Dagblaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 5
Dagblaöið. Laugardagur 8. nóvember 1975 5
———““N
SIÐASTA
TÆKIFÆRIÐ
TIL AÐ
GRÓÐURSETJA
BLÓMLAUKA
Notið tœkifœrið um helgina
ef veður er enn frostlaust
Um þessar mundir eru gróðurhúsinu í Sigtúni og
síðustu forvöð að gróður- báðum hann að segja
setja garðlauka. Heim- okkur hvernig ætti að
sóttum við ungan garð- bera sig til við gróður-
yrkjumann, Tryggva setninguna.
Gunnarsson, sem vinnur í
Tryggvi sagði okkur að
gróðursetja ætti túlipanalauk-
ana um 15 cm djúpt. Stinga þarf-
vel upp og blanda svolitlum
sandi i jarðveginn og jafnvel ör-
litlu af kalki þvi betra er að
jarðvegurinn sé ekki súr. Lág-
vaxnir túlipanar, sem kallaðir
eru bótaniskir eða kaufmania,
eru fjölærir og blómgast ár eftir
ár.
Litaúrval túlipananna er mik-
ið og þykir einna fegurst að hafa
hvern lit út af fyrir sig i nokkuð
stórum breiðum.
Sama máli gegnir um gróður-
setningu páskalilja. Þær skal
grafa um 15 cm niður, eða jafn-
vel dypra. Gæta verður þess
vandlega að laukarnir fari
nægilega djúpt i jörðu þannig að
ekki verði hætta á frost-
skemmdum.
Páskaliljurnar eru fjölærar
og þær fjölga sér. Gæta verður
þess vandlega að slita ekki
grænu blöðin af yfir sumarið,
þegar blómgunartimanum lýk-
ur. Ef svo er gert blómgast þær
ekki aftur. Það er i gegnum
blöðin sem plantan vinnur nær-
ingu úr loftinu.
Þá má geta þess að ef páska-
liljulaukar eru gróðursettir
fyrst i janúar i blómsturpott
verða þær komnar upp fyrir
páska, en páskadagur verður
18. april.
Margir hafa það fyrir venju
að gróðursetja hyasintulauka i
blómsturpotta til þess að hafa
þá blómstrandi á jólunum, en
það er orðið of seint i ár.
Vaxtartimi hyasintunnar er
minnst 8 vikur.
Ribli og Matanovic tefldu
saman á svæðamóti árið 1972 i
Finnlandi. Þá náðu þeir ekki að
vera i fyrsta eða öðru sæti, en
eiga aftur á móti báðir mjög
góða möguleika núna að komast
á millisvæðamót. Skák þeirra i
svæöamótinu 1972 var mjög
áhugaverð og fer hún hér á eftir.
Hv. Ribli (Ungverjaiand >
Sv. Matanovic (Júgósiavia).
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5. 2. Rf3 e6, 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7.
0-0 Rf6 8. Be3 Bb4 9. Ra4 0-0.
Ekki er hollt að taka peðið á
e4 vegna Rxc6 og siðan Rb6, og
ef 9.. b5, þá 10. Rxc6 dxc6 11.
Bc5! og hvitur hefur betra tafl.
10. Rxc6 bxc6 11. Rb6 Hb8 12.
Rxc8Hfxc8 13. Bxa6 He8 14. Bd3
Bd6 15. f4 e5 16. f5 Hxb2 17. g4 h6
18. h4 h5 19. gxh5
Ef 19. g5, þá kemur Rg4 með
góðu mótspili.
19 Da5
20. Khl Bc5
Þarna var jafnvel betra að
leika Bf8.
21. Bg5 d5
22. h6 dxe4
23. hxg7!
Það má segja að þessi leikur
geri út um skákina. Ekki dugar
23. - exd3 vegna 24. Bxf6 og sið-
an 25. Dh5.
23. Be7
24. Bxf6 Bxf6
Enn strandar exd3 á Dh5
25. Dh5 Kxg7
Ekki Bxg7 vegna f6.
26. Bc4!
Erfitt er fyrir svartan að verj-
ast öllum hótunum hvits.
26. Hb7
Auðvitað ekki He7.vegna 27.
Hgl Kf8 28. Dh6 og vinnur.
27. Habl! Heb8 28. Hgl Kf8 29.
Dh7 Dc3 30. Dg8+ Ke7 31.
Hxb7+ Hxb7 32. Dxf7+ Kd6 33.
Dxf6+ Kc5 34. Bfl.
Hvitur verður að halda valdi á
h3 reitnum.
34. Hbl
35. Df8+ Kd5
Eftir 35. - Kd4 36. Dd6 Ke3 37.
Hg3 og hvitur vinnur.
36. Bc4+ Kxc4
37. Dg8! + Kd4
38. Hxbl Dh3 +
39. Kgl De3+
40. Kh2 svartur gafst upp.
Júgóslavinn Parma, sem tefl-
ir hér á svæðamótinu i Reykja-
vik, er þekktur fyrir það hve
mikið hann gerir af jafnteflum.
Hann reynir yfirleitt að gera
jafntefli við sterku mennina i
þeim mótum, sem hann tekur
þátt i, en vinna þá léttari. I eftir
farandi skák, sem t.efld var i
Aljekin-mótinu i Moskvu árið
1971, er fyrrverandi heims-
meistari Petrosjan ekkert á
þeim buxunum að gera jafntefli
við Parma. Hann vinnur skák-
ina hægt, en örugglega, eins og
honum er lagið.
Hv. Parma (Júgóslavia).
Sv. Petrosjan (Rússland).
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Dc7 5. Rc3 e6 6. Be3 a6 7. f4
b5 8. Rb3 d6 9. Bd3 Rf6 10. 0-0
Be7 11. Df3 Bb7 12. a4
Þessileikurskaparekki neina
hættu fyrir svartan. Betra hefði
verið að reyna t.d. Hael.
12. - b4 13. Rbl a5 14. Rld2 0-0
15. Khl Rb8 16. Rd4 Rbd7 17.
Rb5
Hér var örugglega betra að
leika Dh3 Riddarinn stendur
betur á d4 en á b5, eins og seinna
kemur i ljós.
17. Db8
18. Hael Hc8
19. Dh3 Rc5 .
20. Bxc5 Hxc5
Parma er hér allt of passifur.
Hann rekur hrókinn á betri reit.
Hérna hefði verið reynandi að
flækja taflið með t.d. 21. Rc4
Rxe4 22. Bxe4 Bxe4 23. Hxe4 d5
24. Hxe6 o.s.frv.
21. - Hh5 22. Df3 e5 23. f5 do 24.
Hd2 Hh4 25. g3.
Auðvitað ekki exd5 vegna e4.
Hvitur verður að leika g3, vegna
þess að svartur hótaði Hf4, en
við þetta opnast hvita kóngs-
staðan.
25. dxe4
26. Rxe4 Hxe4
27. Hxe4
Parma likaði ekki 27. Bxe4
vegna Rxe4 28. Hxe4 Bc6 og
svartur hefur mjög trausta
stöðu.
27- Dd8
28. Hfel Hc8
Petrosjan vill ekki skipta-
muninn til baka heldur eykur
hann stöðugt þrýstinginn á
stöðu hvits.
29. Hle2 Dd5
Hér fer Petrosjan ekki stytztu
leiðina. Afgerandi var 29. —
Hc4!! 30. Bxc4 Ddl+ 31. Kg2
Rxe4 32. Hxe4 Dc2+ og svartur
vinnur.
30. b3 h6
31. Kg2 Dd7
32. h3 Bc5
33. h4 h5
24. Kh3 Bb6
Biskupapar svarts er miklu
sterkara en hrókar hvits.
35. Kh2 g6
36. fxg6 Rg4 +
37. Kg2 f5
Hvitur gafst upp. Það er erfitt
að eiga við Petrosjan þegar hon-
um tekst vel upp.
Það má að lokum geta þess að
á mánudagskvöld verður hrað-
skákmót i Skákheimilinu að
Grensásvegi 46, þar sem nokkr-
ir af erlendu þátttakendunum i
svæðamótinu taka þátt. öllum
er heimil þátttaka.
✓