Dagblaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 6
6 Pagblaðið. Laugardagur 8. nóvember 1975 MBIAÐW fijálsi, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur llelgason tþróttir: Haliur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eirlksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Spurning um kjark Stundum kemur að þvi, að islenzkar rikisstjórnir verða að sýna kjark i hagstjórn sinni. Verðbólgan og önnur ósköp efnahagslifsins leiða reglubundið til þess, að bráðabirgða- aðgerðir duga ekki lengur. Þegar lyfjagjafir millifærsluleiða eru hættar að verka, verða menn að horfast i augu við, að uppskurður er nauðsynlegur. Þetta gerðist á árunum um 1960, þegar tak- mörkuð friverzlun leysti gamla haftakerfið af hólmi. Miklar gengislækkanir voru þáttur i upp- skurðinum og leiddu til töluverðrar en timabund- innar kjaraskerðingar. Þegar frá leið, olli þessi uppskurður mikilli velmegun almennings og at- vinnulifs, sem entist langt fram eftir áratuginum. Á árunum um 1967 varð aftur að skera upp efna- hagslifið. Eins og venjulega voru gengislækkanir liðir i uppskurðinum og ollu eins og venjulega tima- bundinni kjaraskerðingu. Þar við bættist tilfinnan- legt en timabundið atvinnuleysi. En þegar frá leið olli þessi uppskurður nýrri skriðu velmegunar almennings og atvinnulifs. í fyrra stóðu menn svo andspænis þvi, að enn var þörf á uppskurði. En þáverandi rikisstjórn var veik og hrökklaðist frá. Og nýja rikisstjórnin treysti sér ekki til neinnar harðneskju, hvorki þá né nú á þessu ári. Á meðan hafa vandamálin magnazt og ýmsar undankomuleiðir lyfjagjafar gengið til þurrðar. Rikisstjórnin hefur sér það til málsbóta, að hinar tiltölulega mildu aðgerðir hennar hafa ekki fram- kallað neitt atvinnuleysi og að verkföll hafa ekki verið tið á valdaskeiði hennar. Hún hefur reynt að fara'með löndum og halda frið við þrýstihópana. Hún beið eftir betri tið i viðskiptum þjóðarinnar við umheiminn. Á meðan kláraðist gjaldeyrisvarasjóð- urinn og erlendir lánamöguleikar voru gernýttir. Nú eru slikar undankomuleiðir á þrotum og vand- inn meiri en áður. Ekki er ljóst, hvað rikisstjórnin tekur til bragðs. Hún hefur að ýmsu leyti óvenju fast bundnar hendur, einkum vegna spennunnar milli stjórnmálaflokkanna tveggja sem að henni standa. Varla kallar hún á Jónas Haralz bankastjóra sér til bjargar, þvi að margir forustumenn Fram- sóknarflokksins hafa hina mestu óbeit á kenningum hans. Varla verður gengislækkun lykill að gerðum hennar, þvi að orðið gengislækkun er hálfgert bann- orð. Ástandið á vafalaust eftir að versna enn, áður en rikisstjórnin treystir sér til að hugleiða gengis- lækkun i alvöru. Rikisstjórnin hefur misst af ágætu tækifæri, sem hún hafði, þegar f járlagafrumvarpið var i smiðum. Ef frumvarpið hefði lækkað nokkuð i hlutfalli við þjóðarframleiðslu, væri aðstaða hennar mun betri. Hún hefði þá gengið á undan öðrum með góðu fordæmi. Og hún hefði þá létt byrðum af almenningi og atvinnulifi, sem bera rikisbáknið á herðum sinum. Kröfugerð þrýstihópa hefur verið mögnuð að undanförnu. Menn loka augunum fyrir stað- reyndum og hver heimtar sina Borgarfjarðarbrú. Rikisstjórnin mun ekki ráða við neitt, ef hún hyggst halda frið við þrýstihópana. Nú verður hún að sýna kjark og hann meira en litinn. „Vopnaviðskiptin" í NATO: DÆMIÐ AÐ SNÚAST VIÐ Eftir margra ára aðgeröa- leysi hefur NATO loks hafið til- raunir til að gera eitthvað i al- varlegu vandamáli sem banda- lagið á við að striða: Árlega fara um það bil 6 milljarðar dollara, eða nærri ein billjón is- lenzkra króna, til spillis vegna óhagræðis i vopnaframleiðslu. Lausn vandamálsins er fólgin i þvi að samræma vopna- og hergagnaframleiðslu aðildar- landanna fimmtán. Hún er einn- ig fólgin i þvi að Bandarikin, sem stjórna bandalaginu meira og minna, hætti að velja sjálf- krafa bandariska framleiðslu þegar nýrra vopna er þörf fyrir hersveitir bandalagsins. Komi þessar breytingar til framkvæmda þýðir það geysi- legt tap fyrir bandariska vopna- iðnaðinn, að þvi er segir i frétt- um frá Bríissel þar sem höfuð- stöðvar bandalagsins eru. Varnarmálaráðherrar þeirra NATO-landa, sem tilheyra „Evrópuhópnum” svokallaða, halda þessa dagana aukafund i Haag. Markmið fundarins er að ganga endanlega frá kröfum um að herafli Bandarikjanna kaupi meiri vopn frá Evrópu en gert hefur verið til þessa. Heimildarmenn Reuters telja að ráðherrarnir muni einnig setja á stofn sérstakt „ráðu- neyti” til að auðvelda samvinnu Evrópulandanna i vopnakaup- um — og sölu á hergögnum til Bandarikjamanna. Bandarikjamenn selja nú tiu sinnum meiri vopn og hergögn til evrópskra bandamanna en þeir kaupa af þeim á móti. I Evrópuhópnum eiga fulltrúa öll aðildarlönd bandalagsins nema Frakkland, ísland og Portúgal. Reiknað er með að fundurinn muni leggja til við Bandarikjastjórn að hlutfallið á milli kaupa og sölu á vopnum verði minnkað niður i 4:1 á næstu fimm—átta árum. Rökstuddum kröfum Evrópu- mannanna verður komið áleiðis til varnarmálaráðherra Banda- rikjanna — og trúlega einnig Kissingers utanrikisráðherra — á ráðherrafundi NATO i Brílssel i næsta mánuði. Vopnasölumál NATO snúast um gifurlegar fjárhæðir. Má nefna til dæmis að þeir sex mill- jarðar dollara, sem bandariska varnarmálaráðuneytið áætlar að fari til spillis árlega vegna ó- hagræðis i vopnaframleiðslu eru um það bil álika há upphæð og niðurstöðutölur fjárhagsá- ætlunar Efnahagsbandalags Evrópu fyrir 1975. NATO-rikin verja um það bil 65 milljörðum dollara — eða nærri 108 billjónum isl. kr. — til vopna- og hergagnakaupa ár- lega. Samkvæmt áætlunum varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, fer um tiundi hluti þess til einskis. Bandariskur skriödreki: „Við ætlum ekki að láta Amerikan- ana framleiða skriðdrekana og þoturnar á meðan við sjáum um klósettpappirinn,” segir evrópskur diplómat lijá NATO. Nefndin vaknar Þau tiðindi bárust þjóðinni i islenzkum fjölmiðlum fyrri hluta októbermánaðar sl., að stjórnarskrárnefnd hefði loks ákveðið að hefjast handa um undirbúning að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins, og þótti mörgum timi til kominn. Það fylgdi einnig fréttinni, að ráðinn hefði verið framkvæmdastjóri, dr. Gunnar G. Schram, til að hafa með höndum forystu um þessa mikilvægu framkvæmd. Ekkert er nema gott um það að segja, þvi að mikið veltur á að þessi mál séu skoðuð og að breytingum unnið af festu og kunnáttu. Óneitanlega var það mikill ljóður á umræddri frétta- tilkynningu, þegar tekið var fram, að gengið yrði framhjá þeim atriðum við breytingu á stjórnarskránni, sem álita mætti að mestum stjórnmála- erjum yllu. Einhvern veginn læðist það inn i meðvitund manna að sniðganga eigi aðal- atriðin. Stjórnarskrárnefnd, sem nú situr, var kosin af Alþingi árið 1972. Næsta litið hefur á henni borið. Að visu skrifuðu þeir dr. Gunnar Thoroddsen orkumála- ráðherra og Hannibal Valdimarsson fyrrv. ráðherra, sem er formaður stjórnar- skrárnefndar, sina greinina hvor um málið i Morgunblaðið 28. júli 1974, en siðan hefur heldur ekkert um málið heyrzt né sézt, þar til umrædd fréttatil- kynning birtist. Menn velta þvi fyrir sér, hver ástæðan sé fyrir þessum takmarkalausa seina- gangi. Eflaust hefur þar um ráðið áhugaleysi atvinnu- pólitikusanna, einmitt þeirra stjórnmálamanna, sem nú hafa tögl og hagldir innan stjórn- málaflokkanna. Virðast þeir hafa takmarkaðan áhuga á öll- um breytingum, þótt leiða megi rök að þvi , að breytingar i rétta átt yrðu til þess að skapa meiri festu og öryggi i stjórn landsins. Þrjú ár eru nú liðin siðan- Alþingi valdi menn i stjórnar- skrárnefnd, og enn sem komið er hefur sáralitið raunhæft verið að málinu unnið. Eigi nú að hefja starfið á þvi að ræða, og þá sennilega karpa, mánuðum eða árum saman, um auka- atriðin, en láta aðalatriðið, sem að sjálfsögðu er sjálf stjórn- skipunin, það er að segja: hvernig velja á framkvæmda- stjórana (ráðherrana), sem stjórna eiga stærsta fyrirtæki þjóðarinnar, þjóðfélaginu sjálfu, liggja i láginni, meðan verið er að bollaleggja um auka atriðin, fara þessi nefndarstörf að nálgast skripaleik einn. Eru það ekki einmitt þessar aðferðir um framkvæmd mála, sem skáldið Einar Benediktsson kallar „að sóa kröftum á smáu tökin”? Hverju varðar á þessu stigi málsins, hvort Alþingi starfar i einni málstofu eða tveim, hvort hin evangelisk-lútherska kirkja á að vera þjóðkirkja tslendinga eða ekki, eða hvort banka- stjórar, læknar og dómarar teljist kjörgengir til þingsetu, svo að eitthvað sé nefnt? Oll þessi og fleiri atriði þarf að visu að ræða og taka ákvörðun um, en þá fyrst þegar aðal- atriðið hefur verið leyst, sjálft val rikisstjórnarinnar. Sú staða, sem upp kom i islenzkum stjórnmálum að kosningum 30. júni 1974 loknum, er næsta athyglisverð og stefnir að ýmsu leyti i sömu átt og þróun stjórnmálaviðhorfa nágrannaþjóða okkar hefur gert mörg undanfarin ár. Úrslit kosninganna urðu sem sagtþau, að stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan mættust með hnifjafnan þingmannafjölda. enda þótt stjórnarandstöðu- flokkarnir hafi að visu haft tals- verðan meirihluta atkvæða kjósenda að baki sér. Þegar svo atvikast, þá er venjulega — vegna skoðana- ágreinings um meginreglur stjórnmálaflokka, og þá sér- staklega þeirra, sem lengst standa til vinstri eða hægri — komið i sjálfheldu um stjórnun mála, en það kallast stjórnar- kreppa. Hvað er þá stjórnar- Jrreppa? Stjórnarkreppa er það ástand, þegar atvinnustjórn- málamenn sitja vikum eða mánuðum saman og þrátta og jagast um stefnumál flokka sinna, deila um, hverja leið skuli halda i þessu eða hinu Kjallarinn Ólafur E. Einarsson málinu, eyða jafnvel lengstum tima i karp um, hver eigi að sitja I þessu eða hinu sætinu, og það sem mesta furðu vekur, oft án þess að spyrja um hæfileika þeirra, sem sætin eiga að skipa. Og meðan á öllu þessu stendur er allt látið reka á reiðanum, sem varðar stjórnun landsins. Sorglega mörg dæmi er hægt að benda á þessu til sönnunar. Árið 1944 varð einhver lengsta stjórnarkreppa, sem um getur hér á landi. Henni lyktaði á þann veg, að þáverandi rikis- stjóri, Sveinn Björnsson, skipaði utanþingsstjórn vegna þeirrar dapurlegu staðreyndar, að þáverandi forustumenn stjórnmálaflokkanna, að þvi er fullyrt er i dag, gátu ekki komið sér saman um, hverjir skyldu verða forsætisráðherra og forseti sameinaðs þings á þessu stórmerka ári, þegar íslendingar voru i þann veginn að öðlast fullkomið sjálfstæði. Þessu olli einskær metnaðar- eða hégómagirnd um það, hverjir skyldu skipa nefnd sæti. Sumir hafa haldið þvi fram, að svipaðar hvatir hafi ráðið stefnu ráðandi stjórnmálamanna á þvi herrans ári 1974. Liggur það ekki ljóst fyrir, að rikisstjórnir okkar Islendinga eru nú orðið veikar og litils máttugar? Meira að segja sú rikisstjórn, sem nú er við völd, virðist ekki vera nógu sterk, þrátt fyrir mikinn þingmeiri- hluta. Þegar stjórnarflokkarnir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.