Dagblaðið - 25.10.1975, Qupperneq 15
PagblaöiA. Laugardagur 25. október 1975.
15
Apótek
Kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apótekanna vikuna 24 -
30. október er i Apóteki Austur-
bæjar og Lyfjabúð Breiðholts.
Það apótek, sem fyrr er nefnt,
annast eitt vörzluna á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum. Einnig næturvörzlu fra
kl. 22 að kvöldi til 9 að morgni
virka daga en kl. 10 á sunnudög-
um, helgidögum og almennum
fridögum.
Kópavogs Apóteker opið öll kvöld
til kl. 19, nemaJaugardaga er opið
kl. 9—12 og sunnudaga er lokað.
Apótek Hafnarfjarðar er opið
virka daga frá kl. 9-18.30, laugar-
daga kl. 9-12.30 og sunnudaga og
aðra helgidaga frá kl. 11-12 f.h.
Arbæjarapótek er opið alla laug-
ardaga frá kl. 9-12.
Heilsugæzla
Slysavarðstofan: simi 81200
Sjúkrabifreið: Reykjavík og
Kðpavogur simi 11100, Hafnar-
fjörður simi 51100.
Tanniæknavakt er i Heilsu-
vemdarstöðinni við Barónsstig
alla laugardaga og sunnudaga kl.
17—18. Simi 22411.
Læknar
Reykjavik — Kdpavogur
Dagvakt:K1.8—17
mánud.—föstud., ef ekki næst i
heimilislækni, simi 11510
Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08
mánud.—fimmtud., simi 21230.
Hafnarfjörður — Garðahreppur
Nætur- og helgidagavarzla, upp-
lysingar I lögregluvaröstofunni,
simi 51166.
A laugardögum og helgidögum
eru læknastofur lokaðar, en lækn-
ir er til viðtals á göngudeild
Landspitalans, simi 21230.
Uppljsingar um lækna- og lyfja-
búðaþjónustu eru gefnar i sim-
svara 18888.
Reykjavik: Lögreglan simi 11166,
slökkvilið og sjúkrabifreið simi
11100
Képavogur: Lögreglan simi
41200, slökkvilið og sjúkrabifreið
simi 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan ,simi
51166, slökkvilið og sjúkrabifreið
simi 51100.
Eilanir
Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa-
vogi simi 18230. I Hafnarfirði i
sima 51336.
Hitaveitubilanir: Simi 25524.
Vatnsveitubilanir: Sfmi 85477.
Simabilanir: Slmi 05.
Bilanavakt
borgarstofnana
Sími 27311
Svarar alla virka daga frá kl. 17
siðdegis til kl. 8 árdegis og á
helgidögum er svarað allan sólar-
hringinn.
Tekið er við tilkynningum um
bilanir á veitukerfum
borgarinnar og I öðrum tilfellum,
sem borgarbúar telja sig þurfa að
fá aðstoð borgarstofnanna.
Sjúkrahús
Borgarspítalinn:
Mánud,—föstud. kl. 18.30—19.30.
La u g a r d . —s u n n u d . kl.
13.30—14.30 og 18.30—19.
Grensásdeild: kl. 18.30—19.30 alla
daga og kl. 13—17 á laugard. og
sunnud.
„Láttu nú ekki svona, mamma. Ef þú þolir
ekki hroturnar i Lalla, búum viö um hann I
stofunni á meöan þú ert hjá okkur.”
I leik ttaliu og Bretlands i
kvennaflokki á Evrópu-
meistaramótinu í Brighton i
sumar kom eftirfarandi spil
fyrir.
I
G102
42
D952
* K764
♦ 5 £ D64
VAKG9753 V D96
♦ G1043 ♦ K876
♦ 2 * 953
4t ÁK9873
f10
♦-A
4i ADGios
Þegar itölsku konurnar
Copodanno og D’Andrea voru
með spil suðurs-norðurs gengu
sagnir þannig, Gardener var
vestur, Landy austur.
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 1. 3 hj. pass
pass 3 sp. pass 4 sp.
pass 4 gr. pass 5 lauf
pass 6 sp. pass pass
Vestur
spilaði út ás siðan kóng i hjarta.
Copodanno trompaði — tók
spaðaás. Spilaði siðan blindum
inn á , laufkóng. Þá svínaði hún
spaðagosa og vann sitt spil.
Mjög eðlilegt að svina spaðan-
um eftir stökksögn vesturs. All-
irá hættu, 1430 til ítaliu. A hinu
borðinu voru Markus og Gordon
norður-suður gegn Valenti og
Bianchi. Þar gengu sagnir:
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 sp. 4 hj. pass
pass 4 sp. 5 hj. pass
pass 5 sp. pass pass
dobl . pass pass pass
Þetta er sennil. sterkasta
spaðaopnun sem um getur — og
reyndar fór frú Gordon upp i
fimm spaða ein. Það varð til
þess að Bianchi doblaði loka-
sögnina — en mjög óvenjulegt
er að frú Marcus sé svona hljóð-
lát. Sama útspil og á hinu borð-
inu — en Gordon svinaði ekki
spaðanum og vann þvi aðeins
fimm spaða. Það gerði 850 — en
var litið upp i 1430. 11 impar til
Italiu.
A skákmóti i Wurzburg 1958
kom þessi staða upp I skák
Oberle og Pfister, sem hafði
cvarf r\0 óffi loilr
1. — Dxf3!! og hvitur gafst
upp.Ef 2. gxf3 —Hel-t- 3. Kg2 —
Hgl mát.
tf Skák
Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16
og kl. 18.30—19.30.
Hvitabandið: Mánud,—föstud. kl.
19—19.30, laugard. og sunnud. á
sama tima og kl. 15—16.
Kópavogshælið: Eftir umtali og
kl. 15—17 á helgum dögum.
Sólvangur Hafnarfiröi: Mánu-
dag — laugard. kl. 15 — 16 og kj.
19.30—20. Sunnudaga og aðra
helgidaga kl. 15—16.30.
Landspitalinn: Alla daga kl.
15—16 og 19—19.30. Fæöingar-
deild: kl. 15—16 og . 19.30—20.
Barnaspitali Hringsins:kl. 15—16
alla daga.
Fæðingardeild: KI. 15-16 og 19 30-
20.
Fæöingarheimili Reykjavfkur:
Alla daga kl. 15.30-16.30.
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-
16 og .18.30-19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-17.
Landakot: Mánud.-laugard. kl.
18.30-19.30. Sunnud. kl. 15-16.
Barnadeild a.Ha daga kl. 15-16.
ög)
Hvað segja stjörnurnar?
Spáin gildir fyrir mánudaginn 27. október.
Vatnsberinn <21. jan.—19. febr.): Góður
dagur i vinnunni, en ánægjustundir utan
vinnu verða sárgrætilega fáar. Óvenju-
legt bréf veldur þér heilabrotum.
Fiskarnir (20. feb.—20. marz) :Erfitt verk
mun virðast þér næsta auðvelt i dag. Þú
ættir að fá tækifæri i dag til að hafa áhrif á
aðra með skynsemi þinni og áreiðanleik.
. Peningamálin virðast stöðugt i framför.
Hrúturinn (21. marz—20. apríl): Hugsaðu
þig tvisvar um áður en þú kaupir dýran
hlut. Heimilisverkin i nokkurri óreiðu
vegna skiptra skoðana heima fyrir, en þér
tekst að koma öllu á hreint.
Nautiö <21 .april—21. mai): Leyfðu yngri
persónu ekki að nota sér tima þinn og
getu. Rómantikin liggur i loftinu i kvöld
og gerir þig sprellfjörugan.
Tviburarnir (22. mai—21. júni): Stjörn-
unar benda sterklega til að þú fáir óvenju-
legt tækifæri i dag. Vertu ekki of laus á
loforð við vin þinn. Það kann að verða
erfitt að halda loforðið.
Krabbinn (22. júni—23. júli): Hafðu allt á
þurru i peningamálunum og varastu að
lána kunningjaliðinu. Þau giftu ættu að
ræða fjölskyldumálin og reyna að skilja
þarfir hvors annars.
Ljónið (24. júli—23. ágúst): Nýtt framtak
hvers konar hefur meðbyr i dag. Ljónin á
framabrautinni ættu að hafa sig sem mest
i frammi i dag. Ástamálin eru einnig hag-
stæð, hvað þá annað.
Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Ný áætlun
kann aö valda leiða, en allt mun snúast
þér i hag. Þú færð fréttir 1 bréfi og það
mun róa þig.
Vogin (24. sept—23. okt.): Ef þig hefur
greint á við einn vina þinna, þá er rétti
timinn núna að jafna þann ágreining.
Sökktu þér i einhver persónuleg málefni
þangað til öll smáatriði eru skýr i huga
þínum.
Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Leitaðu
hjálpar ef þú telur þig ofhlaðinn af þinum
venjubundnu verkefnum I dag. Gott kvöld
til að sinna félagsskap og útlitfyrir góða
skemmtun.
Bogmaöurinn (23. nóv.—20. des.): Allt
virðist vera að gerast i einu vetfangi. Þú
þarft á skýrum huga og orðsnilld að halda
ef þú átt að ná árangri i glimu þinni við
vandamálin i dag.
Steingeitin (21. des.—20. jan.): Haltu þér i
jafnvægi þvi það er auðvelt að láta
stjórnast af tilfinningum. Geri einhver
samstarfsmaður eitthvað fyrir þig, láttu i
Ijós þakklæti þitt á réttan hátt.
Afmælisbarn dagsins: Liklega eignastumarga nýja vini. Þeir
einhleypu kunna að giftast eftir stutt tilhugalif. Ungt fólk og
nýgift getur átt fyrirhöndum stormasamt timabil um mitt árið.
Stórlega spennandi tækifæri er greinilega framundan.