Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Laugardagur 31. janúar 1976. 7 Við gætum sagt að þessi kjóll væri með fiðrildasniði. Hann væri fallegur úr gulu, þunnu jersey-efni. Takið eftir skartgripunum sem stúikan er með. Nú er ekki nóg að vera bara með eina hálsfesti heldur skulu þær vera margar. Sandalarnir eru I sama lit og kjóllinn. Bikini er alltaf vinsælt, enda fer þá minnst á mis við sólina. Það~er betra að hafa linurnar I lagi þegar maður klæðist þessum. Svona kjóll er mjög fallegur, saumaður úr mjúku þunnu efni sem leggst vel. Hann gæti til dæmis verið fölgrænn, það er litur sem fer vel viö sólbrúna húö. MJÖLNIR (VÐ VÍGI Um siðustu helgi kepptu i deildarkeppni Skáksambands Islands á Selfossi lið Taflfélags Reykjavikur og Skáksambands Suðurlands. Úrslit urðu sem hér segir, liðT.R. talið upp á undan : 1. borð Helgi ölafsson — Gunnar Finnlaugsson 1-0 2. borð Björn Þorsteinsson — Hannes Ólafsson 1-0 3. borð Margeir Pétursson — Vilhjálmur Pálsson 1-0 4. borð Gunnar Gunnarsson — Kristinn Júliusson 0-1 5. borð Ómar Jónsson — Helgi Hauksson 0-1 6. borð Sævar Bjarnason — Sveinn J. Sveinsson 1 /2-1/2 7. borð Þröstur Bergmann — Óli Á. Vilhjálmsson 1-0 8. borð'Jón L. Arnason — Þórhallur Ólafsson 1-0 Samtals sigraði þvl Taflfélag Reykjavikur með 5 1/2 vinning gegn 2 1/2. Staðan i deildarkeppninni er fremur óljós eins og stendur vegna þess hve liðin hafa keppt mismunandi marga leiki. Skák- félagið Mjölnir stendur þó Þennan samfesting saumum viö úr bleikrauðu jersey-efni. Það er mikil vidd i skálm- unum eins og sjá má. Hann er opinn i bakið. Fallegt er að hafa belti úr öðruvisi efni sem vafið er tvisvar um mittið og bundið saman i hnút. Ekkert lát er á straumi Islendinga til sólarlanda. Það eru svo sem engir neitt hissa á þvi, það fer ekki svo mikið fyrir sólskininu hér á þessum hjara veraldar nema náttúrlega norðanlands. Þar þurftu þeir ekki að kvarta siðastliðið sumar yfir að fá ekki brúnan lit á kroppinn. Það dugir ekki þegar við förum út fyrir landsteinana annað en að vera klæddur á viðeigandi hátt. Vafalaust er það þó skritið að pakka niður i töskurnar sinar i norðangarra fötum eins og við sýnum hér á siðunni i dag. Sem betur fer er nú sól að hækka á lofti og hver veit nema veðurguðirnir verði okkur hliðhollir sunnanlands sem norðan á komandi sumri. Það væri ekki amalegt að geta skartað i svona klæðnaði hér heima lika. Hvað sem öðru liður er eins gott að fara að huga að linunum fyrir sumarið. 1 þvi tilfelli væri ágætt að kaupa sé einhvern dásamlegan kjól. Hann mætti vera einu eða tveimur númerum of litill (á þessar sem þurfa að grenna sig). Auðvitað verður hann að hanga á áberandi stað i klæðaskápnum til þess að minna á að það eru heilmargar hitaeiningar i mál- tiðinni sem við ætluðum einmitt að fara að borða. EVI I Þótt sumir vilji aðeins bikin vilja aðrir nota sundboli. Hér e einn mjög fallegur. Hvitt e alltaf mikið I tizku á ströndinn og sýnir vitanlega afar ve brúna litinn á kroppnum. greinilega best að vigi, þar sem þeir hafa unnið alla sina leiki hingað til, en Taflfélag Reykja- vikur kemur næst með eitt tap, fyrir Mjölni 3-5. Okkur voru að berast fréttir frá starfsemi Skáksambands Suðurlands. Þeir gefa út myndarlegt blað, sem kallað er Tvipeð og hefur komið út tvisvar sinnum. Blað þetta birt- ir fréttir frá starfsemi sam- bandsins og ýmislegt annað efni. 1 desember blaðinueru birt úrslit i Haustmóti Skáksam- bandsins. Þar urðu þeir Hannes Ólafsson, Gunnar Finnlaugsson og Sigurður Sólmundarson efstir og jafnir með 5 vinninga af 7 möguiegum. Hannes hlaut fyrstu verðlaun, þar sem hann hafði flest stig, Gunnar varð annar og Sigurður þriðji. Keppendur i móti þessu voru 16 talsirís. Að haustmótinu loknu var haldið hraðskákmót, þar sem Gunnar Finnlaugsson sigraði, en Hannes Ólafsson varð i öðru sæti. Þaö væri ekki úr vegi að birta héreina af skákum sigurvegara haustmótsins. Skákin er tefld i 6. umferð og skýringar eru eftir Hannes Ólafsson. Hv. Sveinn Sigurmundsson. Sv, Hannes ólafsson Sikileyjar-vörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. Bc4 Rc6 8. f3 Bd7 9. Dd2 0-0 10. Bb3 Da5 11. 0-0-0 Hfc8 12. h4 h5 Algengara er hér 12. ... Re5 13. Hdgl?! Þekkt leið er hér 13. Kbl Re5 14. De2 a6 15. Hdgl b5 16. g4 Hxc3 með tvisýnni stöðu. 13. Re5 14. Kbl a6 Betra er 14. ...Rc4! 15. Bxc4 Hxc4 og svartur stendur ivið betur t.d. 16. Rb3? Dc7 með möguleikanum a5 og a4, eða 16. g4 Hxc3! 17. Dxc3 Dxc3 18. bxc3 hxg4 og svartur stendur betur. 15. Df2? Betra var 15. De2! samanber athugasemd við 13. leik. 15. Hxc3! 16. bxc3 Vafasamt var 16. Bd2 vegna Hxf3 16. Dxc3 17. Dd2 Ef 17. Bcl þá a5 og svartur stendur betur. 17. ... Dc7 18. Bg5 a5 19. a4 Rc4 Betra var 19. ..Dc5! 20. Dd3 Hc8 21. g4! Db6 Vafasamt var 21. ..hxg4. 22. Ka2 Db4 23. Bcl 23. Bxa4 24. gxh5? Hér átti hvitur tvo skárri kosti a) 24. Re2 Bb5 b) Bxc4 Dxc4 en svartur stendur betur i báðum tilvikum. 24... Rxh5 25. Hh2 Bxb3+? 25. ..Rf4 26. Ddl Dc3 og hvitur er varnarlaus. 26. axb3 Rb6 27. Rc2 Dc5 28. Be3? Betra var 28. Hg5 d 5 29. exd5 Dd6 30. Hhl Df6 31. Ba3 Rf4 (Rxd5 i næsta leik) og svartur stendur mun betur að vigi. 28. De5 Hvitur gafst upp. Svo vil ég þakka ritara Skák- sambands Suðurlands, Gunnari Finnlaugssyni, fyrir fréttir þær sem hann hefur sent skákþætt- inum, um leið og ég vil hvetja ritara annarra skákfélaga hvar sem er á landinu að senda skák- þættinum fréttir frá þeirra félagsstarfsemi. Þegarþettaer skrifaðer lokið 7 umferðum á Skákþingi Reykjavikur. Staöan er fremur óljós, en eins og er er Helgi Ólafsson efstur með 5 1/2 vinn- ing. Annars er hér birt taflan eins og hún var s.l. sunnudags- kvöld. I fimmtu umferð áttust við þeir Ásgeir P. Ásbjörnsson og Sævar Bjarnason. Skákin var fjörlega tefld og i lokin fékk Sævar tækifæri á skemmtilegu kæfingarmáti. Hv. ÁsgeirP. Asbjörnsson Sv. Sævar Bjarnason. Kóngsindversk vörn. 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. e4 d6 4. d4 Bg7 5. Be2 0-0 6. Rf3 Bg4 7. 0-0 Rfd7 8. Rel Bxe2 9. Rxe2 c5 10. d5 Ra6 11. Rc3 Rc7 12. Bg5 b5 13. cxb5 a6 14. bxa6 Rxa6 15. Rf3 h6 16. Bf4 Dc7 17. De2 Hfb8 18. Habl Rb6 19. e5 Rb4 20. exd6 exd6 21. Rb5 Dd7 22. Rxd6 R6xd5 23. Bg3 f5 24. Be5 Bxe5 25. Dxe5 Hd8 26. Rc4 Hxa2 27. Hbdl Ha6 28. Hfel Dg7 29. Dg3 Hf8 30. He5 Rf6 31. Rfd2 Hd8 32. Df3 Rg4 33. Hxc5 Dd4 34. Hc7 Rd3 35. De2 Rgxf2 36. Hfl Rh3++ 37. Khl Dgl+ Hvitur gafst upp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.