Dagblaðið - 25.10.1975, Side 5

Dagblaðið - 25.10.1975, Side 5
Oagblaðið. Laugardagur 25. október 1975. ^ ---------------------------------------------------------------------------------------- TÓMSTUNDIR ERU TIL MARGS GÓÐAR MYNDLISTIN HEILLAR MARGA Jóna Finnbogadóttir húsmóðir einbeitir sér aö lilutateikning- unni. Já, það getur verið erfitt að teikna Iitinn hlut. Ómar Guðmundsson fþrótta- kennari hefur aðallega áhuga fyrir tússteikningum. Halldóri Einarssyni nema i offsetprenti gengur þolanlega að festa hlutina á blað. Þóröi Sigurðssyni finnst verst að hafa misst af að teikna stúlkuna, sem var módel, en hún kemur kannski aftur. lljá .Magnúsi Guöniundssyni, sem nýlega opnaði blómabúðina Merkúr á Laugavegi 42, getur maöur orðið margs visari á uámskeiði sem liann heldur um blómaskreytingar. DB Mynd Bjarnleifur. Það er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum sem stundar nám I myndlist. lifandi módel heldur en hluti. Annars hefur hann ekki áhuga fyrir neinu sérstöku heldur öll- um þáttum jafnt. Þetta er tilbreyting — teikna ekki tennur á meðan Þórður Sigurðsson tann- smiður segir að þetta sé sinn fyrsti timi, þess vegna hafi hann þvi miður misst af að teikna lif- andi módel en von sé til að tæki- færi gefist til þess seinna á nám- skeiðinu. „Þetta er tilbreyting. Ég teikna ekki tennur á meðan,” segir hann. Nemendur vilja ekkert segja okkur um dulda hæfileika eða hvort við eigum eftir að sjá myndir þeirra skreyta veggi einhvers sýningarsalar i Reykjavik einhverntima i fram- tiðinni. Torfi Jónsson kennari segir okkur að allir hafi hæfileika en vitanlega á mismunandi svið- um. Einn sé góður að teikna módel annar er betri við hluta- teikningar og sá þriðji hafi bezt auga fyrir litum. Það sé ótrú- lega mikils virði að fá góða undirstöðu, ekki siður i þessu en til dæmis i reikningi. Betri dægrastyttingu en teiknun og málun sé varla hægt aðispreyta sig á. Þetta, eins og annað, sé 10% hæfileikar og 90% vinna. Sjónmenntasmekkur litt þroskaður — hægt að selja fólki alls konar drasl. Torfi benti á að sjónmennta- srnekkur væri hér litið þroskað- ur eins og sést á þvi að hægt er að selja fólki alls konar drasl, bæði að formi og innihaldi. Myndlistaskólinn er einnig með svipuð námskeið. Þar fara ekki aðeins fram námskeið i teiknun ogmálun heldur einnig i almennum vefnaði, myndvefn- aöi og bókbandi, sem ekki er siður vinsælt en annað. Menn byrja þá með 10 óinnbundnar bækur, sem rifnar eru i sundur og siðan skornar til og saumað- ar. Búnar eru til kápur Ur pappír eða leðri, sem er þó mun sjaldgæfara. Ýmis tæki þarf til bókbands, sem fólk leggur ekki i að kaupa, og kemur það þvi oft á fleiri en eitt námskeið. Mikilvægt að tala við blómin. „Búðin heitir Merkúrblóm og dregur auðvitað nafn sitt af reikistjörnunni Merkúr,” segir Magnús Guðmundsson, sem opnað hefur blómabúð að Laugavegi 42. Raunar selur hann lika keramik og alls konar gjafavörur. „Ég legg áherzlu á að blóma- skreytingar, sem ég sel, hæfi til- efninu,” segir Magnús og sýnir okkur blómaskreytingu sem hæfir kringlukastara. Neðsteru brún blóm sem tákna jörðina sem hann gengur á, bláu kubb- arnireru krafturinn i kringlunni og liljurnar efst i skreyting- unni? Jú, riddarar voru vanir að mála liljur á skildi sina til forna. Magnús hefur kennt mikið alls konar blómaskreytingar hjá ýmsum félögum og er að fara af stað sjálfur með nám- skeið.Og. maður getur orðið þess visari hvernig á að bjarga blóm- úm, sem eru að deyja. Ekki sak- ar að tala við þau, það er meira að segja mjög mikilvægt. Þá er fræðsla um að sjá mun á góðum blómum og slæmum, hvernig rækta á blóm i heimahúsum og siðast en ekki sizt hvernig veizluborð tekur stakkaskiptum við fallega blómaskreytingu. Ágætt til að veita sköpunargleðinni útrás „Ég hef lært að flosa á nám- skeiði hjá Þórunni Frans. Það er mjög skemmtilegt,” segir húsmóðir ein sem hefur lagt þetta tómstundagaman fyrir sig. Þörunn leggur til allt efni i myndirnarnema rammann sem þær eru strengdar á og er um margskonar myndir að velja, landslagsmyndir eftirmyndir af gömlum listaverkum svo sem Gunnhildur kóngamóðir, Vin- irnir og Rauði drengurinn, einn- ig hefur Þórunn gert fyrirmynd- ir sjálf, t.d. af Surtseyjar- og Vestmannaeyjagosinu og fengið kunna islenzka listamenn til að gera myndir sem nemendur siðan gera flosmyndir eftir. Akveðnum verkefnum á að ljúka fyrir hvern tima svo að námskeiðið komi að gagni. Viðmælandi okkar segir þetta ágætt til að veita sköpunargleði sinni útrás, auk þess sé miklu ódýrara að gera listaverk sjálf- ur en kaupa það. Svo ekki sé tal- að um ánægjuna af að hafa sina eigin handavinnu hangandi á vegg. Þórunni Frans er ekki fisjað saman. Hún hélt sina fyrstu handavinnusýningu þegar hún var aðeins 13 ára gömul enda byrjaði hún á þessari tóm- stundaiðju mjög ung. Nú er svo komið að hún er i vandræðum með að koma öllum þessum hlutum fyrir heima hjá sér og fær lánaða veggi úti i bæ til að skreyta. Gönguferðir geta lika verið tómstunda- gaman. „Það er alltaf viss hópur fólks sem fer i gönguferðir og þær verða á döfinni á hverjum sunnudegi i vetur,” sagði Tómas Einarsson hjá Ferða- félagi Islands. Jafnframt veröur stefnt að þvi að hafa „Þetta er ennþá skemmti- legra en ég bjóst við. Já, þetta er i fyrsta skipti sem ég fer á svona námskeið.” Þetta segir Jóna Finnboga- dóttir húsmóðir, sem er á kvöld- námskeiði i teikningu og með- ferð lita i Myndlista- og hand- iðaskóla Islands, en þangað sækir fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum. Jóna hefur aðeins átt við að mála heima hjá sér og hlakkar aðallega til að læra meðferð lita en þegar við litum inn eru allir önnum kafnir við hlutateikn- ingar. „Þetta hefur lengi verið „hobbi” hjá mér,” segir Ómar Guðmundsson iþróttakennari, „en ég hef aldrei lært neitt i þessum efnum siðan ég var i skóla.” Hann hefur aðallega áhuga fyrir tússteikningu. Halldór Einarsson nemi i offsetljósmyndun segir að hon- um gangi þolanlega, þó hafi honum gengið betur að teikna Kcnnarinn, Torfi Jónsson, kennir hópiiuin raunar bara I lorl'öllum en kennir annars auglýsingateiknun með Gisla B. Björnssyni. stuttar skoðunarferðir um ná- grenni Reykjavikur á laugar- dögum, svipaðar og voru fa rnar með Þór Magnússyni þjóðminjaverði I kringum Reykjavik um Alftanes að Görðum og um Kópavog og Aðalsteini Sigurðssyni fiski- fræðingi um Suðurnesið á Seltjarnarnesi. Var þá gengið á fjörur og sandmaðkar, skeljar, flær og mólög skoðuð. Þátttakendur i svona ferðum eru á öllum aldri og ekki er óal- gengt að fjölskyldur leggi land undir fót með nesti og nýja skó til að skoða sig um. Ferðir sem eru næstar á dagskrá eru gönguferð á Mos- fell þann 26. október. Þann 2. nóvember verður gengið inn með Elliðavatni og um Heiðmörk. Þann 9. nóvember fara göngugarpar frá Vifilsfelli niður að Lækjarbotnum um Rjúpnadali og Sandfell. Ekki er farið hratt yfir. Ferð- irnar taka um 4 tima og miðað er við að koma heim aftur i rökkurbyrjun. Alltaf er leiðsög- maður með. Útilif hefur lika áætlanir á prjónunum um gönguferðir i vetur og fleira. EVI.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.