Dagblaðið - 20.01.1976, Blaðsíða 23
Pagblaðið. Þriðjudagur 20. janúar 1976.
23
I
Utvarp
Sjónvarp
Sjónvarpið í kvöld kl. 20,35:
„JARÐSKJÁLFTAR
OG BJARGRAÐ"
Hvernig erum við í stakk búnir að mœta náttúruhamförum?
„Það er auðvitað alveg óljóst
hvort mennirnir utan af landi,
sem taka þátt i umræðunum,
komast i bæinn,” sagði Magnús
Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Sambands islenzkra sveitarfé-
laga, sem ætlar að vera með
umræðuþátt um „Jarðskjálfta
og bjargráð”, en við töluðum
við hann i gær.
Þeir sem ætla að taka þátt i
umræðunum eru Friðrik Jóns-
son oddviti Kópaskers, dr. Sig-
urður Þórarinsson, Guðjón
Petersen framkvæmdastjóri Al-
mannavarna og Ásgeir Ólafsson
stjórnarformaður Viðlaga-
tryggingar Islands.
Þarna verða almennt rædd
hin ýmsu sjónarmið á sviði
þessara manna.
Friðrik segir sennilegast frá
þvi hvernig fólk á Kópaskeri
brást við þessum hamförum,
hvað hefur verið gert að undan-
förnu og hvað er framundan.
Dr. Sigurður Þórarinsson
kemur fram sem fulltrúi visind-
anna.
Fróðlegt er að heyra frá Guð-
jóni Petersen um hvernig Al-
mannavarnir eru i stakk búnar
til þess að mæta náttúruham-
förum.
Ásgeir er fulltrúi þess fyrir-
tækis sem verður að bæta mest-
an hluta af þvi tjóni sem hlauzt
af jarðskjálftunum á Kópaskeri.
EVI
j, , «... !. *■
Sprungin bryggjan á Kópaskeri eftir jarðhræringarnar um daginn.
Sjónvarp í kvöld kl. 22,10:
„Utan úr heimi"
Hvað tekur nú við í Kína? raddir um að leyfa henni
lenda. EVI
„í fyrsta lagi verður fjallað
um fráfall Cou En-lais forsætis-
ráðherra Kina og hvað tekur nú
við,” sagði Jón Hákon Magnús-
son, stjórnandi þáttarins.
Þá ræðir Jón Hákon við Ingi-
björgu Haraldsdóttur sem bú-
sett hefur verið á Kúbu i nokkur
ár. Hún er hér stödd og aðstoðar
sovézka leikstjórann við að
setja upp leikritið Náttbólið
eftir Maxim Gorki. Ingibjörg
svarar nokkrum spurningum
um lifið og tilveruna á Kúbu,
hvernig pólitikin er og ástandið i
þjóðmálum.
Loks verður rætt um Con-
corde-þotuna hljóðfráu sem
Bretar og Frakkar hafa smiðað
i sameiningu. Þotan hefur vald-
ið miklum deilum, meðal ann-
ars vegna þess hversu hávær
hún er og hvað hún þykir hafa
mengandi áhrif. í Bandarikjun-
um hafa verið uppi háværar
Mikil sorg rikti I Kina eftir fráfaii hins virta forsætisráðherra, Chou En-lais. Fólk kom unnvörpum að
votta hinum látna virðingu sina þar sem lik hans lá á viðhafnarbörum áður en útförin fór fram.
Sjónvarp kl. 21,15
Hvernig
reiðir
Rósu af
í nýja
hjóna-
bandinu?
Kl. 21.15 i kvöld er þátturinn
um Benóni og Rósu á dagskrá
sjónvarpsins. Er þetta 5. og
næstsi'ðasti þátturinn en þeir
eru byggðir á sögum eftir Knut
Hamsun. Þýðandi er Dóra Haf-
steinsdóttir.
Siðasti þátturinn endaði á þvi
að Rósa ætlaði að ganga að eiga
Benoni. Maðurhennar, Nikulás,
var farinn I burtu og Benóni
sagði Rósu þær fréttir að hann
væri dáinn.
Lappinn, sem áður hefur
komið við sögu þegar mikið hef-
ur legið við, kom I siðasta þætti
og Rósu brá mjög i brún þegar
hún sá hann. Hafði hún orð á þvi
að hann birtist alltaf þegar ein-
hverj ar breytingar ættu sér stað
i lifi hennar og boðaði jafnan ó-
hamingju fyrir hana.
Nú er bara að vita hvernig
Rósu reiðir af í nýja hjónaband-
inu. A.Bj.
Útvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Um heilbrigðis- og
félagsmál vangefinna, sið-
, ari þáttur. Umsjón: Gisli
Helgason og Andrea
Þörðardóttir.
15.00 Miðdegistónleikar: ts-
lensk tónlist. a. Sextett fyrir
blásturshljóðfæri eftir Pál
P. Pálsson. Jón Sigur-
björnsson, Gunnar Egils-
son, Jón Sigurðsson, Stefán
Þ. Stephensen, Sigurður
Markússon og Hans P.
Franzson leika. b. Lög eftir
Sigfús Einarsson. Att-
menningarnir syngja,
Hallur Þorleifsson stjórnar.
c. Pianósónata eftir Leif
Þórarinsson. Anna Aslaug
Ragnarsdóttir leikur. d. Lög
eftir Pétur Sigurðsson frá
Sauðárkróki. Svala Nielsen
og Friðbjörn G. Jónsson
syngja Guðrún Kristinsdótt-
ir leikur á pianó.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
Tónleikar.
16.40 Litli barnatíminn
Finnbogi Scheving sér um
timann.
17.00 Lagið mitt Anne-Marie
Markan sér um óskalaga-
þátt fyrir börn yngri en tólf
ára.
17.30 Framburðarkennsla i
spænsku og þýsku.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Pappiralausa fjölskyld-
anDr. Gunnlaugur Þórðar-
son flytur erindi.
20.00 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa
Steinþórsdóttir kynnir.
20.50 Að skoða og skilgreina.
Kristján Guðmundsson sér
um þátt fyrir unglinga.
21.30 Tilbrigði og fúga op. 24
eftir Brahms um stef eftir
HandclDavid Lively leikur
á pianó. — Hljóðritun frá út-
varpinu i Stuttgart.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: ,,i verum”, sjálfsævi-
saga Thcódórs F’riðriksson-
ar Gils Guðmundsson les
síðara bindi (7).
22.40 Harmonikulög. Sænskir
harmonikuleikarar leika.
23.00 Á hljóðbergi „Major
Barbara”, leikrit i þrem
þáttum eftir George Bern-
ard Shaw. Með aðalhlutverk
fara : Maggie Smith, Robert
Morley, Celia Johnson,
Warren Mitchell og Cary
Bond. Leikstjóri: Howard
Sackler. — Siðari hluti.
20.35 Jarðskjálftar og bjarg-
ráð. Umræðuþáttur um á-
stand og horfur á jarð-
skjálftasvæðinu i Þingeyj-
arsýslu. Umræðunum stýrir
Magnús Guðjónsáon, fram-
kvæmdastjóri Sambands is-
lenskra sveitarfélaga, og
mun hann fá til viðræðna
fulltrúa heimamanna, vis-
indamanna og hins opin-
bera.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
(í
Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
21.15 Benóni og Rósa. Fram-
haldsleikrit i sex þáttum.
byggt á sögum eftir Knut
Hamsun. 5. þáttur. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
(Nordvision-Norska sjón-
varpið).
22.10 Utan úr heimi. Þáttur
um erlend málefni ofarlega
á baugi. Umsjónarmaður
Jón Hákon Magnússon.
22.40 Dagskrárlok.