Dagblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 14
Dönsuðu í
31 tíma
samfleytt
ó tréklossum og gallobuxum
Sölumannadeild VR
KONUR!
Árnaðaróskir i tilefni kvennadagsins.
Söluinannadeild VR.
Verzlanir vorar verða lokaðar á kvenna-
fridaginn. Opið til hádegis á laugardag.
KRON
KAUPMANNASAMTÖK
ÍSLANDS
Félag
matvörukaupmanna
Félag kjötverzlana
/
Almennur fundur verður haldinn að Hótel
Loftleiðum (KristalssaDi fimmtudaginn
23. október kl. 20.30.
Dagskrá: Verðlagsmál.
Stjómimar.
Ford Grand Torino
Þessi bill er til sölu. Skipti á ódýrari bil
möguleg.
Upplýsingar i sima 99-1747 til mánudags.
J3tajjyaftia^FjQHnmdAgut,23. .októberia;:
„Maraþon-danskeppninni
lauk eftir rúmlega 31 klukku-
stund, en þá höfðu sjö af þeim
átta pörum, sem höfu keppnina,
lagt upp laupana. Aðeins ég og
dansherrann minn, Mitcnell,
vorum þá ein eftir uppistand-
andi,” sagði Tekla Guðrún, ung
islenzk-bandarisk stúlka, sem
sigraði í þessari löngu og hörðu
keppni, sem fram fór á
skemmtistað á Keflavikurflug-
velli um helgina, til ágóða fyrir
Hknarstarfsemi.
„Hrein tilviljun réð þvi að ég
var meðal keppenda. Einhver
slóð þvi fram við mig á rakara-
stofunni, þar sem ég starfa eftir
skólatima, að ég tæki sporið i
Maraþonkeppninni. Ég tók
uppástungunni eins og hverju
öðru gamni en afsakaði mig
með þvi að enginn vildi dansa
við mig svo um tómt mál væri
að tala. En þá var leitað til eins
vinnufélagans á rakarastofunni
og hann var alveg til i tuskið —
tók uppástunguna álika hátið-
lega og ég.”
Til að gerast ekki ómerk orða
sinna mættu þau Tekla Guðrún
og Mitchell Rosa á dansstaðinn
og sáu þá sér næstum til skelf-
ingar að Maraþonkeppnin átti
að fara fram og tóku þá
ákvörðun að sigra, hvaö sem
tautaði og raulaði.
„Keppnin hófst'klukkan sex á
föstudagskvöldiö,” sagði Tekla,
„og ég dansaði á tréklossum og
gallabuxum en þurfti oft að
skipta um blússu vegna hitans,
áður en keppninni lauk um einni
klukkustund eftir miðnætti að-
faranótt sunnudagsins. Þreytt-
ust var ég i fótunum eftir fyrstu
átta klukkustundirnar en eftir
það hvarf lúinn.”
Tónlistin, sem leikin var var
af segulbandi, var af ýmsu tagi
en forðazt var að spila hæg lög
þegar lengra leiö af tillitssemi
viðsyfjaða keppendurna. Nokk-
urra minútna hvild var leyfö
eftir hverja klukkustund og
hálftima matarhlé eftir hverjar
fjórar stundir. Stjórnendur
keppninnar, sem höfðu vakta-
skipti, fylgdust vel meö að öll-
um reglum væri framfylgt. Pör-
in máttu ekki standa kyrr i
sömu sporum og „vagga sér i
lendunum”, eins og segir i
gömlum texta. Þau urðu að
lyfta skósólanum frá gólfi i
dansinum og þá „stappa niður
fótunum og snúa sér i hring”, ef
þeim bauð svo við að horfa.
„Verst átti ég með að halda
mér vakandi milli klukkan fjög-
ur og átta um morguninn.
Ahorfendur voru þá flestir farn-
ir, en þeir sem eftir sátu ýmist
geispuðu eða drógu ýsur I sæt-
um sinum. Aðeins stjórnend-
urnir voru sæmilega vakandi,”
sagði Tekla Guðrún, „og þegar
keppninni lauk á sunnudags-
nóttina gat ég ekki með nokkru
móti fest blund, þótt ég væri
dauðþreytt, fyrren klukkan að
ganga niu um morguninn, en þá
svaf ég I fjóra tima. Siöan fór ég
aö sofa á venjulegum svefntima
um kvöldið og mætti hress á
mánudagsmorguninn I skól-
ann.”
Sigurvegararnir i Maraþon-
keppninni, þau Tekla Guðrún og
Mitchell Rosa, fengu hvort um
sig silfurbikar i verðlaun, og
auk þess fengu þau örlitla fjár*
upphæð, ,fyrir skóslit og blússu-
þvott,” sagði Tekla,” og ég er
alveg til með að keppa aftur ef
tækifæri býðst,” bætti hún við.
Tekla Guðrún er fædd á Is-
landi og hefur átt heima i Kefla-
vik alla sina ævi. Foreldrar
hennar eru Guðrún Þórðardóttir
og Val Skowronski, pólskætt-
aður Bandarikjamaður og það-
an er nafnið Tekla komið — en
fólk hefur oft ruglazt á þvi og
svipuðu islenzku nafni, —
Hekla.
—emm—-
Lögreglumenn:
VARNARLIÐIÐ NOTI
SITT EINKAHLIÐ
Aukin umferð varnarliðsbila
um þéttbýli Njarðvikur og
Keflavikur er mörgum orðinn
þyrnir i augum á Suðurnesjum.
Aukningin stafar af sparnaði á
Keflavikurvelli. Bein leið liggur
af Keflavikurvelli til þess hverf-
is sem margir varnarliösmenn
búa i. Hliðið var áður opið allan
sólarhringinn en hefur nú verið
lokað, nema á almennum vinnu-
tima þar til kl. 6 fimm daga i
viku.
Nú hafa lögreglumenn á
Suðurnesjum bætzt i hóp mót-
mælenda þar syðra vegna
sparnaðarráðstafananna á
kostnað öryggisins. Þeir sendu
varnarliðinu eftirfarandi áskor-
un:
„Stjórn Lögreglufélags
Suðurnesja ályktar að beina
þeirri áskorun sinni til yfir-
manns varnarliösins á Kefla-
vikurflugvelli, að allri þeirri
umferð bifreiða á vegum
varnarliðsins, sem að óþörfu
beinist nú að’ miklu leyti um
þéttbýli Njarðvikur og Kefla-
vikur á leið sinni milli Keflavik-
urflugvallar og ratlsjárstöðvar-
innar á Miðnesheiði, sé afdrátt-
arlaust beint um einkaveg hers-
ins, sem fyrir hendi er á þessari
leið, og ætlað sé að taka við
þessari umferð.
Stjórn Lögreglufélags Suður-
nesja telur óeðlilegt, að umferö
þessi sé látin fara um þéttbýlis-
kjarna, þar sem veruleg umferð
sé fyrir og gatnakerfi fábrotið,
meðan hægt er að nota sérstak-
an veg fyrir umferð þessa, sem
auk þess styttir vegalengdina að
mun milli þessara staöa.”
Skyttur og smalar á ferð í þoku
Bíómiðum og
skiptimynt
stolið
Brotizt var inn i miðasölu
Húsavikurbiós i gær og þaðan
stolið 18-20 aðgöngumiðum og um
2000 kr. i skiptimynt. Húsið stóð i
gær opið vgna leikæfinga og gat
hver sem er komizt inn i and-
dyrið. Þaðan var brotizt inn i
miðasöluna með fyrrgreindum
afleiðingum. Biómiðarnir eru
öllum ónýtir, þvi auðvelt er að
skipta um gerð og lit. Málið er i
rannsókn.
Hugur í Selfoss-
konum fyrir
kvennafrídegi
Það er hugur i konum almennt
hér á Selfossi fyrir kvennafriinu.
Útlit er fyrir að verzlanir verði
meira og minna lokaðar og konur
i Mjólkurbúi Flóamanna leggja
niður vinnu”. Eitthvað á þessa
leið mælti Hansina Stefánsdóttir i
undirbúningsnefnd kvennafris á
Selfossi.
Fleiri fyrirtæki staðarins verða
að einhverju leyti óstarfhæf.
Fundur verður i Selfossbiói kl.
11.30 og að honum loknum eru
sætaferðir til Reykjavikur fyrir
þær sem þess óska. Opið hús
verður i Tryggvaskála þar sem
flutt verða stutt ávörp og félagar
úr Leikfélagi Selfoss skemmta.
EVI
„Við höfum litið gert af þvi
ennþá að hafa afskipti af rjúpna-
skyttum,” sagði lögreglan á
Selfossi i morgun. Þó var farið i
Þingvallasveitina á laugar-
daginn, en þá voru bændur að
smala fé og þokuslæðingur var til
fjalla. „Við sáum um 30 bila hér
og þar við veginn á þessu svæði og
aðvöruðum rjúpnaskyttur um
hættuna,” sagði lögreglan.
Það verður heldur aldrei um of
brýnt fyrir mönnum að fara
varlega með skotvopn. ASt.