Dagblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 4
Pagblaðib. Þriðjudagur 20. janúar 1976. Sýnir verk sín hjá Arkitektafélaginu: Nemur sálfrœði og listir í USA „Þetta er ekki bara spurning um lita- eða skuggasamsetn- ingu hjá mér heldur reyni ég að tjá mig i myndunum og minar hugsanir,” sagöi Guömundur Björgvinsson, ungur lista- maður, sem nú heldur sýningu á verkum sinum i sýningarsal Arkitektafélags Islands að Grensásvegi 11. Guðmundur stundar nám i sálarfræði og list- um viö Redlands-háskólann i Kaliforniu og hefur nýlokið fyrsta ári þar. „Ég vona, að mér takist að ljúka náminu á þrem árum, en venjulega er um fjögurra ára nám taliö eðlilegt. Nám i Bandarlkjunum er hins vegar mjög dýrt, ég reikna meö að allt i allt séu skólagjöldin um 400 þúsund á ári,” sagði Guð- mundur, er við inntum hann eftir námsárangri. Sagðist hann einnig tengja þessar námsgreinar verulega saman, þannig að sálfræðin kæmi inn á listsköpunina. Guðmundur sýnir 42 penna- og pastelteikningar sem allar eru til sölu. Veröið er frá 2000 krónur og upp i 100 þúsund og sagði Guömundur aö nokkrar myndir hefðu þegar selzt. Sýningin veröur opin fram til 25. janúar og er opin frá tvö til tiu daglega. HP Hreinsun 6 götum borgarinnar: ## Ruðningarnir eru verstir ## j „Þvi er auðvitað ekki að neita, að þetta hefur veriö tölu- verður hasar,” sagði Atli Agústsson, hjá Vélamiöstöð Reykjavikurborgar, er við innt- um hann eftir gangi mála viö snjómokstur og hreinsun á götum borgarinnar. „Alagið á menn og tæki hefur verið nánast tvöfalt og þrefalt, svo að nú hefur orðið vart þreytu og, bilana”. | Sagði Atli, að blásarinn góöi heföi reynzt vel, en þó væri verið að komast yfir vissa byrjunarörðugleika, eins og alltaf með ný tæki. Helzti gall- inn á blásaranum væri sá, að hann tæki inn alla hluti, sem á vegi hans yrðu, svo sem grjót og klaka, og vildi þess vegna stiflast. „Ruðningarnir, sem nú eru meðfram öllum götum, eru að sjálfsögðu mikill höfuðverkur,” sagði Atli ennfremur. „Sumar tvöfaldar götur eru nánast ein- faldar og myndast hafa djúp hjólför sem erfitt , er að fjarlægja.” Atli sagði að tómt mál væri að tala um það að flytja ruðning- ana á brott, slikt yröi ekki gert nema á bilum og samfara þvi væri kostnaðurinn oröinn svo mikill að álitamál væri, hvort horfið yröi að þvi ráði. „Þetta kostar nógu margar mill- jónirnar samt,” sagði Atli. Þá ræddi Atli um litlu fólks- bifreiðarnar, sem alls staðar sitja fastar og valda töfum og erfiðleikum við hreinsunina. „Það er furöulegt að sjá öku- menn litilla bifreiða, alls óbúnar til aksturs i snjó, vera að paufast þetta áfram i ófærðinni og festast á skömmum tima. Mér virðist oft á tiðum eins og þessir ökumenn séu að storka fyrirmælum okkar og lögreglu- unnar. Og allan timann erum við að reyna að halda uppi ferðum með strætisvögnunum til þess að fólk þurfi ekki að nota sina eigin bila”. HP ÞORSKASTRIÐ VIÐ ÞJOÐVERJA? Þorskastríö gæti skollið á við Vestur-Þjóðverja i maibyrjun. Enn hefur Efnahagsbandalagið ekki gert sig liklegt til að veita Is- lendingum neinar tollaivilnanir fyrir fiskafurðir. Kunnugir telja engar likur á tollfrlðindum fyrir sjávarafurðir, meðan við eigum I þorskastrlöi við Breta, sem eru i Efnahagsbandalaginu. Skilyrði voru sett um það i samningunum við Vestur- Þjóðverja, að Efnahagsbanda- lagið lækkaði tolla á islenzkum sjávarafuröum, ella væri samn- ingurinn úr gildi i aprillok. Efnahagsbandalagið hefur þvert á móti hækkað tollana, meðan við höfum verið smám saman að lækka og fella niður tolla á iðnaöarvörum sem fluttar eru inn frá ríkjunum i Efnahags- bandalaginu. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra var að því spurður á blaöa- .jnannafundinum á föstudaginn, hvort ekki væri yfirvofandi þorskastrlð við Vestur-Þjóðverja. „Þvi get ég betur svarað eftir tiu daga,” svaraöi ráðherrann og virtist gera sér vonir um, aö samningar tækjust enn við Vestur-Þjóðverja. Ráöherrar hafa lagt áherzlu á hættuna, sem stafi af þvi að vera i landhelgisdeilu við fleiri en Breta. Þetta var aðalgrundvöllur áherzlunnar, sem lögð var á samninga viö Vestur-Þjóðverja i vetur. —HH Ríkisstjórnin: Nú á að slíta sambandinu Eftir hádegi i gær kom loks út fréttatilkynning frá utanrikis- ráðuneytinu varðandi slit stjórn- málasambandsins við Breta, en tilkynningin er svohljóðandi: Samkvæmt samþykkt, sem gerð var á fundi rikisstjórnar Is- lands I dag, litur rikisstjórnin svo á að ef brezk herskip og Nimrod þoturnar eru e'nnþá innan 200 milna fiskveiöilögsögu tslands kl. 12 á miðnætti samkvæmt Green- wich meðaltíma hinn 24. janúar 1976, sé stjórnmálasambandi milli tslands og Bretlands slitiö og að loka veröi sendiráði Breta i Reykjavik og diplómatiskir starfsmenn þess kvaddir heim. Ellert B. Schrom um tillögu um aðgerðir gegn reykingum: ## Örugglega samþykkt ## „Jú, hún verður örugglega samþykkt”, sagði Ellert B. Schram alþingismaður (S) i gær um tillögu um aðgerðir gegn tóbaksreykingum. Þetta er þingsályktunartillaga, sem gengur út á, að stofna skuli nefnd, er samræmi krafta hinna ýmsu, sem að þessu vinna. „Nú vinna fjölmargir aðilar að þessum málum,” sagði Ell- ert, „og ekki alveg i takt. Hug- myndin er að sameina orku þeirra.” Nefndiná svo að gera tillögur um aðgerðir gegn tóbaksreyk- ingum, ekki sizt reykingum barna og unglinga. Heilbrigðismálaráð Reykjavikur samþykkti fyrir helgi að fagna þessari þings- ályktunartiliögu. Ráðið kveðst fastlega vænta þess, að hún hljóti afgreiðslu á þingi þvi, er nú situr. Heilbrigðismálaráð telur, að róttækra aðgerða sé þörf, ekki sizt til að stemma stigu við hin- um stórauknu reykingum meðal skólanemenda. Ráðið telur, að bann við sölu tóbaks til barna og unglinga á grunnskólaaldri sé áhrifarikasta aðgerðin i þessu efni. Ellert B. Schram sagði, að tillagan væri komin úr nefnd á þinginu og hefðu allir nefndar- menn verið meðmæltir henni. Ellert er meðal flutnings- manna, en fyrsti flutningsmað- ur er Sighvatur Björgvinsson (A). — HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.