfu til kynna, að
þar væri vindhraði aðeins á við
hægan andvara.
Skuggar af steinum á yfir-
borðinu voru skarpir, þrátt fyrir
að 30 km þykkur skýjahjúpur
hylji plánetuna. Þýðir þetta, að
sólargeislar ná i gegnum skýja-
þykknið.
Opinber tilkynning sovézkra
yfirvalda sagði, að stjórntækin
hefðu unnið i 53 minútur. Sfðan
hefði ekkert heyrzt, liklega
vegna hitans, sem hefur eyði-
lagt tækin.
Dr. Mikhail Marov, yfirmað-
ur Venusaráætlunar Sovétrikj-
anna, sagði í viðtali við Izvestia
i morgun, að geimferðin hefði
náð fullkomnum árangri. Þykir
það benda til, að sovézku vis-
indamennirnir hafi aldrei reikn-
að með nema 53 minútum.
BÓKHALDSÓREIÐA
BANDA RÍKJA HERS
Bandariski herinn hefur eytt
nærri 150 milljón dollurum meira
en fjárveitingu þingsins nemur
vegna lélegs bókhalds. Þetta kom
upp, þegar gerð var bókhalds-
rannsókn yfir nokkur ár, allt til
1972. Skekkjan mun liggja i sölu á
hergögnum til erlendra rikja og
annarra deilda Bandarikjahers.
Einn fjármálamanna hersins
sendi þinginu skriflega skýringu
á eyðslunni og sagði þar berum
orðum, að um væri að kenna
„veikleikum” i bókhaldi og bók-
færslu.
Að sögn fjármálámannsins
hefur „innanhússrannsókn”
hersins leitt i ljós, að ein afleiðing
þessarar skekkju hafi verið röng
verðlagning hergagna. Þá hafi
nákvæmar söluskýrslur ekki
verið haldnar. — Fyrir ári siðan
sagði þingmaðurinn Les Aspin, að
rafeindatæknideild hersins hefði
eytt 40 milljón dollurum meira en
heimild var fyrir.
Erlendar
fréttir
REUTER
8
Spœnska stjómin hvetur
til afsagnar Francos
Ráðherrar spænsku stjórnarinnar eru sagðir hafa
i hyggju að hvetja Franco þjóðarleiðtoga til að
segja af sér, þrátt fyrir opinberar tilkynningar um
velliðan gamla mannsins.
Ráðherrarnir komu saman til
fundar skömmu fyrir hádegið.
Talið er víst, að helzta umræðu-
efni fundarins hafi verið heilsa
Francos, sem nú er 82 ára. Nær
öruggt er talið, að ekki séu öll
kurl komin til grafar i heilsufars-
málum Francos. Hjartasérfræð-
ingar fylgjast með liðan hans
allan sólarhringinn en engar til-
kynningar um hana hafa verið
gefnar út.
Heimildir Reuters segja
ráðherrana, sem að þessu sinni
hittast fyrr en venjulega (reglu-
legir fundir eru á föstudögum),
hafa rætt mögulega valdatöku
Juans Carlosar prins, sem
Franco skipaði til að taka við eftir
sinn dag fyrir sex árum.
Prinsinn er sagður vera
andsnúinn þvi að taka við völdum
til bráðabirgða og getur það haft
sin áhrif til þess, að ráðherrarnir
þrýsti á Franco gamla að segja af
sér fyrir fullt og allt.
Ýmsar sögusagnir, óstaðfestar,
eru á kreiki i Madrid og viðar.
Herrema enn í haldi
Ævisaga brezku fyrirsætunnar Twiggy kom út i London á mánudag-
inn. Heitir bókin einfaldlega „Twiggy”. A fundinum kynnti fyrir-
sætan einnig unnusta sinn, rúmlega fertugan ieikara, Michael
Whitney. Þau hyggjast ganga I það heilaga siöar á þessu ári.
SPENNAN EYKST
Hollenzki iðnjöfurinn dr. Tiede
Herrema, sem irskir skæruliðar
rændu fyrir tæplega þremur vik-
um, er enn i húsinu i Monastere-
vin i irska lýðveldinu. Ekki er nú
nóg með að byssu sé haldið að
höfði hans, heldur er búið að
tengja sprengiefni við likama
hans. Ræningjarnir, undir forystu
Eddie Gallagher, hóta að
sprengja hann i loft upp ef eitt-
hvað bregður út af.
Herrema hefur engrar fæðu
neytt siðan á þriðjudagsmorgun
er lögreglan reyndi að bjarga
honum úr höndum ræningjanna
með skyndiáhlaupi.
Brezka rannsóknarlögreglan,
Scotland Yard, var kölluð á vett-
vang i gær. Komu þá tveir sér-
fræðingar til þorpsins með
„ýmsan tæknibúnað”. Talið er,
að hann sé notaður til að hlera
samtöl Herremas og ræningjanna
úr næsta húsi og hæðinni fyrir
neðan þá.
Mikið flaggað
á Azoreyjum
Hægrisinnaða leynihreyfingin Frelsisfylking
Azoreyja (FLA) dró i morgun fána sinn að húni á
dómkirkjunni i Horta, höfuðstað eyjunnar Faial.
Sahara-gangan mikla
Waldheim gengst í málið
Kurt Waldheim,
framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna,
mun i dag gera allt sem
i hans valdi stendur til
að leysa deiluna, er upp
hefur komið vegna
spænsku Sahara.
Diplómatiskar
heimildir eru sagðar
heldur svartsýnar á
árangur hans.
öryggisráð SÞ fór
þess á leit við Wald-
heim i gærkvöldi, að
hann léti til sin taka,
eftir að ráðið hafði rætt
málið i þriggja daga
einkaviðræðum.
Vandamálið er tilkom-
ið vegna þeirrar fyrir-
ætlunar Hassans
Marokkókonungs að
senda 350 þúsund
óvopnaða sjálfboðaliða
i „friðargöngu” inn i
landið.
öryggisráðið fór þess
á leit við Waldheim, að
hann hæfi þegar i stað
viðræður við alla hlut-
aðeigandi. Einn full-
trúa ráðsins sagði, að
þessi ósk væri „það
mesta, sem við getum
gert.”
Spánska stjórnin er
þeirrar skoðunar, að
landið eigi að fá sjálfs-
ákvörðunarrétt, sem
leiði til sjálfstæðis.
Marokkó og Máritania
gera kröfur til hluta
landsins en Alsir, sem
einnig á land i spænsku
Sahara, vill að landið
fái sjálfsákvörðunar-
rétt.
Waldheim flýgur lik-
lega i dag eða á morg-
un til Rabat til beinna
viðræðna við Hassan
konung, sem ætlast til
þess að göngumenn lýsi
yfirráðum Marokkó á
hluta landslns.
Stuðningsmenn FLA klifruðu
upp i kirkjuturninn i skjóli nátt-
myrkursins og drógú fána sinn
þar aö húni. Siöan fjarlægðu þeir
stigann, svo hermenn gætu ekki
tekiö fánann niður.
Fánahyllingar leynihreyfingar-
innar hér og þar um hinar 10
Azoreyjar hafa að undanförnu
verið daglegt brauð. Lögregla og
hermenn hafa jafnskjótt rifið
flöggin niður þrátt fyrir mót-
mælahróp áhorfendahópanna.
■ Mikil ólga hefur véi;ið á Azoreyj-
um eins og I öðrumnýlendum' og
yfirráðasvæðum Portúgala.