Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 16
16 Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975. Hvað s^gja stjörnurnar? Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 17. des- ember. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Ekki er vist að þér takist að ná i gamlan vin sem þú vilt hafa samband við. Eyddu deginum á sem venjulegastan hátt og frestaðu öll- um tilraunum og ævintýrum þar til seinna. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Óvæntar og ánægjulegar fréttir gætu þótt tilefni til hátiðahalda heima fyrir i kvöld. Staða stjarnanna bendir til að þú hittir óvenju- legar og áhugaverða(r) manneskju(r) fyrri hluta dags. Hrúturinn (21. marz—20. april): Yngri manneskja gæti orðið þér til mikillar hjálpar i smávægilegum, persónulegum vanda. Kvöldinu væri bezt varið i litlum hópi góðra vina. Nautið (21. april—21. mai): Yngri mann- eskja gæti eyðilagt daginn fyrir þér að nokkru leyti. Láttu ekki neinn komast upp með eigingirni. Einhleypt fólk má eiga von á nýrri stefnu á sviöi ástamála. Tviburarnir (22. mai—21. júnl): Þetta er heilladagur þeirra er umgangast fólk mikið við dagleg störf. Einnig tekst vel til hjá þeim konum erákveða að breyta um hárgreiðslu eða klæðaburð I dag. Krabbinn (22. júni—-23. júlí): Þú lest eitt- hvaö er veldur þvi að þú ferð aftur að velta fyrir þér aðferð til að auka tekjur þinar. Vinur þinn hringir I þig til að segja þér óvæntar fréttir varðandi ástasam- band. Ljónið (24. júli—23 ágúst): Einn þeirra er þú umgengst sýnir yfirburði slna innan um annað fólk. Láttu þetta ekki setja þig út af laginu. Góðir eiginleikar þinir eru mjög auðsæir þessa stundina. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Hafi sköp- unarhæfileikar þinir legið undir oki und- anfarið, þá munt þú nú finna leið til að tjá þig á mjög skemmtilegan hátt. 1 kvöld ættirðu að fara út að borða og hitta annað fólk. Vogin (24. sept.—23. okt.): Annað fólk virðist stjórna öllum aðgerðum núna. Hafðu samt engar áhyggjur, þinn timi kemur fyrr en þig grunar og munt þú þá hafa forystuhlutverkið á hendi. Sporðdrekinn (24. okt.—22. nóv.): Ef þú ert I einhverjum vafa varðandi eina hug- mynd þina skaltu fresta öllum fram- kvæmdum þar til þú hefur hugsað þig bet- ur um. 1 dag er heillavænlegt að ákveða dag og stund fyrir mikilvægt mót. Bogmaðurinn (24. nóv.—20. des.): Vertu alveg sérstaklega á varðbergi i dag, þvi svo virðist sem þér hætti til að gleyma mikilvægum hlutum. Einnig mun gleymska annarra auka þér erfiði. Steingeitin (21. des.—20. jan.):Sé einhver nátengdur þér frekar dapur I bragði, gæti ástæðan vel verið peningavandræði. Vertu samúðarfullur og tillitssamur. Einnig kynni yngri manneskja að leita ráða þinna I ástamálum. Afmælisbarn dagsins: Liklegt er að þú flytjir I allt annað umhverfi þetta árið. Þú verður mjög hreykinn af velgengni eins úr fjölskyldunni. Spáð er nokkrum tilfinn- ingahita i ástamálum undir lok ársins, sérstaklega hjá þeim er fæddir eru fyrri hluta dags. „Ég man ekkert, hvað við ætluðum að segja við lögfræðinginn. Við höfum ekki rifizt i heila viku.” „Mér finnst þeir ekki sýna þér nægilega virðingu hjá fyrirtækinu.” ReykjavIktLögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. í Hafnarfirði I sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Slmi 85477. Simabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynningum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Borgarspitalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30— 19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30—19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30—16.30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Hvitabandið: Mánua. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingar- deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins:kl. 15—16 alla daga. Kvöld-, nætur- og helgidága- varzla vikuna 12,—18. desember er i Vesturbæjar Apóteki og Háa- leitis Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Hafnarfjörður-Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter I Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánud—föstud., ef ekki næst i heimilislækni, sfmi 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. fÖ Bridge i> Spilið hér á eftir hefur öðlazt heimsfrægð — skrifar Terence Reese — frábært dæmi um útspil þarsem fórnað er háspili til að ná út innkomu með langlit — Des- chapelles-bragðið. Suður gefur. Enginn á hættu. #. 65 V 72 ♦ A4 * KDG10932 4D742 VG543 ♦ KG32 +4 4 AK93 V AKD6 ♦ D105 4 65 Sagnir gengu þannig: 4G108 V 1098 ♦ 9876 4 A87 Suður 1spaði 2 hjörtu 4grönd 6grönd Norður 21auf 4lauf 5 tiglar pass Fjögurra granda sögn suðurs var ekki Blackwood — heldur Culbertson — og svarið fimm tigl- ar sýndu tigulás. Sex grönd suðurs voru slæm sögn — auðvit- að átti hann að segja sex lauf. En þá hefði spilið ekki öðlazt þá frægð sem það hefur nú — en strax gleymzt. Sagnirnar höfðu greinilega gef- ið i skyn að norður átti tigulás og að hann var eina innkoma norðurs á langlitinn i laufi. Það gerði vestur i spilinu sér vel ljóst. Spilaði út tigulkóng I fyrsta slag!!! — Austur gaf svo auðvitað þegar laufinu var spilað i fyrsta sinn — og þar með voru spil norð- urs tilgangslaus. Suður fékk ekki nema átta slagi — fjórir niður. Sex lauf hefði hins vegar verið auðvelt að vinna. Skák Hvitur mátar i þriðja leik. Hæfni. 3 minútur sérfræðingur, 6 min. góður, 10 min. sæmilegur, 15 min. byrjandi. m © 9 © 21 'V V v2'- Varstu þrjár, sex, tiu eða fimmtán mlnútur? Lausnin 1. Rg7 — Ke7 2. Bc7 — Kf8 3. Bd6 mát eða 2.-----Kf6 3. Bd8 mát. Ég held, aö það sébúiö að gefa svo mikiö út af plötum núna fyrir jólin, aö það sé hægt að „plata” alla islendinga!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.