Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 2
Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975.
2
7
JCynþáttamisrétti"
í Suður-Afríku og
hrœsni þjóða heims
Viggó A. Oddsson skrifar:
Menn eru ýmist hvitir, svart-
ir, gulir eða rauðir af guði skap-
aðir, maðurinn skapaði aflitað
fólk til að „endurbæta” sköp-
unarverkið, eða þó sem er trú-
legra: Hafði engan áhuga á þvi
og stóð alveg á sama.
Þessar marglitu þjóðir hafa
byggt heiminn milljónum ára
áður en Gyðingar sköpuðu al-
heiminn á 7 dögum. Þessar mis-
litu þjóðir hafa á þessum langa
tima skipzt i ótal þjóðbálka sem
ræktað hafa með sér einkenni
sem gerir fólkið frábrugðið mið-
að við fólkið i næsta dal, eða
hinumegin við landamærin.
bótt svertingjar séu mismun-
andi svartir (brúnir, kolsvartir
eða dökk gul-brúnir) eru þeir
marg klofnir i ótal þjóðir með
meir en 1000 (þúsund) tungu-
mál eða mállýzkur.
Þeir hvitu
Þótt hvitir menn séu hvitir, er
þar sama sagan og með svert-
ingja. Hvitir menn eru ekki ein
þjóð heldur samansafn af
menningarlega gjörólikum hóp-
um sem aldrei geta starfað
saman i einni heild. Þannig eru
um og yfir 20 riki eða þjóðir i
Evrópu. Fyrr á öldum voru
miklu fleiri þjóðir eða þjóða-
brot. 1 sjálfu Englandi, eru
margar ólikar þjóðir sem una
hag sinum illa, má þar nefna
Skota, Welsh-búa og Ira sem
vílja ekki vera undir yfir yfir yf-
irstjórn innrásarliðsins frá
Frakklandi sem núna stjórnar
frá London. Danakonungar
reyndu að sameina Norðurlönd,
notuðu jafnvel kirkjuklukkur
frá Islandi i byssukúlur i bar-
áttu sinni fyrir að sameina þess-
ar skyidu þjóðir, en án árang-
urs. tslendingar, Norðmenn og
Sviar vildu ekki vera „danskir”
og höfðu sitt fram. Með sama
hætti er saga annarra þjóða
heimsins, svo langt sem berg-
mál horfinna kynslóða hefur
náð eyrum okkar.
Hinn nýi heimur
Hvers vegna höfðu menn ekki
atómsprengju fyrir 2000 árum?
Hver er sú stökkbreyting sem
varð fyrir réttum 30 árum? Það
eru aðeins rúm 400 ár siðan sjó-
leiðin til Indl. fannst Afrika,
Ástralia og Amerika byggðust
af hvitu fólki. Þessir amerisku
landnemar, sumir ættaðir frá
Tékkóslóvakiu, voru siðan send-
ir út i geiminn og voru að lappa
upp á bilgarm úti á tungli, á
sama tima og milljónir af svert-
ingjum i Afriku hafa ekki náð
þvi þroskastigi að nota innflutt
reiðhjól.. Alls staðar, nema i
Afriku, voru frumbyggjarnir
molaðir niður af landnemunum.
Þar má nefna Ástraliusvert-
ingja og Indiána i N- og S-Ame-
riku. Hviti innflytjandinn söls-
aði allt undir sig.
S -Afríka
Þegar Hollendingar námu
land i S.-Afriku 1652 var landið
óbyggt ef undanskildir eru fá-
mennir hópar af Búskmönnum
og Hottentottum. Um þúsund
kilómetrum fyrir norðan Cape
Town (Höfðaborg) fóru land-
nemarnir að mæta svörtum
flökkuþjóðum. Eftir mikla bar-
daga fundu hvitir og svartir
landnemar sér landsvæði þar
sem þeir hafa lifað siðan, i
hundruð ára stórslysalitið. S.-
Afrika er þvi ekki stolið land
eins og hvitir menn höguðu sér i
Ameriku og Ástraliu. Núna
byggja um 20 milljónir S,-
Afriku, um 15 milljónir svartir.
Heimur i hnotskurn
S.-Afrika er þvi einstætt land
með einstæð vandamál, hér
mætast tveir litarhættir, á gjör-
óliku þroska og menningarstigi,
hvorugur litarhátturinn heyr út-
rýmingarstrið né einokun á
máli og siðum eins og i
Ameriku. I S-Afriku og verndar-
svæði þeirra, SV-Afriku, búa
núna ekki færri en 20 ólikar
þjóðir af (mismunandi) svörtu
fólki, sumar svertingjaþjóðirn-
ar eru bara nokkur þúsund
manns þegar aðrar (Exhosa)
eru álika fjölmennar og Danir
og ráða landsvæði á stærð við
Danmörku. Þeir verða sjálf-
stæðir á næsta ári. Þannig er
það stefna S -Afriku að saga
heimsins skuli veröa endurtekin
hér á friðsamlegan hátt. Að
hver þjóð skuli ráða sér sjálf, i
eigin landnámi, þegar þroski og
efnahagslegt sjálfstæði hafa
markað raunhæfan grundvöll
fyrir sjálfstætt menningarþjóð-
félag, með lýðræðislegt stjórn-
arfar og ábyrga menntaða for-
ystumenn.
„Nú get ég."
Það er einkennilegt, hvers
vegna einstaklingar, dagblöð og
jafnvel það sem ætla mætti að
væru ábyrgir og menntaðir leið-
togar þjóða á þingi eða vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna
skuli leggja S-Afríku i einelti
með allrahanda ofsóknum, þótt
stjórn S-Afrlku hafi I áratugi
reynt að benda á tilgang stefnu
sinnar: Að vernda menningar-
leg og erfðaeinkenni allra
svörtu landnemaþjóðanna á-
samt þeirra hvitu—sem allar
hafa sama tilkall til sins land-
náms. Það er einkennilegt að Is-
land, Astralia, Arabalönd og öll
kommúnistarikin og fleiri, sem
öll hafa sin vandamál sem ekki
er auðvelt að leysa, vita þjóða
bezt hvað Búskmönnum er hag-
kvæmast úti á Kalahari eyði-
mörkinni. Heimsmet (eða var
það Evrópumet) Islands i verð-
bólgu. Heimsmet Astraliu-
manna i kynþáttakúgun. (Þar
þarf opinbert leyfi ef svertingi
vill nota rafmagnsrakvél),
Berlinarmúr kommúnista. Allir
þykjast vita hvernig stjórna
skuli i S-Afriku. Þessi SÞ-speki
hefur sýnt sig i Angóla, Kongó
og afganginum af svörtu Afriku.
Kjaftaskarnir hjá Sameinuðu
þjóðunum læra aldrei af reynsl-
unni. „Einhvers staöar verða
V
Nýjar viddir i mannlegri skynjun
eftir hinn tyrkneska sérfræðing i tauga- og
geðsjúkdómum dr. Shafica Karagulla.
Rannsóknir þessa heimskunna sérfræðings
og læknis svar'a hinum áleitnu spurningum
allra hugsandi manna.
Hvað er að baki allra þeirra mörgu óræðu
fyrirbrigða er birtast á hinn margvisleg-
asta hátt. Æðri skynjun er að hennar áliti
miklu útbreiddari en menn hingað til hafa
látið sig renna grun i.
Að þessum hæfileikum ber mönnum þvi að
leita i fari sinu svo skynjanlegt verði
hversu undravert tæki og dásamlegt mað-
urinn er, og þessir eiginleikar eru okkur
öllum gefnir i rikara mæli en mann órar
fyrir.
IM^afanJ)JÓÐ5M
Þingholtsstræti 27. Simar 13510 — 17059.
Alls staðar nema I S-Afriku voru frumbyggjarnir molaðir niður af
landnemum, segir Viggó Oddsson frá Höfðaborg.
vondir að vera”, segir i þjóðsög-
um okkar. Biskupinn okkar
hafði vit á þvi að „hætta að
blessa”, þegar nóg var komið.
Enginn er
fullkominn
Talið er að aðeins 20 þjóðir i
heiminum búi við lýðræðislegt
stjórnarfar, að vissu marki þó,
sbr. kosningamisréttið á íslandi
milli þéttbýlis- og dreifbýlis-
fólks. 1945 voru 50 aðilar i Sam-
einuðu þjóðunum, núna um 135.
Þvi er þar meiri stjórnmálaleg-
ur aðskilnaður en fyrr. Þótt viða
sé pottur brotinn, að sumra
dómi i S -Afriku, er aðskilnað-
arstefnan ekki tjóðruð við akk-
eri heldur breytist i sifellu eftir
þvi sem þróun og reynsla leyfir,
án þess að stofna til útrýmingar
á menningu og siðum neinna af
þeim fjölmörgu landnámsþjóð-
um, sem landið byggja, hvitra
eða svartra. Þar eð ekkert
stjórnmálakerfi hefur reynzt
fullkomið fyrir hinar fjölbreyti-
legu þjóðir heimsins, er enn á-
stæða til að hvetja til umhugs-
unar um, að hver þjóð skuli
fyrst lækna sin eigin mein og
láta áhuga sinn á annarra þjóða
málefnum fara i gegnum ábyrg
skoðanaskipti og viðræður við
menn i ráðastöðum og fjölmiðl-
um. Skammir og svivirðingar á
vettvangi SÞ. gera aðeins illt
verra.
Raddir
lesenda
Jónas er betri!
„Tritill”, Ytri-Njarðvikum
skrifar:
„Ég vil eindregið mótmæla
skrifum húsmóður nokkurrar i
Austurbænum 9. þessa
mánaðar. Hún segir að Jónas
Jóhannesson i UMFN eigi ekki
erindi i landsliöshópinn og i
staðinn vill hún fá Jón Jörunds-
son úr IR.
Tja, ég verðað segja að konan
hlýtur að dá IR liðið mikið — svo
virðist sem hún vilji allt 1R liðið
i landsliðið.
Jónas Jóhannesson sem nú á
hvern stórleikinn á fætur
öðrum, er mun betri leikmaður
en Jón — enda er landsliösnefnd
mér alveg sammála i þvi — þeir
völdu Jónas ekki satt.
Þvi miður hefur Jónas nú
meiðzt illa og verður þvi frá um
tima — en það breytir ekki þvi
sem ég hef þegar skrifað.”
Hann sagði af
sér vegna
sjólfsalans
— segir nemandi í MR
Pétur Þorsteinsson skrifar:
„Undirritaður fer þess á leit
við blaðið að birtar verði at-
hugasemdir hans við grein i
blaðinu frá 11.12.’75, undirritaða
af A.T. þar sem hann fjallar um
afsögn inspector scholae M.R.
Skafta Harðarsonar. Þar reynir
Skafti Harðarson núverandi al-
mennur nemandi i mennta-
skólanum að réttlæta afsögn
sina
Afsögn Skafta
Skafti segir að fréttin i
Timanum sé á „dálitlum mis-
skilningi byggð. Annaðhvort er
einhver frétt byggð á misskiln-
ingi eða hún á þá ekki við rök að
styðjast. Það er ekki um að
ræða i þessu tilviki, að um dálit-
inn misskilning sé að ræða.
Skafti sagði af sér vegna þess að
kaffivélin var fjarlægð. For-
sagan er sú að tillaga þess efnis,
var borin upp á skólafundi aö
fjarlægja skyldi sjálfsala þann
er afsögn Skafta var reist á. Var
hún samþykkt með nær 2/3
greiddra atkvæða. Leið nú og
beið og var sjálfsalinn ekki fjar-
lægður. Kom að þvi loks að
Skafti fyllti sjálfur mælinn með
þvi að gefa i skyn I Skólatiðind-
um að sjálfsalinn yrði ekki fjar-
lægður. Var hann þannig að
hafa vilja mikils meirihluta
skólafundar að engu og brjóta
lög skólafélagsins sem kveða á
um að skólafundur hafi æðsta
úrskurðarvald i málefnum
skólafélagsms. Tókum við okk-
ur þá til er stóðum að tillögunni
og fluttum sjálfsalann af vett-
vangi i einu vetfangi. Við þessu
brást Skafti á þann hátt að hann
sagði af sér. Er þvi alveg ljóst,
að hann hefur aðeins sagt af
sér vegna' þess að sjálfsalinn
var fjarlægður.”