Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 10
10 Pagblaðið. Fimmtudagur 6. nóvember 1975. .. ' 7— _--J Spurning dagsins —íá Telurðu að herferðin gegn reyk- ingum hafi einhver áhrif? Vilhelm Steinsson, i eliinni: „Ég hef aldrei reykt svo ég getekki dæmt um það persónulega. beir, sem ég þekki og reykja, hafa ekki minnkað þær.” Steinunn L. ólafsdóttir nemi: „Tvimælalaust, — fólk er jú orðið svo hrætt við þá sjúkdóma er fylgja reykingum.” Rut Sigurgeirsdóttir húsmóðir: „Ég reyki ekki, en ég vona að þeir, sem það gera, minnki reyk- ingarnar og hætti.” Ólafur Friðfinnsson verkamað- ur: „Ég reyki einn pakka á dag og held að ég fari ekkert niður fyrir það. Tel ekki að svona her- ferðir hafi nein áhrif.” Sigurveig llauksdóttir verka- kona: „Það myndi ég álita. Kynning á skaðsemi reykinga dregur örugglega úr þeim.” Maria Eyjólfsdóttir vcrzlunar- kona: „Það vona ég. Er á móti reykingum og vil að áróður gegn þeim verði hertur.” r Slœm umgengni verktaka Ágúst Hagnarsson llraunbraul l!8 skrifar: „Ég er einn ibúanna við Hraunbraut i Kópavogi. Þar standa yfir hitaveitufram- kvæmdir eins og viða annars staðar i kaupstaðnum. Verktak- inn við þessa götu er KR-vinnu- vélar. Um daginn komu þeir með gröfu og grófu skurð eftir endilangri götunni. Eins og venja er við slikar kringum- stæður slitu þeir i sundur vatns- og skolpleiðslur. Gert var við vatnslögnina strax, enda sá verktakinn ekki um það. Hins vegar er skolprás- in ennþá opin — þvi er ekki sinnt. Hefur verktakinn heimild til að- haga sér svona? Slikt kæruleysi ætti ekki að liðast. Verktakar sem ekki virða al- mennar umgengnisvenjur ættu ekki að fá verk — svo einfalt er það. Mér skilst að bærinn sé nýbú- inn að ráða til sin mann til að hafa eftirlit með framkvæmd- um á vegum bæjarins. Hvar er þessi maður? Hvers vegna gerir hann ekkert? Eftirlitsmenn ættu að hafa það mikið vald að þeir geti knú- ið verktaka til að virða almenn- ar umgengisvenjur. Greinilegt er að þessi verktaki ber enga virðingu fyrir þessu verki sinu — það ber umgengni hans ljósan vott um. Það er þvi ekki nema von að verkið gangi hægt fyrir sig.” í sjöunda himni lljalti Jóhannesson skrifar: „örvar Kristjánsson heitir maður og mun vera sjálfmennt- aður i hljómlist. Að vera sjálf- menntaður i sinni stétt og stöðu eða á hvaða sviði sem vera skal er út af fyrir sig góðra gjalda vert, fjölmargir tónlist- armenn hafa lært af sjálfsdáð- um og náð langt á listabraut- inni. Það er sagt að gagnrýni sé oft ósanngjörn og er það máia sannast, en til þess er listgagn- rýni yfirl. ' frammi höfð við- komandi reyni að fága og bæta verk sitt ef efni standa til, að dófni gagnrýnenda. Það er auð- vitað einstaklingsbundið hvern- ig menn taka aðfinnslum. örvar hefur nú leikið inn á aðra breiðskifu sina, sem á hinni fyrri eru þetta svokallaðir „gömlu dansar”. Harmóniku- leikarinn virðist hafa sérstakt dálæti á ferhljómi, sjöundar- bassa. Að heyra hann skera i gegn i tima og ótima er ákaflega leiðigjarnt. Einnig virðist mað- urinn stöku sinnum eiga i erfið- leikum með að „draga” hljóð- færið. Ætti þó að vera unnt að bæta „belgdrátt” fyrir mann sem leikið hefur á harmóniku svo árum skiptir. „Drátturinn” minnir einna helzt á andstuttan söngvara og eru stórlýti að. Um aðstoðarmennina er ekki annað að segja en að þeir virðast bara „élta”. Þrátt fyrir þessar at- hugasemdir minár held ég að örvar eigi eftir að gera enn bet- ur ef hann yfirvegar pró- grammið. Tónsmiðar örvars eru þokkalegar „melódiur”, hvorki verri né betri en hjá hér- lendum ,, kollegum” hans. Harmónikan sem alvöru- hljóðfæri til listræns flutnings er enn aðþróast.Það sem hingað til hefur skort er að litið sem ekk- Á hverju skyldi fugl- inn lifa? isfirðingur skrifar: „Fiskifræðingar okkar ættu að koma til Vestfjarða yfir sumartimann og sigla i góðu veðri meðfram strandlengjunni. Hvað ættu þeir svo sem að sjá á þessari siglingu sinni? Jú, björgin. Hversu margar mill- jónir af lifandi verum skyldu vera þarna i björgunum? Hvað skyldi það vera sem þekur stór svæði þannig að virðist eins og svartar eyjar að sjá? Jú, þetta er allt saman svart- fugl, milljónir á milljónir ofan. Og á hverju skyldi allur þessi fugl lifa? Ætli hann lifi ekki á tugum milljóna af silum og seið- um. Ég hugsa að ég fari ekki langt frá sannleikanum með þvi að segja að fuglinn i Látrabjargi og Hornbjargi einum saman éti árlega það magn af seiðum sem mundi jafnast á við veiðar alls togaraflotans yfir árið af full- vöxnum fiski. Svo er verið að friða þennan fugl! Siðastliðið sumar var rann- „Ég labba frekar..'' sóknarbáturinn Dröfn sendur út til rannsóknar á kúfiski. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir fiskifræðinga og jafnvel fugla- fræðinga að athuga svartfuglinn i staðinn fyrir kúfiskinn? Það fer ekki á milli mála að nú á seinni árum hefur fugli fjölgað geysilega i björgunum — mörgum sinnum örar en hann gerði þegar björgin voru full- nýtt með eggjatekju og fugla- drápi. Ekki er ósennilegt að sama lögmál gildi yfir svartfuglinn og mannkynið: Nefnilega að þegar hann hefur náð ákveðnum fjölda þá tekur það helmingi skemmri tima fyrir hann að tvöfalda þann fjölda og svo koll af kolli. Við verðum að stöðva fugla- fjölgunina með einhverjum ráð- um. Það er borgað fyrir að drepa svartbak, þvi ekki svart- fugl? Ég held það sé heillavænlegra að éta svartfuglinn áður en hann étur okkur út á gaddinn.” T — HALLUR HALLSSON | Húsmóðir i Kópavogi hringdi: „Töluvert er siðan fram- leiðsluráð landbúnaðarins aug- lýsti lækkun á gulrófum. Ég hef hins vegar hvergi fengið rófur á lækkuðu verði nema i Kron, og frekar legg ég það á mig að labba hálftimanum lengur til þess að kaupa ekki þær rófur sem kaupmennirnir láta vera að lækka. Ef eitthvað hækkar er kaup- maðurinn óðar búinn að lima nýjan verðmiða yfir þann gamla og við verðum að gjöra svo vel að sætta okkur við að borga meira. Hins vegar kemur annað hljóð i strokkinn ef eitt- hvað á að lækka. Þá liggur ekk- ert á nýrri verðmerkingu. Er ekkert fylgzt með að kaupmenn selji ekki vöru of háu verði?” ert hefur verið gert til að kynna hana eða þá tónlist sem samin hefur verið eingöngu fyrir harmóniku. Fjölbreytni hljóð- færisins er mikil, enda þótt það hafi ekki enn sem komið er fundið náð fyrir eyrum tónlist- arfrömuða meðal vor. Mun harmónikuleikur örvars og mjög margra annarra vera af- leiðing þess áhugaleysis. Annars er það góðs viti að þeir menn, sem sjá um val tónlistar- efnis Rikisútvarpsins, virðast loks komnir i skilning um að til eru fleiri höfundar og túlkendur en Carl Jularbo. Sjónvarpið hef- ur verið heldur þögult um þessa tegund tónlistar. Væri óskandi að islenzkir fjöl- miðlar geröu nú enn raunhæfari tilraunir til að kynna harmónik- una á annan veg en sem afþrey- ingarapparat svo að „ljúfir tónar” hljómi i gegnum hrun- sinfóniu velferðarþjóðfélagsins. Raddir lesenda Hvar eruð þið, fögru fljóð? Ein i umferðinni spyr: „Hvað hefur orðið um allar þessar fallegu kvenlögreglur sem settu svo skemmtiiegan svip á lögregluna? Ég hef sakn- að þeirra mikið — ekki séð þær mitt i allri umferðarómenning- unni.” Við hringdum i lögregluna og var tjáð að þeir væru ekki aldeilis búnir að missa þær. Alls eru þær 5 sem starfa i lögregl- unni og þar af ein i umferðar- deildinni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.