Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 06.11.1975, Blaðsíða 18
18 Pagblaðið. Finuntudagur B. nóvember 1975. Rœkjuveiði að hefjast viðHúnaflóa Skinandi góð tið hefur verið á Blönduósi undanfarið, vægt frost og rétt gránað i fjöll og ekki teljandi hálka á vegum. Sauðfjárslátrun er nú lokið og stendur yfir stórgripaslátrun. Er hún með minna móti en oft áður en bændur eru bjartsýnir á veturinn og setja fleiri folöld á en áður. Atvinnuástand á Blönduósi er mjög gott, frekar er mannekla en hitt. Búa menn sig nú undir að hefja rækjuveiðar. Alls eru gerðir út fjórir bátar við Húna- ílóa, þar af verða 3 við veiðar i flóanum en einn báturinn veröur við Grimsey. Finnst mönnum að rækju- kvótinn sé heldur lftill, en hann er 1500 tonn. Búizt er við að rækjumóttaka hefjist um miðj- an mánuðinn. Einn bátur við Húnaflóa hefur sinn eigin kvóta, en það er bátur frá Djúpuvik, sem hefur 60 tonna kvóta. Stærð rækju- bátanna á Húnaflóa er fra 15 upp i 40 tonn, nema sá sem veiðir við Grimsey er ivið stærri eða 60 tonn. A.Bj. Spilverkið í slysi á ísafirði Spilverk þjóðanna lenti í bil- slysi á tsafirði um sl. helgi og hefur af þeim sökum orðið að aflýsa nokkrum hljómleikum, sem fyrirhugaöir voru hér og þar um land þessa dagana. Tildrög slyssins voru þau, að Spilverkið var að koma flugleið- is til tsafjarðar, þar sem halda átti skemmtun. Voru þau fjög- ur, er skipa Spilverkið, sótt á tveimur bilum. Er annar bill- inn, sem ung stúika ók, var á leið inn i kaupstaðinn af flug- vellinum gerðist það, að hann valt út af veginum og á að giska Ivo metra niður af honum. t bilnum voru auk stúlkunnar sem ók piltur og stúlka úr Spil- verkinu og vinstúlka piltsins. Hann slapp ómeiddur en stúlk- urnar meiddust allmikið, sér- staklega vinstúlkan, sem enn liggur á sjúkrahúsi á tsafiröi með heilahristing og likams- meiðsli. Söngkona Spilverksins meiddist einnig töluvert, m.a. á hrygg. svo hún gat ekki staðið i fæturna i tvo daga. Heilsa listafólksins horfir nú til bóta. að sögn Steinars Bergs, umboðsmanns þeirra, og verða þau komin á ról aftur um kom- andihelgi. —ÓV Hálka á Húsavík, ill fœrð á Tjörnesi Mikil hálka var á Husavik i gær en ekki urðu nein umferðar- óhöpp þar. Mikil snjókoma hef- ur veriö i sveitunum fyrir aust- an Húsavik og færð mjög þung austur á Tjörnesi. Bilar sem ekki voru með keðjur áttu i erf- iðleikum rneð að komast upp Auðbjargarstaðabrekkuna. Ekki hafa rjúpnaveiðimenn á Húsavik verið fengsæliren Hús- vikingar hyggjast fara til rjúpnaveiöa um helgina. .A .Bj. BILAR OG HROSS í ÁREKSTRUM Fljúgandi hálka var á vegun- um fyrir austan Selfoss i gær og drápust tvær hryssur i umferð- inni af völdum hálkunnar. Skammt austan við Selfoss var ekið á 2—3 vetra, brúna hryssu sem var ómörkuð. Var áreksturinn það harður að hryssan drapst samstundis. Billinn, sem var af gerðinni Buick árgerð 1968, var algjör- lega óökuhæfur á eftir, en öku- manninn, sem var einn i biln- um, sakaði ekki. Um miðnættið var ekið á 2ja vetra brúnskjótta hryssu á Gaulverjabæjarveginum. Særð- ist hún það illa að lögreglan varö aö aflifa skepnuna. Billinn sem var af Volvo gerð skemmd- ist nokkuð en ökumanninn, sem einnig var einn á ferð, sakaði ékki. A.Bj. Sjálfvirkur brunaboði kallaði Slökkvilið Reykjavikur fékk i gær kl. 16.37 boð um eld i Ás- grimssafni við Bergstaðastræti. Þegar liðið kom á vettvang kom i ljós að ekki var um eld að ræða, en útkallið til safnsins hafði kom- ið frá sjálfvirkum brunaboða ut- anhúss. Tækið hafði orðið fyrir einhverri utanaðkomandi truflun og gefið merki til slökkvistöðvar- innar. Brunaboði þessi hefur ..þreifara" um sali og ganga safnsins og þarf litið til að það gefi merki um aðsteðjandi hættu i safninu. — AST Hugsa hlýlega til gamla skólans síns Þeir hugsa hlýlega til gamla skólans sins, fyrrverandi nem- endur MA, Menntaskólans á Akureyri. Nú hefur nemenda- samband skólans gefið út vegg- skjöld, sem er til sölu i Gleri og postulini i Hafnarstræti 16 i Reykjavik. Fyrirtæki með sama nafni i Kópavogi hefur framleitt diskinn, sem kostar 2500 krónur. Séra Bolli Gústafsson i Laufási teiknaði myndina af skólahusinu. Ágóða öllum á að verja til að bæta aðstöðu til félagsstarfs i MA. „Staðreyndir” — lýðrœðisfjandsam- legt blað hefur göngu sína STJÓRNMÁLA- MÖNNUM EKKI VANDAÐAR KVEÐJURNAR „Óhæft og úr sér gengið stjórn- skipulag, sem ófyrirleitnir miðl- ungs- og misindismenn leitast við að halda skröltandi i eiginhags- munaskyni. Þetta er mergurinn málsins. Þetta er frumorsök allra þjóðfé- lagsmeinsemda. Þetta er lýðræði, útkoman vinstrariki.” „Staöreyndir”heitir nýtt blað, sem stefnir , ,gegn lýðræði — fyrir stjórnræði”, eins og segir í blað- hausnum. Ofangreint er tekið úr einni forsiðugreininni. títgefandinn, Jón Þ. Árnason, kunnur andlýðræðissinni og ó- hagganlegur nasisti, sagði i við- tali við Dagblaðið, að blað þetta væri fyrst og fremst lýðræðis- fjandsamlegt, ætlað hugsandi mönnum. „Hugsandi fólk, ekki sofandi meirihluti eða etandi múgur, er sá skortur, sem nú er tilfinnanlegastur,” segir Jón i forystugrein. Jón fer ómildum orðum um stjórnmálamenn okkar. Undir mynd af hlæjandi apa með sima, stendur myndatextinh: „Stjórn- málamaður” við vinnu sina. Orð- ið „stjórnmálamaður” er haft innan gæsalappa til þess að ó- virða ekki apann. „Staðreyndir” koma út hálfs- mánaðarlega. Blaðið er fjórar siður og i þvi eru ekki auglýsing- ar. Meðal fyrirsagna i 1. tölublaði má nefna: „Hvers vegna endi- lega lýðræði?”, „Þrifnaðar- ráðstafanir þola ekki bið”, „Framfærslusveitin komin i þrot”, „Lög og vald yfir sérhags- munastóð”, „Bruðlfýsnarikið á ekki tilverurétt”, „Magalending áforardiki”. —BS— Friðrik teflir við Murray í kvöld Svæðismótið heldur áfram i kvöld kl. 17. Hollendingurinn Timman situr yfir i þessari umferð. Þessir eigast við i kvöld: Björn — Ribli Parma — Potiainen Jansa — Hartston Ostermayer — liamann Murray — Friðrik Liberzon — Zwaig Laine — Van Den Broeck B.S. Þórliildur ósk Jónasdóltir, kennari, Markarflöt 41, Garða- hreppi, lézt af slysförum 26. október sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30. Þórhildur fæddist i Reykjavik 4. mai 1946. Hún var dóttir hjónanna Hrefnu Magnúsdóttur og Jónasar Valdimarssonar. Þórhildur lauk kennaraprófi 1966 og iþróttakennaraprófi ári siðar. Hún hóf þegar kennslustarf i Laugarnesskóla, fyrst sem iþróttakennari, en siðar varð bók- leg kennsla aðalstarf hennar. El'tirlifandi eiginmaður Þórhild- ar er Stefán Árnason kennari. Þau áttu einn son, Hrafnkel Tjörva. Loftur Arnasou, járnsmiðameistari, lézt i Borgar- spitalanum 29. október og fer bál- för hans fram frá Fossvogskirkju i dag kl. 15. Loftur var fæddur að Hlið i Þorskafirði 4. júni 1914, sonur hjónanna Guðbjargar Loftsdóttur og Arna Olafssonar. Hann stundaði járnsmiðanám hjá mági sinum, Kristjáni Gisla- syni og starfaði hjá honum fyrst eftir að hann lauk námi. Siðar réðst hann til Vélsmiðjunnar Héðins, en stofnaði brátt sitt eigið járnsmiðafyrirtæki. Að nokkrum tima liðnum seldi hann þó fyrir- tæki sitt og réðst aftur til Kristj- áns mágs sins, þar sem hann starfaði til ársins 1971. Skömmu siðar hóf hann störf hjá Almenn- um tryggingum og starfaði þar viö tjónamat og tjónaskoðanir. Loftur var ókvæntur og barnlaus. Sigriður Oddsdóttir, Hvassaleiti 153, lézt 30. október. Útför hennar fer fram frá Dóm- kirkjunni laugardaginn 8. nóvember kl. 10.30. . Anna Þorsteinsdóttir, Bergstaðastræti 9B, lézt i Borgar- spitalanum 2. nóvember. Útför hennar fer fram' frá Fossvogs- kirkju kl. 10.30. Stel'án Tliorarensen. apótekari, lézt i Borgarspital- anum 31. október. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni á morgun kl. 13.30. Juii (iuniisteiiissoii frá Nesi, lézt 31. október. útför hans fer fram frá Neskirkju á morgun kl. 15. Ilnildór olalsson, ritstjóri, tsafirði, lézt i Landa- kotsspitala, 2. nóvember. Kveðju- athöfn um hann fer fram frá Fossvogskirkju á morgun kl. 13.30. Jónina Þursteinsdóttir, frá Brekku, Leifsgötu 21, lézt i Heilsuverndarstöðinni 30. október sl. Útför hennar fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugar- daginn 8. nóvember kl. 13.30. Gisli Hjörtur Gisiason, Hringbraut 102, Keflavik, verður jarðsunginn frá Keflavikurkirkj u laugardaginn 8. nóvember. Veðrið Vaxandi suðaustan átt allhvasst og rigning i nótt. Viðast verður vægt frost fram á daginn, en hlýnar seinni partinn. Ilerdis Guðrún Guðmundsdóttir, frá Úlfsá, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði föstu- daginn 7. nóvember kl 14 Ari Guðnuindsson, fyrrverandi skrifstofustjóri frá Þúfnavöllum, lézt i Landspital- anum 4. nóvember. lngibjörg Sigurþórsdóttir, Rauðalæk 18 lézt i Borgarspital- anum 4. nóvember. Félagsvist Munið félagsvistina i kvöld klukkan 9 stundvislega. — S a I' n a ð a r h e i m i I i L a n g h o 11 s - salnaðar. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fótsnyrting fyrir aldraða er byrjuð aftur. Upplýsingar hjá Guðbjörgu Einarsdóttur á miðvikudögum kl. 10-12 árdegis i sima 14491. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. A fimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unni fyrir félagsmenn. Kvennadeild Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra. Fundur verður haldinn i kvöld, fimmtudaginn 6. nóvember, kl. 20.30. Basarinn verður sunnu- daginn 9. nóvember og eru þeir, sem ætla að gefa muni, vinsam- legast beðnir að koma þeim að Háaleitisbraut 13 i kvöld. Stjórnin. Klúbburinn: Eik og Haukar. Opið til kl. 11.30. Köðull: Stuðlatrió. Maria Theresa skemmtir. Opið frá 8—11.30. Sesar: Diskótek. Opið til kl. 11.30. Þórscalé: Trió 72. Opið frá 9—1. Ilótcl Saga: Svölubingó i Súlna- sal. oðal: Diskótek. Opið til kl. 11.30. rt'inplaraböllin: Bingó. Sýningar Galieri Output: Niels Hafstein sýnir til 9. nóvember. Opið frá kl. 16-21. Sýningin er úrdráttur úr - hugmyndabókinni, riss og krass þeirrar stundarhugljómunar sem tengir þolandann við jörðina aftur. 1 uppsetningu er þróunar- ferillinn rakinn og skoðandanum gefnar frjálsar hendur til álits og umræðu. Endanleg útfærsla getur i flestum tilvikum verið háð smekk hans. Niels hefur haldið nokkrar sýningar með Myndhöggvara- félaginu i Reykjavik, t.d. á tsa- firði, Akureyri, Keflavik og i Reykjavik. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Gestum er þar að auki velkomið að kynna sér framúr- stefnumyndlist i bókum og tima- ritum sem liggja frammi. Galleri Output: Niels Hafstein sýnir til 9. nóvember n k. Opið frá klukkan 16-21. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.