Dagblaðið - 07.11.1975, Side 8

Dagblaðið - 07.11.1975, Side 8
8 Magblaöið. Föstudagur 7. nóvcmbcr 1975. BIAÐIB frjálst, úháð dagblað Otgefandi: Dagblaöið hf. Fi'amkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Hitstjórnarfulltrúi: llaukur llelgason iþróttir: Iiailur Simonarson Ilönnun: Jóbannes Hevkdal Blaöamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur llallsson, Ilelgi Pétursson, Olafur Jónsson, ómar Valdimarsson. llandrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guömannsdóttir, Maria Olafsdóttir. Ljósinyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Práinn Porleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald S00 kr.»á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Kitstjórn Siöumúia 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiösla Þverholti 2, simi 27022. Ævintýri Inúka Ævintýrið um kolbitinn, sem eign- aðist konungsrikið, er til i óteljandi myndum i þjóðsögum margra landa. Það hefur löngum verið og er enn vin- sælt söguefni að lýsa þyrnum stráðri vegferð smælingjans upp i hinn æðsta sess. Hitt er svo enn meira fagnaðar- efni, þegar slik ævintýri gerast i raun og veru. Leikritið Inúk fæddist ekki til mikilla áhrifa. Það var ekki samið og æft til sýninga i Þjóðleikhúsinu sjálfu, heldur fyrst og fremst til sýninga i skólum og úti á landi. Fámennum flokki leikara var falið að búa til heimildaleikrit, aðallega til notkunar i fræðsluskyni. Þetta framtak Þjóðleikhússins var athyglisverð nýjung, þótt sennilega hafi enginn spáð þeirri sigurgöngu, sem leikritið átti eftir að fara. Vinnubrögð leikaranna sex voru mjög óvenjuleg. Þeir vildu gefa innsýn i menningarþróun með Grænlendingum og fengu til liðs við sig þjóðfræðing, sem sérstaklega hafði kynnt sér þá þjóð. Allur hóp- urinn fór á vettvang til Grænlands til að sjá aðstæð- ur af eigin raun. Og upp úr þessu þjóðfræðilega efni sömdu leikararnir sjálfir leikritið Inúk, settu það á svið og hófu að sýna i skólum. Eftir góðar viðtökur hér heima fór Inúk út i heim, fyrst til Norðurlanda og siðan viðar um Evrópu. Alls hefur leikflokkurinn sýnt leikritið i ellefu lönd- um og við sivaxandi vinsældir. Nú siðast var hópur- inn i tveggja mánaða ferð til Hollands, Spánar og Póllands og sýndi Inúk 40 sinnum fyrir fullu húsi og furðu lostnum gagnrýnendum, sem hældu verkinu á hvert reipi. Og þetta er bara byrjunin. Leikflokknum berst nú hvert tilboðið á fætur öðru til sýninga i Skotlandi, Sviss, Vestur-Þýzkalandi, Ungverjalandi, Júgó- slaviu og meira að segja i Venezuela. Er ekki annað hægt að sjá en flokkurinn geti haft næg verkefni næstu misseri við að gera garðinn frægan erlendis. Aldrei hefur islenzk leiklist unnið slikan sigur. Það virðist ekki skipta máli, þótt leikið sé á islenzku fyrir erlenda leikhúsgesti. Efnið og leikurinn kemst til skila. Þrátt fyrir einangrað tungumál hefur is- lenzk leiklist rutt sér til rúms úti i hinum stóra heimi. Þetta er sannkallað ævintýri. Þjóðleikhúsið og leikflokkur þess komast nú ekki hjá þvi að fylgja þessum sigri eftir. Beinast liggur við að halda áfram að gera leikflokkinn út á erlend mið meðan vinsældirnar endast. Einnig er nauðsyn- legt að halda áfram tilraunum af þessu tagi, þótt enginn megi búast við, að ævintýrið endurtaki sig. Sumir sjá i þessu möguleika á að afla gjaldeyris á annan hátt en með fisk úr sjó. Aðrir hugsa fremur um áhrifin á þróun leiklistar hér á landi. Hið nýja höfuðleikverk Islands er ekki samið af einangr- uðum höfundi á herbergi sinu, heldur af leikurunum sjálfum og sérfræðingum þeirra og úti á vettvangi mannlifsins. Til hamingju, Inúkar. Haha! Mér þœtti gaman að sjó! Aron Guöbrandsson fjármála- maður hefur upp á siðkastið farið að skrifa vikulegar greinar i Visi um efnahagsmál. Aron er af gamla skólanum. Þegar hann ólst upp bjuggu menn i torfkofum og húsgögnin voru vist aðallega sykurkassar fyrir borð og danskir bjórkassar fyrir stóla. Þá voru menn ekki að svinga um sig með milljón krónum, heldur „sundl- aði” menn ef þeir heyrðu nefnt orðið milljón. Þá veltu menn milli fingurgómanna hverjum fumm- eyringi, áður en þeir mjötluðu honum út til að kaupa brýnustu lifsnauðsynjar. Stundum var ekki einu sinni til fummeyringur i lóf anum og þá var ekki um annað að gera en svelta. — En menn undu glaðir við sitt. Aron segir okkur að sulturinn hafi nú ekki gert mikið til þvi að þá vorum við svo hamingjusamir að eiga svokallaða „athafna- menn”, eins ogThor Jensen, sem hlupu til þrungnir af mannúð og mannkærleik af auðlegð sinni til að bjarga bláfátækri alþýðu frá dauöanum af sulti og sjúkdóm- um, þegar neyðin kreppti að. Þá var heldur ekki búið að eyðileggja þjóðfélagið með hvimleiöum sköttum, sjúkrasamlögum, al- mannatryggingum, elli- og ör- orkubótum og öllum þessum hvimleiða sósialisma, sem stefnir heiminum á vonarvöl. Aron lifir enn i þeirri óumræði- lega glöðu minningu, þegar krón- an var stór, og skilur ekki þessa hræðilegu tima, eftir að krónan varð svo litið, að hún sést bara ekki lengur i stækkunargleri. Þá er gaman að Aron, þegar hann sest upp á striðsfák sinn og leggur til atlögu við hina miklu ófreskju okkar tima, verðbólg- una. Og hún er svo sannarlega hræðileg vindmylla, sem heldur stöðugt áfram að mala krónuna okkar smærra og smærra niður i mjölogdustog siðan ekkineitt. Þá er Aron bráðskemmtilegur og stundum rökfastur i sinni barns- legu einlægni, þegar hann sýnir með sláandi likingum, hve hörmulega hafi verið farið með sparifjáreigendur. Hann segir hnyttilega, að lögmál nútima eyðsluþjóðfélags sé orðið: „Glöt- uð er geymd króna”, og bætir svo við þessari skemmtilegu setn- ingu: „Engan bónda þekki ég, sem mundi vilja lána mér bestu kúna, sem hann á i fjósinu, til að nytja fyrir mig, og svo þegar ég slátraði henni, þá fengi hann ekki af henni nema halann.” Þetta er vissulega bráð- skemmtileg lýsing, eins og Arons er von og visa, enda hefur hann velt þessu mikið fyrir sér i mörg ár og athyglisverð er niðurstaða hans á einum stað, þar sem hann segirað meðferðin á sparifjáreig- endum sé brot á ákvæði stjórnar- skrárinnar um friðhelgi eignar- réttarins: „Erfitt er að átta sig á þvi, hvernig hægt er með lögum að skylda sparifjáreigendur til þess að láta af hendi eigur sinar bóta- laust, án þess að það sé brot á eignarréttargrein stjórnarskrár- innar. Lög um gengisfellingar og annað það sem beinlfnis verkar sem eignaupptaka er tvimæla- laust brot á stjórnarskránni.” Föstudags grein Þannig hugleiðir Aron margt, hvernig tryggja mætti hag spari- fjáreigandans, sem alltaf er verið að stela frá og svikja. Ekki er nóg með að stjórnarskráin sé brotin, heldur er Aron mjög þungorður i garð bankanna, sem hann segir að hafi svikið sparifjáreigendur: „Þegar maður leggur peninga i banka, þá er það gert með þvi trausti til bankans, að peningarn- ir ávaxtist á eðlilegan hátt og að viðkomandi fái sin verðmæti aft- ur, þegar hann óskar þess. Bank- arnir geta ekki krafist þess og heldur ekki búist við þvi, að menn komi með fé sitt til þeirra til þess að verða fátækari eftir en áður. Mér finnst að bankarnir i landinu með Seðlabankann i fararbroddi hafi ekki staðið nógu trúan vörð SVARTLIST r-——— Fram á næsta mánudag sýnir Björgvin Sigurgeir Haraldsson 67 myndverk af mörgum gerð- um i Norræna húsinu. Björgvin er ekki tiður sýnandi, — þetta er önnur einkasýning hans, en hann er ekki að heldur neinn ný- græðingur i myndlist. Hann hef- ur að baki gott nám bæði i Nor- egi og Þýskalandi og hefur kennt teikningu, litafræði og skrifti 12 ár, bæði i Kópavogi og við Myndlista- og handiðaskól- ann. Er auðsætt á öllum frá- gangi þessarar sýningar að hér er á ferðinni mikið snyrtimenni, sýningarspjald og sýningarskrá eru til fyrirmyndar og yfir sýn- ingunni sjálfri er blær mikillar smekkvisi. Kjarni sýningarinn- ar eru oliumálverk, 25 talsins, en auk þeirra eru hér 14 túss- myndir, 14 myndir gerðar bæði með tússi og vatnslitum, 5 kol- myndir og svo 9 skúlptúrar úr tré. Er þetta vottur mikillar fjölhæfni, einkanlega þar sem Björgvin nær athyglisverðum árangri i öllum þessum greinum myndlistar. Dramatiskar andstæður Helstu einkenni á stil Björg- vins, hvort sem um myndir eða þrivið verk er að ræða, er rik til- finning fyrir dramatiskum and- stæðum, spennu og hraða. Kol- svört fleyglaga form kljúfa mjallahvitan flöt, landslag er klofið i breiðar litræmur sem togast á og skúlptúr Björgvins gengur gjarnan út á ávala svarta massa sem springa út frá gefnum kjarna, eða þá strendingsform sem teygja sig kraftalega i margar áttir. Vinnubrögð Björgvins i svart/hvitu eru að sjálfsögðu tengd starfi hans og kennslu i letrun og þeirri frumhvöt mannsins að tjá sig með táknum á hvitan flöt. Elstu verk hans á þessari sýningu eru kolmyndir frá 1968 sem eru nánast ljóðræn- ar stemmningar i svart/hvitu, mjög þokkalegar að sjá eins og allt sem á sýningunni er, en skortir einhvern persónulegan neista. 1 túss- og vatnslitamynd- um Björgvins, frá 1971 og fram til þessa dags, koma svo nokkrir - || ÉÉð Nr. 56 „Morgunblik”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.