Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975. MMBIABW frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason tþróttir: llallur Simonarson Hönnun: Jóhanncs Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tóinasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Haliur Hallsson, Helgi 'Pétursson, Ölafur Jónsson, óinar Valdimarsson. ' Handrit: Ásgrimur Pálsson, Iliidur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðinannsdóttir, Maria ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglysingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halidórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðuinúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022._ Nýr leikur í pólitíkinni Kjarasamningar renna yfirleitt út um áramótin. Viðræður Alþýðusam- bands og Vinnuveitendasambands Is- lands eru að komast i fullan gang. Fulltrúar launþega hafa lagt fram stefnu sina i þessum viðræðum. Þar kemur fram fullur skilningur á á- standi þjóðarhags og engin tilraun gerð til að koma rikisstjórninni illa. Morgunblaðinu og Visi nægir ekki þessi hógværð og ábyrgðartilfinning fulltrúa launþega. Þau hafa byrjað árásir úr launsátri á þessa menn, væntan- lega i þeim tilgangi að gera þá meyrari og meðfæri- legri i samningunum. Árásirnar felast i tilraunum blaðanna til að kenna Hermanni Guðmundssyni i Hlif og öðrum forustumönnum launþega i banka- ráði Alþýðubankans um vandræði bankans. Allir vita, að stjórnir fyrirtækja eru yfirleitt fremur áhrifalitlar og að framkvæmdastjórar ráða oftast öllu. Þetta gildir lika um valdahlutföll banka- ráða og bankastjóra. Bankaráðin koma saman af og til og fá skýrslur um útlánaflokkun og ýmsar al- mennar upplýsingar, en vita næsta litið um trygg- ingar einstakra viðskiptamanna. Formlega séð eiga bankaráðin að lita eftir rekstri bankanna. En þetta verkefni hefur i raun færzt i hendur Seðlabankans, sem hefur komið sér upp bankaeftirliti. Og það eru einmitt bankaeftirlit Seðlabankans og bankaráð Alþýðubankans, sem standa nú sameiginlega að tilraunum til að lagfæra rekstur Alþýðubankans. Bankaráðið hefur gegnt skyldu sinni með þvi að óska eftir opinberri rannsókn málsins. Það hefur lika gegnt skyldu sinni gagnvart umbjóðendum sin- um, eigendum bankans, með þvi að ræða málið við fulltrúa launþegasamtakanna og viðhalda trausti þeirra á bankanum. Samtökin hafa samþykkt að fylkja sér um bankann og auka hlutafé hans um 60 milljónir. í ljósi þessa virðist nokkuð langsótt að kenna bankaráði Alþýðubankans um mistökin i rekstri hans. Tilgangur árása Morgunblaðsins og Visis á forustumenn launþega i ráðinu virðist vera sá að koma þvi á framfæri, að þeir hafi litið vit á rekstri og fjármálum. Eðlileg afleiðing af sliku væri sú, að ekki bæri að taka mark á skoðunum þeirra á greiðslugetu atvinnuveganna. Einnig má með slikum árásum koma þvi inn hjá almenningi, að i röðum forustumanna launþega- samtakanna séu hálfgerðir misindismenn, sem séu meðsekir um fjármálaóreiðu og þar með siðferði- lega ekki bærir um að veita launþegum forustu i kjarasamningum. Almenningur er orðinn mjög þrey ttur á fjármála- spillingu og annarri spillingu i landinu. Menn vilja hreinsa til og bæta siðferðið á þessu sviði. Þessi heilbrigðu viðhorf er unnt að misnota með upplogn- um ásökunum i trausti þess, að almenningur hafi tilhneigingu til að trúa öllu illu um áhrifamenn. 1 þessu tiltekna efni er málatilbúnaður of lang- sóttur til þess, að hann megni að grafa undan for- ustumönnum launþega. En það gefur okkur tilefni til að vara okkur á tilraunum i framtiðinni til aðmis- nota siðgæðisvitund okkar með þvi að bera rangar spillingarsakir á menn. Ýmsir munu verða til þess að reyna slikan leik. Aðeins kaffi gefur Kolumbíumönnum meira í aðra hönd KÓKAÍN Helztu útflutningsvörur Kólum- bíu i Suður-Ameriku eru kaffi og kókain. Kaffið, sem er léttörvandi, afl- ar kólumbiska rikissjóðnum sem svarar rúmlega 100 milljörðum islenzkra króna. Kókainsalan, sem öll er ólög- leg, aflar landinu heldur minni gjaldeyristekna, eða sem svarar 85 milljörðum islenzkra króna. En jafnframt veldur kókainið hrikalegum þjáningum, erfiði og — i sumum tilfellum — kYalafull- um dauða, að sögn sérfræðinga i Bogota, höfuðborg Kólumbiu. Þeir segja einnig, að um 70% af öllu kókaini sem selt sé i heimin- um, fari 1 gegnum Kólumbiu á leið til Bandarikjanna og Evrópu. Sem stendur afplána rúmlega 90 Bandarikjamenn fangelsis- dóma I Kólumbiu fyrir eiturlyfja- misferli. Teodoro Campo höfuðsmaður, yfirmaður F-2 —■ sérsveita kolumbisku eiturlyfjalögreglunn- ar — segir að aðeins litill hluti þeirra kókó-plantna, sem kókain er unnið úr, sé ræktaður i Kólumbiu. Megnið er ræktað i Bóliviu, þar sem Indiánarnir hafa ræktað kó'kó-plöntuna i aldaraðir til eigin nota. Einnig er mikið ræktað i Chile, Ekvador og Perú. Ólöglegar verksmiðjur V Aðdráttarafl Kólumbiu fyrir kókainviðskipti byggist á miklu landflæmi, flötu og óbyggðu, þar sem litlar flugvélar geta lent ó- löglega og skúrkar geta sett upp „verksmiðjur” til framleiðslu á þvi kókaini, sem siðan er selt á götumarkaði i Bandarikjunum og Evrópu. Campo höfuðsmaður segir að kókó-laufin hafi öldum saman verið tuggin af Indiánum, sem leita sér örvunar. Kókain varð þó ekki vandamál fyrr en um miðjan siðasta áratug. Um það leyti, segir Campo, tókst bandariskum yfirvöldum að skaða alþjóðlega heróinverzlun alvarlega með þvi að uppræta — að hluta — franska sambandið svokallaða. Auk þess var hægt að koma að töluverðu leyti í veg fyrir heróinstrauminn þegar Tyrkir bönnuðu ræktun ópium-valmúans um tima. „Alþjóðlegu eiturlyfjasmyglar- arnir fóru þvi að leita að efni, sem gæti komið i staðinn,” segir Campo, „og ákváðu að það yrði kókain. Þvi miður ákváðu þeir einnig, að Kólumbia yrði miðstöð verzlunarinnar.” Viðleitni kólumbiskra yfirvalda til að stöðva þessa ólöglegu verzl- un kom fram i þvi, að F-2 var sett á laggirnar ’72. Árangurinn hefur verið sæmilegur til þessa. Enginn munur á sterkum og veikum efnum Um 75% þeirra Bandarikja- manna, sem sitja nú i kólumbísk- um fangelsum fyrir eitur- og fikniefnamisferli, voru gripnir með kókain I fórum sinum. Aðrir voru með marijuana eða önnur ó- lögleg efni. Vandi þessara bandarisku fanga — sem flestir eru ferða- menn undir þritugu — er að yfir- völd i Kólumbiu gera engan greinarmun á sterkum og veikum efnum þegar kemur að þvi, að refsing er ákveðin. Campo höfuðsmaður segir að yfirvöld viðurkenni, að mari- juana sé veikt efni og skaðlaust en kókain sterkt og skaðlegt, en hafi engu að siður ákveðið að láta eitt um allt gilda. Þegar bandariskir ferðamenn koma til flugvalla i Kólumbiu fá þeir venjulega i hendurnar bækl- ing frá bandariska sendiráðinu, þar sem varað er við þvi, að „hver sá sem reynist hafa af- skipti af eitiirlyfjasölu (i Kól- umbiu) á yfir höfði sér þriggja til tólf ára fangelsisdóm. Hver sá, sem hefur eitur- eða fikniefni i fórum sinum, án tillits til magns, á á hættu að verða dæmdur i eins mánaðar til tveggja ára fangelsi.” Grunlausir ferðamenn Bandariskir heimildarmenn og lögreglan i Kólumbiu segja að flestir útlendinganna, sem hand- teknir séu — þeirra á meðal Evrópumenn og ibúar annarra S-Amerikulanda —■ séu einfald- lega ferðamenn, sem fallist á að taka kókain og önnur fikniefni með sér út úr landinu eftir að þeir hafa orðið févana. „Við höfum ekki áhuga á þess- um múldýrum (slanguryrði yfir þessa „smákalla”), við erum að leita að höfuðpaurunum,” segir Campo höfuðsmaður. Að sögn hans kemur fjármagnið aðallega frá Bandarikjunum. „Höfuðpaurarnir eru ekki nauðsynlega mafiumenn,” segir hann. „Reynsla okkar hefur sýnt, að ótrúlega mikill hluti þessa fjár kemur frá Bandarikjamönnum i millistétt, sem eiga litlar fjár- hæðir, er þeir vilja ávaxta fljótt og vel.” Campo segir að auk Banda- rikjamannanna séu Kólumbiu- menn, Perúmenn, Kúbanskir út- lagar og Ekvadorar atkvæða- miklir i „æðstaráði” kókain- smyglsins. „Það sem gerðistvar að þegar Bandarikjamenn fóru að setja peninga i kókainverzlunina i kringum 1965,” segirCampo, ,,þá voru Kólumbiumenn fljótir að taka við sér.” Hann segir fjölda hópa starfa i kókainverzluninni og að stundum komi til skotbardaga. „En sam- starf er einnig algengt. Þegar einn hópurinn er kókainlaus um tima, þá fær hann lánað hjá ein- hverjum öðrum.” Diplómatisk deila Stjórnir Bandarikjanna og Kólumbiu eru sammála um að kókainverzlunin sé mjög alvar- legt vandamál og hafa þær með sér viðtækt samstarf um lausn vandans. Samt sem áður kom til diplómatiskrar deilu á milli land- anna i september. I bandarískum blöðum hafði birzt harkaleg gagnrýni á yfirvöld i Kólumbiu vegna getuleysis þeirra til að stöðva kókainverzlunina. Forseti Kólumbfu, AlfonsoLopez Michel- sen, brást reiður við og sagði vandann byggjast á þvi, „að bandarisk yfirvöld eru ekki fær um að koma i veg fyrir að banda- riskir glæpamenn noti land okkar fyrir starfsemi sina.” Yfirlysing forsetans var harka- lega orðuð og gaf i skyn, að Kól- umbia væri nú notuð og spillt á sama hátt og vestrænar þjóðir spilltu þjóðum Asiu áður fyrr i ópiumstriðunum. * ... 1 — — Brezk valdníðsla Sjaldan hafa orð og athafnir stangazt eins viðbjóðslega á og i viðtali þvi, sem sjónvarpið átti við Callaghan i Brússel nú seinni hluta vikunnar siðustu og sýnt var á laugardagskvöldið i frétta- tima. Hér var hin brezka hræsni i algjöru hámarki. Utanrikisráð- herra Breta þykist ekkert vilja annað en leysa deiíuna og þykist vera tilbúinn að færa fórnir til þess en á sama tima eru menn og skip undir hans stjórn að ráðast inn i 3 og 4 milna landheigi ís- lands, viðurkennda að alþjóða- lögum og af Bretum sjálfum. Friðarpostuiinn Callaghan gerir svo til á sama tima og viðtalið er tekið ógrimuklædda innrás á yfir- ráðasvæði lýöveldisins Islands og lætur skip sín þar gera aðsúg að islenzku löggæzluskipi. Það er ekki hægt að gera einu sjálfstæðu lýðveldi meiri litilsvirðingu og sýnir það gleggst hverja fyrir- litningu Bretar hafa á Islandi og islenzkum málstað. Þvi miður verður það að segj- ast að eins og á málum hefur ver- ið haldið af okkar hálfu sé Bretum nú og Þjóðverjum áður nokkur vorkunn þvi að úti i hrnum stóra heimi er starfað og teflt eftir nokkuð öðrum reglum en sumir menn hér virðast halda. Við skul- um ekki gleyma þvi að sá hinn sami Callaghan, sem einn af ráð- herrum brezku rikisstjórnarinnar be.r persónulega samábyrgð fyrir innrás dráttarbátanna brezku, þurfti eitt sinn að gjöra svo vel og fara i eigin persónu suður til Ug- anda að hitta Idi Amin til þess að frelsa þaðan brezkan njósnara. Það þýddi ekki að senda einn af sendisveinunum eins og Hatters- ley sem einn af okkar æðstu og beztu stjórnmálaforingjum sagði að væri eins og vindbelgur Dettur nokkrum manni i hug að Callag- han og Wilson hefðu látið dráttar- bátana gera innrás á islenzka yfirráðasvæðið ef Island hefði allt i einu heitið UGANDA? Það er ör- uggt mál að ef svo hefði verið hefðu brezku foringjarnir verið með önnur fyrirmæli en nú á Is- landsmiðum. Það hefði aldrei komið til þess i fyrsta lagi að Bretland hefði sent flota sinn inn á UGANDA-hafsvæði undir sömu kringumstæðum og á íslandsmið- um nú. Vert er að geta þess og undir- strika að þrátt fyrir þá staðreynd að um 40 riki viðs vegar um heim- inn hafa nú þegar flutt út fyrir 12 milurnar, flest i 200, hefur brezkt herskip hvergi sézt nema við Is- land. Og þvi spurningin, vegna hvers? Vegna vanbúnaðar Land- helgisgæzlunnar og misskilnings stjórnvalda á mannganginum i þviliku tafli og deilan við Breta nú er. Islendingar hafa alltaf beygt sig fyrir valdsréttinum sem Bret- ar hafa beitt og aldrei svarað stigmögnunaraðgerðum Breta lið fyrir lið og aldrei notað okkur sterkustu leiki. Þvi hafa Bretar á- vallt getað notað nægjanlegan valdsrétt móti okkur án okkar sterkustu mótaðgerða og fiskað ávallt á Islandsmiðum i orði, en samt með takmörkuðum árangri og litlum undir herskipavernd, en þangað til þeir hafa ekki gefizt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.