Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 12
Dagblaðið. Þriðjudagur lfi. desember 1975. r i tujuuagui Gunnarí 8. sœti Þó Göppingen hafi gengið illa i suðurdeild Bundesligunnar þýzku er Gunnar Einarsson þó meðal markhæstu leikmanna i Þýzka- landi. Hann hefur skorað 33 mörk i 6 leikjum — eða að meðaltali fimm og hálft mark i leik. Júgóslavinn Lavrnic er markahæstur með 41 mark i 7 leikjum. Meðaltal tæplega sex mörk i leik. Hins vegar er meðaltal landa hans Krstic bezt — sex mörk i leik. Hann hefur skorað 3fi mörk i fi leikjum. Þessir leikmenn eru markahæstir (fyrir aftan skástrikið mörk skoruð úr vitaköstum og þess má geta, að ólafur H. Jónsson hefur skorað tæplega 30 mörk — ekkcrt viti) D. Lavrnic (TuS Derschlag) W. Salzer (TV Neuhausen) H.-G. Schmidt (VfL Gummersbach) W. Don (TV Huttenberg) M. Krstic (SG Dietzenbach) H. Oberscheidt (Phönix Essen) U. Böbei (TSV Milbertshofen) G. Einarsson (FA Göppingen) M. Míiller (TSV Rintheim) U. Ufer (TuS Derschlag) S. Schobel (TuS Hofweier) H. Spengler (TV Hiittenberg) P. Kleibrink (Phönix Essen) Hlé er nú á leikjum i Bundesligunni. Næstu leikir i norðurdeildinni veröa 28. des- ember og þá veröur aðeins einn leikur. Staðan þar er nú 7 41/16 7 39/9 7 39/12 8 38/22 6 36/9 7 36/7 7 35/15 6 33/14 6 33/15 7 33/3 7 33/16 8 32/2 7 31 VfL Gummersbach 7 Phönix Essen 7 Grun-W. Dankersen 8 THW Kiel 8 TuS Wellinghofen 7 TuS Derschlag 7 Hamburger SV 7 VfL Bad Schwartau 7 TSV Altenholz 7 OSC Rheinhausen 7 0 147:101 14:0 2 129:120 9:5 3 128:122 9:7 3 124:116 9:7 3 99:91 8:6 3 114:113 6:8 4 90:105 6:8 4 102:116 5:9 5 101:128 4:10 6 105:125 2:12 í suðurdeildinni leikur Göppingen 21. desember við Milbertshofen á útivelli. Stað- TSV Rintheim 7 TSV Milbertshofen 7 TuSHofweier 7 TV Huttenberg 8 SG Dietzenbach 6 TV GroBwallstadt 7 Reinickend. Fúchse 6 SG Leutershausen 7 Frisch Auf Göpp. 6 TV Neuhausen 7 0 1 130:104 12:2 1 1 113:101 11:3 0 3 118:118 8:6 0 4 1 34:138 8:8 0 3 100:96 6:6 0 4 104:98 6 Æ 1 3 95:102 5:7 1 4 111:114 5:9 0 4 94:112 4:8 1 5 114:130 3:11 Norðmenn unnu Svía Sviar og Norðmenn léku tvo landsleiki f handknattleik i Sviþjóð um helgina. A sunnu- daginn unnu Norðmenn i Helsingborg með 18- 17 — en á laugardag varö jafntefli 15-15. Norðmenn höfðu yfir í hálfleik 7-6. Mörk Norðmanna þá skoruðu Inge Hanscn 4, Magnúsen 3, Hunsager 3, Tyrdal 2. Furuseth, Grislinaas og Gerdc eitt hver. Ingemar Andersson skoraði 5 mörk fyrir Svfa — en Björn Andersson aðeins tvö. Í5M Si ■£&& Það verður barizt undir körfunni i kvöld — eins og á þessari mynd frá leik Armanns og UMFN um sfðustu helgi. Ljósmynd Bjarnleifur. Rogers gegn Curtiss í sinn — þegar Ármann og KR leika í 1. deild í Laugardalshöll í dag Einar Hunsager brýzt framhjá sænskum varnarmanni i landsleiknum á sunnudag. Blökkumennirnir Curtiss Carter og Jimmy Rogers mætast i fyrsta skipti i leik hér á landi i kvöld. Þá leika Armann og KR i 1. dcild islandsmótsins i Ilöllinni. Ekki er að efa að um spcnnandi leik veröur að ræða og vafalaust munu körfuknattlciksáhangendur fjölmenna i Höllina. Ármann og KR eru einu tap- lausu félögin f 1. deild. „Trukkur- inn” hefur veriðaðalmaður KR — borið höfuð og herðar yfir leik- menn KR, sem oft hafa virkað nánast statistar. Ármannsliðið er hins vegar jafnara lið — Rogers hefur verið atkvæðamestur en Jón Sigurðs- son og félagar hans gefa honum litið eftir. Þannig er ekki að efa að hart verður barizt og ekkert gefið eftir i kvöld. Leikurinn hefst kl. 20. —h halls Svíinn ungi var beztur í báðum umferðunum Ingemar Stenmark sigraði í svigi heimsbikarins í Vipiteno á Ítalíu í gœr og hefur nú forustu í stigakeppninni Hinn frábæri skiðamaður Svia, Ingemar Stenmark, sem aðeins er 19 ára, gerði sér litið fyrir og sigraði f báðum umferöum f svig- keppni heimsbikarsins i Vipiteno á ttaliu i gær. Var i sérflokki — aðeins þó stigi á undan Piero Gros, Italfu. Stenmark var i öðru sæti á eftir Gustavo Thoeni i heimsbikarnum á siðasta keppnistimabili. Hann fékk timann 111.65 sek. saman- lagt i gær — 0,60 sekúndum á und- an öðrum manni — Hans Hinterseer, Austurriki. En Stenmark átti við vandamál að striða i keppninni. 1 siðari um- ferðinni virtist hann fara utan við stöng — og þjálfari Austurrikis- manna, sá frægi kappi Toni Sailer, lagði fram kæru að Sten- mark hefði misst hlið. En dómarar mótsins úrskurðuðu, að hann hefði farið i gegnum öll 74 hlið keppninnar. Tfmi hans i siðari umferðinni var 54.22 sek. — en 57.43 i þeirri fyrri. Hans Hinterseer var i öðru sæti i báðum umferðum. Fór þá fyrri á 57,96 sek. og siöari á 54.29 sek. þrátt fyrir slæm mistök f byrjun. Timi hans samtals var 112.25 sek. 1 þriðja sæti var Piero Gros á 112.99 sek. en hann var i fjóröa sæti eftir fyrri umferðina. Meistarinn mikli, Gustavo Thoeni, var aðeins skuggi af sjálfum sér i keppninni. Hann náði aðeins 114.90 sek. og varð i niunda sæti. Mest á óvart i gær kom Norö- maðurinn Odd Sörli, nýliði i heimsbikarnum. Hann náði ti- unda sæti I fyrri umferðinni þó hann hefði rásnúmer 52 — og náöi þriöja bezta timanum i siðari um- ferðinni. Sörli er mikill vinur Stenmarks og varð fimmti íþróttir Nei—Marsh Enska knattspyrnusambandið sagði stopp á að Rodney Marsh — fyrrum fyrirliði Manchester City yrði seldur tii Bandarfkjanna og lánaður til Crystal Palacc. Með þessu vill knattspyrnu- sambandið ekki gefa fordæmi fyrir þvi að bandarisk félög kaupi leikmenn i Englandi en láni svo ensku liðum leikmennina ámcðan ekki er leikið i USA. samanlagt á 114.17 sek. ítalinn Bruno Neckler — einnig nýliði i heimsbikarnum — kom lika mjög á óvart. Varð fjórði í fyrri um- ferðinni — rásnúmer 32 — og sjötti samanlagt. Fjórði varð Fausto Radivi, ttaliu, á 113,68 sek. Svisslendingarnir, sem náðu svo góðum árangri í stórsviginu i Madonna di Campiglio, hurfu al- veg i gær. Flestir féllu og sá bezti varð i 15. sæti. Ég keyrði á fullu f báðum um- ferðum vegna þess, aö ég var óánægður meö árangur minn i stórsviginu i Madonna, sagði Stenmark eftir keppnina í gær. Hann var aðeins i tiunda sæti i stórsviginu — og það merkilega i gær, að þetta er í fyrsta skipti, sem hann nær beztum tíma i báð- um umferöum svigkeppni. Piero Gros sagðist vera ánægöur með árangur sinn — en ég heföi getað staðiö mig betur, sagði hann. — Erenn ekki kominn i toppþjálfun. Staðan i stigakeppninni eftir svigiö i gær. 1. * I. Stenmark, Sviþjóð, 46 2. P. Gros, Italiu, 45 3. G. Thoeni, Italfu, 31 4. E.Goos, Sviss, 28 5. Ph. Roux, Sviss, 26 6. Ken Read, Kanada, Franz Klammer, Austurriki og Par- gaetzi, Sviss 25 9. Hinterseer, Austurríki, og Irwin, Kanada 22 covn íil/^1/!- Kapparnir snjöllu eftir stórsvigskeppnina f Val d’Isere I heimsbikarn- um. Frá vinstri Ingemar Stenmark, Gustavo Thoeni, sem sigraði þar, og Piero Gros. Förum í Olympíuleikinn með því hugarfari að ná sigri — segir Viðar Símonarson, landsliðsþjálfari, um leikinn við Júgóslava á fimmtudag ,,Ég er afskaplega ánægður með þessa ferð okkar til Dan- merkur. Danir vildu allt fyrir okkur gera — og allt skipulag af þeirra hálfu var eins og bezt verður á kosiö,” sagði Viðar Sfmonarson, landsliðsþjálfari i handknattleik. Eins og kunnugt er hafa handknattleiksmenn dvalið f Danmörku við keppni og æfingar til undirbúnings fyrir landsleikinn við Júgóslava, sem fer fram á fimmtudaginn. Liðið kom heim i gær. — Alagið á strákana var geysi- mikið — við lékum 6 leiki á 7 dög- um og æfðum alltaf tvisvar á dag. Þetta var ef til vill of mikið — en taktik þarf að æfa aftur og aftur ef árangur á að nást. Þrátt fyrir að okkur tækist ekki að vinna danska landsliðið er ég ekkert súr. Við vorum þarna fyrst og fremst til æfinga. Ég man ekki eftir eins sam- heldnum landsliðshóp og þeim sem nú er, og hef ég þó lengi verið viðloða við landslið. Við æfðum taktik bæði i vörn og sókn og þó að strákarnir hafi spil- að saman hér uppi á tslandi með landsliði — þá er það nú samt svo að þeir voru eins og ókunnugir. En þó við höfum fengið eina viku úti i Danmörku er ekki þar með sagt að við vinnum Júgó- slavana. Ég er ekki að segja að við gerum það ekki — aðeins það að á siðasta ári komu júgóslavn- esku landsliðsmennirnir saman til æfinga og keppni i 265 daga. Samanborið við það er ein vika aðeins hégómi. Þrátt fyrir þetta tel ég að við höfum hiklaust möguleika á sigri — að minnsta kosti að standa i þeim. 1 viðtali sem haft var við Milkovich — þjálfara Júgóslav- anna sagði hann að júgóslavn- eska landsliðið ætlaði að koma upp til tslands og vinna stórt. Jú, júgóslavneska landsliöið er eitt hið sterkasta i heiminum þrátt fyrir allt. Ég tel að HSt hafi gert góða hluti með þvi að senda landsliðið út til æfinga og keppni. Þessi undirbúningur er meiri en áður hefur þekkzt og ef okkur tekst að sigra Júgóslavana þá vil ég þakka það þessari ferð. Hitt er svo annað mál að gagnrýni hefur komiðfram um að ekki skuli hafa verið æft hér uppi á íslandi. Já, það er sorglegt að segja frá þvi en möguleikar til þess að æfa hér eru afskaplega takmarkaðir. Það er svo margt sem spilar inn i. Til að mynda hef ég verið i megn- ustu vandræöum með að fá inni tima fyrir landsleikinn á fimmtu- daginn i Höllinni — og ég er ekki einu sinni viss um að það takist. Þrátt fyrir það bað ég um tima löngu áður en við fórum út. Annað inni i þessu dæmi er að drengirnir þurfa að stunda sina vinnu — þrátt fyrir að ég vildi helzt að strákarnir ynnu ekki neitt fram að leik þá er þvi til að svara að þeir eru i vinnu og hafa fyrir heimili að sjá. Þannig er það i framkvæmd mun erfiðara að æfa hér heima en úti — þegar maöur getur tekið strákana og það er ekkert hugsað um annað en hand- bolta og aftur handbolta. Mér finnst þaö til háborinnar skammar að ekki skuli vera hægt að fá inni — án þess að standa i stappi — fyrir landslið sem er að undirbúa sig undir Olympiuleika og það að spila við sjálfa Olym- piumeistarana. Það væri hægt að smjúga inn á milli, segjum þrjú og f jögur i ein- hverju húsinu en dæmið er ekki svona einfalt — strákarnir eru núna byrjaðir að stunda sina vinnu — þannig verður timinn alltaf ódrýgri. En þrátt fyrir allt þetta erum við ekkert bangnir og göngum til leiksins með þvi hugarfari að sigra, þaðgeturðu reitt þig á. —h.halls Topplið í USA Bandarikin halda á næsta ári upp á 200 ára afmæli sjálfstæðis sins. Mikið verð- ur um dýrðir eins og gefur að skilja — þó mun knattspyrnumót sennilega vekja hvað mesta at- hygli. England, ítalia og Brasilia — fyrrverandi heimsmeistarar — munu senda landslið sin til Ameriku til keppni. Mótið fer fram i lok mai og fara leikirnir fram i New York, VVashington og Philadelphiu. Ásamt lands- liðum þessara þriggja stór- velda á knattspyrnusviðinu mun úrvalsliö úr bandarisku knattspyrnunni taka þátt i mótinu. Þar verða ekki minni karlar en Pela, Euse- bio og Jimme Johnstone. „Þetta verður mesti knattspyrnuviðburður i sögu Bandarikjanna og augu heimsins munu beinast að mótinu,” sagði Gene Ed- wards, forseti bandariska knattspyrnusambandsins. h halls Magnús óskarsson Eftirminnilegt ár i sogu - Magnús Óskarsson, hœstaréttarlögmaður, kjörinn formaður félagsins Þróttar Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Þróttar I Reykjavik var hald- inn 10. des. sl. Guðjón Oddsson, sem verið hefur formaður félags- ins um fimm ára skeið baðst und- an endurkosningu og var Magnús Óskarsson, hæstaréttarlög- maður, kjörinn formaður i hans stað. Aðrir i stjórn félagsins eru Jón M. Björgvinsson, Stefán Jónsson, Friðrik Kristjánsson og Jón Baldvinsson. 1 aðalstjórn eiga einnig sæti Helgi Þorvaldsson, form. knatt- spyrnudeildar, óli K. Sigurðsson, form. handknáttleiksdeildar og Gunnar Arnason, form. blak- deildar. Varamenn i stjórn eru Guðjón Oddsson og Eysteinn Guðmundsson Eftirminnilegt ár. Árið 1975 er eftirminnilegt ár i Farþegarnir sitja sem lamaðir ^Flugvélin verður að breyta um stefnu..*) Maðurinn er /Hann er með sprengju og' brjálaðiir. Við'„\^ byss" F.noa áhættn verðum að gera', sögu Þróttar. A árinu unnu bæði meistaraflokkar karla i knatt- spyrnu og handknattleik sér rétt til keppni i 1. deild og eru nú allar deildir félagsins karlaflokki i 1. deild. Þá er miku gróska i yngri flokkum félagsins ( g náðu yngstu drengirnir þar lengst, en þeir urðu Islandsmeistarar i knatt- spyrnu i 5. flokki. Starfssvæði Þróttar er nú Langholts-, Voga- og Heima- hverfi og nágrenni þess. Beinist starfsemi félagsins einkum að æskulýð þessara hverfa, þótt fé- lagsmenn búi að sjálfsögðu viöar. A svæði félagsins við Sæviðar- sund hefur þegar verið gert mikið átak i gerð leikvalla, en öll önnur aðstaða er ófullnægjandi. Er nú ákveðið að hefjast handa um hús- byggingu á svæöinu og standa vonir tii að framkvæmdir geti hafizt sem fyrst á þessu ári. Straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörgum mynztrum \ og litum. ’1 Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik simi28200

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.