Dagblaðið - 10.12.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.12.1975, Blaðsíða 6
6 DagblaOiO. Miðvikudagur 10. desember 1975. SAMNORRÆNT SJÓNVARP UM GERVIHNETTIFYRIR1980 011 Norðurlöndin, allt til yztu marka, eiga þess kost aö koma sér upp sameiginlegu sjónvarps- og Utvarpskerfi meö gervihnetti fyrir áriö 1980. Gervihnettinum veröur komiö fyrir i 36 þúsund km hæö yfir miöbaug og geta Noröur- landabúar þannig séö sjónvarp I beinum útsendingum frá ná- grannalöndunum. Kostnaöurinn viö aö koma upp tveimur eöa þremur föstum gervihnöttum i um þaö bil niu ár verður um 19 milljaröar islenzkra króna miöaö viö núverandi gengi. Sá kostnaður skiptist á milli Noröurlandanna fimm. Fyrir hvern einstakan sjónvarps- eiganda veröur kostnaöurinn viö uppsetningu loftnets og magnara undir 30 þúsund islenzkum krón- um en minni fyrir þá sem nota loftnet og magnara ásamt öör- um. Eina samkeppnin, sem kölluö er „Nordsat”, er svokallaö kapal-sjónvarp. Slikan útbúnaö tekur 20—30 ár aö byggja upp og myndi fyrir t.d. Svia eina ekki kosta undir 8—15 milljörðum sænskra króna, eöa milli 300 og 600 milljarða islenzkra króna. Það er nefnd, skipuö af sænska rikinu (nefnd til könnunar á geimstarfsemi), sem nýlega hef- ur gert grein fyrir þessum miklu möguleikum á sviöi sameiginlegs sjónvarpsreksturs fyrir Noröur- löndin. Meö slíkum gervihnöttum væri ekki aöeins hægt að senda sjónvarps- og útvarpsdagskrár auk simasambands, heldur og ýmsar upplýsingar á sviöi TANDBERG viöskipta, tölfræði, visinda og fleira. Forsaga málsins er sú aö sænska menntamálaráöuneytiö hóf sinar eigin athuganir á þess- um málum jafnhliða þvi sem menningarmálanefnd Noröur- landaráös geröi samþykktir sinar um sameiginlegt sjónvarp og út- varp fyrir Noröurlönd. Ekki er nema ár siöan eldri hugmyndir á Noröurlöndum um „sjónvarp yfir landamærin” voru lagöar til hliöar vegna starfa sænsku nefndarinnar. í skýrslu nefndarinnar, sem ný- lega er komin út og hefur veriö greint ýtarlega frá i blööum á Noröurlöndum, er þvi slegiö föstu meö greinargóöum rökstuöningi aö „fullkomlega raunhæft” sé aö gera ráö fyrir þvi aö innan fimm ára frá þvi aö ákvöröun sé tekin þar um veröi hægt aö koma upp sliku gervihnattakerfi er nota megi á eftirfarandi hátt: 1. Sjónvarpsáhorfendur geta notaö þau tæki sem þeir eiga nú til aö velja á milli dagskrár þriggja eöa fjögurra nágranna- landa. 2. Útvarpshlutsendur geta valiö um 10—12 FM-útvarpsstöövar m.a. i stereo. Með gervihnöttum er einasta leiðin til aö koma Fær- eyjum, Islandi, Grænlandi og hlutum Noregs i útvarps- og sjón- varpssamband viö hin Norður- löndin. 3. Skip og bátar, auk úthafs- eyja, oliuborpalla og fleira komast i sklnandi gott samband. 4. Samband kemst á fyrir öll Noröurlöndin samtimis en t.d. kapal-sjónvarp tekur lengri tima aö komast I notkun og er aö auki margfalt dýrara. 5. Nær 100% Ibúa Noröurlanda geta notiö fullkominna skilyröa fyrir móttöku útvarps- og sjón- varpssendinga. (Þetta kæmi sér ekki sizt vel fyrir Islendinga.) 6. Oll áætlunin kostar f kringum 19 milljaröa króna fyrir utan loft- netin sem ekki veröa nema tæpur metri á lengd. Taliö er aö gervi- hnettirnir dugi viöhaldslaust I niu ár. Njósnarar CIA og KGB nafngreindir í Aþenu Kalt, leynilegt strlö á milli so- vézkra og bandariskra njósn- ara I Grikklandi , sem yfirléitt er háö I kyrrö og ró hanastéls- veizla i Aþenu, hefur brotizt upp á yfirboröiö: í siðustu viku birt- istnafnlaust bréf i dagblaði sem gefið er út á ensku i Aþenu. 1 bréfinu voru taldir upp sjö menn sem sagöir eru vera helztu njósnarar bandarisku leyni- þjónustunnar CIA i Grikklandi. Auk nafna var tilgreindur starfsferil mannanna, heimilis- fang, starfsheiti og simanúmer. Undir bréfiö skrifaöi „Sam- starfsnefnd Grikkja og griskra Bandarikjamanna til varnar landi þeirra og þjóö frá áhrifum CIA”. Bréfiö fordæmdi CIA fyrir aö litilsviröa lýöræöisleg réttindi og hét þvi aö fletta ofan af „illverkum” leyniþjónust- unnar i Grikklandi i svipuöum bréfum. Þessar uppljóstranir ollu tölu- veröu fjaörafoki i bandariska sendiráöinu i grisku höfuöborg- inni enda voru flestir hinna til- greindu manna á lista yfir diplómata þess. Sendiráöið neit- aöi alveg aö tjá sig um máliö. En ekki liöu nema nokkrir dagar þar til erlendir frétta- menn i Aþenu fengu afrit af öðru nafnlausu bréfi. í þetta skipti var undirskriftin „Nefndin til aö halda Grikklandi grisku”. Þar voru taldir til tiu sovézkir diplómatar, verzlunarfulltrúar og blaöamenn sem sagöir voru félagar sovézku leyniþjónust- unnar KGB. 1 bréfinu voru tilgreind nöfn mannanna, starfsheiti, heim- ilisföng og simanúmer. Grikkir voru hvattir til aö hafa gætur á þessum mönnum sem sagðir voru gegna þvi hlutverki að stjórna starfsemi griskra kommúnista. „Ef þessar fyrirætlanir KGB ganga að óskum,” sagði i bréf- inu, „þá liða ekki nema fimm- tán ár þar til æska lands okkar veröur hugmyndafræðilega gegnsýrö af áróðrinum.” Þvi var bætt viö aö útibú KGB i Grikklandi væri ábyrgt fyrir áhrifum kommúnista i griskum fjölmiölum og verkalýðsfélög- um. Rússarnir hafa ekkert sagt um bréfið frekar en bandariskir starfsbræöur þeirra um „sitt” bréf. Bratteli lofar Svíum norskri olíu fyrir '80 VINNUR A GÆÐUM. TANDBERG FJÖLSKYLDAN ER STÓR Hjartað í hverri hljómtækjasamstæðu er magnarinn, TANDBERG hefur gott hjarta, S0LVSUPPER II ÚTVARPSMAGNARINN, sem er einn hinn vinsælasti á Norðurlönd- um. Með 2x20 w sinus (eða meira) fyllir hann stofuna náttúrlegum hljómi. Með góðum magnara þarf góða hátalara og þar má veija úr miklu. Með SS-II kemst þú í nánari snertingu við umheiminn, því að útvarpið í SS-II er mjög næmt á öllum bylgjum: Lang-mið- og stuttbylgjum og FM. Við SS-II má svo tengja segulbands- og kassettutæki, að sjálfsögðu TANDBERG, (þvl þau eru þeir þekktastir fyrir) og auðvitað plötuspilara. SS-II fæst í völdum palisander eða tekki. TANDBERG gæði, þeim getur þú treyst. R)H HAFNARSTRÆTI 17 r\F SÍMÍ 20080 Trygve Bratteli forsætis- ráöherra Noregs hefur lofað Svi- um þvi aö þeir fái norska oliu úr Norðursjó þegar þar aö kemur, aö þvi er sænska blaðiö Dagens Nyheter hefur skýrt frá. Norski forsætisráðherrann gaf þetta lof- orö þegar hann kom i opinbera heimsókn til Sviþjóöar sl. sunnudag. Dagens Nyheter hefur eftir Bratteli, aö viöræöur séu vel á veg komnar um sænsk-norska oliusamninga. Samningana er hægt aö undirrita meö góöum fyrirvara, segir Bratteli, en reikna má meö aö salan sjálf geti hafizt i lok þessa áratugs. Enn vita Norömenn þó ekki hversu mikla oliu þeir véröa aflögufærir meö. Aö sögn blaösins hafa viöræður fulltrúa Noregs og Sviþjóöar um samstarf á sviöi iönaöar- og orku- mála gengiö framar öllum von- um. Einn norsku borborpallanna i Norðursjó, „Deepsea Saga” I eigu félagsins Saga Petroleum. Frá þessum palli er borað á 240 metra dýpi. Nú eiga Svlar aö fá norska oliu — og talaö hefur veriö um aö viö kaupum okkar oilu af Norömönnum. Bankarœningjar flýja Tveir menn geröu tilraun til aö ræna banka I París I fyrri viku og tóku þeir fjölda gisla er þeir lokuöust inni I bankanum. Þeir flúöu siöan I bil og má sjá þá grimuklædda á flóttanum. Annar er viö stýriöerhinn heldur byssu aö glslum slnum. I skotbardaga viö lög- reglu féll annar og hinn særöist alvarlega.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.