Dagblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 8
8 Oagblaðið. Fimmtudagur 23. október 1975. MMBIABW frjálst, nháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason íþróttirr Hallur Sfmonarson Hönnun : Jóhannes Revkdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria óiafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjárnieifsSon, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumula 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsia Þverhoiti 2, simi 27022. Ekkert grín lengur Konur á íslandi mega vera hreykn- ar af framgöngu sinni á margnefndu kvennaári. Liðin er sú tið, að kvenna- árið sé fyrst og fremst ræðuglöðum karlmönnum tækifæri til að koma að hinu gernýtta og hvimleiða orðalagi: ,,í tilefni kvennaárs...” Liðin er sú ---— tið, að kvennaárið sé fyrst og fremst skemmti- kröftum tækifæri til gamanmála á árshátiðum. íslenzkar konur hafa ekki látið það á sig fá, að stallsystrum þeirra erlendis hefur að ýmsu leyti ekki gengið nógu vel að gera árið að raunverulegu kvennaári. Ráðstefnan mikla i Mexikó fór að veru- legu leyti út um þúfur, enda réðu þar ferðinni póli- tisk hrossakaup. Sem dæmi um ruglið þar má nefna gagnrýnina á zionismann, sem var höfö i hávegum, þótt ísrael sé eitt mesta kvenfrelsisland heimsins. Hér heima hefur barátta kvenna hins vegar geng- ið mun betur en á horfðist i upphafi og eftir Mexikó- ráðstefnuna. Innlenda kvennaráðstefnan i júni hef- ur sennilega ráðið úrslitum i þessari þróun, enda náðist þar viðtæk samstaða þvert á pólitiskar linur og aðra flokkadrætti. Ráðagerðirnar um allsherjarfri kvenna hér á landi á morgun hafa uppskorið almennan skilning og samstöðu i þjóðfélaginu. Stéttasamtök og stjórn- málaflokkar hafa snúizt á sveif með konunum. Og allur þorri kvennanna sjálfra hyggst taka þátt i vinnustöðvuninni. Upphaflega töluðu konur oft um verkfall hinn 24. október, en nú tala þær yfirleitt um fri. Þetta á sjálfsagt nokkurn þátt i hinni viðtæku samstöðu með konum og innan þjóðfélagsins i heild. Konur hafa orðið fúsari en ella til að taka sér fri og þjóðfé- lagið hefur orðið fúsara en ella að viðurkenna það. En óneitanlega verður broddurinn i aðgerðum kvenna nokkru minni fyrir bragðið. Fyrsti mai byrjaði þó sem harður baráttudagur verkamanna. En hinn fyrsti kvennadagur er þegar farinn að minna á almenna hátiðisdaga, svo sem fridag verzlunarmanna og fyrsta mai eins og hann er orð- inn núna. Samt er ljóst, að kvennadagurinn verður áhrifa- mikill. Hjól atvinnulifsins munu hægja á sér á morgun og jafnvel stöðvast alveg á sumum sviðum. Margvisleg þjónusta, sem menn hafa ekki hvers- dagslega i huga, leggst niður að meira eða minna leyti. Og karlmenn neyðast margir hverjir til að sinna heimilisstörfum og uppeldi i meira mæli en þeim þykir gott. Á morgun mun þjóðfélagið reka sig á, að vinnu- álag útivinnandi kvenna er mun meira en karla. Það mun reka sig á, að engar tekjur eru reiknaðar fyrir starf húsmæðra. Það mun reka sig á, að konur hafa i óþægilega mörgum tilvikum lægri laun en karlar fyrir sömu vinnu. Það mun reka sig á, að konum er haldið i miður launuðum störfum og að hinum svonefndu launaflokkum kvenna er haldið niðri. Kvennafriið á Islandi hefur vakið athygli viða um heim. Erlendar stallsystur islenzku baráttukvenn- anna telja sig geta margt af þeim lært. íslenzkar konur hafa tekið forustu i kvenfrelsismálum. Hinn islenzki dagur allsherjarfris kvenna er hinn fyrsti slikur, sem vitað er um i heiminum. BRETLAND: Staða Bretlands innan Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE) hefur aldrei verið verri, að sögn embættismanna bandalagsins i Brussel. Þrisvar sinnum á undanförn- um hálfum mánuði hefur Bret- lánd komið róti á fyrirætlanir bandalagsins, þar á meðal þá að EBE komi fram sem ein heild á fyrirhugaðri heimsráðstefnu framleiðslu- og neyzlurikja i Paris i desember. Afstaða Breta hefur vakið eina grund- vallarspurningu i höfuðstöðvum bandalagsins: Hvað vilja Bret- ar upp á dekk? Allt frá þvi að James Callag- han, utanrikisráðherra Bretl., setti fram kröfur stjórnar sinnar um endurskoðun aðildar- samningsins að bandalaginu i april i fyrra, hefur reynt mjög á þolinmæði annarra aðildar- landa. Sú þolinmæði er nú sögð vera á þrotum. Vaxandi gagnrýni Bretar fengu með semingi stuðning annarra EBE-rikja við þá' staðhæfingu sina að þeir borguðu of mikið af þeim kostn- aði sem fylgir tilvist bandalags- ins. t kröfum þeirra um endur- skoðun aðildarsamningsins var þetta atriði með helztu rök- semdum þeirra. Slðan þá hefur brezka stjórnin mætt vaxandi gagnrýni og skömmum fyrir óþarflega sjálfstæða afstöðu sina til málefna bandalagsins. Umdeildust af þrem kröfum Bretlands varð sú að landið fengi að standa utan við EBE og greiða sjálfstæð atkvæði á íyrir: hugaðri heimsráðstefnu i Paris. önnur aðildarriki vildu mæta til leiks sem ein heild. Callag- han beitti þá fyrir sig þeirri rök- semdafærslu að Bretar væru eina oliuframleiðsluþjóðin inn- an EBE og ætti — sem slik — að vera sér á báti á ráðstefnunni. Um þessa afstöðu sagði einn embættismanna EBE: „Ef Bretar standa fastir á sinu þá geta hin 8 löndin tekið upp a þvi sama. Það hefði i för með sér að Efnahagsbandalagið yrði ekkert nema ónýtt pappirsgagn og ráðstefnan færi meira og minna út um þúfur.” Gegn tillögu um mengunarvarnir Bretar vöktu aftur reiði fé- laga sinna i EBE með því að koma i veg fyrir samþykkt áætl- unar — sem hin átta rikin höfðu þegar ákveðið að fallast á — um að banna losun ákveðinna eitur- efna. Siðan fór stjórnin i London fram á frekari frest til að koma i framkvæmd samgöngureglum bandalagsins. Þvermóðskuleg afstaða Breta til deilunnar um Parisarfundinn vakti ósvikna reiði annarra rikisstj. innan EBE, svo ekki sé minnzt á Evrópuþingið. Þar samþykktu allir fulltrúar — nema sósiaþstar, þar af 18 full- trúar brezka verkamanna- flokksins — ályktun þar sem af- staða Breta var harðlega gagn- rýnd og hún talin spilla fyrir vænlegum árangri af starfi bandalagsins. / HEYSÁTUR Um sýningu Helen C. Frederick í Menningarstofnun Bandaríkjanna Mörgum er enn minnistæð sýning sú á grafik ungra banda- riskra listamanna sem Menningarstofnun Bandarikj- anna stóð fyrir fyrr á þessu ári. Nú hefur verið opnuð þar önnur sýning á grafik og teikningum og er hún öll eftir unga lista- konu, Helen C. Frederick sem stundað hefur nám við Rhode Island School of Design og hefur haldið margar einkasýningar, bæði innan og utan heimalands sins. Sýnir hún hér samtals 53 verk, koparstungur, dúkristur, tréristur og teikningar. Lista- konan mun lengi hafa verið við náim og starf i Noregi og ber myndmál hennar allt vott um „norrænt” umhverfi: heysátur, rúnir, haugar og haugfé. 1 ann- arra höndum gæti þetta mynd- efni auðveldlega orðið of-hug- ljúft og yfirborðslega „mynd- rænt”, en Helen C. Frederick er bæði utan við þetta umhverfi og geturþvi litið það ferskum aug- um, og hefur hún einnig til að bera bæði verksnilld og hugar- Hug. Sérstaklega eru hugkvæm- ar myndir hennar af heysátum, sem tengjast hugmyndum hennar um gróður, friósenii og endurfæðingu náttúrunnar. Með raðir af heystökkum i huga skapar hún fingerðar kop- arstungur sem i einfeldni sinni minna á „conceptual” verk (rrr. 8, 9 & 16), eða þá að hún notar lögun sátunnar sem lifrænt form, eitt sér, glóandi af sól eða drungalegt, eða þá sem bak- grunn fyrir dularfullar rúnir, — eða berandi tröllslega hjálma Helen C. Frederick: „Memory of Midnight Light” vikinga. Með orðaleikjum fær hún einnig nýja innsýn i eðli heystakkanna: „hey” verður „hei guys” (hæg gæs) og sáturnar taka á sig dansandi mennsk form, verða „hey guys” (heymenn), eru i „hey guise” VILJUM VIÐ MISSA í rúman aldarþriðjung höfum við Islendingar búið við verð- bólgu að smáhléum undan- skildum. Fólk komið á full- orðinsár man vart aðra tima en verðbólgutima og yngra fólkið alls ekki. Flestar eða allar rikis- stjórnir, sem verið hafa við völd á landi hér á þessu timab., hafa sagt verðbólgunni strið á hendur en allar hafa þær beðið ósigur i þeim styrjöldum. Verð- bólgan hefur ekkert látið á sig fá og hefur litt hindruð eða óhindruð haldið áfram að blómstra. Hún hefur verið haldin náttúru púkans, þvi meir sem henni hefur verið bölvað, þeim mun meir hefur hún tútn- að út. Þótt flestir skammist yfir verðbólgunni og þeirri ringul-' reið, sem hún hefur i för með sér, hefur hún vissulega haft sinar jákvæðu og björtu hliðar fyrir marga. t krafti hennar hafa margir orðið velefnaðir og sumir auðugir. Já, þeir eru býsna margir á landi hér, sem haft hafa hag af verðbólgunni á umliðnum árum og hafa gert sinar ráðstafanir i trausti þess, að „blessuð” verðbólgan héldi áfram. Trúlegt er, að ýmsum verði hætt, ef verðbólgan brygð- ist. Satt er það, að á aldar- þriðjungs verðbólgujimabili hafa menn orðið að læra þá list að lifa i verðbólguþjóðfélagi og aðlaga sig verðbólgunni eins og öðrum þáttum umhverfisins og rikjandi aðstæðum ella hefðu menn orðið undir i lifsbar- áttunni og gæðakapphlaupinu. Verðbólgulistin hefur fyrst og fremst verið fólgin i þvi að taka (óverðtryggð) lán og verjaláns- fénu til fasteigna og annarra eigna, sem hækkað hafa I verði með verðbólgunni, en lánsféð hafa menn siðan endurgreitt með verðminni krónum siðar. Þvi meiri lán, þvi meiri skuldir, þeim mun betra. Möguleikarnir til að fá lán skipta þvi afar miklu máli i verðbólguþjóð- félaginu og eru raunar mikil- vægur þáttur i lifskjarabar- áttunni, þar sem lántökur og skuldasöfnun er undirstaða þess að komast til efna. Þetta er trú- lea sérislenzkt fyrirbæri, sem kemur mörgum útlendingum spánskt fyrir sjónir. En Islend- ingar hafa langa reynslu og skólun i verðbólgulistinni, og raunar er merkilegt, að ekki skulihafa verið skrifuð kennslu- bók i þeirri fræðigrein og hún jafnvel gerð að skyldunáms- grein i skólum landsins, svo brýnt sem það er hverjum upp- vaxandi borgara i verðbólgu- þjóðfélagi að kunna vel til verka i faginu. Verðbólgan hefur haft i för með sér ýmis vandamál: verð- fall gjaldmiðilsins, fjárskort einkaaðila, fyrirtækja og opin- berra aðila, óseðjandi eftir- spurn eftir fjármagni, svo ekki sé minnzt á erfiðleika útflutningsatvinnuveganna, sem ekki hafa getað velt hærra

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.