Dagblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 7
Dagblaöið. Laugardagur 22. nóvember 1975. 7 Höskuldsdóttir við með persónulegar sórrealiskar myndir. Litir hennar eru nó betur samræmdir en oft áður og hugmyndirnar ferskari, en verkleg útfærsla þeirra dregur dálitið Ur kraftinum. Jónas Guðvarðsson heldur síðan áfram á hurðarvegg með „Fyrning” þar sem b’önduð tækni er notuð, en sætabrauðs- litir hans draga úr áhrifunum. Sævar Danielsson hefur nokkrum sinnum synt á Haust- syningum, bæði málverk og skUlptúr. Lífrænt myndmál og vönduð vinnubrögð hafa verið einkenni á verkum hans og er svo einnig með „Málverk” hans tvö sem þar að auki bera vott um hugmyndaauðgi. Siðan má sjá tvö verk eftir Sigurð Orlygs- son sem bæði bera jazzkennd nöfn eins og Sigurðar er von og visa. Litir hans eru orðnir dýpri og munaðarfyllri en áður, en hann má gæta sin á þvi að skipta myndum sinum ekki of absólUt i tvennt. En Sigurður á betri myndir i pUssi sínu og geymir þær eflaust til næstu einkasýn- ingar. Myndir Einars borláks- sonar eru mun heilsteyptari en obbinn af nýafstaðinni sýningu hans, þétt og örugglega sam- settar með ákveðnum mynd- áherslum og vinnuaðferðir og litir Arnars Herbertssonar hafa litið breyst. Viddir Vilhjálms í innri sal er Valtýr Pétursson fyrstu með tvö verk, en þar næstur hangir Jón Reykdal með fjórar stórar blýantsmyndir um „Tima andófsins”, mjög lipur- lega gerðar og vandlega hugs- aðar. „Samlifrænar víddir” Vilhjálms Bergssonar virka ávallt heldur þurrpumpulega á mig, litirnir eru óþægilegir og myndhugsunin einföld. Vilhjálmurgæti lært sitthvað af Sævari Danielssyni hvað tækni snertir. AgUst Petersen er ekki hræddur við að sýna aftur og stendur sig vel og kappinn örlygur Sigurðsson er kominn Ut i bátamyndir, skemmtilega dulUðugar i lit en ekki nógu sannfærandi teiknaðar. Kristján Jón Guðnason á hér litla vatnslitmynd, ferska og . frjálslega gerða, og Ragnheiður Ream sýnir tvær oliumyndir i sterkum, vel samræmdum lit- um. Kjartan Guðjónsson er kominn Ut i sterkari liti og stór- fenglegri hreyfingu i myndum sinum og Eyjólfur Einarsson hefur gott vald á sérstæðu myndmáli. Frá Akureyri Alþjóð munu kunnir litir Óla G. Jóhannssonar, en myndhugs- un hans byggir eins og áður á skrýtilegum frásagnarstil. Orn Ingi sýnir „Haust”, daufbeiskt i litum og átakalitið sem mynd- efni og tækni Helga Vilbergs fer sifellt batnandi, þótt ekki verði komist hjá því að nefna sUrrealistann Magritte i sam- bandi við myndir hans. Málverk Gisla Sigurðssonar er heldur stirt fyrirtæki, þótt litir séu af og til skemmtilega samhljóma i myndinni. Kolamyndir Haralds Guð- bergssonar eru daufar og ljóð- rænar að upplagi, — e.t.v. helst til þokukenndar, og landslag Hrólfs Sigurðssonar er glórandi og pxpressjóniskt. Af öðrum myndum i þeim sal má nefna „Leik” Sólveigar Helgu Jóns- dóttur, leitandi verk, „Skýja- borgir” Brynhildar Óskar Gísladóttur, skemmtilega sUrrealiskt verk, og „Indriða- staði „Gunnars I. Guðjónsson- ar, happa- og glappalega expressjóniskt en nokkuð sæmi- legt samt. Frammi i gangi hanga finleg- ar vatnslitamyndir Hjörleifs Sigurðssonar, sprengivatnslitir Jónasar Guðmundssonar, kraft- mikil og litsterk verk Jóhönnu Bogadóttur og táknrænar krit- armyndir Vigfúsar Heiðars Guðmundssonar. Ágæt Ásgerður Við hlið hans eru vatnslitir Sigurðar Thoroddsen sem virð- ast eiga heima i einhverju öðru umhverfi. Ekki má svo gleyma vatnslitum Sigurþórs Jakobs- sonar, en þeir voru til sýnis ný- verið. Litið er um vefnað á þessari sýningu, en samt fer Asgerður BUadóttir á kostum i mynd sinni „Huldulauf” sem endranær. Verk hennar er rikt bæði af formhugsun og áferð, en vefur Barböru Arnason er einnig skemmtilegt verk. Leifur Breið- fjörðsýnir ekki á sér nein stöðn- unarmerki i glermyndum sin- um, en aftur á móti er fátt nýtt að sjá i skUlptUrnum. Verk Hall- steins höfum við nýlega séð, „Börn” Þorbjargar Pálsdóttur eru eins markvisst fráhrindandi og áður, Guðmundur Benedikts- son heldur sinu striki i eirblökk- um sinum og Sigurjón ólafsson sýnir nýtálgað verk „Mýkt”, með eir-ivafi. Þess ber að geta að sýn- ingarskrá er mikið gölluð, fæð- ingarár röng, linur færðar til o.s.frv. við fyrstu sýn, en skilur ekki mikið eftir sig. Hornreka i bók- staflegri merkingu er svo Sig- riöur Björnsdóttir með akril- myndir sinar tvær sem ekki virðast gerðar af mikilli sann- færingu og með sterku skreyti-ívafi sem sömuleiöis staldrar ekki lengi við i höfði skoðanda. Síðan fylgir Hafsteinn Austmann á eftir með tvær nýjar oliumyndir og er still hans orðinn nokkuð fyrirsjáanlegur. Þotuflug Bestu oliumynd sýningarinn- ar á Hringur Jóhannesson i „Þotuflugi” sinu, magnaö og nákvæmt verk sem inniheldur þó mikinn skáldskap um hið gamla og hið nýja. Aðrar mynd- ir hans hér eru gerðar með hans venjulegu natni en sindra ekki Ut frá sér eins og sU stóra. Fyrir endavegg hanga tvær optisk-geómetriskar myndir Eyborgar Guðmundsdóttur sem báðarheita „Titrandi strengir”. Myndir eins og þessar krefjast vandaðs frágangs og hafa vinnubrögð Eyborgar batnað mikið hvað það snertir. Einhver þyrrkingur er samt i myndum hennar. Kannski eru forsendur hennar of einfaldar og augljós- ar, þ.e. hringir og ferningar á móti „strengjunum” sem sjálfir titra ekki á sannfærandi hátt. Minni Barrok Við hlið hennar er Gunnar örn Gunnarsson sem nú gerir það gott á stóru gallerii i Kaup- mannahöfn. Gunnar á hér þrjár myndir og eftir þeim að dæma er hann orðinn stórum spakari i list sinni en áður. Barrokhreyf- ingin og æsingurinn er horfinn og sterkir myndstuðlar og mun- aðarfullir litir halda nU mynd- um hans saman. „Módel” hans er hefðbundið verk, en litina og andlitsbygginguna á Gunnar. í likamsteikningu sinni hér er hann greinilega að stila upp á aö áhorfandi geti að einhverju leyti i eyðurnar, en er ekki nægilega öruggur þar og einstaka lina er klUðursleg. Portrettmyndir hans eru sterk verk og virðist Gunnar örn hafa mikið öryggi i þeirri list. Með sköfu eða breið- um pensli virðist hann gripa aöaláherslur andlitsins i einni svipan. Eftirtektarvert er einn- ig litrim hans sem er orðið mjög fágað. Björg Þorsteinsdbttir sýnir stóra akrilmynd er nefnist „Sumarminning”. Björg hefur náð að skapa sér mjög sérstæð- an og auðþekkjanlegan stil þar sem þekkjanleg form samtvinn- ast afstrakt flötum, og á þetta við um þessa mynd. En einhvern veginn stinga hinir skæru litfletir hennar mig i þetta sinn, e.t.v. eru þeir of sterkir fyrir fingerða teikningu natUralisku formanna. Súrrealismi A næsta vegg á Bragi Hannes- son mjög snortrar vatnslita- myndir og siðan tekur Þorbjörg Ein af myndunum á Haustsýningu FÍM: Gunnar örn Gunnarsson: Portrett (olía). gdöæri eða hallæri hefur veriö aö ræöa. Blekkingin um aö fiskveiöar og afleiddur atvinnurekstur sé sá hornsteinn sem fslenzka þjóöin eigi aö grundvalla Hfsaf- komu sína á I náinni framtið er stærri en svo að þeir, sem henni beita, geti risið undir þeim áfeliisdómi sem þeir þurfa aö þola þegar þjóöinni hefur lærzt aö hagkvæmara er aö arðtaka auölindir þær sem fyrir hendi eru en þær sem uppurnar eru. En blekkingin mun sennilega sitja I fyrirrúmi enn um sinn, hvaö sem síöar kann að verða. Biekkingin kemur fram i mörgum myndum en hefur ávallt sama takmarkiö, nefni- lega þaö aö halda fiskveiöum gangandi hversu illa sem aflast og hversu erfiölega sem gengur aö selja afuröirnar á erlendum markaði. Þvl er einnig oft haldið fram að þrátt fyrir þaö millifærslu- kerfi, sem viö búum viö gagn- stætt þvi sem aörar þjóöir vest- rænar nota, þ.e. raunverulegt markaðskerfi, þá muni sá dagur koma aö islendingar geti litiö björtum augum til framtlðar- innar og fiskafuröir muni hækka svo I verði að við getum jafnvel vænzt þess aö geta greitt skuldir okkar erlendis, jafnhliöa þvi aö geta séð fyrir nauösynlegum innflutningi til lifsviöurværis! Blekking og aftur blekking. En það er ekki einasta aö stjórnm álamenn hafi skýlt þessum „stóriöjurekstri” okkar meö blekkingum og þrjözkufuli- Kjallarinn Geir R. Andersen um fullyröingum heldur hefur innan þessa atvinnureksturs viögengizt svo geigvænleg svikamylla og lagabrot aö eng- inn annar atvinnurekstur hefur átt eins i vök að verjast fyrir siögæöisvitund almennings. Jafnvel skipstjórnarm enn, þessar hetjur hafsins sem margir hverjir taka sér fri stóran hluta ársins til þess aö þurfa ekki að greiöa skatt af fullum árstekjum eins og venju- legir borgarar, hafa veriö staönir aö þvl að þverbrjóta veiðiheimildir sem löggjafinn setur og fara aö eigin lögum varðandi veiðikvóta og afla- magn. Röksemdir ráðamanna um „aö batamerki sjáist viöa um heim, m.a. I Bandarlkjunum, og sem muni veröa til þess að hækka verð á afurðum okkar þar”, verður að telja harla létt- vægar. Þaö er staðreynd að i Bandarikjunum, jafnt og ann- ars staðar i velmegandi lönd- um, er litiö á fisk sem annars flokks fæöutegund og hennar ckki neytt nema undir sérstök- um kringumstæðum, allt að þvi lagaboði, eins og raunin var um föstudagsneyzluna aö boöi páfa, enda mikili léttir öllu kaþósku fólki er það lögboö var afnumiö. Má segja að afnám þess lögboös hafi veriö einn alvarlegasti skellurinn sem viö tslendingar uröum fyrir á seinni árum varö- andi verölækkun þessarar út- flutningsvöru þegar ekki var lengur lögboöiö að eta fisk á föstudögum. Var þá fokiö I flest skjól og gætir enn áhrifa þessa hér. Viðskiptamálaráöherra hefur látiö eftir sér hafa aö „mestu efnahagserfiöleikarnir séu von- andi að baki nú”. Fólk spyr þvi gjarnan hvar erfiöleikarnir hafi komiö fram i raun ef þeir eru allir aö baki nú! Er ekki hér enn ein blekkingin á ferö eöa er um að ræöa þverskurð þrjózkunnar I öllu sinu veldi? Heldur viöskiptam álaráö- herra raunverulega að almenn- ingur I Bandarikjunum muni hlaupa upp til handa og fóta og kaupa sér fisk I soöið jafnskjótt og auraráö verði rýmri? Nei, hér talar ráðherrann gegn betri vitund þvi það er staöreynd aö þótt viss teikn séu á lofti um aö dýrtíöaraldan i heiminum sé aö réna (aö frátöldu islandi) og mikil batamerki I efnahagsmál- um Bandarikjanna er engin von til þess aö við njótum þar góös af þcgar rætt er um sölu á fisk- afurðum. Tiliiúin veröhækkun á fiskafurðum okkar i Bandarlkj- unum mun þvi litið stoöa i okkar efnahagserfiðleikum og þaðan af siöur sú blekkingar-staöhæf- ing að „mestu efnahagserfið- leikarnir séu vonandi aö baki nú”. Kfnahagsöröugleikarnir eru ‘ rétt að bvrja hér og munu hald- ast um langan tima, nema snögglega verði söðlaö um og veðjað á rcttan hest, þánn hest sem aöallega hefur verið haföur til sýnis fyrir erlenda gesti og ritaö hefur verið um af miklum Ijálgleik i blöö og litprentaða hæklinga, — nefnilega islenzka orku. Þaö getur ekki farið á milli mála aö orka i formi jarðvarma og vatnsfalla hiýtur að vera sú náttúruauölegö sem við íslend- ingar veröum að byggja framtið okkar á, og sú orka eingöngu. Þessi náttúruauöæfi eru mælan- leg, snertanleg og ótakmörkuö, að því er bezt er vitaö, gagn- stætt þvi sem fiskimiðin eru. Þaö mun þvi skipta miklu máli hvernig til tekst meö þær hugmyndir sem i athugun eru og aörar sem á eftir fylgja og hvort þjóðin og forystumenn hennar geta fengiö þaö af sér að skera á liftaug þess afæturekst- urs sem sjávarútvegur hefur verið á undanförnum árum og stuölað þannig aö áframhald- andi lifsskilyrðum i þessu landi meö allsherjar iönvæðingu, byggðri á orku þeirra auölinda sem viö höfum átt i landinu sjálfu frá upphafi. Þaö hefur staöiö efnahagslifi okkar fyrir þrifum hingaö til aö eldri kynslóðin er enn allsráö- andi i þingsölum og i embættis- mannakerfinu og hefur einungis stuözt við glópalán sem ráö- gjafa, eins og dæmin sanna svo Ijóslega. Fiskifræðingar og aðr- ir sérmenntaðir hafa ekki átt upp á pallhorðiö hjá stjórn- málamönnum sem ávallt hafa gengið erinda „útgerðastjóra" sinna og annarra viölika þrýsti- hópa. Þess vegna eiga nýjar hugmyndir um aðra atvinnu- vegi, sem geta tekið viö af fisk- veiöum, erfitt uppdráttar og þó að þrjózkan, þessi meinkráka þjóöarsálarinnar. hafi tekið sér alræöisvald i oröum og athafna- leysi stjórnmálamanna þeirrar kvnslöðar. sem hafði glópalániö að leiðarljósi, þarf hún ekki nauðsynlega að dæma Islenzkt þjóðlif til ævarandi ölmusu- göngu. — nema þvi aðcins að meirihluti hennar æski þess al- veg sérstaklega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.