Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Föstudagur 7. nóvember 1975. 7 Voxandi hœtto á stríði milfi Spánar og Marokkó Spænska rikisstjórnin var kölluð saman til fundar i morgun til að reyna að finna lausn á deilunni við Marokkó. 350 þúsund Marokkómenh hafa hafið ..friðargöngu” inn i spænsku Shara, sem er undir stjórn Spánar. Helzti vandi spænsku stjórnarinnar, sem Juan Carlos prins er i forsæti fyrir, er hvernig á að fá Marokkómennina til að nema staðar án þess að her- menn Spánar þurfi að beita vopnavaldi gegn óvopn- uöum göngumönnunum. Slikt myndi vafalitið leiða til vopnaðra átaka á milli Spánverja og Marokkó- manna. Spánverjar hafa lýst sem gall- hörðum ásetningi sinum að koma i veg fyrir að gangan fari inn fyrir varnarlinur hersveitanna i eyði- merkurrikinu - og vilja greinilega i lengstu lög komast hjá blóðsút- hellingum. Marokkómenn láta engan bil- bug á sér finna og hyggjast halda göngunni áfram nema Spánverj- ar láti undan kröfum þeirra. Stjórnin i Madrid er eitthvað treg til, þar sem hún er þeirrar skoð- unar, að ibúar Vestur-Sahara eigi sjálfir að ákveða framtið sina og iandsins. öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti i nótt ályktun, þar sem skorað var á Marokkó- menn að snúa þegar við til sins heima og hætta við gönguna. Fyrstu 40 þúsund göngumenn- Sanikvæmt þeim l'réttum, sem borizt hafa frá spænsku Sahara, eru hermenn stjórnarinnar i Madrid, sem þar eru við gæzlustörf, hinir kát- ustu yl'ir þvi að la nú ioks eitthvað að gera. Eru þeir — sumir hverjir, a.in.k. — sagðir vilja berjast, minnugir þess, að framganga Francos hófst einmitt fyrir alvöru i Marokkó. irnir eru i bráðri lifshættu. Spænsku hermennirnir, sem aldrei hafa tekið þátt i striðsað- gerðum, eru reiðubúnir til hvers sem er og veruleg hætta er á að til átaka komi. Göngumennirnir dvöldust i nótt i tjaldbúðum skammt frá þeirri linu, sem spænsk hernaðaryfir'völd i spænsku Shara hafa dregið. t að- eins nokkur hundruð metra fjar- lægð er jarðsprengjusvæði, sem göngumenn hafa myndað og at- hugað af miklum áhuga. Enn sést ekki til meirihluta göngunnar — um 310 þúsund manns — en hóp- urinn er þó lagður af stað. Hassan konungur situr aftur á móti heima i höll sinni og dustar kusk af silkiskóm sinum. Erlendar fréttir Hyggur Guatemala á landvinninqastríð? Bretar og Guatemalamenn deila um yfirráð yfir brezku nýlendunni Belize Rikisstjórn Guatemala lýsti þvi yfir i morgun, að hún teldi Sameinuðu þjóðirnar ekki færar um að hafa afskipti af kröfu Guatemala um yfirráð yfir brezku nágrannanýlendunni Belize, þar sem brezk herstjórn hefur verið sett á laggirnar. 1 yfirlýsingu frá utanrikisráðu- neytinu i Guatemala City sagði að hvorki Allsherjarþing SÞ né nýlendunefnd samtakanna hefði minnsta rétt til að skera úr um ágreininginn um Belize. Deilur þar um hafa verið langvinnar. Reuter hefur eftir diplóma- tiskum heimildum hjá SÞ, að Allsherjarþingið muni liklega ræða málið i dag. Bretland og 44 önnur riki lögðu fram tillögu á þinginu i gær, þar sem gert er ráð fyrir að fbúar nýlendunnar fái sjálfir að ráða framtið sinni og landsins. 1 siðasta mánuði lagði Guatemala — með stuðningi 10 rikja i Suður-Ameriku — fram tillögu þess efnis, að SÞ viður- kenndu landfræðilegt sjálfstæði Guatemala. 1 stjórnarskrá lands- ins er talað um Belize sem hluta Guatemala. Brezka stjórnin skýrði svo frá i gær, að herstjórn væri komið á i sjálfsstjórnarnýlendunni vegna þess, að stjórn Guatemala hefði hafið umfangsmikla liðsflutninga til landamæra rikjanna. Stjórn Guatemala segist enga hermenn hafa flutt til en varnar- málaráðherra landsins, Romeo Lucas, sagði landsmenn vera vera reiðubúna til að berjast ef þeim yrði fyrirskipað að gera það. Utanrikisráðherra landsins, Adolfo Molina, sagði fréttamanni Reuters, ,að hann gerði sér vonir um að deiluna mætti leysa án vopnaviðskipta, jafnve! þótt Bretar virtust ekki hafa sérlegan áhuga á samningaviðræðum. Belize hét áður Brezka Hondúras. Landið fékk sjálfs- stjórnarréttindi 1964 en hefur beðið um brezka vernd gegn yfir- vofandi valdatöku Guatemala. Stjórn Guatemala heldur þvi aftur á móti fram, að hún hafi tekið við stjórn nýlendunnar af Spánverjum. ÓMAR VALDIMARSSON Lissabon í morqun Ráðuneytis- stjórinn í haldi — ásamt embœttis- öldungadeild Bandarikjaþings neitaði i gær að samþykkja 13.8 milljón dollara (2.290 millj. isl. kr.) fjárveitingu til byggingar flotastöðvar á eynni Diego Garcia i Indlandshafi. Eyjan er i eigu Breta. Atkvæði féllu 51 gegn 44. Upphæðin, sem um ræðir, er aðeins rúmlega tiundi hluti þess fjár, sem varnarmálaráðuneytið hefur leitað eftir til að betrum- bæta flotaaðstöðu á eynni. Þessi kostnaður hefur mætt andstöðu frjálslyndra þingmanna, sem telja að aukin hernaðarumsvif á þessu svæði geti leitt til mikils vigbúnaðarkapphlaups Banda- rikjanna og Sovétrikjanna á Ind- landshafi. Ljósmyndari á mikilli bátasýn- ingu sentli þessa mynd frá scr á dögunum. Ilún cr af Karen Perkin, ..bátadrottningunni". Ekki fvlgdi sögunni hvort málin 90-62-90 væru af einhverjum bátn- um. Það skiptir kannski ekki máli. REUTER Bandaríkjastjórn neitað um fjár- veitingu til Diego Garcia mönnum og lögreglu Ráðuneytisstjórinn i upplýs- ingamálaráðuneyti Portúgals, Luies Ferreira de Cunha, hef- ur verið lokaður þar inni af um það bil 600 róttækum vinstri- mönnum. Með ráðuneytis- stjóranum eru þar inni tugir ráðuneytisstarfsmanna og 10—12 lögreglumenn og þjóð- varðliðar, sem sendir voru til að vernda embættismanninn. Byltingarsinnaðir vinstri- menn berjast gegn efnahags- legum þvingunum, sem upp- lýsingamálaráðuneytið beitir dagblöð, sem eru undir stjórn kommúnista. Þeir hafa einnig sakað ráðuneytisstjórann um að vera i tengslum við hægri- / stjórnina, sem steypt var af ) stóli i fyrra, en hann neitar öll- 1 um ásökunum. ^ ^ ^ ^ ^ ^ . Fengu verkjatöflur Hollenzki iðnrekandinn dr. Tiede Herrema og ræningjar hans tveir, Eddie Gallagher og Marian Coyle, fengu verkja- töflur i morgun — í annað skipti á nokkrum dögum. Menn í Monastervin, þar sem umsátrið um ræningjana stend- ur enn, hafa vaxandi áhyggjur af heilsu Herremas og ræningja hans. Hollendingurinn hefur að^ eins einu sinni fengið að skipta um föt siðan hann var fluttur i húsið — lltið herbergi á efri hæð — og hefur nærzt á samlokum og mjólk þegar eitthvað hefur verið að hafa. Lögreglan kom i gær dýnum fyrir undir glugganum, þar sem Herrema og ræningjar hans eru, i þeirri von að iðnrekandinn myndi reyna að stökkva út á meðan þau Gallagher og Coyle fylgdust ekki með. Dýnurnar voru færðar fljótlega, enda er haftfyrirsatt, aðherbergið sem þau eru i sé svo litið, að þar sé ekki einu sinni hægt að skipta um skoðun. Þvi sé allt i sjálf- heldu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.