Dagblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
Það var spænska borgarastyrjöldin 1936—1939, sem kom Franco til vaida. Þessar myndir vöktu þjóðir heims til umhugsunar um það hroðalega blóðbað, er átti sér stað á Spáni.
Þúsundir frelsiselskandi manna um allan heim flykktust þangað til að berjst gegn Franco.
Erlendar
fréttir
upp „galopinn” kapitalisma og
gera tilraunir til að binda enda á
einangrun landsins frá öðrum
Evrópulöndum. Þessir hugsjóna-
lausu teknókratar sáu þjóð sinni
fyrir þeirri kunnáttu og snilli sem
urðu til að efnahagslif landsins
tók mikinn kipp. Hagvöxturinn
varð hinn örasti i allri Evrópu og
þjóðarframleiðslan á mann jókst
úr sem svarar andvirði 50 þúsund
islenzkra króna 1960 i 340 þúsund i
ár. Teknókratarnir unnu meiri-
háttar sigur 1970 þegar Spánn
náði einstaklega hagstæðum við-
skiptasamningum við Efnahags-
bandalag Evrópu.
Frjálslyndisþróunin tók stökk
aftur á við 1973 eftir að skæruliðar
úr hópi Baska myrtu Carrero
Blanco, forsætisráðherra. Franco
valdi Carlos Arias Navarro sem
eftirmann hans. Nýi forsætisráð-
herrann lét það verða sitt fyrsta
verk að losa sig-við alla félaga úr
Opus Dei úr rikisstjórninni og
skipa i stað þeirra harða „laga og
reglu”-menn, marga þeirra
Falangista. Vitandi vits að hag-
sæld landsins var i veði hélt nýja
stjórnin áfram að styrkja sam-
bönd sin við riki Vestur-Evrópu
með fulla aðild að Efnahags-
bandalaginu i huga. Stjórnar-
stefnan var þó alltaf harla óljós
að öðru leyti. Það eina, sem ráð-
herrarnir virtust sameinaðir um,
var tryggðin við Franco og ein-
ræði hans.
Það eina, sem truflað hefur
stjórn Francos á Spáni i hartnær
40 ár, eru 45 dagar i fyrra þegar
hann afsalaði sér völdum i hendur
eftirmannsins sem hann kaus sér
sjálfur, Juans Carlosar, núver-
andi konungs. Var það vegna
veikinda.
En prinsinn þáverandi fékk
aldrei tækifæri til að færa sér völd
sin i nyt. Að sögn lækna Francos
skeði „kraftaverk” og hann náði
aftur heilsu sinni. Viku siðar var
einræðisherrann útskrifaður frá
sjúkrahúsinu og að eindreginni
ósk fjölskyldu hans og öfgafullra
hægrimanna i stjórninni, tók el
Caudillo aftur við stjórnartaum-
unum.
Siðustu 14 mánuði valdaferils
sins hélt Franco enn járnhendi
sinni um stjórn mála þrátt fyrir
vaxandi óánægju i vissum hlutum
þjóðlifsins. Arias forsætisráð-
herra gerði veikburða tilraunir
til að draga örlitið úr stjórnmála-
og félagskúguninni en Franco var
fljótur að grípa I taumana. Upp-
reisnartilraun fámenns hóps
ungra, frjálslyndra herforingja
var brotin á bak aftur með þvi
einu, að þvi er virðist, að hand-
taka leiðtoga þeirra. Siðustu dag-
ar Francos voru framar öðru
mótaðir af siaukinni spennu inn-
anlands.
Aðskilnaðarsinnar úr hópi
Baska og Maóiskir hryðjuverka-
menn hófu morðherferð sem til
þessa dags hefur kostað 21 lög-
reglumann lifið. 1 hefndarskyni
fyrirskipaði Franco aftöku fimm
'skæruliða siðla i september. Ná-
grannar Spánverja i nálægum
löndum — og reyndar um heim
allan — voru gripnir hryllingi.
Æfir mótmælendur rændu og
brenndu spænsk sendiráð i þrem-
ur höfuðborgum Evrópu. Páll
páfi VI og fjöldi annarra leiðtoga
fordæmdu aðgerðir Francos.
Fimmtán þjóðir kölluðu
sendiherra sina heim frá Madrid.
Og það sem alvarlegra þótti á
Spáni: Efnahagsbandalagið
stöðvaði þegar i stað samninga-
viðræður við spænsku stjórnina
um endurnýjun viðskiptasamn-
inganna sem falla úr gildi á næsta
ári. Þrátt fyrir viðbrögð alheims-
ins flykktust þegnar Francos um
hann. 1 Madrid söfnuðust 200 þús-
und manns saman á fjöldafund til
að hylla leiðtoga sinn. Það varð
siðasta húrra Francisco Francos.
Það virðist samt sem áður lik-
legt að Franco muni hafa áhrif á
stjórnarstefnu Spánar i nánustu
framtið. Tilaðundirbúa þann dag
þegar hans nyti ekki lengur við
gerði el Caudillo Spán að
stjórnarskrárlegu konungdæmi.
En eftirmaður hans, Júan Carlos
konungur, er bundinn af fasiskri
stjórnarskrá landsins sem heftir
mjög allt stjórnmálalegt frelsi.
Hinn nýi leiðtogi Spánar verður
einnig að glima við svo mörg
þeirra vandamála, efnahagslegra
og félagslegra, sem Franco tókst
að sópa undir teppið árum sam-
an.
Hvort sem það stafar af sann-
færingu eða sjálfsréttlætingu, þá
hélt Franco þvi oft fram, að hann
hefði veitt Spáni sameiningu og
frið. En það breytir ekki þvi, að
Juan Carlos tekur við landi og
þjóð sem er margklofin og óróleg.
Fari svo að stjórnmálalif Spánar
verði taumlaust þá er engu öðru
um aðkenna en þrjósku Francos
viðað losa þjóð sina undan mið-
aldastjórnarfarinu. A engan hátt
er hægt að segja, að Franco hafi
aukið á dýrð spænskrar sögu.
Hann var grimmilegur harðstjóri
og framlag hans varð að mestu
leyti til þeirrar listar, sem flokk-
ast undir hernaðarlegt einræði.
Byggt á Newsweck.
Ásamt der Fuhrer 1940. Vel fór á með þeim Hitler og Franco — a.m.k.
framan af — og lét þýzki einræðisherrann starfsbróður sinum i té bæði
hermenn og hergögn.
Aftaka i borgarastyrjöldinni 1936. Franco stjórnar sjálfur.
Fjölskyldan
Juan Carlos prins veröur kryndur konungur Spánar á laugardaginn.
Þessi mynd af honum og fjiilskyIdunni var tekin i siðasta mánuði.
Kona hans er Sofia prinsessa af Grikklandi.
Að kvöldi dags: Ffanco ásamt eiginkonu sinni, Carinen haustið
1973.