Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 6
6
Pagblaðið. Fimmtudagur 6. nóvember 1975.
Ben Barka-málið tekið upp á ný
Mál Mehdi Ben Barka,
leiðtoga vinstrimanna i
Marokkó, sem hvarf á dular-
fullan hátt i franska hverfinu i
Paris fyrir 10 árum, hefur verið
tekið upp á ný.
Franski undirheimurinn, lög-
reglan, leyniþjónustan og st jórn
Marokkó, allir þessir aðilar
urðu á sinum tima fyrir miklum
óþægindum vegna málsins og
vegna „öryggis rikisins” kom
franska stjórnin i rauninni i veg
fyrir að allir málavextir væru
dregnir frami dagsljósið.
Nú hefur sonur Ben Barka,
Bachir, 25 ára gamall, höfðað
mál á hendur óþekktu fólki fyrir
„morð og samsæri um morð” á
leiðtoganum horfna. Dómari
hefur verið skipaður i málið.
Bachir Ben Barka, sem
nemur við háskólann i Rennes,
hefur ekki gefið upp alla von um
að raunverulegir morðingjar
föður hans — og enginn efastum
að marokkanski leiðtoginn hafi
verið myrtur af pólitiskum
ástæðum — hljóti sinn dóm.
Hann hefur vakið málið upp nú
til að koma i veg fyrir að það
fyrnist, eins og gert er ráð fyrir
um 10 ára gömul mál eða eldri
skv. frönskum lögum.
Hann sagði á blaðamanna-
fundi i Paris nýlega: „Þar sem
föður minum var rænt rekur
maður sig alltaf á vegginn, sem
segir ekki orð.”
Hvað nákæmlega gerðist
þegar Ben Barka hvarf, virðist
enginn vita, og heldur ekki
hverjir eru hinir raunverulegu
morðingjar hans. Tvenn meiri-
háttar réttarhöld voru og tóku
langan tima — þeim siðari lauk i
júni 1967 — en ekkert kom þar
fram, sem stætt var á.
Mikill fjöldi manna var yfir-
heyrður og hafður i haldi um
stundarsakir— þar á meðal lög-
reglumenn, skúrkar, blaða-
menn, diplómatar, stjórnmála-
menn, lögfræðingar og fleiri og
fleiri. Enginn vissi nokkurn
hlut.
Töluverð áhrif á réttarhöldin
hafði skyndilegt sjálfsmorð eins
aðalvitnisinsog svo skyndilegur
vitnisburður Dlimis höfuðs
manns, yfirmanns leyni-
þjónustu Marokkó, sem svaraði
fyrir yfirmann sinn, Oufkir
hershöfðingja. Oufkir var
dæmdur i fjarveru sinni i lifs-
tiðar fangelsi. Siðar voru minni
háttar spámenn i málinu —
tveir lögreglumenn, yfirmaður
hjá Air France, leyniþjónustu-
maður og einn eða tveir skúrkar
— dæmdir til fangelsisvistar.
Enginn var ákæröur fyrir sjálft
morðið á Ben Barka, heldur
aðeins fyrir brottnám hans.
Charles de Gulle sjálfur hafði
lofað móður Ben Barka, að
einskis yrði látið ófreistað til að
komast að sannelikanum i
málinu. í april 1967 sagði hann
við Vincent Monteil prófessor,
sérfræðing i málefnum Araba:
„Hinir seku verða að taka út
sina refsingu. Ég á við Oufkir og
Dlimi, svo ekki sé minnzt á
konunginn, upphafsmann og
þátttakanda i glæpnum.”
Það eina, sem staðfest varð
fyrir réttinum á sinum tíma,
var að 29. október 1965hafði lög-
regluþjónn beðið Ben Barka að
koma með sér inn i lögreglubil.
Marokkómaðurinn var^ þá að
koma út úr veitingahúsi i Paris.
Hann var fluttur til einbýlishúss
i eigu undirheimaforingja i út-
hverfi Parisar og þangað komu
þeir Oufkir og Dlimi leynilega
til að yfirheyra hann 30.
október. Talið er, að þeir hafi
gefið skipun um brottnám
stjórnmálaleiðtogans með sam-
þykki franskra yfirvalda.
Aldrei fannst tangur né tetur
af Ben Barka. A undanförnum
átta árum hafa allar tilraunir til
að endurvekja málið strandað á
afskiptaleysi dómsvaldsins.
Nú, þegar Lecanuet er orðinn
dómsmálaráðherra, kann að
fara svo, að málið verði tekið
fastari tökum. Það var hann,
sem I kosningabaráttunni fyrir
forsetakosningarnar 1965 for-
dæmdi frönsku stjórnina harð-
lega fyrir afstöðu hennar til
mannránsins.
En aftur á móti er Oufkir
hershöfðingi og nokkrir aðrir
mikilvægir menn i þessu sam-
bandi komnir á fund feöra sinna
og þeir sem eftir lifa eru heldur
fámálir, ef miða má við það,
sem á undan er gengið.
Algengt efni i kvikmyndum Pasolinis að undanförnu var ofbeldi og
aöeins nokkruin klukkustundum áðuren bann var myrlur fordæmdi
liann olbeldi nútimaþjóðfélagsins i blaðaviötali. Stóra myndin er af
liki lians, sú innsetta tekin i siöustu viku af lionum á blaðamanna-
fundi.
Pasolini
grafinn í dag
Þúsundir manna söfnuðust
saman i miðborg Rómar i gær-
kvöldi til að votta kvikmynda-
ge rða rm anninum Paolo
Pasolini, sem myrtur var á
sunnudaginn, hinztu virðingu
sina.
t mannfjöldanum voru
leikarar og listamenn áberandi,
en þar voru einnig ibúar
fátækrahverfa borgarinnar og
„venju legir” Rómverjar.
Rithöfundurinn Alberto
Moravia og fleiri vinir lista-
mannsins fluttu ávörp og
þökkuðu Pasolini fyrir listhans.
17 ára gamall piltur hefur
játað á sig morðið, sem varð
eftir að PasoJini — sem var yfir-
lýstur kynvillingur — hafði
leitað á piltinn með kynmök i
huga.
Pasolini verður grafinn i Cas-
arsa i dag.
Alkirkjuráðið
vill ákveða
dagsetningu páska
Guillaume-réttarhöldunum að Ijúka
Réttarhöldin i máli
austur þýzka njósnarans Giinters
Guillaumes, sem var helzti
ráðgjafi Brandts, fyrrum
kanslara Vestur-Þýzkalands, var
frestað i tvær v-ikur i gær svo að
lögfræðingar sóknar og varnar
gætu undirbúið lokaávörp sin.
Réttarhöldin hafa staðið i fjóra
mánuði.
Frestunin var tilkynnt eftir að
siðasta vitnið, Fritz Förtsch, einn
yfirmanna leyniþjónustu þýzku
utanrikisþjónustunnar, hafði gert
réttinum stuttlega grein fyrir
mikilvægi þeirra upplýsinga,
sem Guillaume hafði aðgang að á
meðan hann vann með
kanslaranum fyrrverandi.
Förtsch talaði fyrir lokuðum
dyrum.
Ekki þykir ljóst hver áhrif
njósnir Guillaumes geta hafa haft
á njósnakerfi austurblokkar-
innar, en Brandt sjálfur hefur
sagtþau mögulega vera „umtals-
verð”. Guillaume á lifstiðar
fangelsisdóm yfir höfði sér.
Dæmt verður i desember.
Akveðin dagsetning páska
nýtur stuðnings yfirgnæfandi
meirihluta þeirrar 271 kirkju-
deildar mótmælenda, orþódoxa og
kaþólikka, sem aðild eiga að
Alkirkjuráðinu i Genf. Frá þessu
sagði i yfirlýsingu frá ráðinu i
gærkvöldi.
Sagði þar, að samkvæmt
könnun, sem gerð hefði verið á
vegum ráðsins, þá væru aðeins
örfáar kirkjur og kirkjudeildir,
sem veigruðu sér við — eða
neituðu — að fallast á tillögu um
að páska skyldi ævinlega bera
upp á annan laugardag i april.
Sem stendur fylgja páskar
gangi himintunglanna. Páskar
eru nú á fyrsta sunnudegi eftir
fullt tungl á eftir jafndægri á vori,
að þvi er segir i frétt Reuters.
Orþódoxakirkjur austan járn-
tjalds fagna venjulega páskum
siðar en kirkjur á Vesturlöndum,
þar sem notað er annað timatal.
Aö sögn Alkirkjuráðsins er
rómversk-kaþólska kirkjan
fylgjandi þvi, að þetta nýja fyrir-
komulag verði tekið upp þegar
1977, þegar páska ber upp á
annan sunnudag i april hvort eð
er.
Svo kann að fara, að fundur
ráðsins i Nairobi i Kenýa, sem
haldinn verður siðar i þessum
mánuði, beini þeirri ósk til
aðildarkirkna, að þær bindi sig
við ákveðna dagsetningu páska i
framtiðinni, en ekki er þó vist að
málið verði rætt á þeim fundi
vegna andstöðu einstaka rétt-
trúnaðarkirkna.
Nýr forseti
í Bangladesh
Forseti Bangladesh, Khondker
Mushtaqe Ahmed, hefur sagt af
sér og verður nýr forseti settur
inn i embættið i dag. Það er
forseti hæstaréttar landsins, A.M.
Sayem.
Frá þessu var skýrt i frétta-
sendingu útvarpsins i Dacca, sem
heyrðist i Kalkútta á Indlandi.
Tilkynningin kemur i kjölfar
þriggja daga valdabaráttu i
Bangladesh. Mushtaque Ahmed
varð forseti landsins eftir að
landsföðurnum, Mujibur
Rahman, var steypt af stóli og
hann myrtur 15. ágúst i sumar
Sayem dómari var i Kalkútta á
þeim tima, en hann fór heim á
leið fjórum dögum siðar.
Skömmu áður en tilkynningin
um forsetaskiptin var lesin upp i
útvarpi, hafði verið útvarpað til-
kynningu stjórnarinnar um að
Mushtaque Ahmed hefði sett á
laggirnar 10-manna byltingarráð
til að stjórna landinu. Var sú
tilkynning fyrsta visbendingin
um að hann væri enn við völd. 1
Khondker Mushtaque Ahined.
siðari tilkynningunni sagði að
Ahmed hefði gefið út tilskipun.
byggða á lögum frá 20. ágúst, þar
sem forseta landsins er veitt svig-
rúm til að tilnefna eftirmann sinn
ef hann væri sjálfur ófær um að
gegna embætti eða vildi hætta
fyrir aðrar sakir.
Erlendar
fréttir
REUTER