Dagblaðið - 04.12.1975, Síða 10
10
Dagblaðið. Fimmtudagur 4. desember 1975.
wBIAÐIÐ
fiýálst, úháð daghlað
Útgefandi: Dagblaðið ht.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ititstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: liallur Simonarson
Ilönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
Pétursson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- '
grciðsla Þverholti 2, simi 27022.
E/n af sjálfhreyfivélunum
Póstur og simi er ágætt dæmi um
opinbera einokunarstofnun, sem
losnar úr tengslum við eigendur sina
og viðskiptavini, fólkið i landinu.
Stofnun þessi er rekin af embættis-
mönnum og hefur ekki einu sinni
stjórn yfir sér. Hún metur sjálf tekju-
þörf sina og fer að flestu leyti sinu fram. Hún er riki
i rikinu.
Einokunarstofnanir af þessu tagi þurfa að vera
undir stöðugu og ströngu eftirliti. Annars er óhjá-
kvæmilegt, að ráðamenn þeirra venjist á óhóflegan
lúxus i rekstri og vafasöm vinnubrögð i innkaupum
á búnaði. Slikar stofnanir verða gróðarstia spilling-1
ar, jafnvel þótt ráðamennirnir reyni að spyrna við
fótum.
Póstur og simi notar flókinn og dýran búnað, sem
margir framleiðendur gætu útvegað. Samt er þessi
búnaður ekki keyptur i opnu útboði til þess að koma
kostnaðinum niður. Það er þvi engin furða, þótt við-
skiptavinir pósts og sima stynji undan álögum hans.
Eitt skýrasta dæmið um vasklega framgöngu
pósts og sirna i verðhækkunum er leigan á f jarrit-
um og búnaði til þeirra. Fyrir réttu ári nam árs-
fjórðungsleigan á búnaði til fjarritunar 40.936 krón-
um, en núna nemur hún hvorki meira né minna en
112.460 krónum. Þetta er 175% hækkun á einu ári og
geri aðrir betur.
Þessi hækkun er ekki i nokkru samræmi við inn-
lenda verðbólgu, gengisbreytingar né erlendar
verðhækkanir. Hún felur hins vegar i sér örvænt-
ingarfulla fjáröflunartilraun stofnunar, sem getur
ekki lengur haldið kostnaði sinum i skefjum.
Fyrir ári var leiguverðið á búnaði til fjarritunar
ekki verulega ólikt þvi, sem var i nágrannalöndun-
um. í Danmörku er ársfjórðungsleigan 39.000 krón-
ur og i Bretlandi 41.700 krónur. Hér hefur leigan
hins vegar hækkað úr 40.936 krónum i 112.460 krón-
ur.
í öllum þessum tölum er innifalinn söluskattur
eða virðisaukaskattur og allar fela þær i sér sams
konar aukabúnað, þann aukabúnað, sem nauðsyn-
legur er og algengastur er. Og i engum þessum töl-
um felst nokkurt notkunargjald. Þetta er grunnleig-
an eins og hún er, ef tækin eru ekkert notuð.
Af þessu má vera augljóst, að póstur og simi á ís-
landi hefur ekki meiri kostnað af leigu búnaðar til
fjarritunar en hinar hliðstæðu stofnanir i Danmörku
og Bretlandi. Verðið ætti þvi að vera rúmar 40.000
krónur hér á landi. Hinn ársfjórðungslegi einokun-
arhagnaður pósts og sima af hverjum fjarrita nem-
ur þvi um það bil 70.000 krónum.
Fjarritar eru meðal heppilegustu og hagkvæm-
ustu samgöngutækja, sem völ er á. Hvarvetna i um-
heiminum eru tæki þessi meðal hornsteinanna i
rekstri fyrirtækja. Hér á landi væri þjóðhagslega
hágkvæmt að auka notkun fjarritunar. En þeirri
þróun er haldið niðri með hinum gifurlega háu
gjöldum.
Grátlegast við þetta er ef til vill, að póstur og simi
hagnast ekki einu sinni á okrinu. Einokunarhagn-
aðurinn drukknar i eftirlitslitlum og óhagkvæmum
rekstri þessarar einu af mörgu sjálfhreyfivélum
verðbólgunnar.
„örlœti" stjórnar íraks við sigraða fylgismenn Barzanis:
KÚRDARNIR REKNIR
SUÐUR Á HRJÓSTR-
UGAR SLÉTTURNAR
Rikisstjórn íraks hefur um
skeiðfluttfjölda Kúrda nauðuga
frá heimkynnum sinum i gróð-
ursælum fjallahéruðum i norðri
til hrjóstrugra sléttusvæða i
suðurhluta landsins. Þessi
stefna stjórnvalda hefur aldrei
verið opinberlega yfirlýst en
engu að siður eru embættis-
menn i Bagdad hvergi smeykir
við að viðurkenna hana.
Þeir eru aftur á móti ekki
reiðubúnir að nefna tölur um
fjölda þeirra Kúrda sem þannig
hafa verið fluttir á milli. Ekki er
heldur hægt að fá staðfest — af
eða á — hvort um er að ræða
bráðabirgðaúrræði eða hvort
verið er að koma stórum hluta i-
búa Iraks fyrir i eitt skipti fyrir
öll.
Tariq Aziz, upplýsingaráð-
herra stjórnarinnar og háttsett-
ur embættismaður stjórnar-
flokksins, Baath-flokksins, hef-
ur haldið þvi fram við vestræna
fréttamenn að fyrst og fremst
hafi fyrrum stuðningsmenn
Barzanis, leiðtoga Kúrda, verið
fluttir frá iraska Kúrdistan.
„Einkum þó njósnarar hans,”
segir Aziz.
Fjöldinn allur af þvi fólki,
sem sendur hefur verið úr einu
landshorninu i annað, er — að
Mulla Mustafa Barzani.
sögn Aziz — stjórnarstarfsmenn
sem einfaldlega hafa verið
færðir til i starfi. En Aziz segir
einnig að fólkinu verði ekki
heimilað að snúa til baka á
næstunni „af öryggisástæðum”.
„Uppreisn Kúrdanna hefur
farið út um þúfur,” segir Aziz.
„Það er mín skoðun, að við höf-
um sýnt þeim mikið örlæti. En
maður verður að blanda örlætið
með varúðarráðstöfunum þvi
ekki viljum við eiga sams konar
vandræði yfir höfði okkar i
framtiðinni.
Þessar öryggisráðstafanir
snerta aðeins tiltölulega fátt
fólk. „Yfirgnæfandi meirihluti
hefur snúið aftur til sinna
svæða, nýtur réttinda og
skyldna þjóðfélagsins eins og
hverjir aðrir, fær læknisþjón-
ustu, vinnu og jarðskika á ný.”
Azis bætir við að „nokkur
landamærasvæði verða að vera
fullkomlega örugg. Við ætlum
ekki að láta uppreisnarmennina
setjast þar að. Ýmist höfum við
flutt þá til annarra svæða i norð-
urhluta íraks eða þá annars
staðar. t stað þeirra búa nú
landamæraverðir á þeirra
gömlu svæðum ásamt fjölskyld-
um sinum.”
Myndlist
MÁLAÐ AF ÞÖRF
Það lofar sjaldnast góðu þeg-
ar ungur listamaður stærir sig
af því að vilja ekki læra af list
annarra, eins og Jóhann G. Jó-
hannsson gerði i viðtali fyrir
nokkrum árum. Sjálfur hafði
hann byrjaði með litla undir-
stöðu i myndlist en þeim mun
meiri i tónlist og er nú einn af
okkar albeztu popptónlistar-
mönnum eins og kemur glöggt
fram á siðustu breiðskifu hans,
„Langspil”. En myndlistin
virðist ekki hafa verið hliðar-
spor á ferli Jóhanns, þvi henni
hefur hann helgað æ meiri tima
siðustu ár og þá af brýnni þörf
fremur en framagirnd. Nú
heldur hann sjöundu einkasýn-
ingu sina að heimili sinu, Skóg-
arlundi 3 I Garðahreppi, og
hefur sú sýning verið framlengd
til 7. desember. Þar hefur Jó-
hann komiö sér upp góðri vinnu-
og sýningaraðstöðu og opinber-
ar 56 myndir, sem allar nema
ein eru vatnslitamyndir. Er
auðsætt á öllu að Jóhann er I
stöðugri framför sem málari,
þrátt fyrir skort á undirstööu.
Sá skortur háir honum mest
þegar hann tekst á við hefö-
bundið myndefni eins og höfuð
eða kroppa en mun betur tekst
Jóhanni þegar hann lætur
gamminn geisa frjálsan i af-
straktmyndum. Þar vinnur
hann á nær súrrealskan hátt, ó-
rökrænt og notar tilviljanir i
málverkinu eftir duttlungum
tilfinninganna. Þó virðist hann
vera að móta sér fastan stil og
myndir hans að taka á sig á-
kveðið snið. Slikt er góðs viti,
þvi það er listamanni aldrei nóg
Jóhann G. Jóhannsson. —
Ljósm. Ragnar Th. Sigurðsson.
að hella stjórnlaust úr skálum
tilfinninga yfir myndflöt eða
hvita örk. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er hann að reyna að
miðla áhorfanda af myndhugs-
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
Um sýningu Jóhanns G. Jóhannssonar
að Skógarlundi 3, Garðahreppi
un sinni og þvi verður hann að
gefa henni „form” eða „stuðul”
sem gerir áhorfanda kleift að
stiga inn i myndina. Myndir Jó-
hanns G. Jóhannssonar bera
vitni næmum, bliðum og tilfinn-
ingarikum persónuleika sem á
ýmislegt ólært. En margur
hefur lagt af stað með verra
veganesti en brýna tjáningar-
þörf.