Dagblaðið - 08.11.1975, Blaðsíða 14
14
Pagblaðið. Laugardagur 8. nóvember 1975
Hvað segja stjörnurnar
Spáin gildir fyrir sunnudaginn 9. nóvem-
ber.
Vatnsberinn (21. jan.—19. febr.):Þú ættir
að leggja meiri rækt við einkamál þin.
Farðu varlega út i heimboð i kvöld. Vertu
ákveðinn gagnvart fólki sem er að skipta
sér af heimilismálum þinum. Það meinar
ekkert illt en er litt uppbyggjandi.
Kiskarnir (20. febr.—20. marz); Eitthvað
rómantiskt kemur þér á óvart i dag og
gerir þér létt um hjartað. Nú er heppileg-
ur timi til að skipuleggja breytingar á
heimilinu, jafnvel þó ekki komi til fram-
kvæmda strax.
llrúturinn (21. marz—20. april): Einhver
streita rikir i kringum þá eldri i fjölskyld-
unni i dag. Dagurinn er góður til viðskipta
en farðu varlega þar til þú getur orðið þér
úti um sérfræðilega aðstoð.
Nautið (21. april—21. mal): Ein hug-
mynda þinna gæti fært þér miklar vin-
sældir fólks i kringum þig. Kvöldið er talið
einkar heppilegt til ferðalaga og munu
þau einna helzt verða tengd skemmtun-
um.
Tvíburarnir <22.mai—21. júni): I cfag ætí-
irðu að ganga frá fjármálum og fara í
gegnum reikninga þina. Ljúktu af van-
ræktum verkum heima fyrir til að hafa
nægan tima i komandi viku.
Krabbinn (22. júni—23. júlí>: Áður en þú
kaupir mikilvægan hlut ættirðu að ræða
málið við aðra er það skiptir máli.
Kvöldið er ekki heppilegt til félagslegrar
athafnasemi svo þú skalt sleppa öllu þvi
um liku.
Ljónið <24. júli—23. ágúst): Þér kynni að
koma eitthvað á óvart i dag, jafnvel eitt-
hvað er krefðist hátiðahalda i kvöld. Lik-
ur eru á smávegis heimilisvanda en með
smávegis hjálp ættirðu auðveldlega að
geta leyst hann.
Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Mikil
rórriantik ætti að rikja yfir kvöldinu hjá
hinum ólofuðu, en ekki skulið þið trúa öllu
sem einhver „sjarmerandi ” af hinu kyn-
inu segir. Fyrri hluti dags verður liklega
annasamur.
Vogin (24. sept,— 23. okt.): Farðu varlega
i alla eyðslu eða hún gæti orðið pyngjunni
um megn. Likur eru á ferðalagi og gæti
það orðið lengra en þú býst við.
Sporðdrekinn (24.okt —22. nóv.): Dagur-
inn gæti orðið þreytandi fyrir flest ykkar.
Látið smámuni ekki ergja ykkur. Haldið
gleöi ykkar og málin gætu snúizt til betri
vegar — og það fyrr en ykkur grunar.
Hogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Vertu
ekki of viðkvæmur fyrir gagnrýni i dag.
Haltu áfram með þin mál, rólega og af
dugnaði. Ástamálin gætu orðið átaka-
meiri og ruglingslegri en áður hefur
gerzt.
Steingeitin (21. des.—20. jan.): Fram-
takssemi mun einkenna daginn fyrir
flestum undir þessu merki. Gerðu samt
ekki of mikið úr hlutunum þvi þá gætiröu
ofreynt þig. Ef þú mögulega getur ættiröu
að eyða kvöldinu i róandi bóklestur.
Áfmælisbarn dagsins: Arið verður ykkur
flestum mjög sigursælt og ánægjulegt.
Vertu endilega varkár i fjármálum, þvi
þér hættir til að eyða um efni fram á
stundum. Hafðu auga með pyngjunni og
allt mun fara vel. Anægjulegur atburður i
enda árs mun gleðja þig mjög.
Grensáskirkja: Barnasamkoma
kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2.
Altarisganga. Séra Halldór S.
Gröndal.
Digranesprestakall: Barnaguðs-
þjónusta i Vighólaskóla kl. 11.
Messa fellur niöur vegna
viðgerðar á kirkjunni. Séra Þor-
bergur Kristjánsson.
Fella- og Hólasókn: Barna-
samkoma kl. 11 árdegis. Messa
klukkan 2 slðdegis i Fellaskóla.
Séra Hreinn Hjartarson.
Neskirkja: Barnasamkoma kl.
10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Séra
Guðmundur Óskar ólafsson.
Langholtsprestakali:
Barnasamkoma kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 2. Séra Arelius
Nielsson. Óskastundin kl. 4. Séra
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Laugarneskirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Messa kl. 2.
Séra Garöar Svavarsson.
Kársnesprestakail: Barnaguðs-
þjónusta I Kársnesskóla kl. 11.
Messa fellur niður I Kópavogs-
kirkju vegna viögerðar. Séra Arni
Pálsson.
Borgarspitalinn: Guðsþjónusta
kl. 10. Séra Halldór S. Gröndal.
Keflavikurkirkja: Sunnudaga-
skólikl. 11 árdegis. Guðsþjónusta
kl. 2 siödegis. Kristniboðs-
dagurinn. Æskulýössamkoma kl.
8.30 síðdegis. Séra ólafur Oddur
Jónsson.
Ytri-Njarövlkursókn:
Guðsþjónusta i Stapa kl. 5
siödegis. Kristniboösdagurinn.
Séra Ólafur Oddur Jónsson.
Flladelfla: Samkomur laugardag
kl. 16 og 20.30. „Gospel night”
með Gunnari Sameland og ungu
fólki kl. 22.30. Sunnudagur:
Álmennarsamkomurkl. 14 og 20.
Gunnar Sameland kvaddur. Fjöl-
breyttur söngur. Fórn til kristni-
boðsins I Afriku.
Hjálpræöisherinn: Laugardagur
kl. 14. Laugardagsskóli I Hóla-
brekkuskóla. Sunnudagur kl. 11
helgunarsamkoma. Kl. 14 sunnu-
dagaskóli. Kl. 20.30 hjálpræðis-
samkoma. Deildarstjórarnir
Ingibjörg og Óskar Jónsson
stjórna samkomum dagsins. For-
ingjar og hermern taka þátt i
söng og hljóðfæraslætti. Verið
velkomin.
Skemmtistaðir
Klúbburinn: Experiment og
Kaktus. Opið frá 8(2.
Tónabær: Eik. Opið frá 9—1.
Þórscafé: Gömlu dansarnir.
Sesar: Diskótek. Opið til kl. 2.
Opið frá 8—2.
Hótel Saga: Hljómsv. Ragnars
Bjarnasonar. Opið til kl. 2.
Sigtún:Pónik og Einar. Opið til
kl. 2.
RööulLAlfa Beta. Opið frá 8—2.
LeikhúskjalIarinn’.Skuggar. Opið
til kl. 2.
Hótel Borg:Hljómsv. Arna Isleifs
& Linda Walker. Opið til kl. 2.
óðal: Diskótek. Opið til kl. 2.
Skiphóll: Hljómsv. Birgis Gunn-
laugssonar. Opið til kl. 2.
Glæsibær: Ásar. Opið til kl. 2.
Tjarnarbúö: Lokað vegna einka-
samkvæmis.
Hvoll: Júdas.
Arnarstapi, Snæfellsnesi:
Mexikó.
Festi: Hljómsv. Þorsteins
Guðmundssonar. Maria Theresa
skemmtir.
Selfossbió: Haukar. Maria
Theresa skemmtir.
Skátabasar
Hinn árlegi skátabasar öldunga-
ráðs skátafélagsins Urðarkettir
veröur haldinn laugardaginn 8.
nóvember kl. 14.30 i Skáta-
heimilinu I Breiðholtsskóla. Á
boðstólum veröa góðar kökur og
tilvaldar jólagjafir. — Stjórnin.
Kvenfélag
Lágafellssóknar
Fundur I boði Kvenfélagsins
Seltjörn veröur miðvikudaginn
12. nóvember I Félagsheimilinu
Seltjarnarnesi. Rútuferð verður
frá Brúarlandi kl. 8 siðdegis.
Bingó
Kvenfélag Asprestakalls heldur
bingó að Hótel Borg þriðjudaginn
11. nóvember kl. 8.30.
Barðstrendingafélagið
i Reykjavik
Sveitakeppni Barðstrendinga-
félagsins i bridge hefst mánu-
daginn 17. nóvember. Þátttak-
endur eru beðnir að mæta tiu
minútum fyrir klukkan átta.
Barðstrendingar, eflið bridge-
deildina og mætið stundvislega.
Spilað er i Domus Medica.
Flóamarkaður i Kópa-
vogi til styrktar öldruð-
um.
Soroptimistaklúbbur Kópavogs
var formlega stofnaður 4. júni sl.
Slikir klúbbar eru aðeins skipaðir
konum, úr hinum ýmsu stéttum
þjóðfélagsins. Eru klúbbarnir
orðnir fjórir hér á landi.
Þeir eru aöilar að alþjóðasam-
tökum soroptimista. Til vigslu
klúbbsins i Kópavogi kom
prófessor Rachel Shalon frá
Israel, en hún er formaður
Evrópusambands soroptimista i
ár. Klúbbarnir vinna einkum að
liknarmálum. Aðalmarkmið
Kópavogsklúbbsins er að vinna
að málefnum aldraðra I kaup-
staðnum. I þeim tilgangi ætla
konurnar að efna til flóamark-
aðar i félagsheimilinu i Kópavogi
á sunnudaginn kl. 2.Vænta þær
stuðnings allra þeirra sem bera
hag aldraðra fyrir brjósti.
Þarna verður um auðugan garð
að gresja fyrir ýmsa sem ætla að
fá eitthvað með góöum kjörum,
til dæmis ýmiss konar fatnað og
leikföng, bæði nýtt og notað.
Badmintonfélag
Hafnarfjarðar
Æfingatimar eru á föstudögum
kl. 18.00 — 19.40 og á fimmtu-
dögum kl. 21.20 — 23.00 i íþrótta-
húsinu við Strandgötu.
HVAÐ ER AÐ?
— lausn á
„finnið fimm villur”
bls. 10.
Norðurhiarinn
í Kópavogi
Norræna félagið i Kópavogi
hefur vetrarstarfið með fjöl-
breyttri kvöldvöku á morgun,
sunnudag kl. 20,30, að Álfhólsvegi
11.
Eins og rauður þráður i
gegnum kvöldvökuna gengur
efnið: Norðurhjarinn. Fjallar
hún um landsvæðin norðan heim-
skautsbaugs i Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi. Sýnd verður kvikmynd
og flutt frásögn. Auk þess syngur
Sigriöur E. Magnúsdóttir óperu-
söngkona við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar.
— BS
UTIVISTARFERÐIR
Laugard. 8/11 kl. 13:
Geldinganes. Fararstj. Sólveig
Kristjánsd. Verð 500 kr.
Sunnud. 9/11 kl. 13:
Undirhliðar. Fararstj. Gisli
Sigurðsson. Verð 600 kr. Brottfar-
arstaður BSl (vestanverðu). Allir
velkomnir.
Útivist
Kýrin, sem hefndi sona sona slnna.
Það gerðist á Spáni fyrir stuttu, að einn
frægur nautabani lét ltfið fyrir vesælli
nautamömmu. An samúðar minnar.
tþrótt var þtn ein að kvelja
alsaklausar skepnurnar.
Kom fram hefndum kollótt belja
kappanum til háðungar.
llöfuðlausn Gylfa.
Það kvisaðist eitthvað um daginn, að
kratar I Finnlandi væru að smygla
nokkrum aurum frá flokksbræðrum
slnum I Svtþrjóð og vlðar a6. Eitthvað
var Islenzkum krötum blandað t mál
þetta. Gytfi þrætti fyrir þetta og lagöi
höfuö sitt að veði.
Lag: Seltjarnarnesið er litið og lágt
Eg setti að veði minn heimsfræga haus.
Héðanaf er ég viö áburöinn laus.
Höfðinu fæ ég að halda um sinn,
hann er svo vel geymdur sjóður
minn.
Svlunum treystandi alls ekki er.
Allskonar vandræði steöja aö mér.
Vilmundur Gylfason veiztu ekki það,
við eigum hér okkar Alþýðublað.
Fengið þá getum við fjandans skell
og félagsskap uppi við Armannsfell.
Við vammlausir erum ei vinurinn.
ÞU verður að skilja það drengurinn
minn.
Einhver urgur var I bátasjómönnum
útaf skiptaverðinu, höfðu þeir á orði aö
sigla flotanum heim og hætta veiðum, ef
ekki fengjust úrbætur.
„Heyrið morgunsöng á sænum".
Svona ekkert fjas.
Allir heim i einum grænum.
Andlaus Matthias
hefur okkur hýrudregið
herjans þrjóturinn.
Ekkert stendur, sem hann segir,
siglum allir inn.
Lúðvik hugsar þá, en þegir,
þungur leizt mér hugurinn
Slæmur er Bakkus.
Bakkus hefur mörgum mætum
manni troðið niður t svaðið.
Og af hýrum heimasætum
hefur hann rifið titilblaðið.
Höf. ókunnur.
Ef þú teynist óháður
öllum málum rétt þú lýsir.
Yrði fjöldinn ánægður
að eignast þig, en missa Vtsir
Minning.
Ein minning getur björtum blómum
þakið
blett á ltfsins eyðimerkur göngu.
Stundum geta gróður nýjan vakið
geislar, sem að skinu fyrir löngu.
Hér verður heilög þögnin.
Harmur mun undan láta.
Sérhvert hljóð verður söngur
og sorgin hættir aö gráta.
Huldukona
Hestavisur.
Hófatak og fáksins fjör
finn ég vaka i svörum
Létt á baki I fleygiför
flýgur staka af vörum.
Hallgrimur Jónsson
Sit ég hljóður, harmþrunginn
hugarmóði altekinn.
Kasta á góða klárinn minn
kveöjuljóöi hinzta sinn.
Sveinbjörn Benónýsson
Ferðin gréiðist fram á leið
fákar skeiðið herða.
Yfir heiðarhraunin breið
hörð skal reiðin verða.
Pétur Hannesson
Engu kviði, létt er lund
ljúft er stríði að gleyma.
Blesa rlð ég greitt um grund,
en Guðný biður heima.
Jón Benónýsson
Nýja gosið.
Ætli að vandi af þvl standi
og öidnum grandi þjóðarsið.
Ajax, landi og ögn af hlandi
og allrahanda samanvið.
Alþlngi.
Þá er nú Alþing setzt á rökstóla, já
rökfastir eru alþingismenn, annars sætu
þeir ekki á rökstólum.
Saman komið er Alþing enn
nú á ekki aö plata þjóðina.
Freistandi konur og flnir menn
fylla nú tómu sjóðina.
Flest er nú, sem við flytjum inn
finnska mold, kökur og soðfiskinn. .
Allt þetta borgar hann Matti minn.
Mikið er drengurinn greiðvikinn.
Svo er það hann landhelgis Matti minn.
Mikið er karlinn nú stórbrotinn.
Hann lætur ei Þjóðverja lúskra á sér.
Lafhræddur helvtzkur Bretinn er.
Framsýnir menn.
Framsýnir stjórnmálamenn
linnast, sem betur fer enn.
Við höfu.n heilagar kýr.
Helv. er ollar. dýr.
I samnir.gum hana við samt skulum
nota.
Sumir sér þrýsta, en aðrir sér pota.
Um árið gafst olian einkar vel.
Enda frá Shell, hana bezta ég tel.
Nýlega var Alþýðublaðið að kasta
hnútum að Jóni Sólnes fyrir léttlyndi I
fjártnálum t sambandi við Kröflunefnd.
Jón hafi látiö innrétta eina finustu skrif-
stofu á landinu, farið alla leið til Japan
með friðu föruneyti o.fl. Það þykir nú
fleirum en Gylfa gaman að skvetta sér
upp.
O blessuð vertu sumar Sól
ég sá I Japan nes og hól.
Já þar er mikill fljóðafans
og fegurð ltkamans.
Þar galant voru geisurnar.
Þær geymdu lopapeysurnar
á meðan lékum léttklæddir
og löngum sætkenndir.
Þar dömur eru dúnmjúkar
og dásamlega kurteisar,
ég unaðsstrauma óðar fann
um allan llkamann.
Vöðvar stööugt stækkuðu.
Stórum hrukkum fækkuðu.
Ég sælla ltf ei siðar kýs
i sjálfri Paradls.
Leiörétting frá stðasta þætti....
1 vtsunni um varið land stóð „kippa
hérna”, — þaö átti aö vera „væn er
kippa héra”