Dagblaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðiö. Laugardagur 8. nóvember 1975
liergagnaframleiðsla Norö-
manna er ekki mikil, en þó
beittu þeir á heræfingum NATO
i Noregi i september sl. nýrri
byssu til eyðilcggingar skrið-
dreka. Er vopniö sagt gefast
vel, a.m.k. i æfingum.
Evrópuþjóðirnar vilja fá
Bandarikjamenn til að fallast á
að hefja eins konar vöruskipti
um vopn og hergögn. Sem
stendur eru vopn nú eingöngu
flutt frá Bandarikjunum og til
Evrópu.
Schlesinger, fráfarandi varn-
armálaráðherra Bandarikj-
anna, viðurkenndi i mai að
heppilegt væri að taka upp
gagnkvæm vopnaskipti yfir At-
lantshafið. Hann lét þess jafn-
framt getið að Evrópumenn
gætu ekki búizt við að njóta sér-
stakra kjara á Bandarikja-
markaði.
Evrópsk vopn yrðu að vera á
réttu verði, þörf yrði að vera
fyrir þau og þau yrðu að stand-
ast þær gæðakröfur sem banda-
riskir hermálasérfræðingar
gerðu til vopna, sagði Schles-
inger.
í kjölfar þessara ummæla
varnarmálaráðherrans fóru
Evrópumenn að setja niður fyr-
ir sér helztu óskir og þarfir her-
afla þeirra fram eftir næsta
áratug.
og stjórnarandstaðan standa
nokkurn veginn jafnfætis,
aðeins eins, tveggja eða kannski
þriggja atkvæða munur, eins og
oft er raunin, er óhætt að segja,
aö næstum helmingur þing-
manna er leynt og ljóst að vinna
á móti hagsmunum þjóðarinnar
og það oft á hinn svivirðilegasta
hátt, hafandi það eina markmið
að fella stjórnina. Og þetta á þvi
miður við um alla nústarfandi
stjórnmálaflokka. Aðeins eitt
stórmál hefur verið afgreitt
gegnum þingið með samþykki
allra þingmanna, landhelgis-
málið.
Margir hafa velt þvi fyrir sér
um langan tima, hvaöa leið eða
þver ráð séu fyrir hendi til að
stýra þessum aðsteðjandi vanda
frá islenzku þjóðinni. Eflaust
koma fram mörg sjónarmið i
þessum efnum, svo sem oftast
vill verða, en samt má fullyrða,
aö mikill meirihluti islenzku
þjóðarinnar sér hvert stefnir i
þessum málum.
Þessi stutta grein er skrifuð
til að reifa þetta umfangsmikla
og þýðingarmikla velferðarmál.
Fylgzt verður með framvindu
mála og fleiri greinum skotið á
prent, ef ástæða þykir til.
Fullmótuð skoðun undirritaðs
er nú þegar sú, að ekki megi á
neinn hátt skerða áhrif
löggjafarþings okkar, Alþingis.
Hitt er annað mál, hvort ekki
beri að veita forseta okkar
meiri völd, þ.e.a.s. að hann
verði kosinn af þjóðinni til að
stjórna, en ekki aðeins sem
valdalaust sameiningartákn.
Hann yrði þá að hafa vald til að
skipa ráðherra sina, sem
störfuðu siðan undir hans
stjórn, á ábyrgð hans, og eftir
þeim lögum, sem Alþingi setur.
Auðvitað mætti jafnframt setja
það ákvæði i stjórnarskrána, að
Alþingi staðfesti ráðherra-
listann.
Alþingi, sú virðulega stofnun
hefur verið, er og á um alla
framtið að vera hyrningar
steinn islenzks þjóbkerfis. Það
eitt á að setja lög og móta
stjórnarskrána, sem þjóðinni
skal stjórnað eftir
Ég leyfi mér að enda þessa
stuttu grein með eftirfarandi
orðum Einars Benediktssonar:
„Synduga hönd — þú varst
sigrandi sterk,
en sóaðir kröftum á smáu
tökin,
að skiljast við æfinnar
æðsta verk
i annars hönd, það er
dauðasökin.”
minnsta kosti að einhverju
leyti,” sagði háttsettur dipló-
mat hjá NATO i Brussel við
fréttamann Reuters.
Meðal Evrópuþjóðanna gætir
þess ótta að Bandarikjamenn
muni reyna að selja dýr her-
gögn til Evrópu en kaupa siðan
sjálfir aðeins það ódýrastá.
„Við munum að sjálfsögðu
krefjast þess að Bandarikja-
menn kaupi af okkur háþróuð og
vönduð tæki,” sagði evrópskur
embættismaður i aðalstöðvum
NATO. „Við látum ekki
Amerikanana smiða skriðdreka
og þotur á meðan við erum
sjálfir að framleiða klósett-
pappirinn.
Það verða Bretar, helztu her-
gagnaframleiðendur i Evrópu,
sem koma til með að hagnast
mest á gagnkvæmum skiptum
vopna á milli Bandarikjanna og
Evrópu. Þvi er ekki að undra að
einn helzti talsmaður þess að
Bandarikjamenn kaupi meiri
vopn og hergögn af Evrópu-
mönnum sé Roy Mason, varn-
armálaráðherra Bretlands.
Nákvæmar skýrslur — með
spám, hagtölum og áætlunum —
eru jafnframt unnar til að
undirbúa vopnaviðskipti (i orðs-
ins fyllstu merkingu) Banda-
rikjanna og Evrópu.
„Von okkar nú er að Evrópu-
þjóðir, sem aðild eiga að NATO,
geti nú setzt að samningaborði
með Bandarikjamönnum og
komizt að niðurstöðu um sam-
eiginlega hergagnanotkun, að
Donald Rumsl'ield, sem tckur
við einbætti varnarmáiaráð-
lierra Bandarikjanna af Schles-
inger, lilýðir á Kord forseta
skýra frá brcytingunum á stjórn
sinni.
Grísir gjalda, gömul
svín valda
Undanfarnar vikur og daga
hefur þjóðin mátt horfa upp á
dauðateygjur islenzks efna-
hagslifs án þess að nokkur sýni-
leg viðbrögð hafi verið uppi höfð
til þess að létta dauðastriðið,
hvað þá til þess að reyna viður-
kenndar lækningaaöferöir gegn
þeim sjúkdómi sem nú er að
draga það til dauða. Hjá sjúkra-
beðinum standa nánustu for-
svarsmenn þess fjármálaund-
urs i neikvæöum skilningi sem
smám saman hefur orðið að
öngþveitisástandi og tala hver
upp i annan, fullyrða að þörf sé
á einbeittum aðgerðum og festu
i efnahagsmálum en i sömu
andrá að „jöfnuður” og „bætt
lifskjör” skuli sitja i fyrirrúmi.
Krossfesting
Það er oft vitnað i þá kynslóð
sem talin er vera hornsteinn og
frumafl þeirrar uppbyggingar
— og þesskerfis,sem við nú bú-
um við, og sagt um leið að sú
kynslóð eigi betra skilið en það
að sparifé hennar sé brennt upp
á verðbólgubáli undangenginna
ára og það „öryggi”, sem við
búum nú við, sé sótt i ævistarf
hennar.
Staðreyndin er hins vegar að
sú kynslóð, sem svo oft er fjálg-
lega vitnað til, samanstendur
einmitt af þeim sömu mönnum,
sem enn halda um stjórnvölinn
eða eru rétt ófarnar úr embætt-
um rikisstofnana. Og það eru
sömu mennirnir sem einmitt
fengu að stjórna landsmálum
meðan ógrynni erlends gjald-
eyris flæddi inn I landið, t.d. i
heimsstyrjöldinni siðari og árin
þar á eftir, og áttu þess kost,
margsinnis, að snúa við á braut
óráðsiu i fjármálum, lagfæra
gengisskráningu með hækkuðu
gengi i stað lækkaös og breyta
gengi myntarinnar til þess horfs
sem tíðkaöist i nágrannalönd-
unum.
En þetta hefur ekki verið gert
af eldri kynslóðinni sem að öllu
leyti skapaði vandann sem nú
er við að etja. Það væri þvi
öfugmæli að orða þá kynslóö,
sem nú er að setjast i helgan
stein, við nokkuð það sem i dag-
legu tali er kallað sparnaður eða
fyrirhyggja. Hún hefur þvert á
móti lagt grundvöllinn að þeirri
upplausn og agaleysi sem
einkennir þjófélag okkar um
þessar mundir. Hún kom á
styrkjakerfi og niðurgreiðslu-
kerfisem viðbúum við enn þann
dag i dag. Hún lagði sjálf grund-
völlinn að veröleysi sparifjárins
með skýlausri kröfu um að þjóð-
félagið stykki beint af augum
inn I framtiðina varöandi alla
uppbyggingu og var viömiðun i
engu höfð við þróun mála i ná-
lægum löndum.
Og þegar kapphlaupiö er á
enda runnið, sem viö byrjuðum
fyrst en urðum siðust I þrátt
fyrir mikið forskot, á að þakka
þeirri kynslóð sem tók frum-
stætt þjóöfélag i arf upp úr alda-
mótunum og skilaöi niðjum sin-
um landi á barmi gjaldþrots
eftir „erfitt en farsælt ævi-
starf”! Ef einhverja ætti að
krossfesta til varnaðar þeirri
kynslóð, sem senn tekur við, eru
það óumdeilanlega þeir stjórn-
málamenn allra flokka sem
staðið hafa i forsvari siðustu
þrjá áratugi. Ábyrgðarlausari
aöilar finnast ekki.
Upprisan
En fyrr eða siðar kemur aö
þvi að mælirinn er fullur, og ein-
hvern tima hlautað koma að þvi
að augu einhverra opnuðust.
Það hefur nú skeð á allra sið-
ustu vikum að óvæntrar undir-
öldu gætir f röðum yngri manna
þeirra stjórnmálaflokka sem
hafa obbann af þjóðarfylginu á
bak við sig. Þannig hefur nú
komiðupp sterk hreyfing innan
raða ungra sjálfstæðismanna og
ungra framsóknarmanna sem
knýr á um breytt vinnubrögð
innan þessara flokka. Beinist
hún annars vegar að spillingu i
stjórnarfari almennt og hins
vegar að þeirri staðreynd að
ekki verði komizt hjá róttækum
og einbeittum aðferðum i efna-
hagsmálum ef nokkur von eigi
að vera til þess að við lifum af
þá kreppu sem skollin er yfir.
Félag ungra sjálfstæðis-
manna hefur sett á oddinn þá
sjálfsögðu kröfu að afnema beri
hið pólitiska eftirlitsmanna-
kerfi, þar sem er Fram-
kvæmdastofnun rikisins, og
styður mál sitt þeim rökum að
Kjallarinn
Geir R. Andersen
landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins sl. vor hafi samþykkt að
endurskoðun laga um stofnun-
ina skyldi framkvæmd. Hefur
þetta mál allt þróazt þannig að
félag ungra sjálfstæðismanna
hefur nú samþykkt vitur á rikis-
stjórnina fyrir seinagang i þess-
um málum og tregðu hennar við
að ganga hreint til verks. En
enginn skyldi furða sig á seina-
ganginum þvi Framkvæmda-
stofnunin er einmitt afkvæmi,
og um leið dæmigert, hinna
eldri stjórnmálamanna sem
standa enn i þeirri trú að þeir
séu að vinna „erfitt en farsælt
ævistarf”! .
Félag ungra framsóknar-
manna hefur að visu ekki sam-
þykkt vi'tur á rikisstjórnina en
þeim munharðar gagnrýna þeir
eigin flokk og hóta endurskoðun
á afstöðu Framsóknarflokksins
til stjórnarsamstarfs ef ekki
verði brugðið hart við með ein-
beittum aðgerðum i efnahags-
málum, m.a. Ungir framsókn-
armenn fengu heila siðu i Tim-
anum 29. f.m. til útlistunar á
ályktunum þeim sem sam-
þykktar voru á fundi fram-
kvæmdastjórnar Sambands
ungra framsóknarmanna og er
það stærra rúm i blaði Fram-
sóknarflokksins en þeir venju-
lega eiga aðgang að svo geta má
nærri að aðgangur hefur verið
harður áður en leyfi hefur feng-
izt hjá „eldri kynslóðinni” á
blaðinu þvi fyrir þann reiðilest-
ur sem forystu Framsóknar-
flokksins hljóta að vera þessar
ályktanir hinna yngri manna
flokksins.
Það er eitt með öðru, sem
ungir framsóknarmenn gerðu
ályktanir um á fundi sinum, að
leggja til niðurfærslu verðlags,
opinberra gjalda, vaxta og
kaupgjalds, — cn um leið að
strika tvö núll aftan af krónunni
— og verðtryggja sparifé og út-
lán.
Þarna er sem sé loks tekið
undir þá kröfu, ekki af ráðandi
stjórnmálamönnum heldur upp-
rennandi, að gera þyrfi róttæk-
ar ráðstafanir varðandi gjald-
miðil okkar, krónuna, þá vesölu
mynteiningu sem oröin er mein-
semd i þjóðfélaginu. Það er
virðingarvert hjá ungum fram-
sóknarmönnum að hafa ekki
látið hjá liða að geta þessarar
nauösynlegu breytingar, svo
mikilvæg sem hún er i aðgerð-
um islenzkra efnahagsmála.
Að öllu samanlögöu má ljóst
vera að efnahagsvandi i núver-
andi mynd verður ekki aðskilinn
lagfæringu gjaldmiðilsins. Ung-
ir framsóknarmenn hefðu mátt
ganga feti lengra i ályktunum
sinum um gjaldmiðilinn og til
styrktar honum en það er að
leggja til að ný mynteining
verði tekin upp, með nýju heiti.
með þvi að breyta núgildandi
krónum i „nýkrónur” eða annað
heiti með krónumsem myntein-
ingu. Siendurtekin mvntslátta
þar sem hver mynteiningin er
verðrýrð eftir aðra, svo sem
varð um 10 krónurnar, 50 krón-
urnar og nú er fyrirhugað með
100 krónurnar er vita gagnslaus
og slær lausn vandamála aðeins
á frest.
Og þótt ný mynteining verði
ekki til þess að leysa fyrir fullt
og allt þann efnahagsvanda,
sem við eigum nú við að etja.
mun nýr gjaldmiðill með nýju
eða breyttu nafni og verðmætari
einingu skapa algerlega nýtt
viðhorf, varðandi verðmæta-
sköpun og fjármunalegt tillit.
Ef til vill er sú undiralda, sem
nú bærist i röðum yngri manna i
stærstu stjórnmálaflokkunum,
sú upprisa sem verður til þess
að hin ábyrgðarlausa kynslóð
eldri stjórnmálamanna kemst
að raun um að hún hafi ekki heil
og óskipt unnið „farsælt ævi-
starf” þegar öllu er á botninn
hvolft.