Dagblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvembcr 1975.
3
„Mamma gleymir alltaf að
kaupa endurskinsmerki"
Setið í
umferðartíma
lögregluþjóns
með 9 óra
börnum í
Fellaskóla
Börnin i 9 ára bekk G i Fella-
skóla voru i teiknitima i gær.
Þau voru að teikna og lita
andlitsmyndir sem áttu ýmist
að lýsa gleði, reiði, kviða, gráti
o.s.frv. Þá barði Baldvin Ottós-
son lögreglumaður að dyrum og
fékk leyfi til inngöngu og
truflunar timans til umferðar-
fræðslu. Við Dagblaðsmenn
fengum að sitja timann meðan
Baldvin talaði.
Baldvin hefur ekki annan
starfa hjá lögreglunni, en að
veita þessa fræðslu. Hann er að
verki alla dagaogoftjafnlengiog
kennsla stendur yfir, fer milli
bekkja og milli skóla Þannig er
þáttur lögreglunnar i þvi að
fræða börnin um umferðina og
hættur hennar.
Baldvin byrjáði á að spyrja
um endurskinsmerkin. öil
börnin þekktu þau, flest áttu
þau, sum áttu tvö. Ein telpan
heyrðist segja: „Mamma
gleymir alltaf að kaupa það”.
Sex til átta börn réttu ekki upp
hönd, er Baldvin bað um merki
þess hverjir ættu endur-
skinsmerki.
Siðan sagði Baldvin
börnunum frá þvi að meira en
helmingur þeirra barna, sem
lenda i slysum, yrðu fyrir þeim
er þau væru á leið yfir götu. ,,Að
fara yfir götu er eitthvað það
hættulegasta sem þið gerið. Ef
þið gleymið einu sinni að lita til
beggja handa og gæta að
umferðinni getur slys orðið.”
Baldvin fór yfir reglurnar um
gangbrautir, vakti athygli á
hættunum sem þeim geta fylgt.
1 ljós kom að fjöldi barna trúir
þvi að bilstjórar „þori ekki að
stoppa við gangbraut af ótta við
■ Dagblaðið, Dagblaðið, Dagblaðið er óháð og frjálst,” heyrðist
Fellaskóla.
sungið er við gengum i salinn og vorum kynntir fyrir nemendum í 9 ára G
DB-myndir Björgvin.
slys”. Þessi misskilningur hefur
oft komið fram i sjónvarpsþætti.
Auðvitað ætti á þeim vettvangi
ekki að ala á slikri villutrú.
Bilar eiga að nema staðar við
gangbraut.
Baldvin sagði að gangbrautir
væru til að hjálpa fólki að ganga
yfir götu. En þar yrði lika að gá
til beggja hliða áður en haldið
væri yfir.
Lögð var áherzla á, að sem
fæstir notuðu hjól að vetri til.
Fyrir þá, sem þau nota eigi að
siður, fór hann yfir reglur um
umferðarrétt á ómerktum
gatnamótum. Setti hann upp
dæmi þvi til áherzlu.
Þessar reglur virtust
börnunum erfiðastar. Flestum
fannst að hjólreiðamaður gæti
ekki átt rétt á undan strætis-
vagni eða yfirleitt nokkrum bil.
Skýrt var út hvernig lögreglu-
maður stjórnaði umferð á
gatnamótum og hvernig fara
ætti að fyrirmælum hans. Þá
spurði einn strákanna i alvöru:
„Hvernig kemst lögreglumað-
urinn út á mið gatnamótin?”
Svo var farið út i hættur er
fylgdu snjókomu, bann við að
hanga i bilum og skýrðar alvar-
legar afleiðingar þess. Rætt var
um snjókúlukast og áherzla lögð
á að ergja aldrei eða striða
öðrum vegfarendum. Baldvin
benti á að árlega yrðu um 100
börn fyrir slysum. Sum meiðast
mikið, önnur litið. Timanum
lauk með gullvægri reglu: Það
er ekki nóg að kunna umferðar-
reglurnar, það verður að fara
eftir þeim. ASt
Baldvin lögregluinaður setur á
svið regluna um að vikja fyrir
þeiin er kemur frá hægri. -vgr
N
— segir Miss lceland, sem „heidur
upp ó jólin" um miðjan
nóvember í London
Brœðratungu
kirkja sœkist
eftir landi
til að taka á móti mér, sagði
Halldóra.
— Ég held ég kjósi frekar að
vera venjulegur ferðamaður
næst þegar ég kem til London.
Raunar vildi ég gjarnan dvelja
hér i nokkra daga eftir keppnina
en það var búið að panta fyrir
mig ferðir báðar leiðir áður en
ég vissi af, bætti Halldóra við.
Miss World samkeppnin, sem
fer fram i Royal Albert Hall,
heldur nú upp á 25 ára afmæli
sitt. Aldrei hafa þátttakendurn-
ir verið svo margir og aldrei
hefur öryggisgæzlan verið jafn
ströng. öryggisverðir fylgja
stúlkunum hvert fótmál. Jafn-
vel þegar þær fara ein og ein út
að verzla er öryggisvörður með
i förinni.
— Nei, það er ekker óþægi-
legt. Það er ágætt að hafa kunn-
ugan til að visa sér um stóra
borg, sagði Halldóra.
— Ég er nær þvi undirbún-
ingslaus miðað við hina þátttak-
endurna, sem hafa með sér að-
stoðarfólk og birgðir af fatnaði
og snyrtivörum frá fyrirtækjum
sem vilja auglýsa vöru sina. Ég
læt mér ekki einu sinni detta i
hug að ég komist i úrslit. Ég
reyni bara að njóta verunnar
sem bezt, sagði Halldóra.
Miss Iceland stakk nú upp á
þvi — að fréttamaðurinn snæddi
kvöldverð með disunum. Hann
var aftur á móti snöggur og
þaggaði slikar tillögur niður á
byrjunarstigi. Ef fulltrúarnir
hefðu vitað að fegurðardisin
veldi sér jafn órakaðan borðfé-
laga i ópressuðum gallabuxum
og skiðaúlpu hefðu þeir senni-
lega visað henni úr keppninni.
Fréttamaðurinn kaus 'þvi ab
fresta sinum jólum til jóla.
Fulltrúinn kom og benti á
klukkuna og Halldóra kvaddi.
Fréttamaðurinn faldi sig niðri i
anddyri til að taka að skilnaði
eina mynd af Miss Iceland, er
hún gekk með keppinautum sin-
um inn i jólatrjáskrýddan borð-
salinn.
En það var Miss Iceland setn
varð fyrri til að smella af mynd,
hún tók sig snögglega út úr
prúðbúnum hópnum, þreif upp
myndavél og beindi henni að ó-
rakaða og illa pressaða frétta-
manninum sem stóð með
myndavélina sina úti i horni.
— En hann er eini íslending-
urinn sem ég hef hitt siðan ég
kom hingað, sagði Miss Iceland,
er hún sá undrunarsvipinn á fé-
lögum sinum og aðstoðarmönn-
um.
— Og gleymdu ekki að skila
kveðju heim, sagði hún um leið
og hún hvarf inn i borðsalinn.
Raunar hefði Miss Iceland
ekki þurft að láta Islendinga-
leysið á sig fá þvi um leið og
borðsalnum var lokað og frétta-
maðurinn gekk út rakst hann á
lopapey suklæddan mann,
Gunnar örn Eggertsson að
nafni. Hann var á viðskiptaferð
i London og hafði búið á næstu
hæð fyrir neðan Miss Iceland
allan tímann. Gunnar er að visu
Vestur-tslendingur frá
Winnepeg og skilja þvi ekki gott
islenzk. Peysuna hafði hann
fengið að gjöf frá dóttur sinni,
sem varði tveim mánuðum á Is-
landi á siðasta ári, en það er nú
önnur saga.
JB-London
Bræðratungukirkja sækist eftir
landi. Þetta minnir á forna frægð
kirkjuvaldsins en er þó ekki jafn-
viðamikið og fyrrum var.
Sóknarnefnd Bræðratungu-
kirkju i Biskupstungum hefur til-
kynnt sýslumanni Arnesinga að
hún þurfi að höfða mál fyrir
aukadómþingi sýslunnar til að fá
viðurkenndan eignarrétt
kirkjunnar á landsvæðinu Tungu-
heiði i Biskupstungum.
Sóknarnefndin segir að land-
svæðið hafi um aldaraðir verið
eign kirkjunnar og þess verið
getið meðal eigna hennar fyrrum
iflestum eða öllum máldögum og
visitasium biskupa sem til séu.
Kirkjan hafi greitt af þvi lögboðin
gjöld. Hins vegar hafi landsvæðið
ekki verið fært i fasteignaskrá
sýslunnar og skorti kirkjuna þvi,
lögformlega þinglýsta eignar-,
heimild.
Páll Hallgrimsson sýslumaður
sagði i gær að enginn hefði gefið
sig fram og gert tilkall til þessa
landsvæðis nema kirkjan. „Þeir
telja sig eiga þetta land sem er
upp frá Gullfossi, þó nokkuð langt
upp eftir ánni. Munu þeir hafa átt
landið svo lengi sem vitað er til,
eftir þvi sem fram hefur komið.
Land þetta hefur verið hluti af
afrétt.”
Brandajól
s s
i ar
Nú liður senn að jólum og
velta menn fyrir sér hvort um
sé að ræða brandajól i ár eða
ekki. Við hringdum i Þorstein
Sæmundsson stjarnfræöing og
spuröum hann.
— Brandajól eru þau jól
nefnd sem falla þannig við
sunnudag að margir helgi-
dagar verða i röð. Þetta er
venjulega haft um þegar jóla-
dag ber upp á mánudag.
Stundum hefur verið gerður
greinarmunur á stóru og litlu
brandajólum. en notkun heit-
anna virðist hafa veriö á reiki
og nafnskýringin er óviss.
S a m k v æ m t þe s s a r i
skilgreiningu fara i hönd
brandajól þar sem fjórir
helgidagar verða i röð, þvi að
þessu sinni er joladagur á
fimmtudegi.
ABj
—IIII
LISTSÝNING í KIRKJUNNI
Á EGILSSTÖÐUM
t kvöld kl. 8 verður opnuð
listsýning i kirkjunni á Egils-
stöðum. Sýnd verður batik og
glermyndir eftir Sigrúnu
Jónsdóttur, fimm skúlptúr-
myndir eftir danskan lista-
mann, Cedertorf, og tvær ljós-
myndir eftir sænskan ljós-
myndara, Hans Marklund að
nafni. Sýningin verður opin
frá kl. 14-22:30 daglega til
mánudags.
Sýning Sigrúnar var á Eski-
firði sl. sunnudag i tilefni af-
mælis kirkjunnar þar. Flestar
myndanna eru gerðar á þessu
ári og sýndar nú I fyrsta sinn.
Meðal annars er á sýning-
unni mynd sem Sigrún sýndi á
UNESCO-sýningu i Monaco
1973 og fékk fyrir heiðursverð-
laun. Hefur sú mynd ekki ver-
ið sýnd hér á iandi áður.
-A.Bj.