Dagblaðið - 07.11.1975, Page 1
trialst,
áháð
daghlað
Emmanuelle —
■ r
er komin til Islands
l.árg.—Föstudagur 7. nóvember 1975 — 50.tbl. 'Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
Margfalt íslandsmet:
RÍKISHALLINN NÁLGAST
FJÓRA MILLJARÐA í ÁR
Skuld ríkisins við Seðlabankann hœkkaði í síðasta mánuði um 2 milljarða upp í 8 milljarða
Gifurlegur og hriðvaxandi
halli er i rikisrekstrinum. Skuld
rikissjóðs við Seðlabankann óx
um tvo milljarða i október, úr 6
milljörðum i 8 milljarða, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um i Seðlabankanum.
Hallinn i rikisrekstrinum er
að verða fjórir milljarðar á ár-
inu, sem er margfalt meira en
áður hefur þekkzt. Fjármála-
ráðherra talaði hins vegar um
1270 milljón króna halla i fjár-
lagaræðu sinni hinn 28. október.
„Skuldin óx anzi mikið i októ-
ber,” sagði Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri i morgun.
Hann kvaðst ekki vilja staðfesta
framangreindar tölur en hafn-
aði þeim ekki.
Hann sagði, að áætlanir
breyttust stundum hratt. Jó-
hannes Nordal svaraði neitandi
spurningu blaðamanns um það,
hvort reynt hefði verið að gera
minna úr hallanum en rétt er til
að auðvelda lántökur erlendis.
—HH
HUS
BRANN
OG
HRUNDI
í EYJUM
í NÓTT
— sjá baksíðu
VONIR FRIÐRIKS VAXA ENN
,,Nú, hann lék þá þessu. Þvi hafði ég ekki búizt við. Hverju svarar hann, ef hinn leikur svona?’
Svona spyrja áhorfendur sjáifa sig og hver annan á skákmótinu — og spennan er óskapleg.
— Sjá bls. 18
26. dauðaslysið í umferðinni á árinu
71 ARS KONA LET LIFIÐ I MORGUN
Var á gangbraut á leið yfir Miklubraut
Kona, 71 árs að aldri, lét lifið
i umferðarslysi á Grensásvegi
i morgun. Er þetta 26. dauða-
slysið i umferðinni það sem af
er þessu ári.
Konan var á leið fótgang-
andi yfir gangbraut á Miklu-
braut austan Grensásvegar.
Var hún á leið að strætis-
vagnastöð þarna skammt frá.
Volkswagen bifreið var i
sömu mund ekið vestur Miklu-
braut. ökumaður kveðst hafa
ekið yfir á grænu ljósi og ekki
séö til ferða konunnar eða orð-
ið hennar var fyrr en i þeirri
andrá sem hún skellur á
hægra framhorni bilsins.
Kastaðist konan siðan upp á
bilinn og við það brotnaði
framrúðan. Barst hún siðan
með bilnum yfi.'öli gatnamótin
og lá á gangbraut vestan
gatnamótanna er öllu var lok-
ið. Billinn er stórskemmdur
eftir.
Konan var látin er komið
var með hana i slysadeild
Borgarspitalans.
A blaðsiðu 2 er sagt frá 25.
dauðaslysinu i umferðinni, en
það varö úti á landi. ASt.
— sjá bls. 4
Óstöðvandi
íslendingar
— Ólafur H. Jónsson
og Axel Axelsson fá
frábœra dóma í
þýzkum blöðum
— íþróttir í opnu
Pelican
verður
fjögurra
manna
hljómsveit!
Sjá popp bls. 14-15
BAT
HVOLFDI
- EINN
FÓRST
- BAKSÍÐA