Dagblaðið - 07.11.1975, Síða 6

Dagblaðið - 07.11.1975, Síða 6
6 Hagblaðið. Föstudagur 7. nóvember 1975. Whitlam að sigra í valdabaráttunni miklu í Ástralíu Oougli Wliillam lorsætisráð- lierra. Gough Whitlam, forsætisráð- herra Ástraliu, virðist vera um það bil að sigra i þeirri valda- baráttu sem farið hefur fram i landinu að undanförnu. Hann hefur nú neitað tilboði frá Mal- colm Fraser, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar i Canberra, um að binda enda á þá stjórnmála- kreppu sem geisað hefur i land- inu vegna valdabaráttu þeirra tveggja. Fraser bauðst til að hætta stöðvun f járlagafrum varps stjórnarinnar gegn þvi að Whit- lam lofaði að halda kosningar á miðju næsta ári. Whitlam neit- aði. Fraser lagði fram tilboð sitt eftir að hann hafði átt fund með landsstjóranum, Sir John Kerr. Skrifstofa forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu eftir að tilboð stjórnarandstöðuleiðtog- ans var komið fram, þar sem sagði að stjórnin vildi fullvissa þjóðina um að „stjórnmálaleg vandamál liðandi stundar eigi að leysast i þinginu, ekki með samningamakki i bakdyrum”. David Solomon, blaðafulltrúi forsætisráðherrans, sagði skömmu siðar á fundi með fréttamönnum: ,,Ef þið efizt eitthvað um þýðingu þessarar yfirlýsingar, herrar minir, þá er hún hrein neitun á tillögu hr. Frasers.” Undir stjórn Frasers hefur stjórnarandstaðan i öldunga- deildinni tvisvar neitað að sam- þykkja fjárlagafrumvarpið vegna þeirrar afstöðu forsætis- ráðherrans, að vilja ekki efna til almennra þingkosninga þegar i stað. Fraser sagði eítir fund sinn með landsstjóranum að hann væri enn þeirrar skoðunar, að Whitlam hefði farið inn á hættu- Malcolm Fraser leiðtogi stjórnarandstöðunnar. lega braut þegar hann lýsti þvi yfir um sl. helgi, að stjórn hans myndi sitja sem fastast og hót- aði jafnframt að nota ótil- greindar „löglegar aðferðir” til að útvega fjármagn til stjórnar- rekstursins — án samþykkis þingsins. TaliðeraðWhitlam hafi ætlað að afla lánsfjár erlendis til reksturs rikisins. Þaðhefur þó ekki fengizt staðfest. Portúgal fœr EFTA-stuðning Hentugur stóll skiptir jniklu um heilsu yðar og vellíðan. I.itiö inn, sjón er sögu rikari. Opið á laugardögum kl. 10—12. Landsins bezta úrval og þjónusta. Framleiðandi: STÁLIÐJAN H.F. usgogn Grensásvegi 7. S. 83360. Aðildarlönd Friverzlunar- samtaka Evrópu - EFTA — hafa komizt að grundvallar- samkomulagi um að setja á stofn 100 milljón dollara (16.6 milljarða isl. kr.) sjóð til stuðnings við portúgalska iðnaðaráætlun. Aðildarlönd samtakanna hafa einnig ákveðið að veita Portúgal lengri aðlögunar- tima á innfluttum tollavörum. Iðnþróunarsjóðurinn til handa Portúgai verður notaður til að fjármagna einstök verkefni og smærri iðnfyrirtæki i Portúgal á næstu fimm árum. H.H. hvíldarsfóllinn hœgt að leggja niður bakið. TR einmg an arma Hótun USA um oð hœtta í ILO: „Hœttum — en hœttum þó ddd" Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær formlega að hún hefði í huga að hætta þátttöku í starfi Alþjóða verka- lýössambandsins ILO. Jafnframt sagði í bréfi stjórnarinnar að hún gerði sér vonir um að þurfa ekki að taka þetta skref. NIGERIUMENN LEYSA SEMENTSVANDAMÁLIÐ í fimm siðna bréfi frá Henry Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna til höfuðstöðva ILO i Genf sagði að jafnvel þótt Bandarikjastjórn hefði hafið undirbúning þess að hælta þátt- töku i störfum ILO, þá „er það ekki samkvæmt vilja okkar og við búumst ekki við að svo verði.” Bandarikjamenn hafa hingað til aldrei hætt störfum i stofnun Sameinuðu þjóðanna. 1 stofn- skrá ILO segir að aðildarriki verði að tilkynna með tveggja ára fyrirvara um úrsögn sina. Óánægja Bandarikjamanna með starfsemi ILO hefur verið megn á undaníörnum misser- um. Sú óánægja náði hámarki i júni sl. þegar ársþing ILO sam- þykkti að veita áheyrnarfulltru- um samtaka Palestinuaraba (PLO) aðild að samtökunum. Nigeriskar hafnir, sem nú eru yfirfullar af sementsskipum, ættu að vera orðnar tómar og opnar eftir sex mánuði, sagði kRom* HÚSQÖQ Konur og karlar samgöngumálaráðherra Nigeriu, Shehu Yaradua, undirforingi, i samtali við fréttamann Reuter- fréttastofunnar i London i gær. Nigeriumenn hyggjast endur- skipuleggja innflutning á sementi og auka á hafnaraðstöðu, þannig að hægt verði að taka á móti sementinu á fleiri en einum stað. Tugir skipa, fullhlaðin sementi, blða nú á ytri höfninni i Lagos. Skipin komu til landsins eftir að stjórnarstofnanir höfðu pantað og gert samninga um kaup á 20 milljón tonnum af sementi. Sérstök rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að kanna hvers vegna allt þetta sement hafi verið pantað þegar engin aðstaða var til að taka á móti þvi. Ráðherrann sagði að móttöku- aðstöðu yrði komið upp i hafnar-. borgunum Port Harcourt og Warri — auk Lagos — og með þvi að leigja þrjú smærri skip, þá væri hægt að flytja 24 þúsund tonn á dag til lands. Með þvi að taka tillit til regntimabilsins, þá gætu þessir flutningar tekið sex mánuði. Aðeins tvær milljónir tonna hafa verið fluttar til lands enn sem komið er. Aðrar tvær milljónir tonna biða I skipum úti fyrir ströndinni — og hvorki meira né minna en 16 milljón tonn eru á leiðinni. Helmingur þess kemur á næstu þremur árum, að sögn ráð herrans. Greindi hann einpig frá þvi að samningaviðræður hefðu verið teknar upp við um það bil áttatiu sementsframleiðendur um afpöntun á sementinu og skaðabætur til þeirra vegna þess. —100 skip, sem ekki fylgdu sett- um reglum, verða ekki afgreidd, sagði ráðherrann.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.