Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 5
5 Pagblaðið. Fimmtudagur 6. nóveinber 1975. Sjónvarp i s Utvarp Útvurp kl. 20,15 í kvöld: Samóbyrgð og samsekt mannsins gagnvart með- brœðrum sínum — er aðalinntak leikritsins „Óvœnt heimsókn" Gunnar Valdimarsson frá Teigi sér um bókmenntakynningu fyrir börn. —Ljósm. Björgvin. Barnatími kl. 16,40 í dag: Kynnir bðrnum verk höfuð- skólda og rithöfunda Kl. 20.15 i kvöld er Ieikritið „Óvænt heimsókn” eftir J.B. Priestley á dagskrá útvarpsins. Gisli Halldórsson stjórnar upptöku en þýðandi er Valur Gislason. Leikendur eru: Ævar Kvaran, Herdis Þorvaldsdóttir, Steinunn Jóha nnesdóttir, Sigurður Skúlason, Sigmundur Orn Arngrimsson, Ingunn Jens- döttir og Valur Gislason. Flutningstimi er 1 klst. og 45 min. Höfundur leikritsins „Óvænt heimsókn”, J.B.Priestley, er fæddur árið 1894 i Bradford i Yorkshire. Hann hlaut verzlunarmenntun en stundaði siðan nám i Cambridge, m.a. i bókmenntasögu. Fyrsta bók hans var ljóðasafnið „The Champman of Rhymes”, er út kom árið 1918. Eftir 1930 fór hann að fást við ieikritagerð fyrir alvöru. Meðal fyrstu leikrita hans eru „The Good Companion”, sem samið var upp úr skáldsögu, og „Dangeröus Corner”. Einkennandi fyrir Priestley eru hin svokölluðu „tima- leikrit” hans, þar sem hann ger- ir nýstárlegar tilraunir með timaskyn, notar „flash-back” sem alþekkt er úr kvikmyndum. Priestley hefur einnig starfað sem. gagnrýnandi og blaða- maður og haft mikil afskipti af alþjóðaleikhúsmálum. Hann er án efa einn af vinsælustu brezku leikritaskáldunum hér á landi. Alls hafa sjö leikrit hans verið flutt i útvarpinu, „Ég hef komið hér áður” 1945, „Gift eða ógift” 1946, „Hættulegt horn” 1948, „Óvænt heimsókn” 1948, „Tvöfalt lif” 1951, ..Þau komu til ókunnrar borgar” 1958 og „Timinn og við” 1961. Hið siðasttalda hefur einnig verið sýnt á leiksviði hér. Þjóðfélagsvandamál er uppi- staðan i mörgum leikritum Priestleys og svo er einnig um leikritið „Óvænt heimsókn”, þar sem aðalinntakið er sam- ábyrgð mannsins eða samsekt gagnvart meðbræðrum sinum. Leikrit þetta samdi Priestley i stríðslok og það var frumsýnt i London 1946. A.Bj. Ævar Kvaran leikur eitt aðalhlutverkið i lcikriti kvöldsins. Ljósm. Bjarnleifur. 1 dag kl. 16.40 er barnatimi á dagskrá útvarpsins. Er hann i umsjá Gunnars Valdimarssonar frá Teigi. Við ræddum við Gunnar og spurðum um efni þáttarins. Flutt verður samfelld dagskrá úr verkum Jóhannesar úr Kötlum og verður það blandað efni, bæði úr ljóðum og lausu máli. Ein af bókum Jóhannesar kom út i þremur bindum og nefndust þau Dauðsmannsey, Siglingin mikla og Frelsisálfan. — Ég tek til flutnings kafla úr Dauðsmanns- ey sem fjallar um litinn dreng sem nefnist Siggi Gudduson. Verk þetta kom út i kringum 1950 og hefur að minum dómi ekki verið kynnt sem skyldi. —Tiigangurinn er fyrst og fremst að kynna börnum verk höfuðskálda og rithöfunda. Ég hef þá trú að börn geti tileinkað sér annað efni en það sém kallað er sérstakt barnaefni. Ég hef alltaf verið dálitið gagnrýninn á að eitthvert efni sé sérstaklega fyrir börn. Þessi þáttur er sá fjórði i vetur þar sem verk rithöfunda og skálda hafa verið kynnt. Ég hef kynnt verk eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, Þórberg Þórðarson, Þorstein Valdimarsson og á næstunni verða kynnt verk Hall- dórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar. —Hefurðu heyrt um hverjar undirtektir þessir þættir hafa fengið? —Nei, þvi miður. Það er mjög slæmt sambandsleysið sem rikir milli hlustenda og þeirra sem fást við dagskrárgerð. Okkur þætti vænt um ef fólk vildi láta heyra i sér og allar leiðbeiningar eru vel þegnar. Þegar við spurðum Gunnar hvort hann væri uppeldis- fræðingur hló hann við og sagðist. hafa alið sjálfur sin fjögur börn upp og það væri öll reynsla hans i uppeldismálum. Gunnar Valdimarsson er frá Teigi i Vopnafirði þar sem hann var bóndi i 20 ár. Hann starfar nú sem næturvörður á Kjarvals- stöðum. Flytjendur auk Gunnars i barnatimanum i dag eru: Guðrún Birna Hannesdóttir, Þorsteinn V. Gunnarsson og Barnakór Akureyrar. A.Bj. nýtl í hverri Viku Brift og Rod Steward — Kona ársins — Söiukeppni Vikunnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.