Dagblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. BIABID frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamcnn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Ilandrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guömannsdóttir, Maria ólafsdóttir. I.jósmvndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiríksson Dreiiingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Flóðlýstur myrkviður Litið er um þokubakka i nýútkom- inni skýrslu Rannsóknaráðs rikisins um þróun sjávarútvegs. Fram- setning efnisins er ljós og markviss, sem er næsta fátitt i skýrsluiðnaði nútimans. Og niðurstaða þessarar aðgengilegu skýrslu er sú, að frekara fyrirhyggjuleysi i sjávarútvegi geti i bezta falli leitt til fjárhagslegra þrenginga og i versta falli til efna- hagslegs hruns. í skýrslunni eru skýrar tölur um, hvernig sókn og tilkostnaður hefur aukizt i útgerð án þess að afli hafi vaxið að sama skapi. Árið 1974 gaf hver króna, sem bundin er i fiskiskipum, einungis af sér 55% af þvi, sem hún gerði árið 1962. Það hefur verið fjárfest of mikið i útgerðinni og raunar einnig i fiskiðnaði. Afkastagetan er langt umfram raunverulegan afla. Gert er ráð fyrir, að árlegur afli botnfiskveiði- flotans geti numið 400 þúsund tonnum á ári næstu árin. Afkastageta þessa flota er hins vegar 90% meiri eða um 770 þúsund tonn. Umframkostn- aðurinn við að halda úti óhóflega stórum flota i botnfiskveiðum nemur hvorki meira né minna en sjö milljörðum króna á ári. Á þessu sviði einu saman virðist vandamálið vera alvarlegra en allur landbúnaðurinn samanlagður. Allt of mörg skip eru að skarka i takmörkuðum fiskistofnum. Með skynsamlegum vinnubrögðum og minni sókn mætti ná sama afla með sjö milljarða króna minni tilkostnaði. Islendinga hefur munað um minna. í skýrslunni er bent á, að stjórn sjávarútvegs- mála hafi fremur en hitt stuðlað að þessari óheilla- þróun. Látið hafi verið undan skammtima sjónar- miðum þrýstihópa i stað þess að hlita sjávarliffræð- inni og arðsemissjónarmiðum. Sjálfvirkar fyrir- greiðslur óhóflegra hárra lána hafa ásamt ýmsum björgunaraðgerðum og öðrum pólitiskum ákvörð- unum leitt til óhóflega stórs fiskveiðiflota. Bent er á ýmsar stjórnunaraðgerðir, sem notaðar hafa verið með raunalegum árangri, þegar syrt hefur i álinn. Leyfisveitingar til veiða framkalla hættu á óhóflegri samþjöppun valds, klikuskap og pólitiskum þrýstingi eins og dæmi Húnaflóarækj- unnar sýnir bezt. Kvótakerfi leiðir til óhóflega stuttra vertiða og versnandi nýtingar á skipakosti eins og sést af sildarvertið þessa hausts. Höfundar skýrslunnar vilja innleiða nýja aðferð til að stjórna fiskveiðunum og byggist hún á al- mennum markaðslögmálum framboðs og eftir- spurnar. Þeir vilja létta þrýstingnum með þvi að skattleggja auðlindir hafsins. Þeir vilja selja veiði- leyfi nógu dýrt til þess, að eftirspurnin falli niður i það mark, að aflamagn og arðsemi verði i samræmi við úthald. Þessi leið léttir ekki aðeins þrýstingnum af miðunum, heldur léttir einnig pólitiskum þrýst- ingi af stjórnmálamönnum og embættismönnum. I skýrslunni er einnig eindregið tekið undir gagn- rýnina á sjóðakerfið. Þar segir, að með millifærslu- kerfum sé verið að gera rekstur óhagkvæmra hluta flotans arðbæran frá sjónarmiði einstaklingsins og i þvi skyni skattlagðir hinir hagkvæmari hlutar. Þetta rýri heildarframleiðni sjávarútvegsins og geri hann minna arðbæran. S-Afríka að verða kjarnorkustórveldi í Suður-Afríku er verið að hefjast handa við byggingu úranium-vinnslustöðvar sem gæti á endanum gert stóran hluta hins vestræna heims háð- an landinu — hvað svo sem mönnum kann að þykja um kyn- þáttastefnu stjórnar þess. Tilkynningin um að stjórnvöld hefðugefið endanlegt samþykki sitt fyrir byggingu stöðvarinnar þýddi i raun að Suður-Afrika gekk i fámennan — en gifurlega þýðingarmikinn hóp þjóða sem sjá heiminum fyrir úranium, ó- unninni kjarnorku. Þegar i dag er Suður-Afrika þriðji stærsti framleiðandi heims á úranium-oxiði — „gulu kökunni” — og hefur ásamt ná- grannarikinu Namibiu (SV- Afriku), yfir að ráða næst- stærstu námum i heimi. Auk þessa segjast suður- afriskir visindamenn hafa fund- ið upp óvenjulega aðferð til að vinna úranium og gera það hæft til notkunar. Aðferð þessi er sögð allt að 40% ódýrari en aðr- ar aðferðir sem notaðar eru. Sjöföld aukning á 10 árum Suðurafriskir visindamenn, sem vinna að áætlanagerð þessu að lútandi, eru þeirrar skoðunar að sérstaða landsins — með nægilegt úranium og þessa til- tölulega ódýru, nýju úrvinnslu- aðferð — muni styrkja mjög stöðu landsins til að notfæra sér þá auknu eftirspurn sem gert er ráð fyrir að verði eftir úranium. Sérstaklega er gert ráð fyrir að þróunarlöndin hafi hug á að komast yfir þetta dýrmæta efni. Nýlegar hagtölur frá OECD — Efnahags- og framfarastofnun Evrópu — benda raunar til þess að „úranium-æðið” sé þegar hafið — eða um það bil að hefj- Starfað við kjarnakljúf: úti og inni sama hættan. Valdataka meirihlutans Grundvallaratriði lýö- ræðisskipulags okkar er réttur meirihluta Alþingis til að setja þjóðinni lög og réttur þeirrar rikisstjórnar, sem studd er meirihluta Alþingis, að stjórna i krafti þeirra laga. Stjórnar- skráin og vald forseta Islands takmarka þetta vald sem er óvéfengjanlegt fram að kjör- degi. Þrátt fyrir þetta hefur þjóðin fundið að einhverjir aðrir en til er ætlazt i stjórnarskránni ráði i reynd i vaxandi mæli gangi mikilvægra mála sem vera ættu innan valdsviðs Alþingis og rikisstjórnar. Þessir valdaaðilar, nú kallaðir þrýsti- hópar eða hagsmunahópar, virðast nú, sumir hverjir, ætla að virða að vettugi lög og rétt og hrifsa til sin völd i krafti samtakamáttar og séraðstöðu. Upplausnaráhrif verðbólgunnar ýta undir þessa hópa. Verði ekki breyting á má búast við vaxandi tilhneigingu til valdaráns sem leitt getur til almennrar upplausnar, endaloka efnahags- legs sjálfstæðis þjóðarinnar og afnáms lýðræðis i landinu. Islenzka þjóðin hefur einu sinni glatað sjálfstæði sinu vegna þess að ekkert miðstjórnarvald er til i landinu og það gæti gerzt aftur ef því valdi verður ekki beitt nú. Núverandi rikisstjórn er studd mjög sterkum meirihluta Alþingis sem áreiðanlega hefur vilja til að veita þjóðinni nauð- synlega forustu. Stjórnin hefur yfir nægri þekkingu að ráða til að geta leyst aðsteðjandi vanda- mál og ekki er vafi á að mikill meirihluti þjóðarinnar óskar eftir raunhæfri lausn. Erfiðleik- arnir eru timabundnir og betri dagar eru framundan ef við ná- um fótfestunni á næsta ári. En eigi það að takast er nauðsyn- legt að þjóðfélaginu verði á næstu mánuðum stjórnað af röggsemi og framsýni. Vanda- mál rfkisstjórnarinnar er fyrst og fremst að hagsmunahópar geta sett stjórninni stólinn fyrir dyrnar með hótunum um stöðv- un þýðingarmikilla atvinnu- greina. tslenzkar rfkisstjórnir hafa, með undantekningum þó, tamið sér þá starfsaðferð að semja um löggjafaratriði og stjórnarað- gerðir við hagsmunahópa. Þetta er ósiður sem m.a. hefur valdið þvi að aðgerðir hafa venjulega verið lágmarks-samkomulags- aðgerðir, smáskammtalækn- ingar. Slikir samningar eru veikleikamerki, hagsmunahóp- arnir ganga á lagið og lág- marksaðgerðir lækna sjaldnast meinin en veita gálgafrest. Alþingi og rikisstjórn eiga ekki að semja á þennan hátt heldur skapa með aðgerðum sinum að- stæður sem hagsmunahóparnir verða að taka tillit til i samning- um sinum innbyrðis. Þessari að- ferð var beitt 1959 og 1960 og Verðtrygging Nýlega var rekið mál fyrir Borgardómi Rvikur vegna á- greinings um lögmæti visitölu- bindingar i kaupverði ibúðar. Niðurstaða dómsins var sú að slik verðtrygging bryti i bága við gildandi lög og kaupanda ibúðarinnar bæri ekki að greiða umrædda verðtryggingu. Hér er um undirréttardóm að ræða, en ef málinu er áfrýjað og dómurinn staðfestur i Hæsta- rétti er hér á ferðinni mál sem hefur afdrifarikar afleiðingar i för með sér. Um áratuga skeið hefur það tiðkazt við gerð hvers konar samninga, húsaleigusamninga, kaupsamninga eða verksamn- inga, að binda þá samninga breytingum á visitölu sem verða kunna á samningstiman-; um. Opinberir aðilar, riki og sveitarfélög, hafa þar gengið á undan og nær undantekningar- laust hafa byggingaraðilar á- skilið visitölukvöð i sölusamn- ingum um ibúðir. Sérstaklega hefur það verið gert eftir að framkvæmdalán Byggingasjóðs rikisins komu til skjalanna, en skv. lögum er Húsnæðismála- stofnun rikisins beinlinis falið að taka mið af breytingu bygg- ingavisitölu á byggingatima húsnæðis. Ákvæði samninga um visi- tölubindingu byggjast á þeirri forsendu að á timum mikillar verðbólgu getur verðákvörðun i upphafi samnings ekki staðizt fyrir seljanda nema með fyrir- vara um breytileika verðs i samræmi við verðþróun á samningstima. Launakjör og efniskaup geta tekið stórstigum breytingum og bað hefur verið talið sanngjarnt að seljandi mætti breyta verði til sam- ræmis við sannanlegan kostn- aðarauka vegna slikra almennra verð- eða kauphækk- ana á samningstimanum. Þetta hafa landsmenn og verkkaupendur almennt sam- þykkt enda viðtekin venja um langt árabil eins og áður segir. Nú hefur verðtrygging samn- inga verið dæmd ólögmæt. Byggingameistarar geta ekki krafið húskaupendur um greiðslu á sannanlega hækkuð- um tilkostnaði vegna byggingar húss. Nú geta verktakar ekki á- Vi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.