Dagblaðið - 10.12.1975, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.12.1975, Blaðsíða 1
ypípil i ■■ ■ ■" friálst, úháð daablað l.árg. —Miðvikudagur 10. desember 1975 — 78. tbl. Ritstjórn Síðumúla-12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 rLUUrtLHU ULHnw / wruni/in Sundrar sameiningin flugmannastéttinni? Mikil togstreita er nú i röðum flugmanna vegna sameiningar Ft og LL og stafar hún einkum af at- riðum er varða stöðuhækkanir samfara starfsaldri og þannig óttast flugmenn LL t.d. að að- stoðarflugmaður frá Fí geti hlotið flugstjórastöðu á DC-8 frá LL i stað aðstoðarflugmanns frá LL, ef F1 maðurinn hefur lengri starfsreynslu. Þannig gæti að- stoðarflugmaður frá LL einnig orðið flugstjóri á þotu frá Ft á undan aðstoðarflugmanni þar. Þetta er að vonum mikið hags- munamál fyrir flugmennina þar sem umtalsverður launamunur er á aðstoðarflugmönnum og flugst jórum. Alika margir flugmenn eru hjá báðum félögunum og rikti mikil spenna fyrir aðalfund Félags is- lenzkra flugmanna, sem nýlega var haldinn og stóð framundir morgun. Menn úr báðum röðum höfðu útvegað sér umboð þeirra flugmanna, sem fjarverandi voru vegna vinnu sinnar. Báðir hóp- arnir eru álika fjölmennir, en flugmenn Landhelgisgæzlunnar eru einnig I stéttarfélaginu og þvi i oddaaðstöðu. Fyrir fundinn var ljóst að þeir myndu styðja Fí menn i stjórnarkosningum og var Björn Guðmundsson frá F1 kos- inn formaður, en hann var vara- formaður sl. ár. Fyrir kosning- arnar stakk einn LL maður upp á að landhelgisgæzluflugmennirnir hefðu ekki kosningarétt, en sú hugmynd hlaut ekki hljómgrunn. Fí menn náðu meirihluta i stjórn en i mótmælaskyni gekk hópur LL manna af fundinum. Stuttu eftir fundinn boðaði for- maðurinn til stjórnarfundar, og hefur blaðið fregnað að enginn LL maður hafi mætt þar, og einnig hefur blaðið fregnað að nokkrir flugmenn LL hafi komið að máli við stjórnaraðila LL og reifað við hann að framvegis semdu flug- menn LL beint við LL en ekki i gegn um stéttarfélagið. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Björn Guðmunds- son, formann stéttarfélagsins, en hann vildi ekkert segja, hvorki staðfesta né mótmæla. Er nú komin upp sú staða að Félag Is- lenzkra atvinnuflugmanna geti klofnað, en þetta félag hefur lengi verið samheldiðogá m .a. sterkan eigin lifeyrissjóð, sem lánar tvær milljónir eftir þrjú ár i sjóðnum. JOLAGJAFIR - JAFNVEL FYRIR MINNA EN 500 KRÓNUR Það er jólalegt hjá þeim i Ora- og skartgripaverzlun Glæsibæj- ar, enda gat Bjarnleifur ekki stillt sig um að taka þessa mynd. Dagblaðsmenn voru ann- ars á flakki um bæinn til þess.að vita hvað væri hægt að kaupa i jólagjöf handa hinum ýmsu ald- ursflokkum. Meira að segja tókst okkur að finna ýmsar gjaf- handa frá 0—6 ára og ódýrar ir á innan við 500 krónur. gjafir. A næstu dögum koma svo Viö skiptum jólagjöfunum i jólagjafir handa 7—12 ára, tán- flokka og birtum I blaðinu i dag ingunum, handa honum og upplýsingar um jólagjafir handa henni. GUÐN _________ RÆÐS ■ GEG SEÐLABANKANU — bls. 4 Samnorrœnt gervi- hnattasjónvarp fyrir 1980 er raunhœfur möguleiki — Erl. fréttir bls. 6-7 Laxness: Ég er enginn ofstopamaður í tónlist — bls. 4 14 < l DAGAR j i TIL JÓLA < í Jólagetraunin ( er ó bls. 2 Sjó jólagjafahandbókina í dag og nœstu tvo daga ó bls. 11, 12, 13 og 14

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.