Dagblaðið - 10.12.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 10.12.1975, Blaðsíða 20
trav'et are . . a^d sur) ., +raveL --+ a^ r v1^ '■icetar'c^lC “ fevi '*'sek* e^s tncit d* , ir aC-u+,nP tast >ev ... vcetardx0 -• * at everyö _ duri^q |cr ar>s«er* vo- wusireS-o - c.-+v'? '*'e ar Ú + do V°u s V' -■—r.n what o° y vjhax " Q(,ards. ■ . travet suric ar,á 'oest re ' / imnot- W«"M d , ie.erac ,: o,ric0 / 1 V/ .•»• ■ e. 0 ,>etta er ekki frá okkur" — segir Alfreð Elíasson, forstjóri Flugleiða „Þetta er ekki komiö frá okk- ur”, sagði Alfreð Eliasson, for- stjóri Flugleiða um skeytið, sem Ferðaskrifstofunni Sunnu barst i gær frá Imholz Travel Zurich. 1 skeyti þessu, sem greint er frá i annarri frétt hér i blaðinu, seg- ir, að samkvæmt upplýsingum Loftleiðir Icelandic, standi fyrir dyrum gjaldþrot Air Viking og Sunnu. Vegna samninga Air Viking við Imholz Travel, sem er sviss- neskur ferðaskrifstofuhringur, biður hið svissneska fyrirtæki um skýringar og svör. ,,Ég get auðvitað ekkert full- yrt um, hvað erlendir starfs menn okkar hafa sagt,” sagði Alfreð Eliasson, ,,en það er þá ekki með okkar vitund og eins og ég sagði er þetta ekki frá okkur hér heima komið.” —BS— ,4JPPLYSINGARNAR KOMU FRA LOFTLEIÐUM í ZURICH" segir aðalframkvœmdastjóri Imholz Travel „Upplýsingar okkar um yfir- vofandi gjaldþrot Air Viking og Sunnu eru frá umboðsmanni Loftleiða hér i Zurich”, sagði E. Dietrich, aðalframkvæmda- stjóri Imholz Travel. „Vegna samninga, sem við höfum gert við þessi fyrirtæki er okkur að sjálfsögðu nauðsynlegt að vita hið sanna i málinu,” sagði Die- trich i viðtali við Dagblaðið i morgun. „Við spurðumst fyrir um þetta mál hjá Landsbanka ís- lands og Seðlabanka tslands, en fengum þau svör, að slikar upp- lýsingar gætu þeir ekki gefið öörum en bankastofnunum,” sagði framkvæmdastjórinn. Hann sagði að lokum: „Við ger- um okkur grein fyrir þvi, að orðrómur eins og þessi verður til um ýmis fyrirtæki. Við tökum ekki neinar ákvarðanir i okkar starfsemi nema óyggjandi sannanir liggi fyrir. Við munum leita eftir þeim og höfum raunar gert þegar. Við hljótum aðeins að vona, að þetta sé ekki rétt, en hvort svo er eða ekki, fáum við væntanlega öruggar upplýsing- ar um mjög bráðlega”. —BS— Útlán Alþýðubankans h.f. FÁIR LÁNTAKAR - EN STÓRIR — flestir höfðu þó fullnœgjandi tryggingar Við nýlega úttekt á fjár- hagsstöðu Alþýðubankans hf. kom I ljós, að útlán til nokk- urra aðila höfðu þrengt mjög greiðslustöðu bankans. Til- tölulega fáir aðilar höfðu feng- ið lánafyrirgreiðslur i mis- munandi formi, sem námu ná- lægt helmingi af útlánum bankans. Meðal þeirra telur Dagblaðið sig hafa heimildir fyrir þvi, að séu eftirtaldir aö- ilar: Air Viking rúmlega 100 milljónir, Cudogler um 100 milljónir, Breiðholth.f. um 100 milljónir, Guðmundur Þeng- ilsson um 50 milljónir, Páll H. Pálsson um 30 milljónir, Sigur- björn Eirlksson um 20 milljón- ir, Hagkaup um 30 milljónir, og Alþýðuorlof um 20 milljón- ir króna. Fyrir lánum flestra þessara aðila eru, og hafa verið, alger- lega fullnægjandi tryggingar, og i þvi tilliti ekkert við þær að athuga að dómi þeirra, sem úttektina gerðu. Hins vegar hefur verið gagnrýnt, að svo litill banki sem Álþýðubank- inn er, hafi veitt svo miklum hluta sins ráðstöfunarfjár til útlána til svo fárra og stórra aðila. —-BS „Veðurfregnir og skeyti frá varðskipi benda til þess, að veð- urguðirnir taki að sér gæzluna I dag,” sagði Jón Magnússon, talsmaður Landhelgisgæzlunn- ar, skömmu fyrir hádegið. Tiðindalaust var I þorska- striðinu I nótt. Varðskipið Þór klippti I gær togvfra togarans St. Giles. Það var I annað sinn, sem sá togari missir vörpuna i þorskastrfðinu. —HH Stýrimenn á Tý athuga sigl- ingatæki i brúnni á Tý. (DB- mynd Ragnar Th. Sigurðsson). frjálst, óháð dagblað Miðvikudagur 10. desember 1975. Fjórir kyrr- stœðir bílar stórskemmdir ó Bugðulœk í nótt var ekið á fjóra kyrr- stæða bila við Bugðulæk og þeir allir skemmdir mjög mikið. Voru þarna að verki tveir menn á Rambler fólksbfl sem með ógætilegum akstri skemmdu einn Volvo, Volks- wagenogToyota semvar hvað verst farinn, og Fiat bifreið er einnig mikið skemmd. öðrum aðilanum, sem i Rambler bilnum var, tókst að sleppa frá lögreglunni en hinn situr i yfirheyrslum hjá rann- sóknarlögreglunni. HP. Skálatúnsheimilið: Óskað eftir • • meiri og betri eldvörnum „Skála tún.sheimilið er kannski ekkert verr útbúið en margar aðrar stofnanir, en hitt er annað mál, að þar mætti ýmislegt betur fara,” svaraði Gunnar Ólafsson hjá Eldvarnaeftirlitinu spurningu Dagblaðsins um orðróm þess efnis að Skálatúnsheimilið væri sérstaklega slæmt hvað eldvarnir snerti. Það, sem helzt er ábótavant i Skálatúni, er að vaktmaður- inn á staðnum á óhægt með að ná I starfsfólkið ef eldur kem- ur upp. Starfsfólkið býr i nokkurri fjarlægð frá heimil- inu sjálfu og ekki næst í það nema i gegnum sima. Eld- varnaeftirlitið hefur farið fram á að í starfsmannaibúð- unum verði komið upp bjöllu- kerfi, sem vaktmaðurinn gæti sett i gang i einu vetfangi ef eldur kæmi upp. 1 Mosfellssveit er hvorki slökkvilið né sjúkrabill. Spurningunni um, hvort ekki væri æskilegt að hreppurinn kæmi sér upp slökkviliði svar- aði Gunnar, að f rauninni væri litið lengra upp i Mosfellssveit en til fjarlægustu staða innan- bæjar. Að svo stöddu væri þvi ekki ástæða til sliks. —AT— SKIPVERJI A REYKJAFOSSI FEKK HJARTAAFALL Siglt í óveðri inn til Þórshafnar í Fœreyjum Slysavarnafélaginu var um miðnætti i nótt tilkynrA að að- stoðar væri þörf, ^ar eð einn skipverja á Re,ykjafossi, skipi Eimskipaféla.gsins, hefði veikzt hastarlega. Maðurinn, sem er loftskeyta- maður skipsins á miðjum aldri hafði fengið hjartaáfall. Skipið var þá statt skammt undan Færeyjum á leið til Is- lands. Var haft samband við danskt eftirlitsskip við Færeyj- ar og Reykjafossi snúið með stefnu á Þórshöfn. Eftirlitsskip- lifshættu, en rétt er talið að fara ið er með þyrlu og lækni um borð, en ekki treysti yfirmaður skipsins sér til að leyfa tilraunir i þá átt að komast um borð i Reykjafoss vegna óveðurs er þarna geisar. Skipverjinn er ekki talinn i með hann inn til Þórshafnar, þar sem hann verður lagður á sjúkrahús. Danska eftirlitsskipið fylgir Reykjafossi inn til Þórshafnar. —HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.