Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 11
Pagblaöið. Laugardagur 31. janúar 1976. hefur verið stjórnað af hermannanefnd rauðliða þótt stjórnarskráin geri ráð fyrir þingbundinni stjórn. Fólk rekiö úr borgunum Eftir valdatöku rauðliða var flóttafólk, sem leitað hafði hælis i borgunum, höfuðborginni og öðrum, rekið brott þaðan. Ef menn þrjózkuðust við að fara voru þeir skotnir. Fólkinu var siðan safnað saman i stöðvum þarsem litið var um matvæli og húsnæði af skornum skammti. Fjöldi fólks veiktist og margir létust. Stjórnendur stefndu með þessum aðgerðum, að sögn, að þvi að brjóta niður hið gamla þjóðskipulag landsins sem 'þeir sögðu úrelt. 1 einu auðugasta héraðinu, Battambang, búa menn nú i hópum sem eru undir harðri stjórn og hafast við fjarri þjóðvegum. Valdhafar hafa oft aðskilið fjölskyldur við skipt- ingu i slika flokka. Þetta eru vinnuflokkar. I nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að trúfrelsi skuli rikja. 1 reyndinni er reynt að hindra trúariðkun fólks, svipað og i öðrum kommúnistarikjum Æðstu menn búddismans höfðu i borgarastyrjöldinni stutt stjórn hægri manna. Veikir af hungri. Stjórnvöld eru sifellt að flytja menn til og frá. Þúsundir fólks, sem flutt var frá höfuðborginni, var siðan enn flutt til Battambanghéraðs i lestum, á bátum eða rekið áfram fót- gangandi. Þar á það að rækta hrisgrjón. Menn byrja vinnu i dögun undir stjórn „formanns” sem rauðliðar gera út. Oft gengur örðuglega að vinna það verk sem vinna skal, þar sem margir eru veikir af hungri. Um miðjan Prinsinn, fangi i eigin landi. daginn er tveggja eða þriggja stunda hlé, siðan er únnið áfram til myrkurs. Pólitiskir fundir éru haldnir annan eða þriðja hvern dag. Aðalinntak fundanna er: Vinna og meiri vinna. Fólk er hvatt til að gleyma fjölskyld- um sinum og fortið sinni. Hjóna- .vigslur eru leyfðar, en með tregðu. Þetta er ömurlegra lií en Kambódiumenn áttu að venjast áður en þeir flæktust i átökin i Vietnam og Bandarikjamenn gerðu loftárásir árið 1969. Enda varð Sihanouk prins fyrir vonbrigðum þegar hann kom til landsins i september siðastliðn- um. Fylgdarmenn prinsins hafa yfirleitt yfirgefið hann siðan og setzt að i Paris. Einum þeirra segist svo frá: Þ jóðhöföinginn sem fangi Viðtökur prinsins i höfuðborg- inni voru svo sem nógu góðar. Hersýning var haldin og siðan farið með hann i gömlu höllina og honum fengið rúmið sem de Oaulie hafðí sofíð i forðum. En prinsinn og fylgdarlið hans komust brátt að þvi að þeir voru sem fangar. Stöðugt fylgdust fulltrúar Rauðu Khmeranna með þeim sem „leiðsöguménn”. „Allir urðu fyrir vonbrigð- um.,” segir þessi fyrrverandi fylgdarmaður prinsins. „Gras greriá götunum, rænt og ruplað hafði verið. i verzlunum og bifreiðum. sem mar.gar stóðu yfirgefnar á götunum. Ég á konu og tólf börn einhvers stað- ar i Kambódiu. Ég hef sætt mig við að sjá þau aldrei aftur.” Menn, hollir prinsinum, höfðu verið neyddir til að fara út á land. Eignir þeirra höfðu verið gerðar upptækar, ög jafnvel nöfnum hafði verið breytt svo að fólk fyndi ekki fjölskyldur sinar. „Okkur varð brátt ljóst,” segir HAUKUR HELGASON maðurinn, „að á okkur var lika litið sem óvini. Stuðningsmenn prinsins i byltingarhreyfingunni voru horfnir. Prinsinn grét i ein- rúmi. Rauðu Khmerarnir héldu fund og prinsinum var leyft að vera við völd að nafninu til en hann mátti ekki „spyrja spurn- inga.” Hallast aö Kinverjum Siðan fór prinsinn i sina löngu Afriku- og AusturEvrópuför. Nú er hann köminn heim og eftir að sjá hváð um hann verður. Lifið i Kambódiu má nú heita „ósýnilegt” umheiminum, nema hvaö framangreindar fréttir eru hafðar eftir flótta- mönnum sem flestir eru alþýðu- menn. Hins vegar er nokkuð ijósara hvað rikisstjórnin er að . fara i utanrikismálum. Vietnamar fylgja nú Sovét- rikjunum dyggilega en Rauðu Khmerarnir hafa aldrei fyrir- gefið Sovétmönnum að þeir héldu stjórnmálasambandi við stjórnhægri manna meðan bylt- ingin stóð. Þeir hafa hinsvegar leitazt við að virðast hlutlausir, til dæmis hafa þeir reynt, til þess að minnsta kosti, að hafa gott sam- ba'nd við stjórnina i grannrikinu Thailandi. Annars eru það Kinverjar sem mestu ráða um utanrikis- stefnu Kambódiustjórnar. Aöal- áhugamál Kinverja er að hindra að Sovétmenn taki völdin i öll- um þeim rikjum sem komm- unistar lögðu undir sig i fyrra. Þetta virðist Kinverjum hafa tekizt allvel i Kambódiu. Sihanouk dvaldist i Kina á út- legðarárum sinum en valdhafar i Peking virðast ekki leggja mikið upp úr þvi að hann ráði einhverju i Kambódiu, nema að nafninu til. Prinsinn hefur notið talsverðs fylgis alþýðu manna i landi sinu. Það fylgi vilja Rauðu Khmerarnir ekki missa. 11 \ Kjallarinn Haraldur Guðnason illilega á áróðursfréttir þýskra nasista f siðasta striði. — Ég held, að hefði Einar Ágústsson fengið i tima réttar fregnir af tilraunum breta til að sigla Þór niður Uti fyr- ir mynni Seyðisfjarðar, þá hefði hann ekki setið veislu með bret- um i Brussel, heldur gengið af fundi f mótmælaskyni. — Sem betur fór var breytt um stefnu fyrir atbeina islenskra frétta- manna og fjölmiðla. — Eftir glæfralega árás á Þór og endurteknar atlögur spurði þjóð- in: Et mælirinn ekki fullur? Nú hlýtur að verða staöið við gefnar yfirlýsingar um stjórnmálaslit viö breta. Þá er farið að slá undan. Fyrst er beðið sjódóms, sem varla mundi þó breyta neinu frá þvi sem áður var staðfest en ekki að lasta að búa vel um hnútana. Þá gerist það furðulega, að sérfræð- ingar skuli staðfesta niðurstöðu sjódómsins. Þá gafstsemsé færi á að búa til nýjan frest. — Þá er Thorsteinsson sendur i langa reisu, til hvorki fleiri né færri en 11 landa til að skýra málin og væntanlega spyrja: Hvað ætliö þið nU að gera vinir i Nató? Þá er Morgunblaðið látið flytja þann boðskap, að umfram allt veröi að halda áfram vinskap við þetta bandalag: umfram allt ekki styggja guðinn. Teikning lista- mannsins Halldórs Péturssonar i sama blaði sýnir i skoplegu ljósi viðbrögðöryggisráðsSÞog Nato, þar sem tveirJiópar stinga saman nefjum Ut unair vegg, táknrænt um aðgerðarleysið. Nú fer vart lengur milli mála, að Natóherinn erekkihér tilþess að verja landið gegn innrás erlendis frá heldur fyrst og fremst Bandarikin og V-Evrópu. Fyrir nokkru kom for- sætisráðherrann i viðtalsþátt i sjónvarpinu og hafði fátt nýtt að segja. En honum þótti hæfa að flytja landsföðurlega hirtingará- drepu til Suðurnesjamanna vegna mótmælaaðgerða þeirra, sem vöktu athygli viða um lönd. Þeir hafa hlotið verðugar þakkir fyrir framtakið. Það er vafalaúst rétt. hjá Alþýðublaðinu, að þeir gerðu það, „sem allir vildu gert hafa.” Og þó Ólafur Jóh. segi með venju- legum ráðherrahroka, að ekki verði tekið mark á slikum mót- mælum, þá vitum við að það er bara kokhreysti. — í siðustu styrjöldSærðu Islend- ingar bretum fisk við mikla á- dæmaskipulags sem hér er við lýði. Þessi óvættur byggðastefoan, hefur i raun snúið hamingjuhjóli þessarar þjóðar öfugt frá upp- hafi og hefur megin-inntak hennar ávallt verið að stuðla að eins konar þjóðflutningum inn- anlands, — en i öfuga átt við það sem þjóðhagslega væri þó hag- kvæmast fyrir allan landslýð, neínilega til Suður- og Suðvest- urland þar sem þegar hafa myndazt arðbærir og blómlegir byggðakjarnar með hvers kon- ar atvipnugreinum. Og það eru slikir byggðakjarnar einir sem einhvers má vænta af varðandi sæmilega afkomu i svo viðfemu og harðbýlu landi sem tsland er. '1 málefnasamningi núverandi rikisstjómar er ákvæði sem segir að verja skúii 2% af út- gjöldum á fjárlagafrumvarpi til Byggðasjóðs sem auðvitað er fyrstogfremsthugsaðurtil þess aðspornagegn flutningi fólks til þéttbýlissvæðanna arðvænlegu Og stuðlar þvi að óeðlilegri þró- unátvinnúlifs i landinu eri stofn- ar til viðamikilla útgjalda rikis- ins, — og ef til vill, að lokum, til stórkostlegri útgjalda en' nokk- urn hefði órað fyrir. Á þessu ári einu er framlag til Byggðasjóðs ákveðið i fjárlögum 1.123 milj. kr. Og nú hefur höfuðið verið bitið af skömminni með þvi leggja til að stofna enn nýtt ,,ráð",' Flutn- ingsráð rikisstofnana, sem ann- ist heildarskipulagningu og yf- irumsjón með flutningi stofnana og deilda á vegum rikisins frá höfuðborginni út á landsbyggð- ina. Ráð þetta á að ve j skipað sjö mönnum, kosnum af Al- þingi og kostað af almenningi. Sá kostnaður sem tilfærsla rikisstofriana myndi leiða af sér og auka rikisútgjöld stórlega er meiri en svo, að þjóðin megi við þvi eins'og nú árar, og raunar ótrúlegt, að rikisstjórnin ljái þessu máls yfirleitt. Margjr eru þeir bæir og kaup- tún úti á landsbyggðinni þar sem ibúum fækkar ár frá ári. Þannig er ástatt viða á Vest- fjarða-kjálkanum og á Norð- austurlandi en einnig á Norður- landi og Austfjörðum. Siglu- fjörðureFglöggt dæmi um þessa þróun. Árið 1930 er ibúatala Siglufjarðar 2022, árið 1950 eru ibúar 3015, árið 1971 eru þeir 2088 og árið 1974 eru ibúar þar 2092, hefur fjölgað um fjóra. Sömu söguer að segja um kaup- túnin Hellissand Bildudal, Þing- eyri, Flateyri, Súðavik og enn fleiri sem hafa verið með svip- aða ibúatölu siðan 1930. Jafnvel á Stokkseyri, i sjálfu „gósen- landinu” Suðurlandi, eru ibúar nú færri en þar voru 1930. Þessar tölur eru ekki settar fram i þeim tilgangi að leggja til fólksflutninga frá þessum stöð- um frekar en orðið er, enda sumir þessara staða vel byggi- legir og leggja til þjóðarbúsins eins og efni standa til, heldur til að sýna fram á að jafnvel á slik- um stöðum sem hér eru nefndir er ekki um neina fólksfjölgun að ræða lengur, og þar sem fólks- fjölgun er ekki veruleg hlýtur stöðnunin smám saman að ná yfirhöndinni. Til Stór-Reykjavikursvæðis- ins og þéttbýliskjarnanna á Suð- ur- og Suðvesturlandi hefur leið- in legið siðustu áratugi vegna landgæða og meiri aíkomu- möguleika þar en annars stað- ar. Tilflutningur nokkurra skóla eða stofnana, jafnvel fullkomið vegakerfi, myndi þar engu um breyta. Jafnvel fólk sem allan sinn búskap hefur búið úti á landsbyggðinni og greitt þar sina skatta og skyldur hefur lagt allt i sölurnar til þess að flytjast „suður”, til þess eins að geta verið þar siðustu æviárin, og þiggur þá þjónustu, sem skatt- greiðendur þéttbýliskjarnans hafa lagt grundvöllinn að. Það er þvi ekkert óeðlilegt, he'ldur mjög sjálfsagt að „byggðastefnu” sé snúið við frá þvi sem nú er, og gera tillögur um flutning landsmanna frá af- hættu. Nú stunda bretar ránskap á fiski i islenskri fiskveiðilögsögu. Við eigum þó ekki i striði við bresku þjóðina, heldur bresk stjórnvöld undir forystu „jafnað- ar”-mannsins Wilsons. Nú berstfrétt um það, að bretar kalli herskip sin út fyrir 200 milur en til þess ætlast á móti, að bresk- ir togarar fái að stunda veiði- þjófnað innan landhelgi óáreittir. Þá er væntanlega grundvöllur til nýrra samningaviðræðna við bréta að áliti forsætisráðherra, sbr. Timann 17. jan. Og nú munu margir spyrja: Ætla islensk stjórnvöld aðsemja við breta eft- ir það sem á undan er gengið? Haraldur Guðnason, bókavörður. Vestmannaeyjuin "N Kjallarinn Geir R. Andersen skekktum og óarðbærum stöðum a landinu- til þéttbýlissvæðisins á Suður- og Suðvesturlandi. til þess að mynda þar enn sterkari og heilsteyptari þéttbýliskjarna en nú er raunin. Allt tal og ráðagerðir um áð dreifa fólkiriu frá þéttbýlissvæð- um er óraunh'æft og beinlinis þjóðhagslega óhagkvæmt og það sem verra er, — það er lika Óábýrgt að við þær kringum- stæður sem við búum við.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.