Dagblaðið - 22.11.1975, Page 2

Dagblaðið - 22.11.1975, Page 2
Oagblaðift. Laugardagur 22. nóvember 1975. 2 Steve McQueen og Natalie Wood i hlutverkum sínum. Ekki ber á öðru en vel fari á með þeim. Sjónvarp kl. 22:20 í kvöld: Frábœr leikur og fínir leikarar í kvöldmyndinni Kvikmyndin a dagskrá sjön- varpsins i kvöld kl. 22:20 heitir „Ast og afleiðing”, bandarisk biómynd frá árinu 1963. Leik- stjóri er Robert Mulligan. Aðal- hlutverkin leika Steve McQueen, Natalie Wood, Edie Adams og Herschel Bernardi. Þyðandi er Heba Júliusdbttir. Myndin, sem á frummálinu heitir ,,Love with the proper stranger”, fjallar um unga stúlku sem verður þunguð af völdum manns er hún vill ekki ganga að eiga. Hyggst hún láta eyða fóstrinu. Kvikmyndahandbókin okkar gefur þessari mynd ekki nema þrjár stjörnur en tekið er fram að leikur þeirra . Natalie Wood og Steve McQueen sé mjög góður. Myndin gerist i New York-borg og er hún einnig tekin þar og þykir það auka gildi myndarinnar mjög. Sýningar- timi er 1 klst. 35min. —A.Bj. Sjónvarp kl. 20:35 í kvöld: Sjúklmgum ruglað saman: Paul og Dick œtla að grœða fé á brugg-sölu „Mannamunur” nefnist læknaþátturinn i kvöld sem er að venju á dagskrá sjónvarpsins kl. 20:35. Þyðandi er Stefán Jökulsson. Loftus tilkynnir Duncan að honum sé falin sérstök umsjá heilbrigðisráðherra sem vænt- anlegur sé til St. Swithin til æða- hnútaaðgerðar. Eins og vanalega standa þeir félagar i stórræðum. Paul og Dick hyggjast selja heima- bruggið sitt innan spitalans. Ráðherranum og prestinum er ruglað saman og þar sem þeir eiga báðir að gangast undir sömu aðgerðina uppgötvast mistökin ekki strax. Presturinn er látinn fá þá góðu þjónustu sem ráðherrann átti að fá og þegar þeir taka tal saman cr ráðherrann undrandi á þvi hve vel hefur verið hugsað um prestinn. Hann hefur fengið alls kyns kræsingar i mat á meðan ráðherrann varð aö láta sér nægja að borða bjúgu. Presturinn biður hjúkrunarkon- una að gefa ráðherranum kaffi oggerir hún það fúslega þvi hún heldur að hún sé að uppfylla óskir ráðherrans. Hún hafði rétt lokið við að benda Bingham á „ráðherrann”. Bimgham, sem vissi ekki áður af hinum tigna sjúklingi, rýkur til og kynnir sig fyrir „ráðherranum” og dregur hann með sér til þess að skoða rannsóknarstofuna. Á meðan kennir einkaritari ráðherra til þess að sækja hann. en gripur i tómt. Ýmislegt fleira skemmtilegt gerist en Paul og Dick gleðjasl yfir þvi að geta enn einu sinni gert Bingham lif- iðleitt. A.Bj. Ilulda Jóscfsdóttir hcfur starfað við poppþáttagerð í tvo mánuði. Útvarp kl. 16:40: POPP Á LAUGARDÖGUM „Ég byrjaöi meþ „Popp á laugardögum” fyrir tveimur mánuðum og kann geysilega vel við þetta starf,” sagði Hulda Jósefsdóttir, er við spurðum hana um þáttinn. Laugardagspoppiö er sent út á svipuðum tima og tiu á toppn- um. meðan hann var og hét. Fyrstu kynni Huldu af útvarp- inu urðu einmitt i sambandi við þann þátt, er hún leysti stjórn- andann, örn Petersen, af um tima. „Ég reyni að hafa sem mest af nýju efni i þættinum,” sagði Hulda um tónlistina, sem hún tekur til meðferðar. „En ef eng- ar nýjar plötur hafa borizt frá siðasta þætti verð ég bara að leika það sem hendi er næst.” — En hvaða tónlistarstefnu fylgir þú helzt i þáttum þinum? „Ég leik eiginlega hvað sem er nema þunga tónlist. Hins vegar hef ég mjög gaman af soultónlist sjálf og þess vegna vill oft brenna við að sú músík verði ráðandi i þáttunum hjá mér.” Þvi næst spurðum við Huldu hvort hún hefði eitthvert sam- band við hlustendur. „Ég fæ dálitið af bréfum, en ekki nærri þvi nógu mikið. Ég vildi mjög gjarnan heyra meira frá hlustendum og einnig fá beiðni um óskalög öðru hvoru. Mér finnst nauðsynlegt að hafa þátt með svipuðu sniði og Tiu á toppnum vegna sambandsins við krakkana.” — Hlustar þú á aðra popp- þætti? „Nei, mjög litið, vegna þess hve þeir eru á óhentugum tima. Annars er samband okkar popp- þáttastjórnendanna allt of litið. Við þyrftum að koma okkur saman, alla vega um plötuinn- kaup. Við megum öll kaupa plötur fyrir útvarpið, en þar sem við tölum okkur aldrei saman þorir enginn að gera neitt.” —ÁT— „Kemst í jólaskap þegar á bókamarkaðinum byrjar" Utvarp í kvöld kl. 20:45: — segir kynnirinn, Dóra Ingvadóttir 1 kvöld klukkan 20.45 er á dag- skrá útvarpsins þátturinn A bókamarkaðinum. Við leituðum upplýsinga um hann hjá kynni þáttarins, Dóru Ingvadóttur. „Þættirnir hófust að þessu sinni 1. nóvember. Enn sem komið er eru þeir bara einu sinni i viku en þegar nær dregur jólum fjölgar þeim að sjáif- sögðu. Mér finnst alltaf að jólin séu virkilega að nálgast þegar þessir þættir byrja og ég held að svo sé um fleiri.” — Hverjir velja kaflana sem tesnir eru? „Yfirleitt eru það höfundar eða þýðendur sem velja kafl- ana. Einnig reynum við oft að fá þessa menn til að lesa verk sin sjálfir. Ef það gengur ekki þá benda þeir á einhverja sem þeir treysta.” Dóra vinnur ekki eingöngu hjá útvarpinu við að kynna bæk- ur á bókamarkaði, — hún er einnig fulltrúi útvarpsst jóra. Við spurðum hana i hverju starf hennar væri fólgið: „Ég er fyrst og fremst ritari útvarpsstjóra. Einnig sé ég um erlend viðskipti fyrir útvarpið. Mesta vinnan er i þvi fólgin að útvega islenzkum útvarps- mönnum erlendis tima i stúdió- um. Einnig hef ég verið i þvi að útvega erlendum fréttamönnum hérlendis vinnuskilyrði fyrir beinar útsendingar til heima- landa sinna.” Dóra sá um poppþáttinn Á nbtum æskunnar um langt skeið. Heföi hún áhuga á að snúa sér að sliku aftur? „Ne -i, það held ég ekki. Maður má aldrei missa þráðinn, þvi að þá er maður dottinn út úr þessu öllu saman. Ég sá um Á nótum æskunnar i fimm ár og held að það sé nóg. Annars greip ég einu sinni i Popphomið og spilaði þá bara músik sem ég hef gaman af. Einnig hef ég tek- ið Óskalög sjúklinga og Lög unga fólksins i forföllum. Ég hef gaman af þessu en held að mig langi ekki að annast svona þátt aftur.” —ÁT— Dóra Ingvadóttir að vinna við þáttinn A bókamarkaðinum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.